Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 10. maí 2010 ÆTLAR SÉR TITILINN AÐ ÁRI Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkenndi að hann hafði litla trú á því að sínir menn yrðu meistarar, sérstaklega eftir að hann heyrði hálfleikstölurnar frá Stamford Bridge. „Við klöppum fyrir afreki Chelsea, við vitum alveg sjálfir hversu erfitt er að vinna þennan titil. Enska úrvalsdeildin er sú besta í heimi og við höfum unn- ið hana síðustu þrjú árin. Ég óska Carlo Ancelotti til hamingju með titilinn, hann er góður stjóri og góður maður,“ sagði Ferguson sem ætlar sér að endurheimta titilinn að ári. „Við höfð- um unnið síðustu þrjá titla á undan þessum. Það var alveg frábært afrek og leikmenn- irnir sem ég hef haft hafa verið frábærir. Við komum til baka á næsta ári, það er það sem Manchester United gerir.“ UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is ENSKA ÚRVALSDEILDIN ARSENAL - FULHAM 4-0 1-0 Andrei Arshavin (21.), 2-0 Robin van Persie (26.), 3-0 Chris Baird (37. sm), 4-0 Carlos Vela (84.). ASTON VILLA - BLACKBURN 0-1 0-1 Richard Dunne (84. sm). BOLTON - BIRMINGHAM 2-1 1-0 Kevin Davies (33.), 2-0 Ivan Klasnic (60.), James McFadden (76.). BURNLEY - TOTTENHAM 4-2 0-1 Gareth Bale (3.), 0-2 Luka Modric (32.), 1-2 Wade Eliott (42.), 2-2 Jack Cork (54.), 3-2 Martin Paterson (71), 4-2 Martin Paterson (71.). CHELSEA - WIGAN 8-0 1-0 Nicolas Anelka (6.), 2-0 Frank Lampard (32. víti), 3-0 Salomon Kalou (54.), 4-0 Nicolas Anelka (56.), 5-0 Didier Drogba (63.), 6-0 Dider Drogba (68), 7-0 Didier Drogba (80.), 8-0 Ashley Cole (90.). n Gary Caldwell, Wigan (31.). EVERTON - PORTSMOUTH 1-0 1-0 Dimitar Bilyaletdinov (90.). HULL - LIVERPOOL 0-0 MAN. UNITED - STOKE 4-0 1-0 Darren Fletcher (31.), 2-0 Ryan Giggs (38.), 3-0 Danny Hig- ginbotham (54.), 4-0 Ji-Sung Park (84.). WEST HAM - MAN. CITY 1-1 1-0 Luis Boa Morte (17), 1-1 Shaun Wright-Phillips (21.). ÚLFARNIR - SUNDERLAND 2-1 0-1 Kenwyne Jones (8.), 1-1 Kevin Doyle (10. víti), 2-1 Adlène Guédioura (78.). LOKASTAÐAN Lið L U J T M St 1. Chelsea 38 27 5 6 103:32 86 2. Man. Utd 38 27 4 7 86:28 85 3. Arsenal 38 23 6 9 83:41 75 4. Tottenham 38 21 7 10 67:41 70 5. Man. City 38 18 13 7 73:45 67 6. Aston Villa 38 17 13 8 52:39 64 7. Liverpool 38 18 9 11 61:35 63 8. Everton 38 16 13 9 60:49 61 9. Birmingham 38 13 11 14 38:47 50 10. Blackburn 38 13 11 14 41:55 50 11. Stoke City 38 11 14 13 34:48 47 12. Fulham 38 12 10 16 39:46 46 13. Sunderland 38 11 11 16 48:56 44 14. Bolton 38 10 9 19 42:67 39 15. Wolves 38 9 11 18 32:56 38 16. Wigan 38 9 9 20 37:79 36 17. West Ham 38 8 11 19 47:66 35 18. Burnley 38 8 6 24 42:82 30 19. Hull 38 6 12 20 34:75 30 20. Portsmouth 38 7 7 24 34:66 19 CHAMPIONSHIP Umspil um sæti í Úrvalsdeild: BLACKPOOL - NOTT. FOREST 2-1 0-1 Chris Cohen (13.), 1-1 Keith Soutern (26.), 2-1 Charlie Adam (57. víti). n Liðin mætast aftur á þriðjudagskvöldið á City Ground í Nottingham. Útivallamarkareglan gildir en sigurvegarinn fer í úrslitaleik um síðasta úrvalsdeildarsætið á Wembley. LEICESTER - CARDIFF 0-1 0-1 Peter Whittingham (78.). n Liðin mætast aftur á miðvikudagskvöldið á Cardiff Stadium í Cardiff. Sigurvegarinn mætir annað hvort Blackpool eða Not- tingham Forest í úrslitaleik á Wembley um síðasta sætið í ensku úrvalsdeildinni. ENSKI BOLTINN „Síðustu þrjú ár hafa verið erfið, því er þetta stór stund fyrir okkur í dag,“ sagði Jon Terry, fyrirliði Chelsea, eft- ir sigur á Wigan, 8-0, í lokaleik liðs- ins í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn tryggði Chelsea titilinn í fjórða skipt- ið í sögu félagsins og þann fyrsta í þrjú ár. Chelsea fór hreinlega á kost- um í leiknum, sér í lagi í seinni hálf- leik þar sem liðið skoraði sex mörk gegn Wigan sem lék manni færra í klukkustund. Áttunda mark leiks- ins var það 103. sem Chels ea skorar á tímabilinu en það er í fyrsta skipt- ið sem nokkurt lið brýtur hundr- að marka múrinn. Öruggur sig- ur Manchester United, 4-0, dugaði skammt því það þurfti hjálp frá Wig- an ætlaði það að vinna titilinn fjórða árið í röð. Sigur fyrir Terry Tímabilið hefur verið ótrúlega erf- itt fyrir John Terry, fyrirliða Chelsea. Hann var gripinn við framhjáhald sem komst í alla fjölmiðla Bretlands og fyrir vikið var fyrirliðaband enska landsliðsins tekið af honum. Hann gerðist einnig sekur um að leigja út einkasvítu sína á Wembley-vellin- um sem hann fékk fyrir að vera fyr- irliði. En hann stóð uppi sem sigur- vegari þegar hann lyfti bikarnum á heimavelli á sunnudaginn. „Þetta er búið að vera erfitt og fólk er enn að tala um þetta allt sam- an. En dagurinn í dag snerist um Chelsea. Þessi titill er uppskera mik- illar vinnu hjá okkur öllum. Það er búið að vera erfitt síðustu þrjú árin að sjá Manchester United vinna titil- inn aftur og aftur,“ sagði Terry glaður í bragði eftir leikinn. Hann hrósaði stjóranum, Carlo Ancelotti, mikið. „Það er viss ró yfir honum. Fyrir leikinn í dag vissum við alveg hvað við ætluðum að gera og þegar við komumst í 1-0 vissi ég að við mynd- um vinna leikinn. Ég ímyndaði mér aldrei að þetta yrði erfitt. Wig- an vann okkur sannfærandi í fyrri leiknum þannig að við vorum allan tímann á tánum,“ sagði Terry. Mikið afrek Ancelottis Eftir að hafa prófað nokkra þjálf- ara við brotthvarf Joses Mourinho var það Ítalinn Carlo Ancelotti sem kom Englandsmeistaratitlinum aft- ur á Brúna. „Ég gerði mitt besta fyrir félagið í ár,“ sagði hinn hógværi Ítali eftir leikinn. „Hér er svo frábært and- rúmsloft og ég er alveg hæstánægð- ur með þetta. Við eigum titilinn skil- ið. Auðvitað erum við ánægðir með markametið og sérstaklega erum við ánægðir fyrir hönd Drogba að enda markahæstur,“ sagði Ancelotti sem sagði að viðbrögðin við tapinu gegn Inter hafi verið liðinu mikilvægust á tímabilinu. Í stað þess að brotna niður hrökk liðið í gang og kláraði deildina. Hann vildi ekki líkja sér við Jose Mourinho. „Mourinho gerði frábær- lega hér og vann tvo Englandsmeist- aratitla. Ég vona svo sannarlega að ég vinni jafnmarga. VIð eigum líka möguleika á því að vinna tvöfalt um næstu helgi í bikarnum. Vonandi verða menn bara búnir að ná sér eft- ir fagnaðarlætin,“ sagði Carlo Ance- lotti. Unnu alla stórlaxana Chelsea er svo sannarlega vel að titlinum komið. Það vann deildina með eins stigs mun á Manchester United en sló um leið tvö stór met. Fyrst og fremst skoraði liðið hundr- að og þrjú mörk á tímabilinu en engu liði hafði áður tekist að rjúfa hundrað marka múrinn. Chelsea tókst einnig fjórum sinnum að skora yfir sjö mörk í leik og gerðist það allt á síðustu fimm mánuðum. Chelsea lagði Sunderland, 7-2, í janúar, Ast- on Villa, 7-0, í mars, Stoke, 7-0, fyrir tveimur leikjum og svo Wigan í loka- umferðinni, 8-0. Það sem meira er gerði Chels- ea eitthvað sem engu af þeim fjóru stóru, Chelsea, Man. United, Liver- pool og Arsenal hefur tekist. Að vinna alla leikina sex gegn topp- liðunum. Chelsea vann Liverpool í tvígang, 2-0, Arsenal, 2-0 heima og 3-0 úti og svo Manchester United 1-0 heima og 2-1 úti. Fullt hús gegn þeim fjóru stóru, svo sannarlega magnaður árangur. BESTIR Á ENGLANDI TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Chelsea varð Englands- meistari með stæl á sunnudaginn þegar það niðurlægði Wigan, 8-0, á heimavelli. Chelsea rauf markametið með sigrinum og Drogba varð marka- hæsti leikmaður ársins með 29 mörk. Manchester United vann sinn leik gegn Stoke, 4-0, en það dugði ekki til. Meistari John Terry stóð uppi sem sigurvegari eftir erfitt tímabil innan sem utan vallar. MYND AFP 8-0 Ashley Cole gerði sér lítið fyrir og skoraði áttunda mark Chelsea í stórsigrinum.512 70 04 Smáauglýsingasíminn er smaar@dv.is FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.