Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Qupperneq 22
22 mánudagur 14. desember 2009 fréttir Vertu þinn eigin læknir Flestir vita að vægar verkjatöflur, plástrar og sárabindi ættu að vera til á hverju heimili, enda getur slíkur búnaður komið að góðum notum þegar kvillar koma upp eða óhöpp verða. Hitt vita færri að á heimilinu leynast hlutir og jafnvel matvæli sem geta hjálpað þér að vinna bug á minniháttar kvillum eða óþægindum. Í The Big Doctors Book of Home Remidies eru nánast óteljandi húsráð sem gott er að grípa til í neyð. DV tók saman nokkur af þeim bestu. Lausnin: Vodki Lausnin: BLýantur kVilli: táfýla kVilli: höfuðVerkur Lausnin: Jógúrt kVilli: andremma Lausnin: MunnskoL kVilli: blöðrur Lausnin: tennisBoLti kVilli: eymsli í fótum Lausnin: sykur kVilli: hiksti Er táfýlan að gera út af við vinnufélaga þína eða sambýlisfólk? Ertu með aukapör af sokkum og skóm í vinnunni? Þú getur losnað við óþefinn með því að bleyta vasaklút í vodka og strjúka yfir illa þefjandi býfurnar. Vodki inniheldur alkóhól sem drepur sýkla og bakteríur sem valda óþefnum. Vínið þurrkar enn fremur upp svitann sem bakteríurnar valda. Ert þú einn af þeim sem gnístir tönnum þegar þú ert stressaður, án þess að taka beinlínis eftir því? Gnístran tanna veldur álagi á vöðvunum sem þú notar til að hreyfa kjálkann. Í þeim getur myndast þreyta og spenna sem getur valdið höfuðverk. „Settu blýant á milli tannanna en ekki bíta,“ segir Fred Sheftell, læknir við New England Center for Headache í Stamford, Conn- ecticut. Við það slakar þú á kjálkavöðvum sem getur komið í veg fyrir höfuðverk. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á jógúrtgerlum sýna að þeir geta bælt niður eða stöðvað myndun bakt- ería sem valda andremmu. „Góðu gerlarnir í jógúrtinni yfirgnæfa bakteríurnar sem valda andremmunni og skapa þeim ómöguleg vaxtarskilyrði,“ segir John C. Moon, tannlæknir í Half Moon Bay, í Kaliforníu. Hefðbundið munnskol er auðvitað fyrst og fremst öflugur sýkla- eyðir. En það getur líka unnið á blöðrum. Bleyttu bómull með munnskoli og berðu varlega á blöðruna þrisvar sinnum á dag, eða þar til þú hættir að finna til og blaðran hverfur. Þetta segir Janet Maccaro, lög- giltur næringarráðgjafi í Scottsdale, Arizona. Jafn lítilfjörlegur hlutur og tennisbolti getur gert krafta- verk þegar kemur að aumum fótum. Með honum geturðu á auðveldan og þægilegan hátt nuddað iljarnar og losað um spennu úr fótunum eftir erfiðan dag. Farðu úr skónum, settu boltann á gólfið og rúllaðu fætinum yfir boltann, fram og til baka í nokkrar mínútur. Ef þú villt losna við bjúg eða bólgur skaltu frysta flösku með vatni í og leika sama leikinn. „Ef þú gleypir eina teskeið af sykri geturðu losnað við hiksta á fáeinum mínútum,“ segir Andre Dubois, prófessor í læknisfræði á smitsjúkdómasviði við læknaháskólann í Bethesda í Bandaríkjunum. Sykurinn er talinn getað róað vöðva sem hafa áhrif á þindina sem framkallar hiksta. Hiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla, samkvæmt Vísindavefnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.