Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Qupperneq 6
6 fréttir 15. nóvember 2010 mánudagur Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040 LAGERSALA skór í miklu úrvali í s tærðum 35 -36 www.xena.is Nóróveiran sem veldur uppköstum gerir vart við sig: „Hún er bráðsmitandi“ Nóróveiran gengur nú á milli manna en hún veldur uppköstum og stund- um niðurgangi. Pestin er fljót að ber- ast á milli manna og er hún bráð- smitandi. Veikindin sem nóróveiran veldur eru ekki talin hættuleg og seg- ir Haraldur Briem sóttvarnalæknir í samtali við DV að yfirleitt gangi pestin yfir á einum til tveimur sólarhringum. „Hún er bráðsmitandi, má segja, og getur smitast með uppköstun- um og hósta jafnvel,“ segir Harald- ur. Hann segir þó pestina geta legið lengur í fólki sé fólk veikt fyrir. „Þetta er stórt vandamál oft inni á sjúkra- stofnunum og við þekkjum þetta líka á skemmtiferðaskipum þegar þetta kemur upp. Svona í lokuðum rýmum breiðist þetta mjög mikið út. Við höldum ekki sérstakar skrár utan um þetta en við vitum af þessu. Það er lítið við þessu að gera,“ seg- ir hann. Hann segir þó alltaf vera hægt að vinna gegn smitum eins og með því að þvo sér um hendurnar og passa að hósta ekki framan í aðra. Veiran gerir meira vart við sig yfir vetrartímann en dæmi eru þó um að hún hafi gert vart við sig á sumrin. Haraldur nefnir til dæmis atvik sem kom upp í sumarbústaðabyggð hér á landi. Þar hafi veiran smitast í vatnslagnir í byggðinni yfir mitt sum- ar og nær allir sem dvöldu í sumar- bústöðum þar smituðust af henni. Veiran hefur gert vart við sig hér á landi undanfarnar vikur og kann- ast Haraldur við að hafa heyrt af því. Veiran sé þó ekki talin það alvarleg að hún sé á lista yfir tilkynningar- skyldar pestir en fylgst sé með henni þrátt fyrir það. adalsteinn@dv.is Sóttvarnalæknir Haraldur Briem segir veiruna bráðsmitandi. Katrín treystir UMFÍ Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra segist treysta því að vel verði farið með fé Ungmennafé- lags Íslands og segir ekki standa til að skera niður fjárveitingar í kjölfar frétta af miklu tapi félagsins í fjár- festingum. Þetta sagði Katrín í frétt- um RÚV á sunnudag. UMFÍ seldi hæð í Fellsmúlanum fyrir þrem- ur árum þar sem til stóð að byggja nýjar höfuðstöðvar í miðborginni. Þau áform gengu ekki eftir og voru um 75 milljónir króna settar í hend- ur starfsmanna VBS til ávöxtunar. Tugir milljóna glötuðust hins vegar. UMFÍ mun fá 88 milljónir króna frá hinu opinbera samkvæmt fjárlögum næsta árs. Lágmarkslaun verða að hækka Guðbjartur Hannesson félags- málaráðherra segir nauðsynlegt að hækka lægstu laun til að hvetja fólk til að vera á vinnumarkaði fremur en á atvinnuleysisbótum. Í fréttum Bylgjunnar á sunnudag sagði Guð- bjartur að ómögulegt væri að menn lifðu á 160 til 170 þúsund krónum í laun. Það verði að tryggja að enginn sé að vinna á þeim kjörum. Hópur innan félagsmálaráðuneytisins vinn- ur nú að því að skilgreina lágmarks- framfærslu á Íslandi en von er á nið- urstöðum í lok næsta mánaðar. Jóni líkar illa við borgarstjórabílinn „Þessi rafmagnsbíll er ekki alveg að ganga. Miðstöðin frekar slök og við Björn búnir að vera fár- veikir,“ segir borgarstjórinn Jón Gnarr í dagbók sinni á vef Face- book. Bíllinn, sem er af gerðinni Reva, er rafknúinn og minni en fólksbílar eru alla jafna. Þá hefur bifreiðin komið illa út úr árekstr- arprófunum og hefur hönnun hans verið gagnrýnd. Steininn tók úr hjá borgarstjóra þegar það sprakk á honum dekk þegar hann og aðstoðarmaður hans voru á leið í Háskólann í Reykjavík til að vígja viðbyggingu skólans. „Við þurftum að labba í HR eins og hálfvitar [...] Verð að finna ein- hverja aðra lausn.“ „Það væri hægt að lækka þennan kostnað um 40 til 50 prósent með því að sameina alla lífeyrissjóðina í einn. Sú hugmynd verður þó aldrei rædd innan kerfisins því þessir líf- eyrissjóðir sem ég nefni í saman- tektinni eru hliðhollir ákveðnum viðskiptablokkum innan atvinnu- lífins. Það er ekki inni í myndinni að breyta þessum valdastrúktúr innan lífeyrissjóðakerfisins á nú- verandi vakt Gylfa Arnbjörnssonar, því hefur hann sjálfur lýst yfir,“ seg- ir Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnar- maður í VR, um rekstrar- og launa- kostnað lífeyrissjóðanna en eins og fram kom í í frétt DV.is á laugardag eru þessir kostnaðarliðir gríðarlega háir. Tekjuháir forstjórar Í samantekt Ragnars Þórs á árs- skýrslum þessara sex lífeyrissjóða árið 2009 kemur fram að rekstrar- kostnaður sex stærstu lífeyrissjóða landsins árið 2009 nam rúmlega 2,1 milljörðum króna, þar af nam launakostnaður rúmlega 1,1 millj- arði króna. Framkvæmdastjór- ar þessara sex lífeyrissjóða fengu rúmlega 105 milljónir króna í laun árið 2009. Þeir lífeyrissjóðir sem Ragnar Þór tekur út eru LSR (Líf- eyrissjóður starfsmanna ríkisins), Lífeyrissjóður Verzlunarmanna, Gildi-lífeyrissjóður, Sameinaði líf- eyrissjóðurinn, Stapi lífeyrissjóður og Stafir. Launahæstur framkvæmda- stjóranna sex er Árni Guðmunds- son, framkvæmdastjóri hjá Gildi, með 19,6 milljónir í árslaun. Næst- launahæstur er Haukur Hafsteins- son, framkvæmdastjóri LSR og LH með 18,3 milljónir í laun árið 2009. Fast á hæla Hauks fylgir Guðmund- ur Þ. Þórhallsson með rúmlega 18,2 milljónir. „Í ljósi þess að fjárfestingar sjóðanna eru að upplagi nákvæm- lega eins er ótrúlegt að ekki skuli vera búið að sameina og hagræða meira en orðið er. Til hvers í ósköp- unum að reka alla þessa sjóði sem gera nánast það sama,“ segir Ragn- ar Þór. Jafnvel of sparsamir Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og varaformaður stjórnar lífeyris- sjóðsins Gildis, segir rekstrarkostn- að íslenskra lífeyrissjóða vera mjög lágan miðað við nágrannaþjóðir okkar. „Við höfum jafnvel verið of sparsamir í lífeyrissjóðunum því það hefði örugglega verið betra fyr- ir okkur að vera með öflugri eigna- stýringadeildir.“ Aðspurður um hugmyndir Ragnars Þórs um að sameina alla lífeyrissjóðina og hagræða þannig í launa- og rekstrarkostnaði seg- ir hann að það mætti vissulega fækka lífeyrissjóðunum eitthvað, en er alfarið á móti því að það yrði bara einn lífeyrissjóður á landinu. Hann segir klárt í sínum huga að ef safnað yrði saman öllum þess- um fjármunum á einn stað myndi ríkið á endanum yfirtaka sjóðinn með einum eða öðrum hætti. „Og þá er þetta farið. Stjórnmálamenn munu aldrei þola að stýra svona fjármunum, þeir myndu alltaf með einum eða öðrum hætti taka sig til og eyða þessum peningum,“ seg- ir Vilhjálmur. Er það ekki samt ná- kvæmlega það sem búið er að gera? „Það er ekki búið að vera að eyða þeim, það er búið að vera að fjár- festa. Stundum högnuðust menn á eignunum og svo töpuðu menn í hruninu. Núna erum við að byggja upp eignasafnið á nýjan leik.“ Í sambandi við laun fram- kvæmdastjóra Gildis segir Vil- hjálmur launakostnað lífeyrissjóð- anna ekki óeðlilegan miðað við þau störf sem þarna sé verið að vinna og að laun forstjóranna skeri sig ekki úr miðað við aðra. Hann bendir að laun Árna hafi í tvígang verið lækk- uð og þau séu í dag sennilega lægri en fram kemur í samantekt Árna. „Við höfum verið að spá í laun- in miðað við almenna markaðinn. Við höfum í sjálfu sér ekkert viljað skera okkur úr, ekki vera að borga hæstu launin en heldur ekki þau lægstu.“ Það er ekki búið að vera að eyða þeim, það er búið að vera að fjárfesta. „JaFnveL verið oF sparsaMir“ Stjórnarformaður VR vill sameina alla lífeyrissjóði landsins til hagræðingar og segir að við það væri hægt væri að lækka launa- og rekstrarkostnað um 40–50 prósent. Rekstrar- kostnaður sex stærstu lífeyrissjóða landsins árið 2009 nam rúmlega 2,1 milljarði króna og tekjuhæsti framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs var með tæplega 20 milljónir í árslaun. Hanna ólafSdóTTir blaðamaður skrifar: hanna@dv.is Vilhjálmur Egilsson Segir laun forstjóra Gildis vera miðuð við hinn almenna markað. ragnar Þór ingólfsson Sameining lífeyrissjóðanna myndi lækka kostnað um 40-50 prósent að hans sögn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.