Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Page 19
Hver er maðurinn? „Gunnar
Jósefsson.“
Hvar ólstu upp? „Ég er fæddur og
uppalinn í Kópavogi fyrstu tólf ár lífs
míns.“
Hvað drífur þig áfram? „Bjartsýnin
og viljinn á að gefast aldrei upp.“
Hvar vildirðu helst búa ef ekki
á Íslandi? „Það er spurning. Konan
mín er taílensk þannig að ætli það
sé ekki Taíland. Þar er allavega alltaf
gott veður.“
Hvað borðaðu í jólamatinn?
„Hangikjöt. Það hefur verið alveg
síðan ég man eftir mér.“
Ertu mikið jólabarn? „Já, það held
ég. Ég vil allavega alltaf reyna að
fanga stemninguna.“
Hvernig er tilfinningin að vera
opna Laugarásvideó aftur? „Hún
er ekkert minna en frábær og í raun
er opnunin algjört kraftaverk. Það
mætti bara segja jólakraftaverk.
Trúin flytur svo sannarlega fjöll.“
Hefur verið mikil vinna að
koma staðnum í stand? „Alveg
gríðarleg. Það hafa farið heilu
sólarhringarnir í þetta. Vinnan hefur
verið nær endalaus en ég hef gott
fólk á bak við mig sem hjálpar til og á
skilningsríka konu sem drífur gamla
karlinn áfram.“
Eyðilagðist allt í brunanum?
„Ekki alveg. Þetta leit illa út fyrst og
ég hélt að ævistarfið væri endanlega
glatað. En það voru svona kannski
fjörutíu prósent sem sluppu.“
Ertu kominn eitthvað á leið
með að koma upp jafnstóru
myndasafni og var fyrir? „Já, já!
Það er búið að vera kaupa inn á fullu
og þetta mun líta vel út.“
Hver er uppáhaldsmyndin þín?
„Ætli það sé ekki Guðfaðirinn, The
Godfather.“
En hver er uppáhaldsleikarinn?
„Ég hef mjög gaman af Liam
Neeson.“
Var rétt hjá rÚV að áVíta BuBBa fyrir að ræða pólitík í færiBandinu?
„Mér finnst hann bara mega segja það
sem hann vill og hafa sínar skoðanir.“
Guðrún InGóLfsdóttIr
75 árA HúsMóðir
„Nei, alls ekki. Er ekki málfrelsi á
Íslandi? Bubbi hlýtur að mega tala um
það sem hann vill.“
Hörður daðI BErGman
19 árA sTArfsMAður Í iNTErsporT oG
NEMi
„Ég hef enga skoðun á því.“
EyvIndur sIGurvInsson
Að VErðA sJöTuGur
„Nei, það finnst mér ekki og ég hlusta
nú alltaf á hann Bubba minn.“
sIGrún HóLm JónsdóttIr
56 árA NAGLAfrÆðiNGur
Dómstóll götunnar
Gunnar JósEfsson
opnaði aftur um helgina hina
goðsagnakenndu vídeóleigu, Laugar-
ásvideó, en hún var nærri brennd til
grunna fyrr á árinu. Gífurleg vinna
hefur farið í að koma staðnum aftur í
gott stand og styttist í að leigan verði
betri en nokkru sinni fyrr.
Opnunin er jóla-
kraftaverk
„Mér finnst allt í lagi að hann tjái sig
um pólitík. Hann þarf kannski ekki
alltaf að vera svona beittur samt. Mætti
stundum vera mýkri.“
BErGLÍn skúLadóttIr
49 árA sKrifsTofudAMA
maður Dagsins
Einn eljusamasti maður þingsins er
tvímælalaust Þór Saari. Maðurinn
virðist óþreytandi við að upplýsa
illa upplýstan almenning. Og tekst
að miðla málum á skiljanlegan hátt.
Aukinheldur er hann hagfræðing-
ur og gagnstætt mörgum kollegum
sínum á þingi nýtir hann þekkingu
sína ekki til blekkingar. Hann hyglir
ei heldur hagsmunaaðilum. Í sam-
antekt má segja að fáir mæla hon-
um í mót og fáir bakka hann upp.
Í málflutningi sínum er Þór Saari
því hálfgert eyland. Sem er ótvíræð
vísbending um að maðurinn mæli
af viti, skilaboðin skýr og svo sönn
að þeim er best mætt með þögn.
En utan veggja alþingishússins er
hlustað og þar vex Þór Saari mjög að
virðingu.
Þór Saari segir afborganir vaxta
Icesave jafngilda 79 þúsund skatt-
greiðendum. Þá eru 101 þúsund
skattgreiðendur eftir í annað. Af-
hverju segja forkólfar ríkisstjórnar-
innar ekki frá þessu á þennan hátt?
Og sé þessi skuldaviðurkenning ein-
hverskonar gjald eða skiptimynt fyr-
ir evrópska efnahagssvæðið, hvers
vegna er það þá ekki bara uppi á
borðum? Var það ekki einmitt kúrs
þessarar ríkisstjórnar, að hafa allt
uppi á borðum? Varla er það ætl-
un ríkisstjórnar, sem gæta á hag
þjóðarinnar, að samþykkja þvílík-
an klafa án vilyrða, hvað þá að hafa
vilyrðin óupplýst séu þau til stað-
ar? Og sé einhverskonar skiptidíll í
gangi, Icesave fyrir ESB, hvar eru þá
vinstri grænir? Og hvar er yfirlýstur
vilji stjórnarmeirihlutans til aukins
lýðræðis sem var svo gjallandi fyr-
ir kosningar? Afhverju fékk þjóð-
in ekki að kjósa um ESB, hvort hún
hafði yfir höfuð áhuga á þeirri veg-
ferð, áður en allri þessari orku, tíma
og peningum var eytt á báli óviss-
unnar? Og hvers vegna fær þjóðin
ekki að segja hug sinn til Icesave? Er
það ekki hún sem þarf að borga?
Þessi ríkisstjórn leggur á okkur
skatta og við þolum það en við þol-
um ekki meira leynimakk, meiri yf-
irgang og áframhaldandi áhrifaleysi
á gang mála. Þessi ríkisstjórn á að
virða umboð sitt frá kjósendum en
það fékk hún ótvírætt vegna kröfu
landsmanna um nýja pólitíska sýn,
nýja forgangsröð í þágu þegnanna
og nýtt Ísland. Þess í stað sjáum við
óbreytt stjórnsýslusukk og ráðherra-
vald. Nær allir hinna fjölmörgu nýju
og ungu þingmanna þegja þunnu
hljóði og virðast gersamlega lam-
aðir gagnvart flokksræði sem all-
ir voru þó sammála um að væri að
kæfa þingið fyrir kosningar. Og á
hliðarlínunni gasprar stjórnarand-
staða fyrrverandi ríkisstjórnarflokka
eins og sá sem vitið hefur. Hrun-
fólkið sjálft. Nei, leikhúsið á Aust-
urvelli hefur ekkert breyst og sýnir
enn sömu leiksýninguna, lokaða al-
menningi.
Þór Saari á þakkir skildar fyrir
störf sín á Alþingi, hann er sú upp-
lýsingaveita sem fólkið í landinu
þarfnast, hann talar í eigin nafni og
laus við þá íþyngingu að þurfa að
halda einhverjum góðum. Því miður
virðist það svo að lungi þingmanna
blóti guði annarra en sjálfs sín og
orðnir býsna samdauna þeirri iðju.
Kunna kannski ekkert annað eftir að
hafa þrammað rangala flokkakerfis-
ins. En þingmenn eru á hinn bóginn
afar meðvitaðir um þá staðreynd
að virkar lýðræðisumbætur eins og
stjórnlagaþing, ný stjórnarskrá, per-
sónukjör og þjóðaratkvæðagreiðsl-
ur muni bæði skerða völd þeirra og
jafnvel moka þeim út. Því eru þing-
menn duglegir við að skrumskæla
þessar umbætur, fresta þeim og
óvirkja. Það verður því ekki fyrr en
við fáum að minnsta kosti 33 Þór Sa-
aria inn á þing að skriður komist á
málin. Þá fyrst er hægt að moka al-
mennilega út og hefja endurreisn.
En þetta þýðir að þjóðin verður að
hysja upp um sig buxurnar og gefa
fjórflokknum það frammistöðumat
sem hann á skilið. Það gæti tekið
tíma en það mun verða.
Þrjátíu og þrír Þór Saariar
kjallari
mynDin
1 Bjarni Ben vill að eigandi stöðvi dv
formaður sjálfstæðisflokksins hafði
samband við eiganda dV og kvartaði undan
fréttaflutningi af málefnum sínum.
2 Ásdís rán er lítillega fræg í
Búlgaríu
Búlgarskur blaðamaður sem dV ræddi við
sagði menn ekki hafa teljandi áhyggjur af
yfirvofandi brotthvarfi ásdísar ránar.
3 Bjarni Ben: turninn í makaó
innlegg Wernersbræðra
Bjarni Ben segist ekki hafa vitað að
Wernersbræður hafi lagt turninn í Makaó
inn í félag sem var í eigu þeirra og fjölskyldu
formannsins.
4 stjórnarmenn kaupþings leita til
helstu lögmannastofu Lundúna
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar er
sögð tilkynna á næstu dögum að opinber
rannsókn sé hafin á starfsemi íslensku
bankanna í Bretlandi.
5 komu í veg fyrir stórslys á Ísafirði
Lögreglumönnum tókst að slökkva eld sem
kviknaði í ruslagámi við fjölbýlishús á Ísafirði.
6 Þremur tölvum stolið úr apple-
umboðinu
Brotist var inn i Apple-umboðið við
Laugaveg á sunnudagsmorgun og þaðan
stolið þremur tölvum.
7 Bjarni hættur að tala við dv:
„símadóni og ómerkingur“
Bjarni Ben kveðst hættur að ræða við dV um
lúxusturninn í Makaó og tengsl sín við það
mál. Hreinn Loftsson, aðaleigandi dV, segir
Bjarna símadóna og ómerking.
mest lesið á dV.is
LÝður Árnason
heilbrigðisstarfsmaður
skrifar
„Þór Saari á
þakkir skildar
fyrir störf sín á
Alþingi.“
umræða 14. desember 2009 mánudagur 19
komin í skjól Talsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna hafa meðal annars kallað eftir skjaldborg heimilanna. Hvort þeim hafi
orðið að ósk sinni skal ósagt látið en ræðumaður á fundi þeirra á laugardag fékk allavega smá vörn gegn rigningunni.
myndIr róBErt rEynIsson