Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Síða 20
Fiðrað kókaín Græna ljósið slær enn og aftur upp mikilli kvikmyndaveislu og nú fara herlegeitin fram í Bíó Paradís. Aðalmynd veislunnar er Feathered Cocaine, íslensk heimilarmynd sem hefur vakið heimsathygli. Kvikmyndagerðarmennirnir Þorkell og Örn Marinó hafa unnið að þessari mynd árum saman og ferðast víða um heim. Myndin var frumsýnd á Tribeca-kvikmyndahátíðinni í New York í vor. Olíufurstarnir í Persaflóanum eru helteknir af veiðifálkum og borga allt að einni milljón dala fyrir góðan fugl. En það eru fleiri en olíufurstarnir sem stunda fálkaveiðar: Osama bin Laden er heltekinn fálkaveiðimaður og notar fálkana til fjármögnunar á al-Kaída. Í Fálkasögu er skyggnst inn í lokaðan heim sem örfáir aðilar í veröldinni hafa haft aðgang að. Umhverfisvernd, heimspólitík og hryðjuverk fléttast saman í þessari ótrúlegu sögu. 20 fókus 15. nóvember 2010 mánudagur Fordrykkur á Forsýningu Mojito er nýtt, íslenskt leikverk eftir leikskáldið Jón Atla Jónasson sem verður forsýnt í Tjarnarbíói á þriðju- dagskvöldið. Söguþráðurinn mynd- ar hliðstæðu við atburði efnahags- hrunsins. Tveir menn hittast fyrir tilviljun og annar þeirra fer að rifja upp heimsókn sína á indversk/pak- istanskan veitingastað í Reykjavík sem endaði með ósköpum. Glös voru brotin, líka borð og stólar. Slagsmál brutust út og grátur og gnístran tanna fylgdu í kjölfarið. Hér er á ferðinni glænýtt, bráðfyndið og sjóðandi heitt leikverk úr íslensk- um raunveruleika. Og að sjálfsögðu er spurningin hvort ískaldur Mojito nægi til að kæla blóðið eitthvað nið- ur. Gestir fá fordrykk fyrir sýning- una, væntanlega mojito! HöFundar kynntir Bókasafn Seltjarnarness held- ur sína árlegu höfundakynn- ingu þriðjudaginn 16. nóvem- ber klukkan 20.00. Kynningarnar hafa verið vel sóttar undanfar- in ár og eru orðnar fastur liður hjá Seltirningum. Kynnt verða verk misreyndra höfunda. Frá byrjanda til verðlaunahöfunda og söguformin eru einnig ólík. Allt frá ævisögu, smásagnasafni, spennusögu og til skáldsögu. Að þessu sinni lesa fjórir höfundar úr bókum sínum og taka þátt í umræðum. Þeir eru Árni Þórar- insson, Bragi Ólafsson, Guðni Th. Jóhannesson og Sigríður Péturs- dóttir. Hjalti Snær Ægisson bók- menntafræðingur stjórnar um- ræðum í framhaldi af lestrinum. Hvað Heitir lagið? „Þó að leiðin sé þyrnum stráð, við látum það ekki á okkur fá.“ svar: Gakktu alla leið – Hjálmar Til að fagna nýútkominni geislaplötu, Best of Bang Gang, mun hljómsveit Barða Jóhannssonar, Bang Gang, halda tónleika í Þjóðleikhúsinu á þriðjudagskvöld.  Mun sveitin leika sín þekktustu lög og eins munu fjöl- margir góðir gestir stíga á svið með sveitinni. „Þetta eru allt miklir leyni- gestir,“ segir Barði. Þó er líklegt að vís- bendingar um þá sé að finna í auka- efni sem fylgir með nýútgefinni plötu minni.“ Barði vísar í aukadisk sem fylgir með samansafni af bestu lög- um sveitarinnar þar sem þekktir flytj- endur landsins gera lög Bang Gang að sínum eigin. Þeirra á meðal er hljóm- sveitin Dikta, Bloodgroup, Mammút, Singapore Sling, Daníel Ágúst, Eberg og Páll Óskar. Aðspurður hvaða lög honum þyki vænst um segir hann að sér þyki vænt um öll þau lög sem hann hefur gefið út. Hann sé ekki einn þeirra tónlistar- manna sem gefi út disk vegna þess að „það sé kominn tími á það“, þeir sem hugsi þannig ættu endilega að finna sér eitthvað annað að gera. „Ég gef út plötu þegar ég er ánægður með efn- ið sem ég hef samið. Lögin sem ég gef út hafa farið í gegnum mikla síu, ef til vill hef ég samið allt að 20–30 lög og 11 þeirra enda á plötu.“ Barði situr ekki auðum hönd- um þessa dagana og vinnur að því með samstarfskonu sinni Kerin Ann að semja óperu. Hann segist sjald- an hlusta á óperu og að í rauninni sé það ástæðan fyrir því að hann taki að sér verkefnið. Það sé krefj- andi. „Við reynum að hafa söguþráð- inn skemmtilegan og viljum ekki að söngvarinn syngi hátt eins og það sé verið að pynta hann, rauður í fram- an af áreynslu. Við viljum fara aðr- ar leiðir.“ Barði og Kerin Ann munu opna óperuhátíð í Normandí með verkinu og ferðast svo með sýning- una til Parísar og víða um Frakk- land. „Síðan er spurning hvort það sé áhugi fyrir verkinu hér,“ segir Barði. Útgáfutónleikar Bang Gang í Þjóðleikhúsinu á þriðjudagskvöld: Stórtónleikar Bang Gang Leynigestir á stórtónleikum Barða í Bang Gang þykir vænt um öll lögin sín. ný veFsíða Vesturport hefur opnað nýja heim- síðu á slóðinni vesturport.com. Á síðunni er hægt að skoða hundruð ljósmynda, tugi myndbanda, fréttir og margt annað sem tengist leik- hópnum og ferðalögum hans um allan heim. Ákveðið var að endur- hanna síðuna eftir að Vesturport vann til Evrópsku leiklistarverðlaun- anna. Þetta er í 12. skiptið sem Sam- band leikhúsa í Evrópu veitir verð- laun fyrir frumleika og nýsköpun í leiklist og er verðlaununum ætlað að ýta undir nýja strauma og stefnur innan leiklistar í Evrópu. Verðlaunin verða afhent í St. Pétursborg í Rúss- landi í apríl á næsta ári. Mikið fjaðra- fok var í aðdrag- anda þessarar heimildamynd- ar. Vinnufélagar núverandi borg- arstjóra höfðu miklar áhyggj- ur af útkomunni sem er nú orðin opinber. Hér er sögð lygileg saga af innkomu Jóns Gnarr og Besta flokksins í borgarpólitíkina. Bak- grunnur hans er ítrekaður með inn- skotum af grínefni hans með Tví- höfða og Fóstbræðrum. Farið er í ástæðurnar sem liggja að baki, per- sónulegt líf Jóns kemur við sögu en fyrst og fremst hugsjónirnar sem búa að baki og jarðvegurinn í kjölfar hrunsins sem bauð upp á möguleik- ann að sýna gamla apparatinu hvað væri að frétta. Hér er svipt hulunni af framboði sem var uppspretta enda- lausra vangaveltna og samsæris- kenninga. Hreinskilinn Jón Gnarr segir stuttlega frá óvenjulegum uppvexti sem hann auðveldar sér til muna í krafti kímnigáfu. Ætti það ekki að hjálpa okkur öllum að rúlla gegnum ástandið eins og það blasir við okk- ur í dag í krafti þess að geta hlegið að sem flestu? Við sjáum hvernig vel- gengni flokksins fer fram úr vænting- um og hlátur andstæðinganna breyt- ist í djúpan pirring. Hvernig Jón fer á skjön við það drepleiðinlega format sem er á umræðunni og hneyksl- ar nálæga með yfirlýsingum um hið hokþreytta andrúmsloft á nefndar- fundum borgarinnar. Jón Gnarr meikar alveg sens þótt það sé vissulega fyndið að nota Múmínfjölskylduna í líkingar hans um aðlögun nýbúa. Myndin sýnir það sem fólk hrífst af í framkomu Jóns en finnst skorta hjá atvinnu- pólitíkusum, hvað hann er hrein- skilinn, opinn og venjulegur maður. Hann talar um veru sína á barna- geðdeild, vandræðaheimilum og svo flakka með hlutir eins og frá- sagnir af krakkreykingum og strippi á hommaklúbb sem menn þurfa endilega ekki að leggja trúnað á. Að- almálið er að Jón þykist ekki vita allt eins og almennt þykir flott í stjórn- málum. Hann hóar heldur í ráð- gjafa/aðstoðarmenn sem hvort eð er eru á kaupi hjá borginni. Hið meinta einelti sem hann var sakaður um af andstæðingum sín- um í borgarmálunum er að mínu mati ekki til staðar hér. Það heitir ekki einelti þegar beyglaða barnið, nýr í bekknum, sparkar upp á við og djöflast í risunum öllum jafnt. Löng halarófa af skemmtilegu fólki kemur við sögu, Þorsteinn Guð- mundsson fær frítt spil á kosninga- fundi í Grafarvogi sem er fyrst og fremst fyndið. Myndin er leidd áfram af góðu grínfíneríi svo auðvitað er myndin mikið til háð því að fólki finnist Jón Gnarr fyndinn. Sá hópur er ansi stór en aðalmálið er að grunn- urinn í myndinni er mjög réttmæt stúdía á því sem ýmsir stjórnmála- fræðingar kalla ein allra merkileg- ustu kosningaúrslit Íslandssögunnar. Við erum að tala um að fjórflokkur- inn mun reyna að losna við Gnarr og Besta flokkinn en engu að síður taka mark á skilaboðunum og læra af þeim vonandi. Hljóðið er mjög gott sem skiptir öllu máli í heimildamynd af þessu tagi. Grafík og hraði eru fín þótt það megi vissulega stytta myndina þótt ekki væri nema um korter. Þegar liðið er á myndina koma kaflar sem mætti hæglega grisja og þannig styrkja myndina. Að öðru leyti er ég sáttur þótt ég hafi aldrei nennt að horfa á The Wire. Myndin hefur eðlilega al- þjóðlega skírskotun og gæti hæglega farið víða. Réttast væri að undirbún- ingur væri hafinn á Gnarr 2 – Alþingi, Gnarr 3 – forsetaembættið og jafnvel Gnarr 4? Gnarr er helvíti hressandi mynd. Án gríns! gnarr Heimildamynd Leikstjórn: Gaukur Úlfarsson. 94 mínútur erpur eyvindarson skrifar án gríns Gnarr „Réttast væri að undir- búningur væri hafinn á Gnarr 2 – Alþingi, Gnarr 3 – forsetaemb- ættið og jafnvel Gnarr 4? Gnarr er helvíti hressandi mynd. Án gríns!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.