Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Side 17
Danska lögreglan handtók nokkur
hundruð aðgerðasinna um helgina,
en um eittþúsund mótmælendur víða
að úr Evrópu höfðu slegist í hóp ann-
arra mótmælenda. Danska lögreglan
einangraði um þrjú hundruð þeirra
skammt frá sendiráði Bandaríkjanna
og var mótmælendum tilkynnt að leit-
að yrði á þeim og þeim síðan sleppt.
Þeir mótmælendur sem voru ósam-
vinnuþýðir voru handteknir.
Mótmælendur höfðu áður kvart-
að vegna harðhentra aðgerða dönsku
lögreglunnar fyrr um helgina þegar
hún handtók 968 manns á laugardag-
inn. Að sögn lögreglunnar hafði öllum
hinna handteknu verið sleppt úr haldi
nema þrettán.
Fjórar klukkustundir á götunni
Baráttusamtök um loftslagsmál vanda
dönsku lögreglunni ekki kveðjurnar og
hafa gagnrýnt hana fyrir gróf og harð-
hent vinnubrögð eftir að lögreglan
handtók tæplega eitt þúsund manns
sem tóku þátt í kröfugöngu vegna lofts-
lagsráðstefnunnar.
Í viðtali við BBC sagði Mel Evans,
frá Climate Justice Actions, að mót-
mælendum hefði verið haldið í fjórar
klukkustundir í kalsaveðri, án læknis-
aðstoðar eða aðgangs að vatni eða sal-
erni.
Talsmaður dönsku lögreglunn-
ar sagði að flestum hinna handteknu
hefði verið sleppt á laugardaginn, en
nokkrir yrðu ákærðir.
30.000 til 100.000
Að sögn lögreglu tóku um 30.000 manns
þátt í mótmælum í Kaupmannahöfn á
laugardaginn, en skipuleggjendur mót-
mælanna sögði að fjöldinn hefði verið
um 100.000. Mel Evans sagði að vinnu-
brögð lögreglunnar hefðu verið fyrir
neðan allar hellur. „Fólk var hrætt og
var haldið í um fjóra tíma á berri jörð-
inni [...] Fólkið var þarna í kalsaveðri,
pissaði á sig og var haldið í röð eins og,
nánast eins og skepnum,“ sagði Evans.
Mótmælin voru að mestu leyti frið-
samleg, en einhverjir mótmælenda
hentu múrsteinum og brutu rúður og
enn aðrir kveiktu í flugeldum.
Flestir hinna handreknu voru ungt
fólk og var gert að sitja í röð á miðri
götu með hendur bundnar aftur fyrir
bak. Hinum handteknu var síðan ekið
á brott í strætisvögnum.
Brotið á mótmælarétti
Forstjóri World Development Movem-
ent, Deborah Doane, fordæmdi yfir-
völd fyrir það sem hún sagði vera „al-
gjört brot á rétti [fólks] til að mótmæla“
og sagði aðfarir lögerglunnar vera skref
í áttina að skipbroti lýðræðis.
Að sögn lögreglunnar hafði stór
hópur mótmælenda sett upp svartar
grímur en það er ólöglegt í mótmæl-
um í Danmörku og reyndi lögreglan
að einangra slíka hópa frá kröfugöng-
unni. Einnig kom fram hjá lögregl-
unni að hinn mikli fjöldi handtekinna
hefði sett verulegan þrýsting á lög-
reglumenn sem voru í forsvari fyrir
skráningu, móttöku og flutning hinna
handteknu. Því hefði mikill fjöldi
handtekinna þurft að sitja á götunni
í óeðlilega langan tíma áður en flutn-
ingur á þeim var mögulegur.
fréttir 14. desember 2009 mánudagur 17
„Fólkið var þarna í
kalsaveðri, pissaði á
sig og var haldið í röð
eins og, nánast eins og
skepnum,“ sagði Evans.
KolBeinn þorsteinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Engin vEttlingatök
í kaupmannahöfn
Danska lögreglan sætir gagnrýni af hálfu baráttusamtaka um loftslagsmál. Hátt í þúsund
voru handteknir á laugardaginn og þurftu að sitja í röð á miðri götu áður en hægt var að
flytja þá á brott. Enn frekari handtökur fóru fram í gær þegar um 1.000 manns víða að úr
Evrópu hugðust leggja mótmælunum lið.
lögreglan hefur staðið í ströngu
Mikið álag hefur verið á dönsku
lögreglunni.
Mynd AFp
Öryggisverðir þrátt fyrir grun um áform um hryðjuverk:
Bresk stjórnvöld sofa á verðinum
Tíu meðlimir íslamskrar sellu sem
grunuð er af bresku leyniþjónust-
unni MI5 um áform um að sprengja
upp verslunarmiðstöð og næturklúbb
í Manchester höfðu fengið leyfi frá
innanríkisráðuneyti Bretlands til að
starfa sem öryggisverðir.
Um er að ræða pakistanska náms-
menn, sem aldrei voru ákærðir vegna
skorts á sönnunum, en höfðu ver-
ið handteknir vegna meintra áforma
um hryðjuverk um síðustu páska. Að
mati lögreglunnar höfðu þeir staðið
að „könnun með illvirki í huga“ við
Arndale- og Trafford-verslunarmið-
stöðvarnar og Birdcage-næturklúbb-
inn.
Nú hefur komið í ljós að mánuðina
áður en framkvæma átti meint illvirki
fengu mennirnir leyfi deildar innan
innanríkisráðuneytisins, sem sér um
málefni einkarekinnar öryggisþjón-
ustu, til að starfa sem öryggisverðir.
Allir höfðu staðist skoðun sem
hugsuð er til að koma í veg fyrir að
glæpamenn og aðrir óæskilegir ein-
staklingar fái starf sem öryggisverðir á
viðkvæmum stöðum á borð við flug-
velli, hafnir og byggingar ríkisstjórnar
landsins.
Uppljóstrunin er talin undirstrika
ágalla kerfisins sem vottar starfsleyfi
til útlendinga og í frétt The Times um
málið segir að enbættismenn viður-
kenni óopinberlega að þeir reyni ekki
að sannreyna bakgrunnsupplýsingar
umsækjenda.
Þráttf fyrir loforð ráðherra um
að gera endurbætur á kerfinu fyrir
tveimur árum virðist lítið hafa breyst
til batnaðar, en þá kom í ljós að yfir
7.000 ólöglegir innflytjendur höfðu
fengið leyfi til að starfa sem öryggis-
verðir, og einn þeirra hafði meira að
segja það starf með höndum að gæta
bifreiðar forsætisráðherra landsins.
Forsætisráðherra
Bretlands Ólöglegur
innflytjandi gætti öryggis
bíls Gordons Brown.
Mynd AFp
Woods tekur
sér frí
Samkvæmt nýjustu fréttum
hyggst rakvélaframleiðandinn
Gillette ekki snúa baki við kylf-
ingnum Tiger Woods. Á laugar-
daginn sendi fyrirtækið frá sér
yfirlýsingu þar sem sagði meðal
annars að fyrirtækið hygðist
„takmarka“ hlut Woods í mark-
aðsherferðum þess og veita
honum það svigrúm sem hann
þarfnaðist til að vinna úr hjóna-
bandsraunum sínum.
Í yfirlýsingu Gillette sagði
ennfremur að fyrirtækið styddi
þá ákvörðun Tigers að taka sér
frí frá atvinnumennsku í golfi
um óákveðinn tíma, en Woods
sagði á föstudaginn á vefsíðu
sinni að hann tæki sér frí frá
golfiðkun til að sinna fjölskyldu-
málum.
karl prins ekki
sniðgenginn
Talsmaður bresku konungs-
fjölskyldunnar hefur vísað á
bug frétt sem birtist í Mail on
Sunday um helgina þess efnis
að Vihjálmur prins myndi taka
við töluverðum hluta skyldna
drottningarinnar. Sagði talsmað-
urinn að fréttin væri „fullkom-
inn skáldskapur“.
Í frétt blaðsins sagði að
drottning væri að minnka við
sig vinnu sökum aldurs, en tals-
maður konungsfjölskyldunnar
sagði að Vilhjálmur prins væri
hægt og rólega að takast á við
fleiri skuldbindingar, en ekki
væri í bígerð að sniðganga Karl
prins.
hefði gert innrás
hvort sem var
Tony Blair, fyrrverandi forsæt-
isráðherra Bretlands, sagði að
hann hefði gert innrás í Írak án
sannana um tilvist gjöreyðing-
arvopna í landinu, og að hann
hefði fundið leið til að réttlæta
stríð gagnvart þingi og þjóð.
Játning Blairs kom í viðtali á
bresku sjónvarpsstöðinni BBC
og sagði Blair einnig að hon-
um hefði fundist rétt að koma
Saddam Hussein, einræðisherra
Íraks, frá völdum.
Mikið mæðir nú á Tony Blair
vegna opinberrar rannsóknar
á þætti Bretlands í innrásinni í
Írak og réttlætingu þar á.
Brugðið á leik í Kaupmannahöfn
Ekki gripu allir mótmælendur til óyndisaðgerða.
Mynd AFp
Handteknir bíða flutnings
„Fólk var hrætt og var haldið í
um fjóra tíma á berri jörðinni.“
Mynd AFp
Fjöldamorðin á Filippseyjum voru jafnvel umsvifameiri en talið var í fyrstu. Mannrétt-
indanefnd landsins telur að um tvö hundruð manns séu grafin í fjöldagröfum á Mind-
anao-eyju og byggir grun sinn á frásögnum vitna, þeirra á meðal fimm lögreglumanna.
flEiri fórnarlömb
fjöldamorðanna