Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 2010 FRÉTTIR 13
Margir helstu lykilmanna í íslensku efnahagslífi á árunum fyrir hrun eru fluttir af landi brott. Árni
Mathiesen er nú á leið til Ítalíu og Pálmi Haraldsson flutti frá Bretlandi til Lúxemborgar þar sem hann
hittir fyrir fjölmarga fyrrverandi lykilstjórnendur í föllnu bönkunum. Ekki er nóg að flytja úr landi til
að sleppa undan skatti, segir ríkisskattstjóri.
EKKI SJÁLFKRAFA
LAUSIR VIÐ SKATT
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi
fjármálaráðherra, fékk nýlega starf
hjá Matvælastofnun Sameinuðu
þjóðanna í Róm. Árni bætist þar
með í hóp helstu lykilmanna ár-
anna fyrir hrun sem fluttir eru
af landi brott. Eins og fram hef-
ur komið býr Halldór Ásgrímsson,
fyrrverandi forsætisráðherra, einn-
ig erlendis en hann er í vænu starfi
hjá Norrænu ráðherranefndinni í
Danmörku. Þar nýtur hann starfs-
kjara sem íslensk upplýsingalög ná
ekki einu sinni til. Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir vildi einnig komast
af landi brott. Hún sótti um starf
sem mansalsfulltrúi hjá Öryggis-
og samvinnustofnun Evrópu. Hún
fékk hins vegar ekki starfið. Auk
tveggja fyrrverandi ráðherra í rík-
isstjórn Íslands eru flestir af helstu
lykilmönnunum í viðskiptalífinu
síðustu ár búsettir erlendis. Í vik-
unni bættist svo Pálmi Haraldsson
í sístækkandi hóp útrásarvíkinga
sem hafa flutt af landi brott. Margir
þeirra voru hins vegar þegar farnir
fyrir hrun.
Ekki sjálfgefið að sleppa
Þrátt fyrir að sumir þeirra hafi gef-
ið vilyrði um að leggja sitt af mörk-
um við endurreisnina eru þeir ekki
einu sinni með skráð lögheimili
hér á landi. Fullyrða má að í sum-
um tilfellum sleppi þeir sem búa
erlendis við að borga skatt hér á
landi. Skúli Eggert Þórðarson rík-
isskattstjóri segir það þó vera mis-
skilning að það dugi að flytja lög-
heimili úr landi til þess að sleppa
við að borga skatt á Íslandi. Að-
spurður hvort ríkissjóð muni ekki
verulega um að þeir sem enn eru
með stór fyrirtæki í öflugum rekstri
borgi ekki skattana sína hér á landi
segist Skúli ekki geta svarað því þar
sem eðli málsins samkvæmt viti
hann ekki hverju þeir skili af sér.
„Það er nú reyndar algengur
misskilningur að menn haldi að
þeir geti forðast skattlagningu með
því að flytja lögheimilið eitt og sér.
Það skiptir máli hvar helstu athafn-
ir þeirra eru. Það eru auðvitað þó
nokkuð mörg dæmi um að skatta-
yfirvöld hafi úrskurðað menn sem
búa erlendis inn á skrá. Það er alltaf
eitthvað um það en það fer eftir öll-
um aðstæðum.“
Er þetta sérstakt úrræði sem rík-
isskattstjóri beitir? „Það er ákvæði
um að samningsríki geti komið sér
saman um hvar skattlagning fer
fram. Það skiptir máli hvar aðal-
starfsemi viðkomandi fer fram. Það
eru fleiri atriði sem koma þar inn í,
svo sem hversu marga daga menn
eru í viðkomandi ríki,“ segir Skúli.
En er ekki eftir heilmiklu fyrir
skattinn að slæðast í þessum efn-
um? „Við fylgjumst reglulega með
hvernig þetta gengur og það eru
alltaf dæmi á hverju ári um að við
úrskurðum menn inn á skrá. Það
eru líka dæmi um að við úrskurð-
um menn út af skrá.“
Umsvif skipta máli
Í samantekt frá embætti ríkisskatt-
stjóra segir að skatturinn hafi heim-
ild samkvæmt tekjuskattslögum
til að úrskurða um heimilisfesti
manna telji embættið að lögheim-
ilisskráning í þjóðskrá sé ekki rétt.
Þessa heimild getur ríkisskattstjóri
notað til að úrskurða um hver beri
fulla skattskyldu á Íslandi. Þetta á
við þó að lögheimili sé skráð erlend-
is eða að einhver sé ekki með fulla
skattskyldu hér vegna þess að hann
er með heimilisfesti erlendis, þrátt
fyrir að lögheimli sé skráð hérlend-
is. Þættir sem teknir eru inn í þegar
úrskurðað er um hvort menn eigi að
borga skatt hér á landi eru til dæm-
is dagafjöldi sem viðkomandi er á
Íslandi og íbúðarhúsnæði sem við-
komandi á eða hefur aðgang að hér
á landi. Þá eru tekjuöflun og fjár-
málaumsvif einnig skoðuð.
VALGEIR ÖRN RAGNARSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Það er ákvæði um að samn-
ingsríki geti komið sér
saman um hvar skatt-
lagning fer fram.
Halldór J. Kristjánsson
– Kanada
Jón Þorsteinn Jónsson – Bretland
Steingrímur Wernersson – Bretland
Magnús Ármann – Bretland
Hannes Smárason – Bretland
Lárus Welding – Bretland
Lýður og Ágúst Guðmundssynir – Bretland
Björgólfur Thor Björgólfsson – Bretland
Jón Ásgeir Jóhannesson – Bretland
Sigurður Einarsson – Bretland
Magnús
Þorsteinsson
– Rússland
Halldór
Ásgrímsson
– Danmörk
Bjarni Ármannsson
– Noregur
Árni M. Mathiesen
– Ítalía
Ólafur Ólafsson – Sviss
Heiðar Már Guðjónsson – Sviss
Hreiðar Már Sigurðsson – Lúxemborg
Pálmi Haraldsson – Lúxemborg
Magnús Guðmundsson – Lúxemborg
Ingólfur Helgason – Lúxemborg
Steingrímur Kárason – Lúxemborg
Jón Helgi
Guðmundsson
– Lettland
Þrátt fyrir að sumir þeirra hafi gefið vilyrði
um að leggja sitt af mörkum
við endurreisnina eru þeir
ekki einu sinni með skráð
lögheimili hér á landi.