Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Síða 16
ARNÞRÚÐUR RÓLEG
n Einn mesti töffari íslensks útvarps
er Arnþrúður Karlsdóttir, eigandi Út-
varps Sögu. Mikil gróska hefur verið í
rekstri stöðvar-
innar undan-
farið og hafa aug-
lýsingar aukist
mikið. Jafnframt
hefur verið nokk-
ur ólga innan-
dyra og hafa í
tvígang brotist út
átök. Fyrst veitt-
ist Eiríkur Stefánsson að Guðmundi
Franklín Jónssyni þáttastjórnanda.
Sama dag hjólaði lögmaðurinn Gunn-
ar Jónsson í hæstaréttarlögmanninn
Jón Magnússon. Sjálf er Arnþrúður
hin rólegasta og tekur hverri uppá-
komu af stóískri ró.
ÓVINUR NAFNLAUSRA
n Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri
hefur þurft að þola óvægna umræðu
nafnleysingja í myrkviðum netsins.
Hún er enda yfirlýstur óvinur þeirra
sem ekki þora að
koma fram undir
nafni og margoft
hjólað í raggeit-
urnar. Nú er kom-
inn upp sá vandi
að nafnleysingj-
ar virðast ganga í
hljóðfæla Útvarps
Sögu. Þættir af
útvarpsstöðinni hafa verið að birtast í
leyfisleysi á YouTube og víðar. Útvarps-
stjóranum mun ekki vera skemmt yfir
þessu og er nú að rannsaka hvernig
lekinn á sér stað. Og víst er að þar nýt-
ur hún reynslu sinnar sem rannsókn-
arlögregluþjónn á árum áður.
ÞÓR Á PRESSUNA
n Pressunni, undir ritstjórn Björns
Inga Hrafnssonar, bætist nú liðsauki.
Þór Jónsson, fyrrverandi blaðafulltrúi
Kópavogsbæjar,
hefur gengið til
liðs við fréttavef-
inn og mun sinna
rannsóknarblaða-
mennsku. Þór gat
sér gott orð sem
fréttamaður og
síðar varafrétta-
stjóri Stöðvar 2.
Það mun hafa verið Gunnar Birgis-
son, fyrrverandi bæjarstjóri Kópa-
vogs, sem réð hann til starfa þar. Ekki
er ljóst hvort starfslok Þórs í Kópavogi
tengjast falli Gunnars. En víst má telja
að Pressunni verði mikill fengur að
kappanum.
SVANGUR GUNNAR
n Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæj-
arstjóri og fallisti í prófkjöri flokksins,
var þögull sem gröfin í tæpan sólar-
hring eftir úrslitin. Síðan birtist hann í
miklu netviðtali við Pressuna. Þar var
hann sjálfum sér
líkur og taldi að
svindl og svínarí
hefði ráðið ferð-
inni hjá Ármanni
Kr. Ólafssyni
og stuðnings-
mönnum hans.
Greinilegt er að
gamli bæjarstjór-
inn stefnir í harkalegt uppgjör innan
flokks. Þá er víst að hann sárlangar
aftur að kjötkötlunum því hann svarar
hvorki af né á um sérframboð. Vand-
inn þar kann þó að verða sá að enginn
flokkanna í Kópavogi vilji koma hon-
um aftur í áhrifastöðu.
Svarthöfði hugsar reglulega til baka til ársins 2007 þegar menn eins og Karl Werners-son voru átrúnaðargoð hans
og Ögmundur Jónasson var geðveik-
ur fyrir að vilja bankana úr landi.
Svarthöfði trúði því innilega að hann
væri heppinn að vera Íslendingur. Því
ef útrásarvíkingunum vegnaði vel
myndi honum líka vegna vel. En það
fór aldrei þannig.
Árið 2007 var Björgólfur Guðmundsson gjafmild-ur heiðursmaður. Þorvald-ur Gylfason nöldurskjóða.
Steingrímur J. Sigfússon var risaeðla.
Grameðla, nánar tiltekið.
Árið 2010 hefur allt snúist við. Nú er orðið ljóst að útrásar-víkingarnir voru ekki endi-lega hæfileikaríkir, heldur
fyrst og fremst heppnir að vera á rétt-
um stað á réttum tíma og nógu vit-
lausir til að taka stórfelld lán og kaupa
allt sem hreyfðist. Sá sem keyrði um á
Range Rover árið 2007 var því líklega
ekki tær snillingur, eins og margir
héldu, heldur heppinn eða lánsamur.
Og líklega siðlaus líka. En siðleysingj-
ar eru líka heppnir þegar þeim er leyft
að vaða uppi.
Auðmennirnir héldu áfram að vera heppnir þegar allir markaðir hækk-uðu. Nema Hannes
Smárason, sem náði að setja Ís-
landsmet í tapi með FL Group
þegar nánast allt fór upp á
við. Hann var óheppinn að
græða ekki þrátt fyrir eig-
in vanhæfni. Aðrir með
sambærilega hæfni náðu
að græða. Svo lengi sem
þeir fengu lán hjá félög-
um sínum.
Sumir eru heppn-ari en aðrir og náðu að við-halda heppni
sinni fram yfir hrunið.
Svafa Grönfeldt sat í
bankaráði Landsbank-
ans þegar hún fékk þá
snilldarhugdettu, rétt
fyrir hrun, að selja 80
milljónir króna í pen-
ingamarkaðssjóði Lands-
bankans. Á sama tíma var
öðrum ýmist ekki leyft það eða þeir
höfðu ekki innherjaupplýsingar til að
átta sig á stöðunni.
Baldur Guðlaugsson, sem Morgunblaðið kallar „sóma-kæran embættismann“, er líka lukkunnar pamfíll.
Baldur, sem er góðvinur fyrrverandi
seðlabankastjóra, var svo heppinn að
selja hlutabréf sín í Landsbankanum
fyrir 180 milljónir króna í september
tveimur vikum fyrir hrun bankans.
Hann hafði það hlutverk fyrir Íslands
hönd að ræða alvarlega stöðu bank-
ans á fundi með breskum yfirvöldum
áður en hann seldi.
Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmanna-eyjum, vinkona fyrrverandi seðlabankastjóra, er stál-
heppin kona. Hún átti 1,7 prósenta
hlut í Glitni, en náði að selja vikuna
fyrir hrun bankans. Þar náði hún að
bjarga 3,5 milljörðum króna. Helsti
ráðgjafi Guðbjarg-
ar er góðvinur
seðlabanka-
stjórans
fyrrver-
andi og
var meðal
annars
veislustjóri
í fimm-
tugsafmæli
hans. Nú
hefur Guð-
björg ráðið
seðla-
bankastjórann fyrrverandi í vinnu.
Hann er líka heppinn.
Heppnustu stéttir Íslands eru lögfræðingar og endur-skoðendur. Þeir hönnuðu íslenska efnahagsundr-
ið og skrifuðu upp á það gegn vænu
gjaldi. Nú sitja þeir í skilanefndum við
að hreinsa upp ósómann eftir sjálfa
sig og fá ríkulega greitt. Þeir eru eins
og ræstitæknar sem drulla allt út til að
útvega sér vinnu. Arkitektar hrunsins
verða arkitektar endurreisnarinnar.
Stundum er heppni engin til-viljun. Lánið er smit-andi.
HEPPNA FÓLKIÐ
„Já. Hundar eru „inn“ í dag, eigendum
fjölgar stöðugt og það ríkir sannkallað
hundaæði á Íslandi,“
segir Valgerður
Júlíusdóttir,
stjórnarmaður í
Hundaræktarfélagi
Íslands. Félagið
stendur fyrir
hundasýningu um
komandi helgi sem
fram fer í Reiðhöllinni í Víðidal. Verða til
sýnis um 870 hreinræktaðir hundar af
88 hundategundum og er það tæpum
hundrað hundum fleiri en voru á
sýningunni í fyrra.
ER HUNDAÆÐI
Á ÍSLANDI?
„Miðvikudag-
urinn 23.
febrúar verður í
minnum hafður.“
n Þór Saari var afskaplega sáttur við ræður
þingmanna við upphaf þingfundar. - Alþingi
„Ég er bara ráðherra
á plani.“
n Össur Skarphéðinsson um hvort
þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave-frumvarpið
sem forseti vísaði til þjóðarinnar færi fram.
Hann vitnar þar í hinn geysivinsæla þátt
Næturvaktina. - Rás 2
„Hún er ótrúlegur
djammari.“
n Lilja Hlín Ingibjargardótt-
ir fyrirsæta um Paris Hilton en
hún bjó í þrjú ár í New York og Los
Angeles þar sem hún var í námi og starfaði sem
fyrirsæta. - DV.is
„Ég hafði alltaf verið með
mikla túrverki.“
n Erla Kristinsdóttir, formaður Samtaka
kvenna með endómetríósa eða legslímuflakk,
en miklir túrverkir eru helstu einkenni þess. Um
2.000 þjást af sjúkdómnum og fjölmargar vita
ekki af honum. - DV
„Ég ætla að beina viðskipt-
um mínum annað.“
n Sigurður Hreinn Sigurðsson sem sýndi hug
sinn í verki með því að hætta að stunda viðskipti
við Landsbankann eftir 22 ár í viðskiptum þar. - DV
„Að vera að skrifa sögu
stofnunar sem maður
stýrði sjálfur samræmist
því ekki.“
n Íris Ellenberger, formaður Sagnfræðingafé-
lags Íslands, um söguskrif Jóns Sigurðssonar,
fyrrverandi seðlabankastjóra, og hlutleysiskröfu
sagnfræðinga.
Íslenskir hálfguðir
Til þess að Ísland verði ekki sama spillingarbælið og það var fyrir hrun er nauð-synlegt að skipta út siðlaus-
um stjórnmálamönnum. Sjálfstæðis-
menn í Kópavogi hafa tekið af skarið
með því að láta Gunnar Birgisson
hafa rauða spjaldið. Meirihluti þeirra
sem þátt tóku í prófkjörinu sneri baki
við gamla fyrirgreiðslustjórnmála-
manninum og kaus Ármann Kr. Ól-
afsson, bæjarfulltrúa og fyrrverandi
alþingismann, til þess að verða leið-
togi. Annað sætið fékk Hildur Dung-
al, nýliði í stjórnmálum. Óþarft er að
telja upp öll þau spillingarmál sem
Gunnar tengdist sem bæjarstjóri.
Hann er þekktur fyrir það að stjórna
með ákveðnum einræðistilburðum
og sveigja reglur ef því var að skipta.
Hann var gjarnan á grensunni. Arf-
taki Gunnars hefur verið í hans liði
um árabil. Hann verður að vanda sig
til þess að lenda ekki á glapstigum í
sinni pólitík. Komist Ármann í meirihluta
á næsta kjörtímabili verður hann að setja
sjálfum sér og flokknum ný siðferðismið og
fylgja þeim. Annars er byltingin til einskis.
Menn eins og Gunnar Birgisson finnast
í öllum flokkum. Þetta eru einstaklingar
sem á einhverjum tímapunkti gleyma því
að þeir eiga að þjóna fólkinu og umgang-
ast opinberar eigur af virðingu og heiðar-
leika. Þegar þessi gerð manna blindast af
eigin valdi hefst spillingin. Staða Gunnars
síðustu árin var í raun spegilmynd af því
sem gerðist í landsmálunum á tíma Dav-
íðs Oddssonar. Ágætir menn sem hófust til
metorða í þágu fólksins fóru að líta á sjálfa
sig sem hálfguði. Og þeim leyfðist allt. Börn
þeirra fengu forskot á aðra og vinirnir röð-
uðu sér á jötuna. Smám saman mynduðu
þeir um sig skjaldborg spilltra einstaklinga
sem áttu hagsmuna að gæta af því að halda
leiðtoganum á stalli. Aðrir landsmenn
verða að fylgja fordæmi sjálfstæðismanna í
Kópavogi og henda út spillingaröflunum. Af
nógu er að taka.
REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR: Vinirnir röðuðu sér á jötuna
16 MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 UMRÆÐA
SANDKORN
LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
FRÉTTASTJÓRI:
Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is
AUGLÝSINGASTJÓRI:
Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is
DV Á NETINU: DV.IS
AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050.
SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
LEIÐARI
SPURNINGIN
SVARTHÖFÐI
BÓKSTAFLEGA