Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 FRÉTTIR Akraneskaupstaður þarf að af- henda trúnaðargögn um við- skipti bæjarins við tölvufyrirtækið Secur Store en það var úrskurðar- nefnd útboðsmála sem felldi þann úrskurð. Fyrirtækið er í eigu Bjarna Ármannssonar fjárfestis og Arnars Gunnarssonar, sonar forseta bæj- arstjórnar, en viðskipti þess við bæinn hafa fram til þessa farið fram án útboðs. Akranesbær hefur verið kærð- ur bæði til kærunefndar útboðs- mála og umboðsmanns Alþingis. Það er vegna viðskipta við áður- nefnda tölvuþjónustu sem fullyrt hefur verið að nemi hátt í þrjátíu milljónum króna ár hvert. Samn- ingur um viðskiptin hefur verið gerður án útboðs og í september síðastliðnum ákvað bæjarstjórn Akraness að framlengja samning- inn við fyrirtækið til átján mánaða. Áður hafði bæjarráð ákveðið að bjóða þjónustuna út en hætti síð- an við. Viðkvæm trúnaðargögn Fram til þessa hefur bæjarstjórn Akraness neitað að afhenda trún- aðargögn um viðskiptin við tölvu- fyrirtækið og vísað til upplýsinga- laga á þeim forsendum að gögnin innihaldi fjárhagsupplýsingar sem kærendur hafi ekki rétt á að fá. Því er kærunefnd útboðsmála ósam- mála. Viðskipti SecurStore hafa áður verið kærð til samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytisins sem komst að þeirri niðurstöðu að eng- in lög hafi verið brotin í samskipt- um Akranesbæjar við fyrirtækið. Aftur á móti gagnrýndi ráðuneyt- ið tengsl forseta bæjarstjórnar, Gunnars Sigurðssonar, við ann- an eiganda tölvuþjónustunnar en benti jafnframt á að ekki sé full- sannað að hann hafi vitað af að- komu sonar síns við fyrirtækið. Gunnari ætti þó að hafa verið það ljóst þegar ákveðið var að fram- lengja samningnum, án útboðs, á síðasta ári en sú ákvörðun er nú í kærumeðferð hjá kærunefnd út- boðsmála og hjá umboðsmanni Alþingis. Algjört pukur Í úrskurði kærunefndarinnar er tekið fram að Akranesbær hafi ít- rekað hundsað beiðni nefndar- innar um svör við því hvort trún- aðargögnin yrði afhent. Þrátt fyrir beiðnirnar svaraði bærinn engu og úrskurðaði nefndin í þá veru að gögnin skyldu afhent þegar í stað. Sveinn Kristinsson, oddviti Samfylkingarinnar, skilur ekkert í því sem hann kallar pukur bæj- arstjórnar í málinu. Hann bendir á að reynt sé að komast hjá því að fylgja reglum bæjarins með því að búta viðskiptin niður. „Svo virðist sem bæjarstjórn hafi ítrekað ver- ið boðið að rökstyðja málið en það hafi ekki verið gert. Mér finnst það óþolandi stjórn- sýsla. Þetta tölvu- mál er búið að taka undarlega vinkla og beygjur. Nú síð- ast var, af einhverj- um óskiljanlegum ástæðum, hætt við að fara í útboð og það hefur ekki enn verið rök- stutt almenni- lega. Það eru mikil viðskipti þarna á milli og fyr- irtækið er að fá tugi milljóna á ári án útboðs. Útboð ætti að fara fram, alveg tvímælalaust, enda stendur það skýrt í vinnureglunum,“ segir Sveinn. Munu mótmæla Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness, er hissa á þessari niður- stöðu kærunefndarinnar og seg- ist með aðstoð lögmanns ætla að berjast áfram gegn því að gögnin verði afhent. Hann vísar allri gagn- rýni á við- skipti við SecurStore á bug og segir sam- starfið til fyrirmynd- ar. „Mér finnst þetta undar- legt og skrít- in vinnubrögð. Við förum sam- kvæmt upplýs- ingalögunum sem segja klárt að óheim- ilt sé að veita aðgang að fjárhags- gögnum um einstaklinga. Ef okkur er á endanum gert skylt að afhenda þau þá gerum við það en lögmaður okkar mun berj- ast á móti þessu. Við teljum okkur vera að brjóta lög með því að birta þetta,“ segir Gísli. „Öll viðskiptin við tölvufyrir- tækið eru undir þeim fjárhæð- um sem um ræðir í útboðsreglum bæjarins. Gagnrýnin stenst ekki og það er alrangt að við séum að fela nokkuð. Þvert á móti höfum við sparað milljónir á viðskipt- um við fyrirtækið og starfsmenn bæjarins láta vel af samstarfi við það. Ættar- tengslin hafa ekki nokkuð með þessi við- skipti að gera og þær ásak- anir eru rangar. Það er vandlifað í íslensku samfé- lagi ef menn sem eru skyldir geti ekki átt í viðskiptum.“ Svo virðist sem bæjarstjórn hafi ítrekað verið boð- ið að rökstyðja málið en það hafi ekki verið gert. Mér finnst það óþolandi stjórnsýsla. Akranesbær þarf að afhenda trúnaðargögn varðandi kaup á þjónustu hjá tölvufyr- irtæki í eigu Bjarna Ármannssonar og sonar forseta bæjarstjórnar. Viðskipti bæjar- ins við fyrirtækið eru í kærumeðferð hjá nefndinni og hjá umboðsmanni Alþingis. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is SVARI VEGNA BJARNA Annar eigenda Bjarni er annar eigenda tölvuþjónustunnar sem gagnrýnt er að eigi í tugmilljóna viðskiptum án útboðs. Vandlifað Gísli bæjarstjóri vísar allri gagnrýni á bug og segir vandlifað ef ættingjar geta ekki átt í viðskiptum á Íslandi. Munu mótmæla Bæjaryfirvöld Akraness ætla að mótmæla úrskurði kæru- nefndar útboðsmála þar sem þau telja afhendingu fjárhagsupplýsinga lögbrot. Innbrot í Grafarvogi Fimm manns, tvær konur og þrír karlar, vou handtekin vegna gruns um innbrot aðfaranótt þriðjudags. Að sögn lögreglu er talið að fólkið hafi brotist inn í gistiheimili við Ein- holt og íbúð í Fífurima í Grafarvogi. Það var um klukkan hálf tvö sem tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í Grafarvogi. Þegar lög- regla kom á vettvang voru þjófarnir að bera verðmæti út í bíl. Um tveim- ur tímum síðar var par handtekið fyrir utan gistiheimilið í Einholti. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið en úr henni var stolið fartölvu. Söku- dólgurinn er ófundinn. Hafnar ávirðingum Gunnars Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hafnar því að hafa að eig- in frumkvæði veitt fjölmiðlum upp- lýsingar um viðskipti Halldórs Jóns- sonar og fyrirtækis hans við bæinn sex ár aftur í tímann, eins og Gunnar I. Birgisson fullyrti. Í yfirlýsingu segir Gunnsteinn: „Hinn 29. janúar fór bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fram á upplýs- ingar um viðskipti Halldórs Jóns- sonar og fyrirtækis hans við bæinn sex ár aftur í tímann. Hinn 9. febrú- ar barst beiðni frá blaðamanni DV um sömu upplýsingar áratug aftur í tímann.“ Dóp í borginni Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu um helgina en í öllum þeirra áttu í hlut ungir karlar, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Í tveimur óskyldum málum í mið- borginni voru höfð afskipti af þrem- ur piltum um tvítugt sem allir voru með fíkniefni í fórum sínum, þar af einn með kókaín. Þrír aðrir piltar á svipuðu reki voru staðnir að verki í Garðabæ þar sem þeir voru að nota fíkniefni og í Laugardal voru tveir jafnaldrar þeirra teknir fyrir fíkni- efnamisferli. Þá fundust fíkniefni í bíl sem lögreglan stöðvaði í Árbæ en í bílnum voru sex ungmenni á aldr- inum 15 til 20 ára. Vilja nefndarfund Einar K. Guðfinnsson og Guðlaug- ur Þ. Þórðarson, þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, hafa óskað eftir því að haldinn verði sameig- inlegur fundur sjávarútvegs- og landbúnaðar- nefndar og við- skiptanefndar Alþingis þar sem farið verði yfir skuldamál í landbún- aði og þau úrræði sem bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa boðið bændum upp á í ljósi skuldastöðu þeirra. Þeir fara þess á leit að fund- urinn verði haldinn í þessari viku þar sem árlegt Búnaðarþing hefst á sunnudaginn. „Ég get lofað því að það voru hvergi svona fáar pítsur keyptar,“ segir Ár- mann Kr. Ólafsson, nýkjörinn odd- viti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Viðmælandi DV segir að Ármann hafi gefið syni sínum og tveimur öðrum drengjum, sem allir eru 16 ára, pítsur eftir að stuðningsmaður Ármanns lét þá kjósa hann í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins um helg- ina. „Drengjunum var boðið að koma á kosningaskrifstofu Ármanns að Bæjarlind 2 í Kópavogi til að þiggja kökur og aðrar veitingar. Þar var kona sem vildi að þeir myndu kjósa. Þeir voru ekki á því. Þá vildi hún endilega skutla þeim í Valhöll. Hún keyrði þá síðan þangað þar sem eng- inn þeirra var með bílpróf því þeir eru allir 16 ára gamlir. Þar voru þeir skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Svo var þeim sagt hvernig þeir ættu að raða á listann. Eftir þetta var þeim skutl- að upp í Bæjarlind aftur þar sem Ár- mann tók á móti þeim og borgaði fyrir þá pítsur frá Rizzo,“ segir fað- irinn sem finnst þetta forkastanleg vinnubrögð. „Ég keypti fjórtán pítsur í heild- ina,“ segir Ármann og tekur fram að fjöldi manns starfi í kringum fram- boð hans. Því fólki verði að gefa að borða. Þessar pítsur hafi farið til ungs manns sem aðstoðaði hann við framboðið. Auk þess vill Ár- mann taka fram að hann bauð upp á heilmikið vínarbrauð á kosninga- skrifstofu sinni. Ásamt því bauð hann upp á 150 bollur, 200 upprúll- aðar pönnukökur, appelsínutertu með 200 sneiðum og fleira. Aðspurður hvort það sé rangt að hann hafi gefið pítsur fyrir atkvæði svarar hann: „Já, að sjálfsögðu. Þetta er alltaf túlkunaratriði. Þetta er allt fyrir atkvæði gert,“ segir Ár- mann. Aðspurður hvort honum þyki þetta vera á gráu svæði svarar hann:  „Þetta er ekki á gráu svæði. Það voru aðrar skrifstofur að bjóða upp á bjór og áfengi. Ég gerði það ekki,“ segir hann. Ármann vill koma því á fram- færi að kosningaskrifstofa hans hafi verið opin í þrjár vikur og hann geti sýnt kvittanir fyrir öllum kostnaði vegna prófkjörsins. as@dv.is og birgir@dv.is Ármann Kr. Ólafsson oddviti neitar atkvæðaveiðum með því að gefa pítsur: „Hvergi svona fáar pítsur“ Túlkunaratriði Ármann Kr. Ólafsson segir að það sé alltaf túlkunaratriði hvort ekki sé reynt að veiða atkvæði með því að gefa veitingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.