Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Blaðsíða 23
ÚTTEKT 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 23 ÞEGAR matarfíknin TEKUR Ég hef ekki verið í kjörþyngd síðan ég hætti á brjósti og byrjaði að fara í megrun í kring-um tíu ára aldur,“ segir viðmælandi blaðsins sem vill ekki gefa upp nafn sitt. Viðmæland- inn, kona á fimmtugsaldri, er félagi í OA samtökun- um þar sem algjörrar nafnleyndar er krafist. Í þessu viðtali verður hún kölluð Anna. „Massa þetta á morgun“ Anna segist ekki hafa verið svo feitur krakki, alla- vega finnist henni það ekki þegar hún skoðar gaml- ar myndir. „Ég var í þykkara lagi og mun stærri en vinkonur mínar. En viðmiðin hafa breyst. Í dag eru krakkar miklu feitari en þá. Ég hef samt alltaf verið upptekin af mat,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið skráð í megrunarklúbb tíu ára gömul. „Þá var ég vigtuð einu sinni í viku og fékk ís ef ég hafði lést. Ég hugsaði um verðlaunin alla vikuna og passaði mig svo ég myndi ekki missa af ísnum,“ segir hún og brosir. Anna segist hafa prófað alla mögulega og ómögulega megrunarkúra. Sumir hafi virkað en hún hafi alltaf þyngst aftur. „Ég hef látið leggja mig inn á heilsuhælið í Hveragerði til að fasta, farið á átaksnámskeið, til næringarfræðings, farið reglu- lega í vigtun hjá heimilislækni og verið með matar- plan. Fyrir utan öll þau skipti sem ég ákvað að ætla að massa þetta á morgun og sat þá og reiknaði út hvenær ég kæmist í kjörþyngd miðað við hitaein- ingar og brennslu. Í rauninni er hægt að skipta lífi mínu í þrjú mismunandi tímabil, þegar ég var að hugsa um megrun, þegar ég var í megrun eða var nýhætt í megrun. Í hvert skipti sem mér mistókst missti ég trúna á sjálfri mér svo matarfíknin var farin að hafa veruleg áhrif á sjálfsmyndina,“ segir Anna sem var orðin 120 kíló þegar hún var 25 ára. Missti aftur tökin „Í hvert skipti sem ég klikkaði átti ég erfitt með að trúa að ég ætti eftir að geta þetta og var farin að halda að ég væri eitthvað þroskaheft á þessu sviði. Mér hefur gengið vel á öðrum sviðum lífs míns og vissi því að ég var ekki illa gefin en það er ekki gott fyrir sjálfsmyndina að rembast eins og rjúpan við staurinn en mistakast alltaf,“ segir Anna sem var komin langt niður andlega þegar hún fór á sinn fyrsta fund hjá OA samtökunum. „Fyrsti fundurinn var skelfilegur og mér þótti hreint vandræðalegt að hlusta á fólk úthella hjarta sínu fyrir framan ókunnugt fólk og það eina sem ég hugsaði um var að komast í burtu. Mér var ráðlagt að mæta á sex fundi og ég ákvað að halda mig við það og fljótlega fór ég að finna hvað ég átti margt sameiginlegt með þessu fólki. Þótt maður eigi aldrei alla reynslu sameiginlega þá fer mað- ur ekki á fund án þess að heyra það sem maður þarf að heyra. Hjá OA lærði ég aðra nálgun og missti fljótlega tugi kílóa. Hins vegar las ég bara sporin en vann ekki eftir þeim. Fljótlega fór ég að trúa að ég gæti þetta sjálf því ég væri búin að læra réttu leiðina og hætti að mæta. Upp frá því fór ég að leyfa mér að smakka heilsunammi og fór smám saman í alvörusælgætið og keyrði á milli sjoppa svo fólk sæi ekki hvað ég keypti mikið og auðvitað fór ég að þyngjast aftur.“ Fær kikk úr hreyfingunni Anna segir langan tíma hafa liðið áður en hún safn- aði nægum kjarki til að mæta aftur á fund hjá sam- tökunum. „Ég var alltaf að hugsa um að fara í megr- un og stundum tókst mér að byrja en ég bæti alltaf á mig meiru en ég náði af mér. Líkamlegt ástand mitt var skelfilegt og innst inni vissi ég að ég væri að drepa mig,“ segir hún en Anna var þarna kom- in á kaf í duft- og megrunarpillukúra. „Þessir kúr- ar entust aldrei fram yfir hádegi og þótt hver dagur hefði byrjað vel með pillum og shake var ég komin í ofát um miðjan daginn. Mér fannst svo púkalegt að koma til baka og vildi sýna og sanna að ég gæti þetta sjálf. Ég gat það hins vegar ekki,“ segir hún en Anna braut loks odd af oflæti sínu og mætti aftur á OA fund. „Eftir erfiðan tíma ákvað ég loksins að fá mér trúnaðarkonu sem sagði mér að hringja í sig öll kvöld og segja sér hvað ég ætlaði mér að borða dag- inn eftir. Síðan hef ég verið í fráhaldi en nú eru lið- in tíu ár og 40 kíló farin. Í dag er ég í góðu formi og geng á fjöll í frístundum. Ég hef ofsalega gam- an af því að hreyfa mig og hefði aldrei trúað kikk- inu sem hreyfingin gefur mér. Það er ekki bara að ég sé miklu léttari og í betra formi líkamlega heldur er andlega formið miklu betra. Ég áttaði mig aldrei á því, þegar ég var í matnum, hvað ofátið hafði ofsaleg áhrif á líf mitt. Í dag er ég ekki mjó, held- ur venjuleg, en er laus við alla áhættuþætti vegna offitunnar,“ segir Anna glöð í bragði og bætir við að hún hefði ekki getað þetta ein. „Saman getum við gert það sem við gátum aldrei ein. Þannig hljómar OA loforðið. Um leið og maður mætir á OA fund hittir maður fólk sem er eins inn- réttað og maður sjálfur og sér þá að maður er ekki aumingi með engan viljastyrk heldur með sjúkdóm og að það eru til leið til að vinna á honum.“ Saknar ekki sykurs Anna hefur ekki snert sætindi í þau tíu ár sem hún hefur verið í fráhaldi og aðspurð segist hún ekki lengur sakna sykurs. „Fyrstu tvær vikurnar fannst mér þetta ofsalega erfitt en svo var hreinlega eins og ég færi úr svart/hvítu yfir í lit. Allt í einu varð sólarlagið fallegra og ég fór að sjá lífið með öðr- um og jákvæðari augum. Í dag er frábært að geta krosslagt fæturna, setið í jógastellingu og gert það sem mig langar til og vita að ekkert, innan skyn- samlegra marka, stoppar mig. Þótt ég hafi falið það var ég virki- lega óánægð með mig og óörugg innan um fólk með hausinn fullan af brengluðum hugmynd- um sem trufluðu mig. Í dag er ég laus við þær og stend með sjálfri mér. Ég veit að ef ég tek ekki fyrsta hömlulausa bitann verð- ur allt í lagi. Einn biti er nefnilega of lítill en skálin ekki nóg.“ indiana@dv.is Upp frá því fór ég að leyfa mér að smakka heilsunammi og fór smám saman í alvöru- sælgætið og keyrði á milli sjoppa svo fólk sæi ekki hvað ég keypti mikið og auðvitað fór ég að þyngj- ast aftur. n 1. Borðar þú þegar þú ert ekki svangur/svöng? n 2. Heldur þú áfram að borða óhóflega án þess að kunna á því skýringar? n 3. Finnur þú til sektar og eftirsjár þegar þú hefur borðað yfir þig? n 4. Eyðir þú miklum tíma í að borða og hugsa um mat? n 5. Hugsar þú með ánægju og tilhökkun til þeirrar stundar þegar þú getur borðað ein/n? n 6. Skipuleggur þú þetta leynilega át þitt fyrir fram? n 7. Borðar þú í hófi innan um fólk; en bætir þér það upp eftir á? n 8. Hefur þyngd þín áhrif á það hvernig þú lifir lífinu? n 9. Hefur þú reynt megrun í viku eða lengur á þess að ná tilsettu marki? n 10. Gremst þér það þegar aðrir segja við þig: „Sýndu nú svolítinn viljastyrk til að hætta að borða yfir þig?“ n 11. Ertu enn á þeirri skoðun, þrátt fyrir að dæmin sýni annað, að þú getir farið í megrun „á eigin spýtur“ hvenær sem þú vilt? n 12. Finnur þú sterka löngun til að borða mat á einhverjum tilteknum tíma sólarhringsins sem ekki er matmálstími? n 13. Borðar þú til að flýja áhyggjur og vandræði? n 14. Hefur þú leitað meðferðar vegna ofáts eða vanda sem tengist mat? n 15. Valda átsiðir þínir þér eða öðrum óhamingju? Svaraðir þú þremur eða fleirum af þessum spurningum játandi? Ef svo er, eru líkur á að þú sért á góðri leið með að eiga í vanda með matarfíkn.  Heimild:www.oa.is Átt þú við matarfíkn að stríða? GERIR LÍFS- STÍLLINN ÞIG FEITARI? n OA samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum í janúar árið 1960 og á Íslandi í febrúar 1982. n Annað kvöld, fimmtudagskvöld, verður opinn fundur OA samtakanna í húsnæði SÁÁ í Efstaleiti 7 klukkan 20. Þar ætla þrír OA félagar að segja sína sögu, hvernig þeir voru, hvað gerðist og hvernig þeir eru núna. Það eru allir velkomnir á fundinn en gestir verða að muna nafnleyndina. n OA samtökin byggja á 12 spora kerfi AA samtakanna. n OA félagar eru karlar og konur á öllum aldri sem eiga þá ósk að halda sér frá matarfíkn. n OA er ekki megrunarklúbbur og setur engin skilyrði um þyngdartap. Heimild:www.oa.is Um OA samtökin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.