Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Blaðsíða 17
árabil, segir að Cameron og hans mönnum bíði afar erfitt verkefni um að ná samstöðu með frjálslynd- um demókrötum. Bendir hann á þá tillögu Camerons að beina breyt- ingartillögum á kosningakerfinu í nefnd og segir að hún muni ekki hljóta hljómgrunn meðal frjáls- lyndra. Þó sé ljóst að aldrei myndi nást samstaða um það að Gordon Brown leiði samsteypustjórn með frjálsyndum demókrötum og fleiri minni flokkum frá Skotlandi. Tel- ur hann að Brown hafi sungið sitt síðasta sem forsætisráðherra Bret- lands. Bretar vilja Brown burt Breska blaðið The Sunday Times lét gera könnun fyrir sig um helgina þar sem fram kom að tveir þriðju hlutar breskra kjósenda töldu að Brown hefði átt að játa sig sigrað- an strax á föstudag og segja af sér embætti. 62 prósent aðspurðra voru á þeirri skoðun en 28 prósent sögðu rétt af Brown að doka við og bíða eftir niðurstöðum viðræðna íhaldsmanna og frjálslyndra. Helm- ingur aðspurðra sagði að íhalds- menn ættu að leiða nýja ríkisstjórn, hvort heldur sem er í minnihluta- stjórn eða í samsteypustjórn. Rúm- lega þrjú þúsund manns tóku þátt í könnuninni. Virðast Bretar vera á þeirri skoðun að tími Browns sé lið- inn og bendir flest til þess að hann muni missa forsætisráðherrastólinn í hendur Íhaldsflokksins. Breskir stjórnmálaskýrendur telja ekki ólíklegt að efnt verði til nýrra þingkosninga áður en árið er á enda. Cameron muni þannig mynda minnihlutastjórn og leggja stefnuskrá hennar í dóm kjósenda innan nokkurra mánaða. Dav- id Cameron mun þó að líkindum kanna hvað kemur út úr viðræð- unum við frjálslynda demókrata áður en hann fer að ræða þær hug- myndir. FRÉTTIR 10. maí 2010 MÁNUDAGUR 17 BLESS, BLESS, BROWN n Gordon Brown fæddist í Skotlandi 20. febrúar árið 1951 tók við embætti forsætisráðherra Bretlands þann 27. júní árið 2007. Áður en hann varð forsætisráðherra gegndi Brown embætti fjármálaráðherra Bretlands á árun- um 1997 til 2007 en enginn annar ráðherra hefur setið jafn lengi í því embætti frá árunum 1812 til 1823. Gordon Brown er sagnfræð- ingur að mennt og gekk í Háskólann í Edinborg þar sem hann varð rektor meðan hann var enn við nám. Það er óhætt að segja að Brown sé ekki besti vinur Íslendinga eftir að Ísland var sett á lista með hryðjuverkasamtökum eftir efnahagshrunið haustið 2008. Þýski fjölmiðlamaðurinn Max Kaiser lýsti því í Silfri Egils í janúar á þessu ári að Íslendingar ættu að kæra Brown fyrir meiðyrði. Sagði Kaiser að það hefði sett ljótan og svartan blett á Ísland sem þjóð að vera stillt upp á hryðjuverkalista. Bakgrunnur Gordons Browns fjölmiðla eftir kosningar og seg- ist bjartsýnn á að niðurstaða fá- ist í viðræðurnar við Nick Clegg og hans menn áður en langt um líður. Þó svo að Íhaldsmenn séu almennt bjartsýnir á það ekki við um frjáls- lynda demókrata. Paddy Ashdown, sem var formaður flokksins um Stríðsglæpamaður skorinn á háls í bresku fangelsi: Blóðug hefnd Serbinn Radislav Krstic, sem nú af- plánar 35 ára fangelsisdóm fyr- ir stríðsglæpi, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír múslímar réðust á hann um helgina í Wake- field-fangelsinu og skáru hann á háls. Krstic, sem er 62 ára, var dæmd- ur árið 2004 fyrir aðild sína að þjóð- armorðunum í Srebrenica á átta þús- und bosnískum múslímum í stríðinu í gömlu Júgóslavíu á tíunda ára- tug liðinnar aldar. Eru fjöldamorðin þau mestu í Evrópu frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum tengist árásin um helgina þessum atburðum en að minnsta kosti einn af árásar- mönnum hans var múslími frá Bosn- íu. Krstic var háttsettur herforingi í röðum Bosníu-Serba og tók þátt í að skipuleggja morðin. Aðeins Ratko Mladic var háttsettari en hann innan hersins en hann er enn á flótta und- an réttvísinni eftir að hafa verið eftir- lýstur í fjöldamörg ár. Árásin er talin vera áfellisdóm- ur yfir bresku fangelsismálakerfi þar sem talið var nánast öruggt að hann yrði skotspónn annarra fanga eins og raunin varð. Er talið að árásin muni draga dilk á eftir sér og mun rann- sókn fara fram á því hvernig föng- unum tókst að ráðast á Krstic. Eftir að dómur í málinu var kveðinn upp árið 2004 var Krstic fluttur til Bret- lands þar sem hann hóf strax afplán- un í Wakefield-fangelsinu. Þar eru 700 fangar og flestir þeirra eru fang- ar sem gerst hafa sekir um alvarleg kynferðisbrot. Lögmaður Krstic seg- ir að farið verði fram á að hann verði fluttur „þar sem augljóst sé að bresk fangelsismálayfirvöld séu ófær um að tryggja öryggi hans“. einar@dv.is Skorinn á háls Krstic var fórnarlamb hrottalegrar árásar í Wakefield-fangelsinu um helgina. Geimvera vildi fljúga farþegaþotu Snúa þurfti flugvél SkyWest-flugfé- lagsins við eftir að flugfarþegi lamdi á hurð flugstjórnarklefans og hélt því fram að hann væri geimvera. Hann krafðist þess að fá að fljúga vélinni sem var á leið til borgarinnar Salt Lake City í Bandaríkjunum. Flug- menn vélarinnar ákváðu að lenda vélinni í Idaho Falls öðrum farþeg- um til mikillar armæðu. Þegar lög- reglan kom um borð í vélina höfðu farþegar hennar þegar náð að yfir- buga manninn, sem er 32 ára gamall og heitir Matthew Kleinderhorfer. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Kleind- erhorfer heldur því fram að hann sé frá annarri plánetu. Skorinn upp vegna æxlis Læknar fjarlægðu æxli úr hægra lunga Juans Carlos Spánarkonungs síðstliðinn laugardag. Meinið var ekki illkynja að sögn lækna og gekk aðgerðin vel. Carlos er á batavegi eftir aðgerðina og er hinn hressasti að sögn lækna. Meinið uppgötvað- ist í læknisskoðun 28. apríl síðstlið- inn. Carlos er orðinn 72 ára og hefur verið konungur Spánar í hart nær 35 ár. Síðastliðinn föstudag hitti hann varaforseta Bandaríkjanna, Joe Bid- en, en Biden er staddur í opinber- um erindagjörðum í Evrópu. Meðal annars mun hann ávarpa Evrópu- þingið í vikunni. Al Fayed selur Harrods Eftir að hafa rekið Harrods-versl- anakeðjuna í um 25 ár hefur kaup- sýslumaðurinn Mohamed Al Fayed loksins ákveðið að selja hana. Það er konungsfjölskyldan í Katar sem kaupir verslunina og nemur kaup- verðið einum og hálfum milljarði punda. Ástæða þess að Al Fayed sel- ur verslunina er sú að hann vill ein- beita sér meira að fjölskyldu sinni en hann er orðinn 77 ára gamall. Mohamed Al Fayed er faðir Dodi Al Fayed, unnusta Díönu prinsessu, en þau létust í bílslysi árið 1997. Heimsmet í hummus-gerð Líbanir og Ísralesmenn hafa lengið staðið í diplómatískum deilum en nú eru þessir tveir fornu fjendur komnir í annars konar stríð; hvor þjóðin getur búið til stærri skammt af hummus.Um helgina settu kokkar frá Líbanon heimsmet þegar þeir bjuggu til tíu tonn af þessu gómsæta kjúklingabaunamauki. Fyrra metið settu einmitt Ísraelsmenn ekki alls fyrir löngu þegar þeir bjuggu til fjög- ur tonn. Fulltrúi frá heimsmetabók Guinness staðfesti heimsmetið en það voru 300 líbanskir kokkar sem lögðu dag við nótt við að slá metið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.