Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Síða 14
14 mánudagur 14. desember 2009 fréttir
Lilja Mósesdóttir dregur í efa yfir-
lýsingar Seðlabankans og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins um að skulda-
byrði þjóðarbúsins sé viðráðanleg.
Hún bendir á tölurnar í október-
skýrslu AGS en þar segir að brúttó-
staða skulda þjóðabúsins nemi 310
prósentum sem er mun meiri skuld-
setning en AGS taldi sjálfbæra fyrir
ári.
Hún er ósammála Þórarni G.
Péturssyni sem segir brúttótölurn-
ar misvísandi og eiga illa við sér-
stöðu Íslands. „Ástæðan fyrir að
ég tala alltaf um erlendar brúttó-
skuldir þjóðarbúsins en ekki ein-
ungis brúttóstöðu erlendra skulda
ríkissjóðs er að stærri talan gefur
vísbendingu um eftirspurnina eft-
ir útflutningstekjum þjóðarbúsins.
Ég nota aldrei aðrar tölur en brúttó,
rétt eins og allar alþjóðastofnanir
gera – til dæmis til að rökstyðja hvar
skuldaþolsmörkin liggja.“
Hætta á veikingu krónunnar
Lilja telur að skuldabyrði þjóðar-
búsins muni valda hinu opinbera
vandræðum á gjaldeyrismörkuð-
um, burtséð frá því hverjir skuld-
ararnir séu. Það leiði til rýrnunar
krónunnar og kaupmáttarskerðing-
ar hjá almenningi. „Ef bæði einka-
aðilar og ríkið eru mjög skuldsett
verður mikil eftirspurn eftir þess-
um útflutningstekjum eða aukið
framboð króna á gjaldeyrismörk-
uðum sem þýðir að gengi krónunn-
ar mun lækka vegna skuldsetning-
arinnar. Frekari lækkun krónunnar
myndi leiða til kaupmáttarrýrnun-
ar vegna verðhækkana og hækk-
unar á skuldum fyrirtækja. Þegar
við bætum svo Icesave-skuldinni
á skuldir ríkissjóðs er ekki bara
hægt að skoða hvert hlutfall henn-
ar verður miðað við aðrar skuld-
ir hins opinbera heldur verður að
horfa á heildarstöðu þjóðarbúsins.
Icesave bætir við þörf ríkisins til
að afla meiri gjaldeyris. Mun ríkið
kaupa gjaldeyri á því verði sem það
gerir í dag eða mun ríkið þurfa að
yfirbjóða til að fá gjaldeyri? Af þess-
um sökum verður að reikna skulda-
þol ríkisins út frá hlutfalli erlendra
skulda þjóðarbúsins til að sjá hvort
við sem þjóð munum lenda í erfið-
leikum vegna mikillar skuldsetn-
ingar.“
Eigandi skuldanna og eigandi
eignanna ekki sami aðili
Ísland stendur betur að vígi en
Argentína í hruninu 2001, með-
al annars vegna mikilla eigna í líf-
eyrissjóðakerfinu og við eigum síð-
ur hættu á að lenda í greiðslufalli.
„En við hversu mikið ráðum við?“
spyr Lilja Mósesdóttir. „Þegar Arg-
entína lenti í greiðslufalli árið 2002
var skuldastaða þjóðarbúsins ekki
nema 140 prósent. Þegar við vor-
um komin upp í 240 prósent var
sagt að við værum sjálfbær vegna
lífeyrissjóðakerfisins. Nú er stað-
an 310 prósent og staðan enn sjálf-
bær. Hvar liggja mörkin? AGS virð-
ist ekki gera sér grein fyrir að ríkið
hefur ekki aðgang að lífeyrissjóðun-
um. Eigandi skuldanna og eigandi
eignanna er ekki sami aðili. Það er
ávöxtun á eignunum en mikil óvissa
sem tengist því. Við erum ekki að
skattleggja fjármagnstekjur lífeyr-
issjóðanna. Fyrir ríkissjóð kemur
ávöxtun þessara eigna lífeyrissjóð-
anna sem auknar skatttekjur á mjög
löngu tímabili – og með því reikna
menn hjá AGS ekki. Þarna vantar
nákvæmari greiningu.“
Brugðumst árið 2006 og
hrunið varð verra
Lilja minnir á ófarirnar í hruninu og
aðdragandann. Stjórnvöld horfðu
aðgerðalaus á skuldavanda bank-
anna tveimur árum fyrir hrun. „Það
er kominn tími til að þjóðin horfist
í augu við vandamálin öfugt við það
sem hún gerði 2006 þegar hefði átt
Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og alþingismaður VG, hefur gagnrýnt skuldasöfnun Íslands harðlega:
Verðum að horfast í augu við vandann
ekki þjóðargjaldþrot
Ekki má einblína á brúttóskulda-
stöðu íslenska þjóðarbúsins, segir
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræð-
ingur Seðlabankans. Margt sem tekið
er með í þeim tölum er skuldir sem
munu falla niður og eru einkamál fyr-
irtækja. Skuldir föllnu bankanna eru
ekki teknar með í tölunum en í þeim
eru þó stór eignarhaldsfélög. Þar sem
þau fyrirtæki eru ekki atvinnufyrir-
tæki með fjölda fólks í vinnu munu
gjaldþrot þeirra ekki hafa sérstaklega
slæm áhrif á þjóðarbúið. Staða Ís-
lands er því sérstök og brúttóstaðan
misvísandi. Erlendar eignir lífeyris-
sjóðanna skipta til dæmis máli þegar
erlendar skuldir eru metnar.
Hart hefur verið tekist á um
skuldastöðu Íslands í umræðunni
síðustu vikur. Morgunblaðið sagð-
ist hafa heimildir fyrir að hún nemi
350 prósentum af landsframleiðslu.
Áður hafði Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn gefið út að brúttóskuldirnar
næmu 310 prósentum í skýrslu sem
kom út fyrir um mánuði. Sigmund-
ur Davíð Gunnlaugsson dregur í efa
rök Seðlabankans um að skuldir Ís-
lands séu viðráðanlegar. Þór Saari,
þingmaður Hreyfingarinnar, telur
óhugsandi að skuldastaða Íslands
sé sjálfbær og greiðsluþrot blasi því
við. Það hafi hann talið lengi og seg-
ist ekki undrast nýjar tölur sem sýni
að staðan sé í raun enn verri en áður
hafi verið opinberað.
Hægt að klippa Actavis í
sundur
Guðmundur Ólafsson hagfræðing-
ur segir málflutning Morgunblaðs-
ins, Framsóknarflokksins og Þórs
Saari rugl. „Við þurfum ekki að hafa
áhyggjur af skuldum einstaklinga og
einkafyrirtækja. Actavis er inni í þess-
um tölum, 1.000 milljarða skuld sem
hægt er að klippa í sundur. Nettó-
skuldatölur þjóðarbúsins gefa miklu
betur til kynna hvernig ástandið er,
við skuldum kannski 37 prósent af
landsframleiðslu án Icesave og 55 til
60 prósent með Icesave.“
Lífeyrissjóðirnir sterkir
Þórarinn G. Pétursson, aðalhag-
fræðingur Seðlabankans, tekur
undir orð Guðmundar og telur um-
ræðuna um skuldastöðu þjóðarinn-
ar á villigötum. „Hjá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum er vani að ræða um
brúttóskuldir þjóða. En í samhengi
Íslands er það nokkuð misvísandi
því við erum með töluverðar eign-
ir á móti. Við erum til dæmis að
taka lán erlendis til þess að byggja
upp gjaldeyrisforðann. Þá tökum
við dollara að láni og geymum þá.
Með því hækka brúttóskuldir þjóð-
arbúsins og líta illa út þrátt fyrir að
við eigum dollarana óráðstafaða
í Seðlabankanum. Þess vegna er
eðlilegra að skoða nettótöluna þar
sem tillit er tekið til þessara eigna.
Ólíkt mjög mörgum löndum erum
við með lífeyrissjóðakerfi sem er að
fullu fjármagnað. Ríkið þarf því ekki
að leggja út í skuldir til að fjármagna
lífeyrisskuldbindingar, þarna eru
töluverðar eignir. Erlendar eign-
ir lífeyrissjóðanna voru um mitt ár
500 milljarðar.“
Ekki um mikilvæg
atvinnufyrirtæki að ræða
Þó að skuldir föllnu bankanna séu
ekki taldar með í skuldaútreikning-
um eru í þeim tölum skuldir ým-
issa eignarhaldsfélaga sem eru í
fjárhagslegri endurskipulagningu.
Sú endurskipulagning mun líklega
enda með því að stór hluti af þeim
skuldum verður afskrifaður. Þetta
skapar sérstaka stöðu að mati Þór-
arins. „Ef um væri að ræða gjald-
þrot atvinnufyrirtækja þar sem
fjöldi manna væri að vinna að mik-
ilvægri framleiðslu væri það gríð-
arlegt áfall fyrir þjóðarbúið. En hér
er um að ræða eignarhaldsfyrirtæki
sem halda utan um nánast verðlaus
verðbréf og því er ekki um að ræða
sérstaklega mikið áfall fyrir þjóð-
ina. Eitthvað af þessum fyrirtækj-
um mun ekki geta borgað skuldir
sínar og þá eru það eigendurnir og
lánardrottnar sem tapa og það hef-
ur ekkert með þjóðarbúið að gera í
sjálfu sér. Slík fyrirtæki eru auðvitað
alls staðar til, en það sem gerir stöð-
una á Íslandi sérstaka eru gríðarlega
stórir efnahagsreikningar fyrirtækj-
anna hér. Því mælast brúttóskuldir
svo háar hér hjá okkur.“
1.000 milljarða skuld Actavis
Eins og komið hefur fram eru skuldir
Actavis gríðarlega háar en alþjóðlegt
móðurfélag fyrirtækisins hefur sett
skuldir inn í dótturfélagið á Íslandi.
„Þetta eru um 1.000 milljarðar króna
Tölurnar um brúttóskuldastöðu þjóðarbúsins eru misvísandi
vegna sérstöðu Íslands. Gjaldþrot stóru eignarhaldsfélagana
munu ekki hafa sérstaklega slæm áhrif á þjóðarbúið því þau
eru ekki atvinnufyrirtæki með verðmæta framleiðslu.
HELgi HrAfn guðMundsson
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Blöskrar hræðsluáróðurinn Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabank-
ans, gagnrýnir málflutning þeirra er tala um að hér blasi við þjóðargjaldþrot.
Mynd róBErt rEynisson
Einkamál fyrirtækjanna Almenningur
þarf ekki að hafa áhyggjur af skuldum
eignarhaldsfélaganna, að mati Þórarins.