Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Side 24
Einn allra stærsti leikurinn í 16 liða
úrslitum Meistaradeildarinnar er
án vafa viðureign Inter og Chelsea.
Þar mætir Jose Mourinho, fyrrum
stjóri Chelsea, sínum gömlu félög-
um en sá portúgalski vann ensku
úrvalsdeildina tvisvar sinnum á
þeim þremur árum sem hann var
við stjórnvölinn í Lundúnum. Inter
hefur nær aldrei getað neitt í Meist-
aradeildinni og það hefur ekk-
ert breyst, hingað til, undir stjórn
Mourinhos.
Í fyrra voru Inter-menn kjöl-
dregnir af Englandsmeisturum
Manchester United, þá efsta liðinu
á Englandi, og nú mætir Inter lík-
lega besta liði Englands um þessar
mundi. Chelsea hefur leikið gríðar-
lega vel og hefur fjögurra stiga for-
skot í úrvalsdeildinni. Á sama tíma
er Inter að valta yfir deildina heima-
fyrir þriðja árið í röð undir stjórn
Mourinhos. Það telur þó lítið þegar
komið er út í Meistaradeildina.
Mourinho hóf hugarleikina
strax í síðustu viku, sagði þá Chel-
sea aldrei hafa átt að láta sig fara,
árangurinn hafi ekki verið sérstak-
ur síðan þá. Petrc Cech, markvörð-
ur Chelsea, þekkir þó Mourinho út
og inn. „Það liggur alltaf eitthvað á
bak við orð hans. Hann er að gera
lið sitt klárt fyrir þessa rimmu og
vill að það hafi sálfræðilegt forskot,
eins og hann gerði alltaf með okkur.
Hann veit alveg hvað við getum en
við kunnum líka alveg inn á hann.
Þetta eru samt bara orð hjá honum,
við höfum aðeins áhyggjur af því
hvað gerist inn á vellinum. Það er
eitt að tala en annað að gera,“ segir
Tékkinn með hjálminn.
tomas@dv.is
Inter mætir Chelsea í meistaradeildinni:
Mourinho hittir strákana sína
BRJÓSTAMÁLIÐ ENN Í MEÐFERÐ Það ætlar að taka óratíma fyrir Bandaríkjamenn
að ganga frá stóra brjóstamálinu gegn CBS-sjónvarpsstöðinni. Eins og frægt er orðið beraði söngkon-
an Janet Jackson annað brjóstið í hálfleikssýningu Superbowl árið 2004. Siðferðisnefnd sjónvarpsins
í Bandaríkjunum, FCC, sektaði CBS-stöðina um 550.000 þúsund dollara eða því sem nemur í dag 70
milljónum króna. CBS kærði úrskurðinn til hæstaréttar sem hefur nú vísað honum aftur til neðri
réttar. Neðri réttur hefur áður dæmt í málinu, gerði þá FCC skylt að hætta við sektina, sagði
nefndina hafa brugðist allt of harkalega við fyrir eitt brjóst sem sást í hálfa sekúndu. Síðan þetta
gerðist hafa aðeins gamlar rokkstjörnur skemmt í hálfleik á Superbowl, listamenn á borð við
Rolling Stones, Bruce Springsteen, Prince, Paul McCartney og nú síðast The Who. Allt karlar.
UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is
24 MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 SPORT
ENSKIR Í
GÓÐUM MÁLUM
n Liverpool og Fulham leika bæði
seinni leiki sína í Evrópudeild-
inni í kvöld, miðvikudag. Liver-
pool heimsækir Unirea Urziceni
til Rúmeníu á meðan Fulham
heldur til Úkr-
aínu og mætir
þar ríkjandi
meisturum
keppninn-
ar, Shakhtar
Donetsk.
Bæði lið
höfðu sigra
í fyrri viður-
eignum sínum, Liverpool marði
Unirea, 1-0, á heimavelli á meðan
Fulham vann góðan 2-1 sigur á
Shakhtar. „Við erum með forystu
eftir fyrri leikinn þó að við höfum
ekkert spilað frábærlega og nú er
það okkar að klára dæmið,“ segir
Rafael Benitez, stjóri Liverpool.
PIENAAR FAGNAÐI
OF MIKIÐ
n Suður-Afríkumaðurinn Steven
Pienaar, leikmaður Everton, átti
frábæran leik þegar Everton lagði
Englandsmeistara Manchester
United í úrvalsdeildinni um síð-
ustu helgi, 3-1. Pienaar fagnaði
heldur betur vel, eiginlega of vel,
og mikið vín þar haft um hönd.
Hann gerði þó þau mistök að aka
heim eftir djammið og var tekinn
fullur undir stýri af lögreglunni.
Pienaar var færður til yfirheyrslu
snemma á sunnudagsmorgun,
aðeins nokkrum klukkustund-
um eftir að Everton hafði unnið
þennan frækna sigur á United.
IVERSON
HÆTTUR AFTUR?
n Ferli körfuboltamannsins,
Allens Iverson hjá Philadelphia
76ers, virðist vera lokið ... aftur.
Sports Illustrated segist hafa
heimildir fyr-
ir því að Iver-
son sé hættur
hjá félaginu til
þess að vera
hjá dóttur
sinni. Hann
hefur sinnt
henni mikið
að undan-
förnu en ekki hefur verið greint
frá því opinberlega hvað hrjáir
þá stuttu. Iverson yfirgaf á sínum
tíma Philadelphiu við mikinn
söknuð stuðningsmanna liðsins
en hann er í guðatölu þar á bæ. Í
vetur hefur hann skilað nær fjór-
tán stigum í leik og ríflega fjórum
stoðsendingum.
AMMANN ER
ÓLYMPÍUHETJAN
n Simon Ammann skíðastökk-
vari er sá maður sem hefur ver-
ið stjarna Ólympíuleikanna til
þessa, ef marka má skoðanir
fólks. Kosning er í gangi á vefsíðu
íþróttastöðvarinnar Eurosport
þar sem les-
endur eru
beðnir um að
kjósa stjörnu
leikanna til
þessa. Eru þar
nöfn eins og
skíðadrottn-
ingin Lindsey
Vonn, skíða-
kappinn Bode Miller og skíða-
göngudrottningin Marit Bjoerg-
en. Ammann hefur þó hlotið 29
prósent atkvæða þeirra ríflega
2000 sem hafa kosið, enda dreng-
urinn tvöfaldur gullverðlauna-
hafi í skíðastökki á leikunum í
Vancouver.
MOLAR
Elskar hugarleikfimi Mourinho reynir
alltaf að vinna viðureignirnar í blöðunum
áður en farið er út á völlinn.
MYND AFP
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
ÞEIR BESTU MÆTAST
Mestu erkifjendur í íshokkí-heiminum, Kanada og Rússland, mætast á sunnudaginn í
átta liða úrslitum, takist Kanada að leggja sigurlaust Þýskaland í umspili. Með Rúss-
landi og Kanada leika tveir albestu íshokkíspilarar heims, Alexander Ovechkin og
Sidney Crosby. Stuðningsmenn Kanada leggja allt undir og hafa þúsundir nú þear
keypt sér miða á úrslitaleikinn.
Kanada ætlar sér að vinna gullverð-
laun í íshokkí á Ólympíuleikunum í
Vancouver, á heimavelli. Þeim væri
næstum sama þó engin önnur verð-
laun kæmu í hús, bara ef íshokkíð-
gullið yrði þeirra. Leiðin er þó orð-
in afar grýtt. Tap fyrir nágrönnunum
frá Bandaríkjunum þýðir að Kanada
þarf að leika umspils leik um sæti í
átta liða úrslitum gegn Þýskalandi
sem það vinnur örugglega. Þá bíð-
ur hvorki meira né minna en Rúss-
land í átta liða úrslitum á
sunnudaginn, leikur
sem aðdáend-
ur íshokkís
um all-
an heim
vildu
sjá
sem úrslitaleik enda engin lið sem
hafa eldað jafngrátt silfur saman
síðustu ár. Með liðunum leika þeir
tveir bestu í heimi, undrabörnin Al-
exander Ovechkin frá Rússlandi og
Sidney Crosby frá Kanada. Ótrúleg-
ir leikmenn sem hafa slegið öll met
í NHL-deildinni í Bandaríkjunum,
þeirr sterkustu í heimi.
50.000 dollara miðar
„Það þarf alltaf að vinna bestu lið-
in ef þú ætlar þér að verða meistari.
Það er eins með hvern einasta leik,
alveg sama við hvern við spilum.
Engu máli skiptir hvað þú hefur
gert áður en þú
kemur að svona
stórleik,
betra liðið
mun vinna,
þannig er
það alltaf,“
segir hinn
barnslegi og
hógværi Sidney
Crosby, eitt almesta
undrabarn í sögu ís-
hokkísins um
mögulegan stór-
leik gegn Rúss-
landi.
Kanada-menn
eru svo sannarlega
brjálaðir íshokkí
enda er það þjóðar-
sportið. Liðin frá Kan-
ada leika í bandarísku
NHL-deildinni og eiga öll
glæsta sögu. Dæmi um
áhuga þeirra er leik-
urinn gegn
Banda-
ríkjunum í lokaleik riðilsins. Á
hann horfðu 10,6 milljónir Kanada-
manna en aldrei hafa fleiri horft
á íþróttaviðburð í landinu. Marg-
ir stuðningsmenn liðsins, reynd-
ar þúsundir, hafa nú þear keypt sér
miða á úrslitaleikinn í þeirri von um
að þar verði liðið. Þeir örfáu miðar
sem lausir eru kosta allt upp í 50.000
dollara á netinu.
Einvígi undrabarnanna
Alexander Ovechkin og Sidney
Crosby eru í dag þeir bestu í heimi
og dreymir alla um að sjá þá mæt-
ast á Ólympíuleikunum. Oft hefur
þeim verið líkt við Porsche og Ferr-
ari, sitt sýnist hverjum um hvor sé
betri, það er engin leið að skera úr
á milli. Báðir státa þeir af ótrúlegum
árangri, Crosby sem leikstjórnandi
Pittsburgh, ríkjandi NFL-meist-
ara, og Oveckhin sem óstöðvandi
markaskorara hjá Washington
Capitals.
Oveckhin er 24 ára gamall og
kom í NHL-deildina ári á undan
Crosby en báðir voru þeir valdir
fyrstir í nýliðavalinu. Hann sló starx
í gegn og skoraði fimmtíu mörk á
sínu fyrsta tímabili, aðeins fjórði
maðurinn í sögunni til að gera það,
og sá fyrsti sem nýliði. Hann var
eðlilega valinn nýliði ársins. Árið
eftir mætti Crosby til leiks og varð
strax yngsti maðurinn til þess að
skora 100 stig, það er samanlögð tala
sem gefin er fyrir mörk og stoðsend-
ingar. Alls skoraði hann 39 mörk og
gaf 63 stoðsendingar á fyrsta ári
og var að sjálfsögðu valinn ný-
liði ársins. Rússinn hefur verið
valinn besti leikmaður NHL-
deildarinnar undanfar-
in tvö ár en þann titil
hlaut Crosby
fyr-
ir þremur árum, þá aðeins nítján
ára. Crosby er einnig fyrirliði meist-
ara Pittsburgh Penguins og er yngsti
fyrirliði liðs sem unnið hefur hinn
eftirsótta, Stanley Cup, Svo sann-
arlega magnaðir íþróttamenn sem
verður stórkostlegt að fylgjast með á
sunnudagsnóttina.
Óskabarn Kanada
Sidney Crosby er maðurinn sem
allar konur í Kanada vilja giftast, þær
mæta meira að segja margar með
skilti sem lýsir því yfir á nær alla leiki.