Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Blaðsíða 25
sport 14. desember 2009 mánudagur 25 Glen Johnson LiverpooL n Johnson skoraði sjálfsmark í risaslagnum gegn Arsenal. Þannig hleypti hann lífi í Ars- enal-liðið sem var mjög slakt áður en það fékk gefins mark. Markvörður n Marcus Hahnemann - Úlfarnir Var alveg frábær gegn Tottenham og fékk ekki mark á sig. Er væntanlega búinn að slá út Hennessey-koníakið. varnarMenn n Branislav Ivanovic - Chelsea Var hluti af vörn sem fékk á sig þrjú mörk en sjálfur lagði hann upp tvö fyrir sitt lið. Þannig virkar nútíma bakvörður. n Jody Craddock - Úlfarnir Átti sannkallaðan stjörnuleik í sigri Úlfanna á Tottenham. Hefur verið magnaður á leiktíðinni. n Richard Dunne - Aston Villa Var hreint magnaður í fyrsta sigri Villa á Old Trafford í 26 ár. Skallaði allt burt og var sem klettur. n Leighton Baines - Everton Sífelld ógn úr föstum leikatriðum og lagði upp eitt mark. Klassabakvörður. MiðJuMenn n Stilian Petrov - Aston Villa Fyrirliði Villa-manna stöðvaði fjöldann allan af sóknum meistara United. Frábær leikur. n Lee Bowyer - Birmingham Maður leiksins gegn West Ham. Skoraði sigurmark- ið gegn sínum gömlu félögum. n Tuncay Sanli - Stoke Stjórnaði leik Stoke eins og umferðarlögreglan. sóknarMenn n Ivan Klasnic - Bolton Er að gera sig digran hjá Bolton. Skoraði tvö góð mörk. n Louis Saha - Everton Skorar alltaf þegar hann er heill. Núna tvö á Brúnni. n Didier Drogba - Chelsea Bestur í heimi. LIÐ HELGARINNAR MARKIÐ KLÚÐRIÐ Gabriel aGbonlahor aston viLLa n Skoraði sigurmarkið gegn Manchester United á Old Trafford. HETJAN SKÚRK URINN Maynor FiGueroa Wigan n Skoraði líklega mark ársins. Tók aukaspyrnu snöggt og hamraði boltanum í netið. Bíðið aðeins. Jú, frá sínum eigin vallarhelmingi! liaM riDGeWell birmingHam n Ridgewell gerði allt rétt. Kom keyrandi inn á fjær eftir aukaspyrnu á miðjum velli. En tókst á einhvern undraverðan hátt að moka boltanum yfir markið. Klúður sem Bobby Zamora yrði stoltur af. ThoMas sörensen sunderLand n Varði víti í blálokin gegn Wigan og bjargaði stigi. MARK- VARSLAN richarD Dunne aston viLLa n Manchester City vildi ekkert með hann hafa. Hefur verið besti leikmaður Villa á tímabilinu. Átti hreint magnaðan leik gegn Meisturum Manchester United um helgina. „Sá hvíti sleikir þverslána“ n Þannig lýsti Guðmundur Bene- diktsson svo listilega skoti í leik Manchester United og Aston Villa á laugardaginn. GUMMINN Lee Bowyer Ivan KlasnicLouis Saha Didier Drogba Jody Craddock Stilian Petrov Marcus Hahnemann Branislav IvanovicRichard DunneLeighton Baines Tuncay Sanli FRAMMISTAÐAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.