Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Qupperneq 29
á m á n u d e g i
Hvað veistu?
1. Hvar er lúxusturninn sem Bjarni Benediktsson er grunaður um að hafa
braskað með?
2. Rapparinn 50 Cent lýsti yfir áhuga í síðustu viku á því að gera dúett með
söngkonu nokkurri. Hverri?
3. Rithöfundur nokkur birtir ljóð í nýjasta Tímariti Máls og menningar þar
sem hann minnist á kærasta sinnar fyrrverandi. Hver er höfundurinn?
JólaHádegistón-
leikar óp-Hópsins
Jólahádegistónleikar Óp-hópsins í
Íslensku óperunni verða á morgun,
þriðjudag, klukkan 12.15. Fram koma
allir meðlimir hópsins en sérstakur
gestur á tónleikunum er Gissur Páll
Gissurarson tenórsöngvari. Á efnisskrá
eru jólalög úr ýmsum áttum. Miðaverð
er 1.000 krónur og taka tónleikarnir um
40 mínútur í flutningi.
Á efnisskránni eru meðal annars Hin
fyrstu jól, Maria Wiegenlied, Ave Maria,
Alleluia úr Exultate Jubilate, Kveikt er
ljós við ljós, Pie Jesu og Ó, helga nótt.
stJörnu-
plötusnúður
á Broadway
Plötusnúðurinn Sander Van Doorn
mun spila á Broadway næsta laug-
ardag, 19. desember. Van Doorn
spilaði á Nasa árið 2008 og þurfti
að loka húsinu vegna aðsóknar
mannfjöldans. Á hverju ári spil-
ar Van Doorn fyrir framan meira
en milljón manns og hann spilar
stöðugt á risaatburðum eins og
Global Gathering, Sensation og
Dance Valley. Enn fremur spilaði
hann á Ólympíuleikunum í Peking
í fyrra. Ásamt Van Doorn koma
fram Exos, Hallibal, A.T.L, Dj In-
vert og Face2face. Forsalan er í N1.
Fyrstu gestir fá óvæntan glaðning.
marta maría
sýnir í mosó
Marta María Jónsdóttir opnaði sýn-
ingu á málverkum og teikningum í
Listasal Mosfellsbæjar síðastliðinn
laugardag. Verk Mörtu Maríu eru á
mörkum þess að vera teikningar og
málverk. Í tilkynningu segir að verkin
séu óhlutbundin og unnin með akríl
á striga og pappír, í þeim birtast end-
urtekin form, mynstur og stundum
mandölur í bland við fljótandi liti.
Verk Mörtu Maríu hafa nýlega ver-
ið sýnd í Gallerí Ágúst í Reykjavík, í
Skaftfelli á Seyðisfirði, á hreyfimynda-
samsýningu í New York og nú síðast í
Þýskalandi, þar sem hún var í vinnu-
stofudvöl. Á sýningunni í Listasalnum
má sjá afrakstur þeirrar dvalar, ásamt
nýjum verkum unnum á þessu ári.
Mannskæðasta flugslys á Íslandi
varð um hádegisbil 29. maí 1947
þegar Douglas Dakótaflugvélin TF-
ISI í eigu Flugfélags Íslands fórst í
Hestfjalli í Héðinsfirði við utanverð-
an Eyjafjörð. Allir, sem í vélinni voru,
25 manns, biðu bana og er talið að
víst að allir hafi látist samstundis er
flugvélin lenti á fjallinu. Þetta slys
hafði mikil áhrif á alla Íslendinga.
Þeir höfðu flestir fylgst af áhuga með
hraðri uppbyggingu flugsamgangna
hér á landi, margir bundu miklar
vonir við þessa nýju samgöngutækni
og ekki fór hjá því að nokkur ævin-
týrablær léki um flugið og þá sem þar
störfuðu. Fréttin af sorglegum örlög-
um flugvélarinnar, áhafnar hennar
og farþega kom sem reiðarslag yfir
þjóðina en þó var sorgin eðlilega
mest í þeim byggðarlögum sem næst
stóðu og flestir hinna látnu komu frá,
Akureyri og Reykjavík.
Sá sem þessar línur ritar var
barnungur drengur norður á Akur-
eyri þegar slysið varð í Héðinsfirði,
of ungur til að geta munað atburð-
inn. Á hinn bóginn hefur mér löng-
um fundist að ég muni þessa vordaga
árið 1947. Um fátt var meira talað á
Akureyri lengi á eftir og þar að auki
þekktu foreldrar mínir og ýmsir nán-
ir ættingjar og fjölskylduvinir marga
þeirra sem fórust með flugvélinni
og einnig a.m.k. nokkra þeirra sem
unnu að björgunarstörfum og flutn-
ingi líka hinna látnu til Akureyrar.
Umtal og samræður hinn fullorðnu
greyptust í barnshugann, við börn-
in hlustuðum, sjálfsagt skelfingu
lostin, en skildum lítið fyrr en löngu
síðar. Á unglingsárum vann ég síð-
an stundum á sumrin með gömlum
mönnum, sem höfðu ýmist komið
að bjögunarstörfum eða þekktu vel
til manna sem þar höfðu átt hlut að
máli. Í samtölum þeirra bar þetta slys
stundum á góma og mátti hafa það til
marks um hve mikil og langæ áhrifin
af þessum örlagaríka atburði voru.
Af þessum sökum lék mér nokk-
ur forvitni á að lesa þessa nýju bók
Margrétar Þóru Þórsdóttur blaða-
manns um „Héðinsfjarðarslysið“,
eins og það var oftast kallað, og bjóst
allt eins við að þar kæmi fram eitt og
annað, sem ekki var áður vitað eða á
almanna vitorði. Höfundurinn rek-
ur sögu þessa örlagaflugs, frá því lagt
var upp frá Reykjavík og þar til síð-
ast sást til vélarinnar í lágflugi og lé-
legu skyggni við Reyðará við Siglu-
nes skömmu áður en talið er að hún
hafi farist. Hvað síðan gerðist veit
enginn með vissu annað en að flug-
vélin flaug í Hestfjall í Héðinsfirði og
fórst þar. Ástæða slyssins var í sjálfu
sér einföld. Engin flugleiðsögutæki
voru til við Eyjafjörð á þessum tíma
og þegar flogið var í lélegu skyggni,
eins og þarna var, urðu flugmenn-
irnir öðru fremur að treysta á guð og
gæfuna. Það dugði oft, en því miður
ekki alltaf og í þessu tilviki er nokk-
uð ljóst, að flugmennirnir hafa villst
af leið í þoku, hvernig svo sem það
hefur borið til.
En svo forvitnileg sem mér þótti
þessi bók þegar mér barst hún í
hendur, verður að segja eins og er, að
hún olli mér miklum vonbrigðum.
Bókin er hvorki vel skrifuð né læsileg
og ber þess glögg merki, að höfundur
reynir að koma að öllu sem hún veit
um efnið, teygir lopann og freistar
þess að gera bók úr efni, sem nægir
varla nema í langa tímaritsgrein. Fyr-
ir vikið er of mikið um endurtekning-
ar, en verra þykir mér þó, að sumar
setningar í bókinni eru klúðursleg-
ar og jafnvel málfarslega rangar. Til
dæmis kemur það fyrir oftar en einu
sinni að setning sem byrjar í nafn-
hætti endar í viðtengingarhætti (eða
öfugt), tíðir sagna eru rangar og
þannig mætti áfram telja.
Besti kaflinn í bókinni er
í raun sá fyrsti, um Maríu Jó-
hannsdóttur frá Hömrum, sem
þó kemur slysinu ekki beinlín-
is við. Í köflunum um björgun-
araðgerðir í Héðinsfirði kemur
sitthvað nýtt fram, en þeir eru
alltof langdregnir og of mik-
ið um endurtekningar, til að
mynda um brim og erfið lend-
ingarskilyrði við ströndina fyrir
neðan slysstaðinn. Sama máli
gegnir um frásögnina af komu
vélbátsins Atla með lík hinna
látnu til Akureyrar og athafn-
ir, sem þar fóru fram, fyrst á
bryggjunni og síðan í Akureyr-
arkirkju. Þessar frásagnir eru
of langdregnar og verða fyr-
ir vikið áhrifaminni en ella. Á
hinn bóginn eru þættirnir um
þá sem fórust með vélinni og kaflinn
um minnisvarðann, sem reistur var í
Hestfjalli árið 1997, vel samdir.
Verst af öllu við þessa bók þykir
mér þó, að hún er illa unnin og frá-
gengin af hálfu útgáfunnar. Hún er
prentuð á heldur lélegan pappír og
prófarkalestur er með þeim fádæm-
um, að ég minnist þess vart að hafa
séð annað eins, a.m.k. ekki lengi.
Hér úir og grúir af prentvillum af öll-
um stærðum og gerðum, sums stað-
ar vantar orð svo setningar verða
illskiljanlegar og á einum stað hefur
bókstafurinn z laumað sér inn á ein-
hvern óskiljanlegan hátt, og vitaskuld
í orð þar sem engin zeta á að vera.
Mikill fjöldi mynda er í bókinni.
Sumar þeirra hafa nokkuð heimilda-
gildi, en hér fer eins og með megin-
málið, að aðstandendur bókarinn-
ar kunna sér ekkert hóf. Öllu virðist
tjaldað sem til er með þeim afleiðing-
um að myndirnar eru of margar og að
í sumum tilvikum eru sýndar marg-
ar myndir af því sama. Að mínu viti
hefði verið nóg að birta eina eða tvær
myndir af vörubílum með líkkistur á
leið frá Akureyrarkirkju upp Eyrar-
landsveg eða niður á bryggju. Tólf
svona myndir eru hins vegar nokkur
ofrausn nema tilgangurinn hafi ver-
ið sá að sýna hve margir vörubílar
voru til á Akureyri árið 1947. Annað
segir þessi myndafjöldi ekki og sum-
ar myndanna eru óskýrar. Sama máli
gegnir um myndir af slysstaðnum í
Héðinsfirði. Þær eru of margar, flest-
ar af því sama, og segja sumar hverjar
nánast ekki neitt. Gæði frummynd-
anna hafa sjálfsagt verið misjöfn, en
þegar þær eru prentaðar á lélegan
pappír verður útkoman óhjákvæmi-
lega sú, að myndirnar verða óskýrar
og lesandinn á erfitt með að átta sig
á því, hvað sé verið að sýna, ekki síst
vegna þess að texti fylgir ekki öllum
myndum.
Niðurstaða mín er sú, að hér hafi
verið verr af stað farið en heima set-
ið. Bókin er of hrá og illa unnin en
hefði vafalaust orðið mun betri með
góðri ritstjórn og vönduðum prófar-
kalestri.
Jón Þ. Þór
fókus 14. desember 2009 mánudagur 29
Svör: 1. Makaó í Kína 2. Susan Boyle 3. Hallgrímur Helgason
flugslys á íslandi
Harmleikur
í Héðinsfirði
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Útgefandi: Tindur Bókaútgáfa
bækur
mannskæðasta
Sorg Frá vettvangi flugslyssins
í Héðinsfirði í maí 1947.