Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 10. maí 2010 FRÉTTIR Rúmlega þrítugur karlmaður grunaður um manndráp á sextugum karlmanni. Átök í Keflavík enduðu með dauðsfalli Maðurinn sem var handtek- inn á laugardaginn grunaður um að hafa orðið öðrum manni að bana í Reykjanesbæ heitir Ell- ert Sævarsson, fæddur árið 1979. Samkvæmt heimildum DV voru það vegfarendur sem komu lögreglu á sporið á laugardagsmorgun er þau sáu hinn grunaða ganga um hverfið blóðugur. Höfðu þeir strax samband við lögreglu þar sem þeim grunaði að ekki væri allt með felldu. Hann er skráður til heimilis aðeins nokk- ur hundruð metrum frá staðnum þar sem maðurinn fannst látinn. Ellert var á sunnudagsmorgun úr- skurðaður í gæsluvarðhald til mánu- dagsins 17. maí. Samkvæmt heim- ildum blaðsins hafði fórnarlambið, karlmaður á sextugsaldri, verið á leið úr gleðskap með vinnufélögum þeg- ar til átaka kom sem enduðu með því að eldri maðurinn lést. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort maður- inn hafi beitt vopni í árásinni. Fjölskylda hins grunaða vildi ekk- ert tjá sig um málið þegar DV leitaði eftir því og vísaði öllum spurning- um til lögreglunnar. Ekki náðist í lög- regluna á Suðurnesjum við vinnslu fréttarinnar en þeir sem einhverj- ar upplýsingar sem gætu gagnast lögreglu við málið eru vinsamleg- ast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 4201700 eða á netfangið dc@dc.is. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Á dv.is í gær kom fram að lög- reglan gæti ekki á þessu stigi máls- ins veitt frekari upplýsingar um gang rannsóknarinnar. Frekari yfirheyrsl- ur yfir hinum grunaða og vitnum ættu eftir að fara fram og því ekki hægt að greina nánar frá atvikum að svo stöddu. Maðurinn fannst látinn við Bjarn- arvelli á laugardagsmorgun en við rannsókn lögreglu kom í ljós að dauði mannsins hafði ekki borið að með eðlilegum hætti. Ekki ligg- ur fyrir hvort maðurinn hafi játað á sig verknaðinn en rannsókn málsins verður haldið áfram í vikunni. Óljósir málavextir Karlmaður fannst látinn við Bjarnarvelli á laugardagsmorgun. ÓLAFUR OG MAGNÚS Á BAK VIÐ BESTA Fjárfestarnir Ólafur Garðarsson og Magnús Jónatansson tóku þátt í kaup- um núverandi eiganda hrænlætis- vöruframleiðandans Besta á félag- inu í mars síðastliðnum, samkvæmt heimildum DV. Ólafur og Magnús munu hafa tekið þátt í viðræðum við núverandi viðskiptabanka Besta, MP Banka, áður gengið var frá kaupun- um. Ólafur Garðarsson er hæstarétt- arlögmaður og formaður slitastjórn- ar Kaupþings. Félag sem að hluta til er í eigu Ólafs skuldar Icebank rúm- lega 3,5 milljarða króna. Á móti þess- ari skuld eru eignir sem metnar eru á tæplega 1,2 milljarða. Eigið fé félags- ins er neikvætt um sem nemur rúm- um 2,3 milljörðum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2008 sem skilað var til ríkisskattstjóra í byrjun janúar 2010. Félagið, sem heitir Lindberg, er í eigu Ólafs, Icebank, Magnúsar Jón- atanssonar og eignarhaldsfélagsins Grettisstiklna. Lindberg keypti tugi fasteigna í Örfirisey í lok árs 2006 og byrjun árs 2007 fyrir um þrjá milljarða króna. Icebank er stærsti hluthafinn í Lindbergi með 35 prósenta eignar- hluta en hinir þrír hluthafarnir eiga nokkurn veginn jafnstóra hluta. Það var Icebank sem lánaði félaginu pen- ingana sem Lindberg skuldar í dag. Fullyrða má að afskrifa þurfi stóran hluta af kröfunum á hendur félaginu því eignir þess eru töluvert minni en skuldirnar. Ólafur og Magnús standa nú á bak við þessa fjárfestingu í Besta þó ekki komi þeir fyrir í opinberum upplýs- ingum um eignarhaldið Aðkoman óljós Aðkoma þeirra að fjárfestingunni liggur ekki með öllu ljós fyrir en fram- kvæmdastjóri félagsins og annar af skráðum hluthöfum þess, Linda B. Gunnlaugsdóttir, segir að þeirra eina aðkoma hafi verið að lána fé til kaup- anna en verð félagsins út úr þrotabúi A. Karlssonar hf. nam um 80 milljón- um króna. Hinn hluthafinn, Ingólfur Garðarsson, er bróðir Ólafs. Líkt og DV greindi frá á föstudaginn keypti Linda Besta út úr þrotabúi A. Karlssonar í mars síðastliðnum en hún var meirihlutaeigandi A. Karlssonar áður en félagið fór í þrot fyrr á árinu. Linda hafði fengið um 500 milljóna króna fyrirgreiðslu frá þáverandi eig- anda A. Karlssonar, fjárfestingafélag- inu Atorku, til að kaupa félagið af því. Veðið fyrir láninu frá Atorku var í bréf- unum í A. Karlssyni sem keypt voru. Linda lagði ekki fram neitt eiginfjár- framlag þegar A. Karlsson var keypt. Í lok síðasta árs leysti Atorka hluta- bréfin í A. Karlssyni til sín. Nokkr- um mánuðum síðar keyptu Linda og Ingólfur Besta út úr þrotabúinu. Fjárfestar með þeim Aðspurð hvort Ingólfur og Linda séu einu hluthafar Besta segir Linda að „fjárfestar séu með þeim“ í kaup- unum. Spurð hverjir það séu segir Linda: „Það er ekki uppgefið eins og er. Við erum bara í þessu með öðr- um fjárfestum. Þetta eru bara fjár- festar sem eru tengdir okkur.“ Aðspurð hvort Ólafur Garðarsson sé með þeim í fjárfestingunni seg- ir Linda. „Ég tjái mig ekkert um það.“ Aðspurð hvort einhver ástæða sé fyr- ir því að fjárfestarnir séu ekki skráð- ir fyrir fjárfestingunni í Besta segir Linda. „Við þurftum aðstoð til að fjár- magna þetta í byrjun og svo breytist það væntanlega. En við Ingólfur erum að reka þetta.... Fjárfestarnir eru bara að lána okkur peninga.“ Linda segir aðspurð að engin leynd sé á bakvið fjárfestana í Besta. Samt vill hún ekki gefa þá upp. Samkvæmt upplýsingum um hlut- hafa Besta frá Credit Info var Guð- mundur Hreiðarsson, fyrrverandi knattspyrnumarkvörður og starfs- maður A. Karlssonar, hluthafi í Besta eftir eigandaskiptin. Hann segist hins vegar ekki hafa tekið þátt í fjárfesting- unni en að greinilega hafi upplýsing- arnar á vef Credit Info ekki verið upp- færðar lengi. Lánið frá MP Banka Lánið fyrir kaupunum á Besta kom, samkvæmt heimildum DV, frá MP Banka. Um var að ræða um 60 millj- óna króna lán á móti um 20 milljóna króna eiginfjárframlagi eigendanna. Þessir fjármunir voru notaðir til að kaupa Besta út úr þrotabúi A. Karls- sonar. Linda staðfestir að MP Banki hafi lánað fyrir kaupunum á Besta. Starfsmaður MP Banka, Ágústa Finnbogadóttir, sem kom að samn- ingaferlinu um lánið frá bankanum til núverandi eigenda Besta er skráður eigandi að íbúðinni sem Magnús Jón- atansson býr í í dag á Naustabryggju í Reykjavík. Hún starfaði áður í spari- sjóðnum BYR. Fjárfestarnir Ólafur Garðarsson og Magnús Jónatansson standa á bak við fjárfestingu nýrra eigenda hrein- lætisvörufyrirtækisins Besta í félaginu. Bróðir Ólafs er annar af eigendunum. Kaupandi Besta er fram- kvæmdastjóri og eigandi félagsins sem rak það í þrot. MP Banki lánaði fyrir kaupunum en starfsmaður MP Banka sem tók þátt í samningaferlinu um kaupin á Besta á íbúðina sem Magnús býr í. Það er ekki upp-gefið eins og er Tók þátt í kaupunum Ólafur Garðarsson hæstaréttarlögmaður tók þátt í kaupunum á Besta ásamt Ingólfi og Lindu. Magnús Jónatansson tók einnig þátt. Ingólfur er bróðir Ólafs. Leynimakk með Besta Kaupin á Besta eru sérstök fyrir þær sakir að eigandinn sem átti og stjórnaði félaginu þegar það var hluti af A. Karlssyni keypti félagið eftir að A. Karlsson var orðið gjaldþrota.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.