Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Síða 15
– 70 prósent af landsframleiðslunni. Ef þetta fyrirtæki getur ekki staðið við skuldina er það móðurfélagið og að lokum erlendi bankinn sem lánaði því sem tapa. Það mun auðvitað ekki bitna á okkur,“ segir Þórarinn. Hér blasir ekki við þjóðargjaldþrot Þórarinn bendir á að ólíkir staðl- ar sýni ólíkar tölur, en skuldir þjóð- arinnar séu viðráðanlegar. Engin ástæða sé fyrir þeim hræðsluáróðri sem fjölmiðlar, til dæmis Morgun- blaðið, og ýmsir stjórnmálamenn hafi stundað. „Vissulega erum við skuldug þjóð og erum búin að lifa um efni fram í mörg ár. En það er dá- lítið kómískt að brúttóskuldir þjóð- arinnar voru um það bil 1.000 pró- sent fyrir hrun – það sem nú er 310 prósent - því þá voru gömlu bank- arnir inni í þessum tölum en enginn virtist hafa tiltölulega miklar áhyggj- ur af því. Líklegt er að nettóskuld- irnar séu minni nú en þær voru fyrir hrun. Í októberskýrslu AGS er gerð- ur samanburður á brúttó- og nettó- skuldum Íslands og annarra þjóða. Brúttóskuldir Írlands eru um 800 prósent og Lúxemborgar yfir 1.200 prósent. Portúgal, Króatía og Spánn eru í verri stöðu en við hvað varðar nettóskuldirnar. Auðvitað eru mörg lönd betur sett en við. Við erum stórskuldug. En þessar tölur gefa til kynna að það sé alls ekki rétt – sem sumir hafa verið að segja – að hér blasi við þjóðargjaldþrot og við séum algjörlega dauðadæmd.“ Hvað með Icesave? „Það sem skiptir mestu máli fyr- ir okkur eru skuldir hins opinbera, sem við þurfum að standa undir sem skattgreiðendur. Skuldir fyr- irtækja eru mestmegnis einkamál þeirra. Skuldir þeirra geta valdið vandræðum þegar við förum að afla gjaldeyristekna en það þýðir ekki heldur að hér stefni í þjóðargjald- þrot. Icesave-pakkinn í heild hefur verið metinn á 17 prósent af lands- framleiðslu, á núvirði. Við verðum að reikna Icesave á núvirði. Það er misvísandi að setja þessa skuld, sem við borgum eftir mörg ár, í hlut- fall við landsframleiðslu núna, það gerir tölurnar miklu hærri en þær verða í raun því landsframleiðslan eftir sjö ár verður væntanlega miklu stærri en hún er núna. Við reikn- um með að árið 2012 verði heildar- skuldir hins opinbera, brúttó, 131,7 prósent með Icesave og 110 prósent án Icesave.“ fréttir 14. desember 2009 mánudagur 15 FRAMKVÆMDASJÓÐUR ALDRAÐRA Umsóknir um framlög árið 2010 Auglýst er eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2010. Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og reglugerð nr. 1033/2004. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra fer með stjórn sjóðsins og gerir tillögur til félags- og tryggingamálaráðherra um úthlutun úr honum. Heimilt er að veita framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra til eftirtalinna verkefna: a. Bygginga þjónustumiðstöðva aldraðra og dagvista. b. Bygginga dvalarheimila og sambýla. c. Bygginga hjúkrunarheimila eða hjúkrunarrýma á öldrunarstofnunum. d. Breytinga og endurbóta á húsnæði stofnana sbr. a – c lið. e. Annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu. Við ákvörðun um úthlutun verður höfð hliðsjón af stefnu félags- og tryggingamálaráðherra í öldrunarmálum einkum varðandi fækkun fjölbýla á hjúkrunarheimilum. Skilyrði fyrir framlögum til byggingaframkvæmda, breytinga og endurbóta á húsnæði er að framkvæmdir taki mið af viðmiðum félags- og tryggingamálaráðuneytisins um skipulag hjúkrunarheimila. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2010. Umsóknum skal skila til félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin má einnig nálgast á vefsíðu ráðuneytisins, www.felagsmalaraduneyti.is. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra að hreinsa til í bankakerfinu og við vorum ekki tilbúin að takast á við það. Við frestuðum vandamálinu í tvö ár, sem þýddi á endanum miklu stærra hrun. Því er ég þeirrar skoð- unar að betra sé að horfast í augu við skuldavandann strax. Ástæðan fyrir að ég greiddi atkvæði gegn Ice- save var táknræn: Hingað og ekki lengra. Nú þegar er búið að hlaða of miklum skuldum á ríkissjóð. Nú eru brúttóskuldir hins opinbera 125 prósent af vergri landsframleiðslu. Ég minni á umræðuna sem var fyr- ir bankahrunið. Þá var sagt að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af bönkunum, að þótt skuldir þjóð- arbúsins væru yfir 500 prósent af vergri landsframleiðslu þá væru um það bil jafnmiklar eignir á móti – sem kom svo ekki í veg fyrir hrunið. Eignirnar reyndust ekki jafnseljan- legar og góðar og gert var ráð fyrir.“ helgihrafn@dv.is Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og alþingismaður VG, hefur gagnrýnt skuldasöfnun Íslands harðlega: Verðum að horfast í augu við vandann Hvar liggja mörkin? Lilja Mósesdóttir telur að ekki sé hægt að auka enn meira á vandann. Mynd RakeL Ósk sIguRðaRdÓttIR ekki þjóðargjaldþrot „Þessar tölur gefa til kynna að það sé alls ekki rétt – sem sumir hafa verið að segja – að hér blasi við þjóðar- gjaldþrot og við séum algjörlega dauða- dæmd.“ Rugl Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir málflutning Sigmundar Davíðs og Þórs Saari rugl. Mynd kaRL PeteRsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.