Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Hin sænska Tove Meyer er einn þriggja blaðamanna sem skrifuðu bókina umdeildu um kvensemi Karls Gústafs Svíakonungs, Den Mod- villiga Monark. Í bókinni er fjall- að um heimsóknir Svíakonungs á nektarstaði, ítrekað framhjáhald og tengsl við þekkta glæpamenn Sví- þjóðar. Meirihluti Svía er sár yfir skrifunum, telur vinnubrögð blaða- mannanna ekki af vandaðra taginu þar sem heimildir eru nafnlausar og telur blaðamennina hafa farið yfir strikið í meðferð upplýsinga um einkalíf Karls Gústafs. Tove Meyer missti vinnu sína sem rannsóknarblaðamaður hjá sænska ríkisútvarpinu í kjölfar útgáfu bók- arinnar en þarf líklega ekki að óttast um hag sinn í nánustu framtíð enda selst bókin í bílförmum í Svíþjóð og hefur vakið heimsathygli. Tove segist þó hafa tekið uppsögnina nærri sér enda var í ástæðunum sem gefnar voru fyrir henni vegið að henni sem blaðamanni. Rekin vegna hagsmunaárekstra „Yfirmaður minn kallaði mig inn á skrifstofu sína,“ segir Tove Meyer í samtali við DV. „Ég mun fá borg- uð laun til ársloka en má ekki skrifa greinar að eigin frumkvæði. Forsvarsmenn sænska ríkisút- varpsins segir ástæðuna vera þá hagsmunaárekstra sem skapist vegna fréttatengds efnis sem birtist í bókinni. Ég geti á sama tíma ekki gegnt rannsóknarblaðamennsku fyr- ir SR. Þetta þýðir í raun að ég var rekin úr starfi mínu og fæ ekki að sinna blaðamennsku. Þeir gáfu mér tveggja mánaða uppsagnarfrest og ég fæ verkefni á þessum tíma sem koma blaðamennsku ekki við. Þeir gáfu mér margar mismunandi ástæður fyrir uppsögninni,“ segir Tove. „Þeim fannst bókarskrifin hljóta að stangast á við störf mín sem þáttagerðarkonu við morgunþáttinn og þá fannst þeim að ég hefði átt að upplýsa yfir- menn mína um fréttnæmt efni bók- arinnar. Þá voru vinnuaðferðir mín- ar gagnrýndar en þær vita þeir hins vegar ekkert um.“ Uppsögnin kom á óvart Í Svíþjóð fer nú fram umræða um frjálsa fjölmiðlun og hvaða höml- ur eigi að vera á henni. Vinnubrögð blaðamannanna þriggja telja margir Svíar vera ófagleg og að það sé óvið- eigandi að blaðamenn ljóstri upp um einkamál Svíakonungs. Í skoðana- könnunum kemur þessi hugur Svía í ljós en aðeins fjórðungur þeirra telur það gott og gilt að blaðamenn fjalli um hegðun konungs. Útgefandi bókarinnar, Kristoffer Lind, segir uppsögnina hafa komið þeim öllum á óvart enda hafi SR vit- að um vinnslu og efni bókarinnar allan þann tíma sem Tove vann að henni. „Við verðum að geta fjallað óhindrað um sænsku konungsfjöl- skylduna án þess að eiga á hættu að missa vinnuna,“ segir Kristoffer. Konungsholl þjóð Almenningur í Svíþjóð sýnir kon- ungi virðingu og hollustu og því standa blaðamennirnir þrír í ströngu með útgefanda sínum því að bókin er bæði bersögul og bygg- ir á frásögnum ónafngreindra heim- ildarmanna. Sænskum fjölmiðl- um verður tíðrætt um væntanleg meiðyrðamál tengd efni bókarinn- ar og uppljóstranir tengdar einka- lífi hans. Tove segir ferlið hafa ver- ið afar strangt. Heimildarvinna hafi tekið um tvö ár. „Við höfðum öll mismunandi hlutverk. Thomas Sjö- berg er aðalrithöfundurinn og hafði samband við mig meðan ég stund- aði nám í blaðamennsku. Deanne og Thomas hittust reyndar á spjall- vef á netinu og náðu þannig saman. Ferlið hefur verið gífurlega spennu- þrungið en ég hef lært afar mikið á því.“ Titill bókarinnar vísar til tilfinn- inga Karls Gústafs sem vildi lifa frjálsara lífi og vera laus við skyld- ur þær sem fylgja konungsembætt- inu. Höfundar bókarinnar hafa gef- ið það út að ætlunin hafi ekki verið að draga upp dökka mynd af kon- unginum heldur raunsæja. Hann sé í raun viðfelldinn maður og heill- andi sem eigi í stríði við sjálfan sig og opinbert hlutverk sitt. Tove segir það hafa verið yfirþyrmandi á köfl- um að vinna með svo viðkvæm- ar upplýsingar. „Ég held að ég hafi verið barnaleg í fyrstu. En nú sé ég hvernig samfélagið er uppbyggt og hvernig það endurnýjar sig stöðugt í sömu uppbyggingu. Fólk, sérstak- lega karlmenn með völd, hegða sér eftir forskrift sem heldur sér gegn- um mannkynssöguna.“ Allt á hvolfi Tove segist velta fyrir sér frama sín- um sem blaðakonu þessa dagana. Hún er í þeirri undarlegu stöðu að geta ekki sinnt blaðamennskunni næstu mánuði vegna þeirra hamla sem sænska ríkisútvarpið hefur sett henni. En segir það ef til vill koma sér ágætlega enda sé hún óhemju upptekin í viðtölum og því að fylgja bókinni eftir. Verkið reynist umfangs- meira en hana grunaði nokkru sinni. „Við erum öll afar upptekin um þess- ar mundir við að fara í viðtöl og ræða við heimspressuna um bókina. Vikan hefur hreinlega verið á hvolfi og eins og þú getur ímyndað þér hef ég aldrei upplifað neitt þessu líkt áður.“ Saga handa barnabörnunum „Líf mitt er í fullkominni óvissu síð- an ég missti vinnuna. Ég er enn hér uppi í útvarpi og sinni störfum sem koma blaðamennsku ekkert við. Ég þarf í framhaldinu að leita mér að nýrri fótfestu og tækifærum.“ En þrátt fyrir hótanir um meið- yrðamál og ósætti meðal sænsku þjóðarinnar um skrif bókarinnar er Tove í skýjunum með útgáfu hennar. „Ég er verulega hamingjusöm með það að hafa fengið að vera hluti af þessu verkefni þrátt fyrir að ég hafi misst vinnuna. Ég á þessa sögu að segja það sem eftir er lífs míns og hún er svo sannarlega þess virði að segja barnabörnunum.“ Konungur á Íslandi Aðspurð hvort höfundar bókarinn- ar hafi leitað fanga á Íslandi hvað varðar hátterni konungs segir Tove það ekki hafa komið upp við heim- ildaöflun. Fjöldi mála hafi hins veg- ar komið upp á yfirborðið er varða tengsl hans við konur eftir að bókin kom út og það styðji málstað þeirra því svo virðist vera sem konungur hafi frekar sleppt af sér beislinu á ferðalögum. REKIN VEGNA KONUNGSBÓKAR Tove Meyer er einn þriggja blaðamanna sem skrifuðu umdeilda bók um kvensemi Karls Gústafs Svíakonungs. Hún missti vinnuna sem rannsóknarblaðamaður hjá sænska ríkisútvarpinu í kjölfar útgáfu bókarinnar. Tove ræðir uppsögnina, Karl Gústaf, rannsóknarblaðamennsku og konungshollan almenning í Svíþjóð í viðtali við DV. KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Líf mitt er í fullkom- inni óvissu síðan ég missti vinnuna. Rekin fyrir að skrifa um stóðlífi Karls Tove var sagt upp störfum hjá sænska ríkisútvarpinu um leið og bók um Karl Gústaf kom út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.