Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Blaðsíða 14
Dísilolía
Algengt verð verð á lítra 198,6 kr. verð á lítra 1198,6 kr.
Algengt verð verð á lítra 198,4 kr. verð á lítra 198,4 kr.
Algengt verð verð á lítra 199,9 kr. verð á lítra 199,7 kr.
bensín
Akureyri verð á lítra 198,3 kr. verð á lítra 198,3 kr.
Melabraut verð á lítra 198,4 kr. verð á lítra 198,4 kr.
Algengt verð verð á lítra 198,6 kr. verð á lítra 198,6 kr.
Enginn bíll
ársins
Félag íslenskra bílablaðamanna
sér engan tilgang í því að velja bíl
ársins á Íslandi, eins og yfirleitt
er gert. „Val á bíl ársins hefur ekki
farið fram á Íslandi síðan efnahags-
hrunið varð og innflutningur og
sala nýrra bíla hrundi og hefur ekki
enn náð sér á strik. Félag íslenskra
bílablaðamanna sem stóð að því að
velja bíl ársins á Íslandi hefur ekki
séð tilgang í því að velja bíl ársins
þegar innflutningur nýrra bíla til
landsins er nánast enginn. Enn-
fremur hefur öll umfjöllun um bíla
í fjölmiðlum dregist mjög saman og
er vart svipur hjá sjón miðað við það
sem hún var fyrir nokkrum árum,“
segir á vef FÍB en þar má sjá hvaða
bíla nágrannalöndin hafa valið.
rándýrAr rúðu-
þurrkur
n Lastið fær Brimborg fyrir óhóflega
verðlagningu á varahlutum. „Mig
vantaði eina litla gúmmíhosu fyrir
ljósaperu á framljósi. Hún kost-
aði á níunda þúsund krónur,“ sagði
forviða viðskiptavinur.
Hann vantaði einnig
rúðuþurrkublöð fyrir
bílinn sinn. Þau kost-
uðu 9.500 krónur.
Hann gekk út hosu- og
þurrkulaus. „Mér blöskrar
svona okur,“ sagði hann í
samtali við DV.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Ódýrir skArtgripir
n „Ég fór í nýju skartgripabúðina
Six í Smáralindinni. Þeir lofuðu
verði sem ekki hefði sést áður. Það
stemmdi. Þar er hægt að fá flotta
hringa á þúsund krónur sem kosta
að lágmarki þrjú þúsund
krónur í öðrum ónefndum
verslunum,“ sagði viðskipta-
vinur sem hafði samband við
DV. Hann var hæst-
ánæður með búðina
og sagðist hafa gert
mjög góð kaup í skart-
gripum.
LOF&LAST
14 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 10. nóvember 2010 miðvikudagur
LíTiLL munur á kynjum Könnun FÍB leiddi í ljós að jafn marg-
ir telja karla betri ökumenn en konur og öfugt. Ríflega 1.250 svöruðu könnun um
það hvort karlar eða konur væru betri ökumenn. 49,9 prósent svarenda töldu
karla betri ökumenn en 50,1 prósent töldu konur hæfari ökumenn en karla. „Ekki
er ólíklegt en að þetta endurspegli raunveruleikann allvel því að flestar rannsókn-
ir sem við höfum spurnir af benda ekki til þess að einhverskonar kynbundinn
munur fyrirfinnist á hæfni fólks til að aka bílum. Hins vegar benda sumar rann-
sóknir til þess að karlmenn hafi stundum meiri trú á því að þeir séu afbragðs öku-
menn en konur hafa en það er eins og gefur að skilja allt annað mál,“ segir á FÍB.is.e
L
d
S
n
e
y
T
i
Vefsíðan tripadvisor.com er vettvangur
þar sem ferðamenn og aðrir geta sagt
skoðanir sínar á þeirri þjónustu sem þeir
fá á ferðalögum, hvort sem um er að ræða
á hótelum, í flugvélum eða á veitingastöð-
um. DV hefur tekið saman þá 20 veitinga-
staði sem eru bestir á Íslandi að mati not-
enda tripadvisor. Glöggt er gests augað.
20 1. FiskfélagiðVesturgötu 2, Reykjavíkverð fyrir aðalrétt: 3.800 – 6.500 kr.Einkunn: 96% mæla með staðnum (af 25 álitsgjöfum)„Steinbíturinn og lambið stóð upp úr hjá mér en reyndar var maturinn meira og minna allur frábær.“
„Hver einasti réttur var fallega upp settur
og hver einasti biti eins og lítið ævintýri.“
„Við féllum fyrir notalegu andrúmsloftinu
og vingjarnlegum þjónum.“
bestu veitingastaðirnir
2. Indian Mango
Frakkastíg 12, Reykjavík
verð fyrir aðalrétt: 1.900 – 2.400 kr.
Einkunn: 92% mæla með staðnum (af 82 álitsgjöfum)
„Gómsætur matur og vinalegt andrúmsloft.“
„Þetta er frábær staður til að snæða kvöldverð.“
„Líklega besti matur á Íslandi.“
3. Harry’s
Rauðarárstíg 37, Reykjavík
verð fyrir aðalrétt: 1.100 - 1.500 kr. skv. tripadvisor.com
Einkunn: allir mæla með staðnum (8 álitsgjafar)
„Harry’s er frábær í alla staði.“
„Þú munt ekki sjá eftir því að prófa þennan stað.“
„Verðin voru mjög hagstæð samanborið við önnur í borginni.“
4. Icelandic Fish&Chips
Tryggagötu 8, Reykjavík
verð fyrir aðalrétt: 990 – 1.290 kr.
Einkunn: 95% mæla með staðnum (af 97 álitsgjöfum)
„Besti fiskur og franskar sem ég hef fengið.“
„Fékk fisk, franskar, laukhringi og skyrsósu á 2.500 krónur.“
„Ég hélt ég hefði valið illa.“
5. Sjávarkjallarinn
Aðalstræti 2, Reykjavík
verð fyrir aðalrétt: 4.190 –
6.490 kr.
Einkunn: 93% mæla með
staðnum (af 45 álitsgjöfum)
„Frekar dýr matur en sannarlega
þess virði að leyfa sér þegar maður
er í fríi.“
„Humarinn er sá besti sem ég hef
fengið en ég varð fyrir vonbrigðum
með sushi-ið.“
„Stórkostlegur matur í heimsklassa.“
6. Café Haiti
Geirsgötu 7b, Reykjavík
verð fyrir kaffibolla: 250 –
350 kr.
Einkunn: 96% mæla með
staðnum (af 25 álitsgjöfum)
„Café Haiti var hápunktur
Íslandsdvalar minnar.“
„Lítill gimsteinn við höfnina.“
„Pínulítill staður en vinalegur –
frábært kaffi.“
7. Dill restaurant
Norræna húsinu Sturlugötu 5,
Reykjavík
verð: 1.800 kr. fyrir rétt dagsins í
hádegi. mun dýrara á kvöldin; val
um 3, 5 eða 7 rétti.
Einkunn: allir mæla með staðnum
(8 álitsgjafar)
„Brautryðjendur í norrænni matar-
gerð. Ekki missa af þessum stað.“
„Sannarlega upplifun sem þú mátt
ekki missa af, þrátt fyrir verðið.“
„Best geymda leyndarmálið.“