Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 2010 SVIÐSLJÓS 29 www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur G rínistinn Chris Rock sagði frá því í útvarpsviðtali við sprelli-gosann Howard Stern að Adam Sandler hefði gefið sér og öðr- um aðalleikurum myndarinnar Grown Ups lúxusbíla á dögunum. „Þegar ég kom út úr húsinu mínu um daginn beið mín glænýr Maserati í innkeyrslunni,“ sagði Rock en Maserati er ítalskur sportbíll sem kostar í kringum 22 milljónir stykkið. Þeir Kevin James, Rob Schneider og David Spade fengu einnig bíl frá hinum gjafmilda Sandler en ástæða gjafanna er velgengni myndarinnar Grown Ups sem fimmmenningarnir léku saman í. Myndin hefur halað inn hvorki meira né minna en 270 milljónir dala á heimsvísu. Það er um það bil 30 milljarðar króna. Chris Rock var vitaskuld ánægður með gjöfina þar sem honum hefði aldrei dottið í hug að kaupa sér bíl af þessu tagi sjálfur. Hann óttaðist þó að einhverjar kvaðir gætu fylgt gjöfinni. „Ég held að ég sé núna tíkin hans Adams Sandlers.“ Adam Sandler er gjafmildur: Splæsti lúxusbílum Á LÍNUNA MASERATI Ekki amalegt að fá einn svona gefins. GÓÐIR VINIR Kevin James, Adam Sandler, David Spade, Chris Rock og Rob Schneider. STRAX farin að slá sér upp Christina Aguilera nokkrum vikum eftir skilnað: T ímaritið People Magazine greinir frá því að söng- og leikkonan Christina Aguil-era sé strax farin að slá sér upp, aðeins örfáum vikum eftir að hún skildi við eiginmann sinn til fimm ára, Jordan Bratman. Nýi ást- maðurinn heitir Matthew D. Rutler og vann sem aðstoðarmaður við gerð myndarinnar Burlesque sem Christ- ina leikur aðalhlutverkið í. Vinir söngkonunnar segja hana vera að fikra sig áfram og að hjóna- band hennar hafi verið líflaust um nokkurt skeið. Það hafi verið son- ur þeirra Max sem hafi haldið því saman. Christina virðist vera búin að jafna sig á skilnaðinum og er ekkert að fela það. Hún fór á tvöfalt stefnumót með Rutler og Nicole Ritchie og  Joel Madden um helg- ina. CHRISTINA AGUILERA Var ekki lengi að jafna sig. Dakota Fanning: L eikkonan Dakota Fanning, sem er 16 ára, var um helgina kosin „home coming queen“ í framhaldsskólanum sín- um, North Hollywood High. Dakota var kjörin „homecoming“-prinsessa í fyrra þannig að það á vel við að upp- færa titilinn í drottningu nú. Dakota hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið í fjölmörgum kvikmynd- um. Nú síðast í Twilight-myndunum vinsælu en hún hefur einnig leikið í myndum eins og I am Sam, Man on Fire og War of the Worlds. FYRST PRINSESSA – nú drottning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.