Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Síða 20
Geirharður J. Þorsteinsson arkitekt í reykjavík Geirharður Jakob fæddist á Siglufirði, var um skeið hjá móðurforeldrum sínum í Den Haag í Hollandi en ólst upp í foreldrahúsum að Stóra-Fljóti í Biskupstungum þar sem þau hjónin eiga nú hús, og í Reykjavík á ungl- ingsárunum. Geirharður lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1952, stúdentsprófi frá MA 1955, stundaði nám í vélaverk- fræði við Technische Universitãt í München 1955- 57 en söðlaði síðan um, stundaði þar nám í arkitekt- úr og lauk því námi við Technische Universitãt 1962. Þá stundaði hann nám við skipulagsskóla Nordplan í Stokkhólmi 1978 og sótti námskeið í meðferð lita í húsum í Jãrna í Svíþjóð 1972. Geirharður var arkitekt hjá verkfræðistofu Banda- ríkjahers á Keflavíkurflugvelli 1962-63, á Teiknistofu Hannesar Kr. Davíðssonar arkitekts 1963-64, var 1964- 65 í samstarfi við Skúla Norðdahl arkitekt að ýmsum verkefnum, m.a. skipulagi í Kópavogi, og arkitekt hjá Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar í Reykjavík 1965-67. Þá stofnaði hann arkitektastofu í Reykjavík ásamt Hróbjarti Hróbjartssyni en starfrækti síðan eig- in arkitektastofu frá 1985. Hann var deildarstjóri hjá Skipulagi ríkisins 1995-2004. Geirharður hafði heildarumsjón með skipulagi Fella- og Hólahverfis í Reykjavík 1965-75, skipulagði, ásamt öðrum, Suðurhlíðahverfið í Kópavogi og hefur hannað skóla, heilsugæslustöðvar, íþróttahús og ein- býlishús víða um land. Geirharður var stundakennari við Tækniskóla Ís- lands í fjögur ár og við HÍ um skeið, sat í skipulags- nefnd Reykjavíkur 1964-72 og gegndi ýmsum nefnda- störfum fyrir Alþýðubandalagið og fyrir Arkitektafélag Íslands um árabil. Fjölskylda Geirharður kvæntist 16.3. 1957 Guðnýju Jónínu Helga- dóttur, f. 10.12. 1938, leikkonu. Hún er dóttir Helga Guðnasonar, b. á Kömbum í Helgustaðahreppi, sjó- manns, útgerðarmanns og loks póstafgreiðslumanns á Þórshöfn, og k.h., Soffíu Arnþrúðar Ingimarsdóttur, húsmóður og póst- og símstöðvarstjóra á Þórshöfn, en þau eru bæði látin. Börn Geirharðs og Guðnýjar eru Þorsteinn, f. 18.8. 1955, arkitekt og iðnhönnuður í Reykjavík en hann á tvö börn; Helgi, f. 14.12. 1960, verkfræðingur í Garða- bæ, kvæntur Kristínu Helgu Gunnarsdóttur rithöf- undi en þau eiga þrjár dætur; Kormákur, f. 10.11. 1963, tónlistarmaður og athafnamaður í Reykjavík en kona hans er Dýrleif Örlygsdóttir og eiga þau þrjú börn auk þess sem hann á dóttur frá því áður; Halldóra, f. 12.8. 1968, leikkona í Reykjavík en maður hennar er Nikul- ás Pétur Briem líffræðingur og eiga þau tvö börn auk þess sem hún á dóttur frá því áður. Bræður Geirharðs eru Berghreinn Þorsteinsson, f. 17.2. 1936, flugvirki í Reykjavík; Vilhjálmur Þorsteins- son, f. 9.9. 1944, fiskifræðingur hjá HAFRÓ, búsettur í Kópavogi. Hálfbróðir Geirharðs, sammæðra, er Helgi Skúta Helgason, f. 20.8. 1953, bóklistarmaður, búsettur í New York. Foreldrar Geirharðs: Þorsteinn Bergmann Lofts- son, f. 17.2. 1911, d. 20.5. 1945, ylræktarbóndi að Stóra- Fljóti í Biskupstungum, og k.h., Vilhelmína Theodora Loftsson, f. Tijmstra, 26.2. 1912, nú látin, húsmóðir. Ætt Þorsteinn var sonur Lofts, b. í Gröf í Miðdölum Magn- ússonar, b. í Stóra-Skógi Bjarnasonar, b. á Lambastöð- um Jónssonar. Móðir Magnúsar var Sigríður Magnús- dóttir. Móðir Lofts var Herdís Ólafsdóttir. Móðir Þorsteins var Jóhanna Guðný Guðnadóttir, b., hreppstjóra og kennara á Dunkárbakka Jónssonar, b. á Dunkárbakka Jónssonar. Móðir Guðna var Þor- katla Guðnadóttir. Móðir Jóhönnu var Guðný Daní- elsdóttir, b. á Fremri-Hrafnabjörgum Kristjánssonar. Vilhelmína var fædd á Jövu, dóttir Gerhardus Jac- obus Tijmstra, þá embættismanns hollenska ríkisins á eyjunni Jövu, síðar landstjóra á eyjunum St. Mart- in, St. Eustadius og Saba í Karíbahafi og skólastjóra í Tijmstraschool í Haag í Hollandi, og k.h., Vilhelmínu Gesinu Tijmstra, f. van den Berg, húsmóður. Geirharður heldur upp á daginn með fjölskyld- unni. mánudagur 14. desember 30 ára n Hildur Sunna Rúnarsdóttir Reiðvaði 7, Reykjavík n Martin Gallo Aðalstræti 9, Bolungarvík n Pétur Rúnar Sigurðsson Skipalóni 22, Hafnarfirði n Ganaelle Primel Ástúni 10, Kópavogi n Ragnar Ingimundarson Drápuhlíð 28, Reykjavík n Björg Haraldsdóttir Fífuseli 18, Reykjavík n Ása Laufey Sæmundsdóttir Tjarnarbóli 14, Seltjarnarnesi n Arnrún Sveinsdóttir Engihjalla 17, Kópavogi n Sigríður Ásdís Þórhallsdóttir Jörundarholti 102, Akranesi n Hjálmar Gunnar Guðbjörnsson Austurtúni 10, Hólmavík n Vignir Páll Sigurvinsson Heiðarbóli 10d, Reykjanesbæ n Baldvin Páll Rúnarsson Rauðási 12, Reykjavík 40 ára n Nebojsa Colic Lautasmára 33, Kópavogi n Þórarinn Söebech Selbrekku 21, Kópavogi n Anna Þórunn Hauksdóttir Krókamýri 36, Garðabæ n Davíð Ketilsson Laxatungu 15, Mosfellsbæ n Hermann Freyr Hafsteinsson Breiðuvík 16, Reykjavík n Herdís Regína Arnórsdóttir Bakkasíðu 8, Akureyri n Baldvin Gunnlaugur Baldvinsson Hlíðarvegi 20, Hvammstanga n Ásta Gunnarsdóttir Lindasmára 52, Kópavogi n Magnús H Rögnvaldsson Austurbrún 4, Reykjavík 50 ára n Gunnar Karl Guðmundsson Háabergi 25, Hafnarfirði n Albert Guidice Hamragarði 9, Reykjanesbæ n Guðmundur Tryggvi Sigurðsson Kjalarlandi 23, Reykjavík n Guðmundur Hákon W. Guðnason Urðarvegi 54, Ísafirði n Hörður Finnbogason Freyjubrunni 4, Reykjavík n Benedikt J Sverrisson Langholtsvegi 147, Reykjavík n Grétar Örn Máni Baldvinsson Valdasteinsstöð- um, Stað n Þorvaldur Finnsson Pósthússtræti 1, Reykjanesbæ n Pálína Guðrún Hallgrímsdóttir Hjallalandi 31, Reykjavík 60 ára n Guðný Ragnarsdóttir Fífuseli 16, Reykjavík n Karen Sigurðardóttir Ólafsgeisla 14, Reykjavík n Stefán Böðvarsson Lágengi 13, Selfossi n Sigurborg Valdimarsdóttir Breiðuvík 89, Reykjavík n Haukur Konráðsson Kambsvegi 7, Reykjavík n Guðrún Jónsdóttir Vesturási 29, Reykjavík n María Gunnarsdóttir Hæðarbyggð 2, Garðabæ n Ingibjörg Pálsdóttir Stafnaseli 5, Reykjavík n Hulda Karen Ólafsdóttir Engjavöllum 5a, Hafnarfirði n Kolbrún Hulda Jónsdóttir Nestúni 3, Stykkishólmi n Jónína Pálsdóttir Hvassaleiti 151, Reykjavík 70 ára n Kristín Ingibjörg Ketilsdóttir Hallgilsstöðum, Akureyri n Pétur Sæmundsson Vallarbraut 6, Reykjanesbæ n Ingibjörg Jóhanna Andersen Hásteinsvegi 49, Vestmannaeyjum n Katrín Oddsteinsdóttir Silfurgötu 18, Stykkishólmi 75 ára n Bjarndís Helgadóttir Ásbraut 3, Kópavogi n Anna Guðríður Hallsdóttir Lindargötu 57, Reykjavík n Anika Jóna Ragnarsdóttir Hjallalandi 38, Reykjavík 80 ára n Pétur Steingrímsson Laxárnesi, Húsavík n Guðmundur Magnússon Arnþórsholti, Borgarnesi n Guðbjörg Guðjónsdóttir Litluvöllum 18, Grindavík n Guðbjörg Axelsdóttir Mánatúni 2, Reykjavík 85 ára n Sigríður Ester Ólafsdóttir Dalbraut 18, Reykjavík n Vigfús K Vigfússon Bæjartúni 9, Ólafsvík 90 ára n Ragna Halldórsdóttir Sóltúni 2, Reykjavík Til hamingju með afmælið! 75 ára í dag 20 mánudagur 14. desember 2009 ættfræði þriðjudagur 15. desember 30 ára n Theerayut Preesong Jóruseli 2, Reykjavík n Jóna Björg Ólafsdóttir Hulduhlíð 22, Mosfellsbæ n Gunnlaugur Jónsson Berjarima 26, Reykjavík n Maríanna Said Baldursgötu 6a, Reykjavík n Jóna María Magnúsdóttir Valagili 8, Akureyri n Ólöf Arna Þórhallsdóttir Fellstúni 19, Sauðárkróki n Davíð Arnórsson Sólvallagötu 64, Reykjavík n Sigríður Kr Kristjánsdóttir Gillastöðum 1, Búðard n Þuríður Svava Guðmundsdóttir Gullengi 25, Rvk n Edda María Baldvinsdóttir Rauðavaði 19, Rvk n Axel Þór Eysteinsson Álfkonuhvarfi 25, Kópavogi n Sigurdís E L Sigursteinsd. Neðri-Hundad, Búðard n Íris Dögg Sæmundsd. Heiðarbakka 12, Reykjanb n Lilja Tahirih Þorsteinsd. Heiðarvegi 6, Reykjanb n Elva Benediktsdóttir Hraunbæ 50, Reykjavík 40 ára n Arkadiusz Robert Gieleta Fífumóa 3e, Reykjanbæ n Anthony Charles Brackley Hraunbæ 107, Rvk n Halldór Sveinsson Álfaborgum 9, Reykjavík n María Erla Marelsdóttir Skaftahlíð 9, Reykjavík n Sigrún Guðmundsdóttir Bæjargili 91, Garðabæ n Ásthildur Guðrún Guðlaugsd. Melgerði 18, Kóp n Steinunn Áslaug Jónsd. Smárahvammi 12, Hfj. n Hallgrímur G Kvaran Heiðarbraut 34, Akranesi n Hulda Mekkín Hjálmarsdóttir Skriðugili 5, Ak n Davíð Rúnar Sigurðss. Borgarvegi 52, Reykjanesbæ n Hörður Kristinn Harðarson Strandgötu 45, Ak n Hildur B Ingimundardóttir Bólstaðarhlíð 68, Rvk n Hulda Hrönn Ingadóttir Snægili 32, Akureyri 50 ára n Sigrún Sigurðardóttir Hamravík 16, Reykjavík n Guðbjörg Eggertsdóttir Lækjasmára 76, Kópavogi n Kristófer Pétursson Teigarási, Akranesi n Svava Kristín Þorkelsdóttir Nesbala 16, Seltjnesi n Arna Björný Arnardóttir Reykjavegi 56, Mosfellsbæ n Gísli Brynjólfsson Melbrún 7, Reyðarfirði n Snorri Jónsson Berjarima 16, Reykjavík n Helena Rakel Árnadóttir Sogavegi 127a, Reykjavík n Magnús Bergmann Hallbjörnsson Ölduslóð 4, Hfj n Elín Sigríður Karlsdóttir Tjarnarlandi, Húsavík n Jónas Kristjánsson Seljabraut 72, Reykjavík n Valdimar Þór Hrafnkelsson Strandgötu 9, Akureyri n Ingunn Ólafsdóttir Sunnuvegi 10, Selfossi n Þóra Alexía Guðmundsdóttir Mávahlíð 37, Rvk n Sigurborg Kristín Hannesd Fagurhóli 8a, Grundfj. n Guðný Júlíana Garðarsdóttir Vallargerði 6, Kóp n Hallur Viggósson Gerðavöllum 52, Grindavík n Þorsteinn Bjarnarson Mávahlíð 32, Reykjavík n Kristrún Sigurðardóttir Dalseli 10, Reykjavík n Hildur Arna Grétarsdóttir Merkigili 18, Akureyri n María Magnúsdóttir Fellsmúla 17, Reykjavík n Lilja Björk Þráinsdóttir Stekkjarholti 13, Ólafsvík n Ingólfur Arnarson Hólatúni 12, Sauðárkróki n Sólrún Bergþórsdóttir Stóragerði 1a, Vestmeyjum n Petra Ingvadóttir Írabakka 18, Reykjavík n Drífa Kristjánsdóttir Búhamri 15, Vestm.eyjum n Mjöll Kristjánsdóttir Miðstræti 25, Vestm.eyjum n Kristín Þ Guðmundsd. Vallargötu 13, Reykjanbæ n Kristinn Guðmundsson Jörfagrund 20, Reykjavík 60 ára n Anna Karólína Stefánsdóttir Strandgötu 35, Ak n Ósk Ólafsdóttir Krókatúni 11, Akranesi n Karl Olsen Háabarði 8, Hafnarfirði n Sveinbjörn Guðmundsson Mörkinni 8, Reykjavík n Kristín R Sigurðardóttir Tjaldanesi 1, Búðardal n Þorbjörg Guðmundsdóttir Skálateigi 3, Akureyri 70 ára n Guðjónía Bjarnadóttir Marteinslaug 1, Reykjavík n Sveinn Björnsson Heiði, Mosfellsbæ n Ólafur Höskuldsson Heiðarási 20, Reykjavík n Gunnar Árni Sveinsson Bogabraut 17, Skagaströnd n Valberg Ingvarsson Skarðshlíð 40d, Akureyri 75 ára n Halldór Stefánsson Asparfelli 2, Reykjavík n Erna Sigurgeirsdóttir Hríshóli, Akureyri n Jóhann Guðmundsson Faxabraut 32a, Reykjanbæ 80 ára n Jóhannes Gunnarsson Drápuhlíð 37, Reykjavík n Ólafur Frímannsson Grashaga 10, Selfossi n Elsa Grímsdóttir Víðilundi 20, Akureyri 90 ára n Jónas Magnússon Rauðalæk 32, Reykjavík Til hamingju með afmælið! 50 ára í gær Aðalsteinn fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1979, stundaði nám í stærðfræði við háskóla í Gautaborg 1979-82 og hefur síðan sótt fjölda nám- skeiða í hugbúnaðargerð og tengdum efnum. Aðalsteinn var hugbúnað- arsmiður hjá SKÝRR um skeið, starfaði síðan hjá Rekstrartækni sf., hjá Tölvutækni hf., var starfs- maður hjá Nýherja hf., síðan hjá Almennu Kerfisfræðistofunni hf. (AKS), þá Tölvumyndum (seinna TM Software) og þá aftur hjá Nýh- erja, dótturfélagi að nafni Vigor ehf. Fjölskylda Kona Aöalsteins er Hrefna Sig- ríður Bjartmarsdóttir, f. 2.4.1958, húsfreyja, kennari og masters- nemi í þjóðfræði við HÍ. Hún er dóttir séra Bjartmars Kristjáns- sonar, f. 14.4.1915, d. 20.9.1990, pr. á Mælifelli í Skagafirði og síð- ar á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði, og k.h., Hrefnu Magnúsdóttur, f. 3.3.1920, d. 25.3.2008, húsfreyju og kennara. Börn Aðalsteins og Hrefnu Sig- ríðar eru Magnús Jón, f. 31.3.1984; Jökull Sindri, f. 15.8.1988; Sunnefa Hildur, f. 14.7.1992; Jón Bjartmar, f. 18.7.1994. Alsystur Aðalsteins eru Að- albjörg, f. 22.6.1955, húsmóðir í Reykjavík; Guðrún, f. 28.10.1956, sviðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu, búsett á Seltjarnarnesi; Kolbrún, f. 5.1.1963, píanókennari og að- stoðarskólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar, búsett á Hauganesi í Eyjafirði. Hálfsystir Aðalsteins, sam- feðra, dóttir Maríu Kristjánsdótt- ur leikstjóra, er Salbjörg Rita, f. 18.11.1973, myndverkakona, bú- sett í Reykjavík. Foreldrar Aðalsteins eru Jón Aðalsteinsson, f. 20.4. 1932, lækn- ir, búsettur í Reykjavík, og Kolbrún Inga Sæmundsdóttir, f. 14.11. 1937, sjúkraliði í Mosfellsbæ. Kona Jóns er María Kristjáns- dóttir leikstjóri. Maður Kolbrúnar er Björn Arnórsson járnsmiður. Ætt Jón er sonur Aðalsteins Jóns- sonar, b. á Halldórsstöðum og í Kristnesi í Eyjafirði, Jónssonar, og Aðalbjargar Stefánsdóttur, b. í Kristnesi, Jónssonar. Kolbrún er dóttir Sæmund- ar Einars Þorvaldssonar, kaup- manns á Norðfirði, og Guðrúnar Elínar Kristjánsdóttur verslunar- manns. Aðalsteinn Jónsson hugbúnaðarsmiður Geirharður J. Þorsteinsson og Guðný, kona hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.