Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Blaðsíða 30
Sigga Lund er hætt í útvarps- þættinum Zúúber á FM 957. Síðasti þáttur hennar var á föstudaginn en Sigga fékk mikil viðbrögð þegar hún tilkynnti um það á Facebook-síðu sinni. Flestir lýstu sorg sinni vegna ákvörðunarinnar og einhver hafði á því orð að það hefði verið í lagi að Gassi hætti en ekki hún. En Gassi Ólafsson sagði einnig skilið við þáttinn nýverið. Gassi skrifaði svo sjálfur athugasemd þar sem hann sagði Siggu þurfa frið til að fæða barn en Sigga var fljót að taka fyrir sprell kappans en hún ber ekki barn undir belti. „Eftir að ég las viðtalið og fór að leggja saman hug minn og hug hennar ákvað ég að gá hvort eitt- hvað væri hægt að tengja okk- ur saman,“ segir rúmlega sextug- ur karlmaður sem vill bjóða Eygló Gunnþórsdóttur, móður Ásdísar Ránar, á stefnumót. Í nýjasta helg- arblaði DV var viðtal við Eygló þar sem hún bað „þann eina rétta“ um að gefa sig fram. Og þessi maður, sem vill ekki láta nafns síns getið, hefur svarað kallinu. Í viðtalinu segir Eygló að kær- astinn sinn verði að geta komið henni til að hlæja og svo sé hún mikið fyrir hávaxna menn. Huldu- maðurinn kveðst vera ríflega 180 sentímetrar á hæð, sé því ekki mjög hávaxinn en samt enginn trítill. „Og ég held mér mjög vel, er ekki nema rúmlega 80 kíló. Ég er dálítið mikill göngugarpur og er reglumaður á áfengi. Þó er ég ekki á móti áfengisneyslu.“ Hvað húmorinn varðar er hann hvergi banginn. „Ég er mjög geðgóður og held að ég gefi mér af mér góðan þokka,“ segir hann og hlær. Vonbiðillinn er fráskilinn og á tvo uppkomna syni. Hann starf- aði lengst af í matvælaiðnaðinum en missti vinnuna um síðustu ára- mót og hefur nú fundið sér ann- an starfsvettvang. Hann kveðst vera með sín fjármál á hreinu, og spurður út í hvernig stefnumótið yrði ef Eygló myndi þekkjast boð- ið segist hann vilja hafa samráð við frúna um það. „Ég er til í hvað sem er, að bjóða henni í kaffi, mat eða bara hvað sem er.“ DV lét Eygló hafa númerið hjá huldumanninum og vonar að þau finni hamingjuna saman. kristjanh@dv.is DRAUMAPRINSINN HÆTT Í ZÚÚBER KARLMAÐUR Á SJÖTUGSALDRI SVARAR KALLI MÖMMU ÁSDÍSAR RÁNAR: Anna Kristine fjölmiðlakona er þekkt fyrir næmni sína og opinská viðtöl í gegnum tíðina. Hún þykir afar fær í að láta fólki líða vel í spjalli við sig sem hefur skilað mörgum frábærum við- tölum. Hvort meðvirkni hafi þar hjálpað til skal ósagt látið, en á Facebook-síðu sinni segist Anna allavega vera það meðvirk að hún hafi áhyggjur af Kaupþings- mönnunum sem nú dúsa í þeirri einangrun sem fylgir gæslu- varðhaldi. Hún hafi sent SMS á ótilgreindan einstakling þar sem hún velti fyrir sér hvort kapparn- ir væru með lyfin sín, nikótín- tyggjóið, Coca-Cola og banan- ana. „Þetta er það sem ég þarf með ef ég verð handtekin.“ Hún fékk þó svar um hæl: „Don´t do the crime, if you can´t do the time.“ 30 MÁNUDAGUR 10. maí 2010 FÓLKIÐ GEFUR SIG FRAMEygló Helgarblaðið var nýkomið í verslanir þegar maðurinn hafði samband. „Ég byrja um miðjan mánuðinn á fréttavöktum bæði í útvarpi og sjónvarpi og er fram að því bara að fylgjast með og læra inn á þetta allt,“ segir Silja Úlfarsdóttir sem þekktust er fyrir afrek sín á frjálsíþróttavell- inum en mun láta ljós sitt skína á nýjum vettvangi næstu mánuðina. Hún hefur nefnilega verið ráðin í sumarafleysingar á íþróttadeild Stöðvar 2. Silja er margfaldur Íslandsmeist- ari og methafi í spretthlaupum í full- orðins-, stúlkna- og unglingaflokki og keppti ávallt fyrir FH hér á landi. Hún lagði keppnisskóna á hilluna frægu síðasta sumar og upphaf þessa nýja starfs Silju má einmitt rekja til við- tals sem Arnar Björnsson, yfirmaður íþróttadeildar Stöðvar 2, tók við hana eftir síðustu keppnina sem hún tók þátt í. „Ég sagði þá við hann að hann ætti bara að ráða mig í vinnu og að ég myndi bíða eftir símtali frá hon- um. Svo hlógum við bara, en síðan hringir Arnar í mig í lok apríl og seg- ir að þetta sé símtalið. Það var mjög skemmtilegt,“ segir Silja sem var þá nýbúin að ráða sig í vinnu sem þjálf- ari í Sporthúsinu. Starfstilboð Arnars hafi hins vegar verið nokkuð sem ekki væri hægt að neita. „Að fá borgað fyr- ir að horfa á íþróttir og tala um þær - ég meina, það gerist ekki betra! En ég þjálfa samhliða fréttastarfinu niðri í Sporthúsi, það gengur upp með góðri skipulagningu.“ Silja segist vel að sér í flestum íþróttagreinum. „Ég er alæta á sport. Ég hef kannski verið minnst inni í körfuboltanum, en íslenska karfan er búin í bili þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því sem stend- ur,“ segir hún og hlær. Silja segist líka hafa æft handbolta og fótbolta áður fyrr, auk þess sem hún hefur verið með Íslandsmeistaraliði FH í fótbolta í styrktarþjálfun í vetur. Hún efast þó um að vera vanhæf til að fjalla um FH- liðið þrátt fyrir þau tengsl. Nokkuð langt er liðið síðan kona var síðast íþróttafréttamaður á Stöð 2. „Mér skilst að það séu tíu ár síð- an,“ segir Silja en eftir því sem hún og blaðamaður komast næst var það þegar Sigríður Hjálmarsdóttir Jóns- sonar Dómkirkjuprests starfaði á íþróttadeildinni. Hún kveðst ekki viss hvers vegna nú hafi verið ákveðið að ráða kvenmann á ný. „Ætli það sé ekki bara af því að Arnari finnist ég svo skemmtileg,“ segir Silja í léttum dúr. Starf íþróttafréttamannsins er ekki alveg það fjölskylduvænasta þar sem mikið er um kvöld- og helgarvinnu. Silja á eins árs gamlan strák, en óttast þrátt fyrir það ekki árekstra vinnu og fjölskyldulífs. „Ég og sambýlismaður minn eigum svo frábæra fjölskyldu að ég hef engar áhyggjur af þessu.“ kristjanh@dv.is Hlaupadrottningin Silja Úlfarsdóttir er nýr liðsmaður íþróttadeildar Stöðvar 2. Hún er eftir því sem næst verður komist fyrsti kvenkyns íþróttafréttamaðurinn þar á bæ í tíu ár. MEÐVIRK MEÐ FÖNGUM SILJA ÚLFARSDÓTTIR: FYRSTA KONAN Í ÁRATUG Silja Úlfarsdóttir Hefur hingað til verið þekktust fyrir afrek sín á íþróttasviðinu. Nú ætlar hún að segja frá afrekum annarra. Reffileg Silja er til í hasarinn sem fylgir íþróttafréttamannsstarfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.