Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 10. nóvember 2010 miðvikudagur Pólitísk framtíð Silvios Berluscon- is, forsætisráðherra Ítalíu, gæti verið komin í óvissu eftir nýjasta útspil eins nánasta samstarfsmanns hans til 15 ára. Gianfranco Fini er forseti ítalska þingsins en jafnframt er hann leiðtogi Framtíðar- og frelsishreyfingarinnar, sem er hreyfing sprottin úr flokki Berl- usconis, Frelsisflokknum. Fini hefur sett Berlusconi afarkosti; annað hvort segir hann embætti forsætisráðherra lausu og biður um að stjórnarmynd- un fari fram að nýju, ellegar munu fylgjendur Finis innan ríkisstjórnar- innar hverfa á braut – sem mun neyða Berlusconi til að skipa nýja ráðherra í stjórn sína, en hún er talin mjög veik- burða fyrir. Þá eru stuðningsmenn Fin- is innan Frelsisflokksins fjölmargir, sem eykur hættuna á því fyrir Berlus- coni að þingmeirihluti ríkisstjórnar- innar tapist. Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir siðleysi Gianfranco Fini setti Berlusconi af- arkostina í ræðu sem hann flutti fyr- ir stuðningsmenn sína í Framtíðar- og frelsishreyfingunni, sem er flokksbrot úr Frelsisflokknum sem sigraði í kosn- ingum 2008 – en sá flokkur var einmitt stofnaður af Berlusconi og Fini. Í fyrra lenti þeim starfsbræðrum illa saman og Berlusconi rak Fini úr flokknum. Fini hefur þó leyft ríkisstjórninni að starfa áfram, eða allt þar til nú. Hann gagn- rýndi ríkisstjórnina harkalega fyrir að- gerðarleysi í atvinnu- og efnahagsmál- um og sagði greinilegt að mestu púðri ríkisstjórnarinnar væri eytt í að útvega sér friðhelgi gagnvart dómstólum, en margir háttsettir ítalskir stjórnmála- menn hafa verið vændir um spillingu á háu stigi og þar er Berlusconi síður en svo undanskilinn. Fini ræddi einnig um „siðferðislega hnignun“ sem væri vegna „skorts stjórnmálamanna á hátt- vísi og trúverðugleika sem fólk í valda- stöðum yrði að hafa til að setja gott for- dæmi.“ Var Fini þar vafalaust að vísa til einkalífs Berlusconis, þar sem hvert kynlífshneykslið hefur rekið annað á undanförnum mánuðum. Stakk undan besta vini sínum Margir Ítalir setja hins vegar spurn- ingamerki við að Fini setji sig í stell- ingar sem siðferðispostuli. Sjálfur eignaðist hann barn með eiginkonu besta vinar síns á 9. áratugnum og gift- ist henni í kjölfarið. Vinurinn, Sergio Mariani, var talinn eiga framtíðina fyrir sér í stjórnmálum en lítið hefur spurst til hans síðan hann reyndi að fremja sjálfsmorð í kjölfar skilnaðar síns. Fini skildi svo við umrædda konu árið 2007, en þá var hann löngu byrjaður að halda við Elissabettu Tulliani – lög- fræðing sem er 20 árum yngri en hann. Þau eignuðust barn í desember 2007. Fyrrverandi leiðtogi fasista Stjórnmálafortíð Finis er einnig skrautleg, en hann var fyrst kosinn á þing árið 1983 fyrir Ítölsku sósíalista- hreyfinguna. Er það flokkur fasista sem var stofnaður 1946 af stuðnings- mönnum Benitos Mussolinis. Fini varð aðalritari flokksins árið 1988 og svo aftur 1991 og hélt þeirri stöðu uns flokkurinn var lagður niður 1995. Í kjölfarið var nýr flokkur stofnaður, Þjóðarsamstaðan, sem tengdi sam- an kristilega íhaldsmenn og fasista og varð Fini leiðtogi flokksins. Hann hef- ur starfað náið með Berlusconi allt síðan sá síðarnefndi ákvað að skipta sér af stjórnmálum. Það samstarf náði svo hámarki þegar þeir stofnuðu sam- an Frelsisflokkinn fyrir kosningarnar 2008. Berlusconi ætlar ekki að segja af sér Þrátt fyrir að vera í erfiðri stöðu, hef- ur aðstoðarfólk Berlusconis látið þau boð berast að hann komi ekki til með að segja af sér. Hann ætlar sér að þrauka á forsætisráðherrastóli uns kjörtímabilinu lýkur, sem er ekki fyrr en árið 2013. Hefur hann sagt að nú sé það undir Framtíðar- og frelsishreyf- ingunni komið að kjósa um vantraust á ríkisstjórnina. Geri hreyfingin það hins vegar, er ljóst að þingmeirihluti íhaldsmanna á Ítalíu mun hverfa. Seg- ir Berlusconi að þar með væri hreyf- ingin að svíkja málstað hægrimanna. Fini vill fyrir alla muni halda í hægri stjórn en undir merkjum meira frjáls- ræðis. Berlusconi kom nýlega í gegn frumvarpi um hertar öryggisreglur, sem ganga verulega á sjálfsögð borg- araleg réttindi til einkalífs að mati Finis. „Hvergi í Evrópu er að finna stjórnmálahreyfingu sem er jafn aftur- haldssöm í borgaralegum réttindum og Frelsisflokkurinn.“ Forsetinn gæti boðað til kosninga Sjái Berlusconi hins vegar engan ann- an kost en að segja af sér, þýðir það ekki endilega að boða verði til nýrra kosn- Einn nánasti sam- starfsmaður Silvios Berlusconis til 15 ára hefur sett honum afarkosti. Segi hann ekki af sér mun þingið kjósa um vantraust á ríkis- stjórninni. Pólitísk framtíð Berlusconis óviss BjöRn teitSSon blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Kynlífshneykslin virðast Ítalir þola betur, enda ef til vill orðnir vanir slíkum uppátækj- um frá Berlusconi – sem margir virðast telja meiri skemmtikraft en stjórnmálamann. Hinn aldni forseti Giorgio Napolitano,hinn85ára gamlikommúnisti,gætisett strikíreikningBerlusconis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.