Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Síða 13
Áin segir sögu Nessvæðis Laxár í Aðaldal í máli og myndum, allt frá því fyrstu veiðimennirn- ir köstuðu flugu í þessa mikilfenglegu á árið 1877. Í bókinni rekur Bubbi í ítarlegu máli sögu helstu ábúenda við ána, segir frá heims- þekktum veiðimönnum og –konum sem veitt hafa á bökkum Laxár, tekur viðtöl við heima- menn og þá sem best þekkja ána og lýsir af ná- kvæmni gjöfulustu tökustöðum hennar. Loks er bókin stútfull af frásögnum og myndum af glímum við risana; laxa sem eru 20 pund eða stærri. Af þeim hefur Laxá í Aðaldal gefið ríku- lega og gerir enn. Með Ánni fylgir vönduð og glæsileg heim- ildamynd um sögu Nesveiðanna, sem sýnd var í Ríkisútvarpinu í haust. Þegar ég hóf lestur bókarinnar velti ég því fyrir mér hvernig hægt væri að skrifa 165 blað- síður um eina á. Það er hins vegar skemmst frá því að segja að Bubba tekst það prýðilega. Lýsingar hans og frásagnir eru lítríkar, eins og hans er von og vísa. Maður heyrir rödd- ina í Bubba þegar maður les. Virð- ingin fyrri ánni og ástríðan að baki veiðinni er ósvikin. Hún skín í gegn- um alla bókina. Fyrstu kaflar Árinnar eru helgaðir fortíðinni, sögunni frá því fyrstu lax- arnir voru dregnir á land. Bubbi fer ágætlega með söguna sem inniheld- ur skemmtilegar lýsingar af miklum veiðimönnum; innlendum og er- lendum. Því næst eru helstu veiði- staðir árinnar taldir upp á 25 síðum. Fyrir lesanda sem ekki þekkir ána verður upptalningin leiðigjörn en stórbrotn- ar ljósmyndir Einars Fals Ingólfssonar halda manni við efnið. Eftir að upptalningunni er lokið kemst Bubbi á flug. Hann stekkur reyndar fram og aftur í tíma en bætir það upp með hispurs- lausri frásagnargleði sinni og skemmtilegum lýsingum. Sem forfallinn veiðimaður fékk ég fiðring í magann við lestur bókarinnar. Hana ættu allir veiðimenn að lesa. BALDUR GUÐMUNDSSON Í síðasta bókablaði DV á þessari vertíð er meðal annars fjallað um ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, bók eftir höfund hinnar gríðarvinsælu skáldsögu Skugga vindsins, skáldsögu sem snertir á stóra málverkafölsunarmálinu eftir Rögnu Sigurðardóttur og bók um atvinnulausan bankamann eftir banka- mann sem er með vinnu. dæmir... Vigdís - Kona verður forseti Eftir Pál Valsson „Stíll Páls er hríf- andi, hófstilltur og rennur vel. Hann hefur sannarlega ekki slegið af kröf- um sínum frá því hann ritaði bók sína um Jónas Hall- grímsson, bók sem færði honum Ís- lensku bókmennta- verðlaunin.“ Hið fullkomna landslag Eftir Rögnu Sigurðardóttur „Áleitnar spurning- ar um viðskipti og gróða þegar kemur að list [...]“ Leikur engilsins Eftir Carlos Ruiz Zafón „Fínasta afþreying en skilur ekkert eftir sig.“ Saga Akureyr- ar - V. bindi Eftir Jón Hjaltason „Sannkallað stór- virki.“ Bankster Eftir Guðmund Óskarsson „Haganlega saman sett skáldsaga um það hvernig til- veran liðast smátt og smátt í sundur hjá atvinnulausum bankamanni.“ Fimmta barnið Eftir Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur „Saga sem vekur athygli.“ Peningarnir sigra heiminn Eftir Niall Ferguson „Aðgengilegur inngangur að virkni og sögu peninga.“ VEIÐIBÓK ÁIN Bubbi MorthensBók sem allir veiðimenn ættu að lesa. Hispurs- laus frásagnar- gleði og stór- brotnar myndir. Myndir: Einar Falur Ingólfsson Útgefandi: Salka Fiðringur veiðimannsins Fiðringur „Sem forfallinn veiðimaður fékk ég fið ring í magann við lestur bókarinnar,“ segir gagnrýnandi. MY ND EINAR FALUR INGÓLFSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.