Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Qupperneq 21
Hjálmar W. Árnason
framkvæmdastjóri keilis
Hjálmar fæddist í Reykjavík, ólst
þar upp til átta ára aldurs en síðan í
Kópavogi. Hann lauk stúdentsprófi
frá MH 1970, kennaraprófi frá KHÍ
1979, BA-prófi í íslensku frá HÍ 1982
og M.Ed.-prófi í skólastjórnun frá há-
skólanum í Bresku Kólumbíu í Kan-
ada 1990.
Hjálmar var kennari við Grunn-
skóla Sandgerðis 1970–72 og 1977–
78, við Fróðskaparsetur Færeyja
1972–73, við Flensborgarskóla 1973–
77, Holtaskóla í Keflavík 1978–80, við
Víðistaðaskóla og starfaði í Fræðslu-
skrifstofu Reykjaness 1980–81, við
Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá 1981
og skólameistari þar frá 1985, var
alþm. Reykjaness fyrir Framsókn-
arflokkinn frá 1995–2003 og alþm.
Suðurkjördæmis 2003–2007 og hef-
ur verið framkvæmdastjóri Keilis frá
2007.
Auk kennslustarfa hefur Hjálm-
ar stundað þáttagerð í útvarpi, lög-
gæslustörf, blaðamennsku og sjó-
mennsku.
Hjálmar sat í stjórn Félags
íslenskra menntaskólakennara
1975–77, í stjórn Samtaka móður-
málskennara 1980–82, sat í stjórn
Skólameistarafélags Íslands 1991–
95 og var formaður þess 1993–95,
sat í stjórn FH 1981–83, var fyrsti
formaður Íþróttabandalags Reykja-
nesbæjar 1996–99, ritstjóri tímarits
SVFK 1993–96, sat í markaðs- og at-
vinnumálanefnd Reykjanesbæj-
ar 1994–98, var fulltrúi Alþingis á
ÖSE-þingi 1995–99, fulltrúi Íslands
á þingi Evrópuráðsins 1995–99, var
varaformaður Vestnorræna þing-
mannasambandsins, sat allsherjar-
þing SÞ 2000, var formaður iðnað-
arnefndar Alþingis, varaformaður
samgöngunefndar og sat auk þess í
sjávarútvegsnefnd og í efnahags- og
viðskiptanefnd. Hann var formaður
Lánasjóðs landbúnaðarins um skeið
frá 1999.
Hjálmar hefur þýtt sögur og ljóð
og samið kennslubækur og leiðbein-
ingarit fyrir kennara.
Fjölskylda
Sambýliskona Hjálmars var Bergljót
S. Kristjánsdóttir, f. 28.9. 1950, lektor.
Þau skildu.
Börn Hjálmars og Bergljótar
eru Ragnheiður, f. 17.8. 1972, nemi
við HÍ og leikskólakennari, búsett í
Reykjavík, en sambýlismaður henn-
ar er Tómas Aagaard og eru dætur
hennar María Kristína, Bergljót og
Karen; Kristján, f. 3.12. 1975, frétta-
stjóri á Fréttablaðinu, búsettur í
Reykjavík en kona hans er Vera Ein-
arsdóttir og eru börn hans Þórhildur
og Einar Steinn.
Hjálmar kvæntist 6.1. 1978 Val-
gerði Guðmundsdóttur, f. 3.6. 1955,
menningarfulltrúa Reykjanebæjar.
Hún er dóttir Guðmundar Rúnars
Guðmundssonar og k.h., Bryndísar
Ingvarsdóttur sem er látin.
Börn Hjálmars og Valgerðar eru
Ingvar, f. 4.1. 1979, markaðsstjóri hjá
HBT, en kona hans er Eva Ingimund-
ardóttir leikskólakennari og eru börn
þeirra Iðunn og Bergur; Bryndís, f.
22.3. 1987, háskólanemi í London.
Kjördóttir Hjálmars og dóttir Val-
gerðar er Dagmar Guðmundsdótt-
ir, f. 4.4. 1973, bankastarfsmaður á
Akureyri, en maður hennar er Ótt-
ar Már Yngvason framkvæmdastjóri
og eru börn þeirra Logi Már, Sara
Bryndís og Sóley María.
Systur Hjálmars eru Svava, f. 1949,
kennari í Reykjavík; Kristín, f. 1952,
hjúkrunarfræðingur, búsett í Kópa-
vogi; Soffía, f. 1964, forstöðumaður
Háskólabrúar, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Hjálmars eru Árni
Waag, f. 12.6. 1925, d. 3.4. 2001,
kennari í Kópavogi, og k.h., Ragn-
heiður Ása Helgadóttir, f. 5.7. 1926,
húsmóðir.
Ætt
Árni var bróðir Karinar, móður
Hjálmars Waag Hannessonar sendi-
herra. Árni er sonur Hjálmars Waag,
skólastjóra í Klakksvík í Færeyjum
sem lést ungur, bróður Einars Waag,
stofnanda og forstjóra Föröjabjór.
Móðir Árna var Kristín Árnadótt-
ir, prófasts á Stóra-Hrauni Þórar-
inssonar, jarðvinnslumanns á Eyr-
arbakka Árnasonar. Móðir Þórarins
var Jórunn, systir Tómasar Fjölnis-
manns, afa Jóns Helgasonar biskups
og Tómasar læknis, afa Ragnhildar
Helgadóttur, fyrrv. ráðherra. Jórunn
var dóttir Sæmundar, b. í Eyvindar-
holti Ögmundssonar, pr. á Krossi,
bróður Böðvars, afa Þuríðar, lang-
ömmu Vigdísar Finnbogadóttur.
Ögmundur var sonur Presta-Högna
Sigurðssonar. Móðir Sæmundar var
Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns, afa
Jóns forseta. Móðir Árna prófasts var
Ingunn, systir Helga, afa Ásmundar
Guðmundssonar biskups. Ingunn
var dóttir Magnúsar, alþm. í Syðra-
Langholti Andréssonar og Katrín-
ar Eiríksdóttur, ættföður Reykjaætt-
ar Vigfússonar. Móðir Kristínar var
Anna Elísabet Sigurðardóttir, hrepp-
stjóra í Syðra-Skógarnesi Kristjáns-
sonar.
Ragnheiður er dóttir Helga, bróð-
ur Bjarna, alþm. og ráðherra á Reykj-
um í Mosfellsbæ, afa Ástu Ragnheið-
ar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis.
Systir Helga var Þórdís, móðir Gunn-
ars Bjarnasonar ráðunautar. Helgi
var sonur Ásgeirs, b. í Knarrarnesi
Bjarnasonar og Ragnheiðar Helga-
dóttur, b. á Vogi, bróður Ingibjarg-
ar, langömmu Kristjáns Eldjárns for-
seta. Helgi var sonur Helga, alþm. á
Vogi Helgasonar. Móðir Ragnheiðar
var Svafa, systir Odds, föður Jóns hrl.,
og hálfsystir Huldu, ömmu Jónasar
Haraldssonar, fyrrv. aðstoðarritstjóra
DV. Svafa var dóttir Jóns, b. á Álfta-
nesi Oddssonar og Mörtu Maríu, syst-
ur Haralds prófessors. Systir Mörtu
Maríu var Þuríður, móðir Níelsar
Dungal. Marta María var dóttir Ní-
elsar, b. á Grímsstöðum Eyjólfsson-
ar og Sigríðar, systur Hallgríms, bisk-
ups og alþm., og Elísabetar, móður
Sveins Björnssonar forseta. Sigríður
var dóttir Sveins, prófasts og alþm. á
Staðastað Níelssonar og Guðrúnar,
systur alþm. Halldórs á Hofi og Ólafs
á Sveinsstöðum. Systir Guðrúnar var
Þórunn, móðir Jóns Þórarinssonar
alþm., afa Jóhanns Hafstein forsætis-
ráðherra. Önnur systir Guðrúnar var
Sigurbjörg, amma Jóns Þorlákssonar
forsætisráðherra. Guðrún var dóttir
Jóns, pr. og alþm. Péturssonar.
30 ára
Rafal Dariusz Slowinski Kársnesbraut 89,
Kópavogi
Ríkharður Grétar Kolbeinsson Háteigsvegi
2, Reykjavík
Nanna Dröfn Harðardóttir Veghúsum 27a,
Reykjavík
Grétar Torfi Gunnarsson Hveralind 9, Kópa-
vogi
Sveinn Ingi Hjálmarsson Borgarvík 20,
Borgarnesi
Björg Skúladóttir Holtsflöt 4, Akranesi
Guðrún Þórhildur Emilsdóttir Stórhóli 43,
Húsavík
Maria Noemi Dy Caparida Grýtubakka 12,
Reykjavík
Janis Pokulis Lagarási 18, Egilsstöðum
Ólafur Helgi Harðarson Flúðaseli 74,
Reykjavík
Gunnlaugur Björnsson Thoroddsen Strand-
götu 73, Hafnarfirði
Margeir Þór Eggertsson Móabarði 30b,
Hafnarfirði
Tryggvi Jóhannes Ómarsson Helgamagra-
stræti 42, Akureyri
Andri Örn Víðisson Birkiteigi 16, Reykjanesbæ
40 ára
Maria Fe Ingvason Grænási 1, Reykjanesbæ
Berghildur Fanney Hauksdóttir Hrísum,
Vopnafirði
Bryndís Guðnadóttir Skipasundi 52, Reykjavík
Guðrún Wium Guðbjörnsdóttir Flókagötu
69, Reykjavík
Guðjón Ólafur Guðjónsson Vesturbraut 4a,
Hafnarfirði
Þyri Hall Hagalandi 16, Mosfellsbæ
Richarður Þór Ásgeirsson Hraunbraut 17,
Kópavogi
Gunnar Þór Þorsteinsson Brekku, Borgarnesi
María Harðardóttir Þinghólsbraut 54,
Kópavogi
María Veigsdóttir Koltröð 18, Egilsstöðum
Snorri Halldórsson Dunhaga 17, Reykjavík
50 ára
Van Nhoi Nguyen Vatnsstíg 5, Reykjavík
Birna Björnsdóttir Laufvangi 2, Hafnarfirði
Bóthildur Sveinsdóttir Réttarholtsvegi 93,
Reykjavík
Kristín Viðarsdóttir Naustabryggju 49,
Reykjavík
Kristinn Hilmarsson Einarsnesi 34, Reykjavík
Sigurður Páll Pálsson Stigahlíð 89, Reykjavík
Jón Rúnar Pálsson Ásholti 2, Reykjavík
Hermann Hrafn Guðmundsson Vesturgili
2, Akureyri
Richard Scobie Fellsmúla 4, Reykjavík
Guðfinna Jóna Árnadóttir Suðurholti 9,
Hafnarfirði
60 ára
Þórdís Klara Ágústsdóttir Ósabakka 3,
Reykjavík
Guðlaugur Gunnþórsson Smárahlíð 7g,
Akureyri
Einar Þór Jónatansson Smyrlahrauni 42,
Hafnarfirði
Ragnar Rúnar Þorgeirsson Túngötu 22,
Grindavík
Þorkell Markússon Birkigrund 19, Selfossi
Hilmar Guðbjörnsson Fitjasmára 3, Kópavogi
Hlynur Þór Ingólfsson Laufrima 26, Reykjavík
Guðrún M. Stephensen Álfheimum 11,
Reykjavík
70 ára
Guðbjörg B. Sigurðardóttir Rjúpufelli 29,
Reykjavík
Hulda Kristinsdóttir Reykási 45, Reykjavík
Halldór Bjarnason Stórakrika 1, Mosfellsbæ
Sigurður G. Sigurðsson Kirkjubraut 2, Reykja-
nesbæ
75 ára
Olga Kristín Þorsteinsdóttir Ársölum 5,
Kópavogi
Jón Helgi Jónsson Vesturbergi 54, Reykjavík
Bragi Þorsteinsson Sætúni 3, Ísafirði
Ragnheiður Gísladóttir Álmskógum 1,
Akranesi
Ægir Bachmann Bessason Þrúðvangi 2,
Hafnarfirði
Valdimar Friðrik Einarsson Túngötu 3,
Sandgerði
80 ára
Gunnar Guðbjörnsson Sóleyjarima 11,
Reykjavík
Sigurgeir Kristjánsson Grandahvarfi 2,
Kópavogi
Ingveldur Einarsdóttir Naustahlein 10,
Garðabæ
Guðrún Ellertsdóttir Furugrund 26, Akranesi
85 ára
Álfdís Sigurgeirsdóttir Helluhrauni 6, Mývatni
Bjarni Júlíusson Hjallaseli 55, Reykjavík
Börkur Benediktsson Núpsdalstungu,
Hvammstanga
María H. Guðmundsdóttir Lindargötu 61,
Reykjavík
Guðbjörg Svava Eiríksdóttir Hamratanga 3,
Mosfellsbæ
90 ára
Herbert Guðbrandsson Kleppsvegi Hrafnistu,
Reykjavík
30 ára
Svenja Neele Verena Auhage Jaðarsbraut
35, Akranesi
Yordan Nikolov Angov Seljabraut 54, Reykjavík
Ragnheiður Möller Sóltúni 3, Reykjanesbæ
Gunnar Freyr Valgeirsson Bogaslóð 12, Höfn
í Hornafirði
Guðbjartur Ólafsson Vesturgötu 27, Reykjavík
Heiðar Ríkharðsson Huldugili 31, Akureyri
Pétur Friðrik Steinþórsson Sólvöllum 19,
Akureyri
Davíð Freyr Guðmundsson Háteigsvegi 11,
Reykjavík
Björn Finnbogi Magnússon Vesturbergi 98,
Reykjavík
Selma Hrönn Kristinsdóttir Vættaborgum
100, Reykjavík
Kristín Eik Gústafsdóttir Hjallabrekku 13,
Kópavogi
Pascale Elísabet Skúladóttir Miðkoti 1, Hellu
40 ára
Elin Svarrer Wang Heiðarási 23, Reykjavík
Fatmir Bajramaj Ásakór 15, Kópavogi
Grith Christensen Hringbraut 81, Reykjavík
Vilborg Ólafsdóttir Bugðulæk 13, Reykjavík
Kolbrún Guðjónsdóttir Lyngholti 4, Reykja-
nesbæ
Anný Dóra Hálfdánardóttir Efstalundi 6,
Garðabæ
Einar O. Björnsson Kleppsvegi 124, Reykjavík
Kristján Friðrik Karlsson Stararima 33,
Reykjavík
Birgir Hauksson Furuási 28, Hafnarfirði
Matthildur Hjálmarsdóttir Þóroddsstöð-
um, Stað
Kristín Þórunn Tómasdóttir Langholtsvegi
167, Reykjavík
Ágúst Helgason Álfaskeiði 27, Hafnarfirði
Ragnheiður Hlíf Hallgrímsdóttir Kársnes-
braut 79, Kópavogi
50 ára
Anna Margrét Birgisdóttir Ásvegi 28, Breið-
dalsvík
Laufey Konný Guðjónsdóttir Búhamri 82,
Vestmannaeyjum
Jón Ottó Rögnvaldsson Sogavegi 196,
Reykjavík
Hermann Þór Jónsson Brekkuseli 3, Reykjavík
Sveinbjörn R. Gunnarsson Rauðalæk 59,
Reykjavík
Hrafnhildur O Bjarnadóttir Suðurgötu 16,
Akranesi
Kristján Þórarinn Davíðsson Skeljagranda
17, Reykjavík
Guðrún Hafliðadóttir Blikahólum 4, Reykjavík
Lothar Mittelstaedt Torfufelli 30, Reykjavík
Sigurbjörn Elíasson Garðhúsum 34, Reykjavík
Tryggvi Gunnar Sveinsson Suðurgötu 16,
Sandgerði
Alexandra Einarsdóttir Krummahólum 4,
Reykjavík
Sif Jónsdóttir Flétturima 4, Reykjavík
Sigríður G. Baldvinsdóttir Gnoðarvogi 26,
Reykjavík
Þorgerður Magnúsdóttir Kapellustíg 5,
Reykjavík
Arnar Bragason Fjallalind 107, Kópavogi
Svanhildur Haraldsdóttir Kjarrvegi 3,
Reykjavík
60 ára
Jóhanna Halldóra Bjarnadóttir Hraunhvammi
4, Hafnarfirði
Valmundur Einarsson Kjarnagötu 14, Akureyri
Helgi Rúnar Gunnarsson Lyngbergi 39a,
Hafnarfirði
Arndís Hjartardóttir Holtabrún 21, Bolung-
arvík
Ástdís Kristjánsdóttir Næfurási 10, Reykjavík
Hallgrímur Guðfinnsson Miðhúsum, Selfossi
70 ára
Sigríður G. Thorlacius Trönuhjalla 13, Kópavogi
Guðrún Sóley Sveinsdóttir Ormarsstöðum,
Egilsstöðum
Heiðar Elímarsson Yrsufelli 18, Reykjavík
Karl Bjarnason Klettabergi 34, Hafnarfirði
Ómar J. Viborg Kristnibraut 81, Reykjavík
Sturla Eiðsson Þúfnavöllum 1, Akureyri
75 ára
Gísli Sigurðsson Lagarási 26, Egilsstöðum
Jóhann Már Maríusson Lindargötu 33,
Reykjavík
Sigvaldi Gestsson Ásbrún, Borgarnesi
Anna Ingibjörg Hjartardóttir Strandvegi 18,
Garðabæ
Halldóra Pálsdóttir Eikjuvogi 15, Reykjavík
80 ára
Auður Hannesdóttir Efstasundi 43, Reykjavík
Friðrik Ágúst Hjörleifsson Keilufelli 10,
Reykjavík
85 ára
Erna Guðmundsdóttir Jökulgrunni 26,
Reykjavík
Bogi G. Hallgrímsson Víðigerði 11, Grindavík
Pétur Blöndal Hlíðarhúsum 3, Reykjavík
Guðrún Eyjólfsdóttir Aflagranda 40, Reykjavík
Jónas Scheving Arnfinnsson Vesturgötu 155,
Akranesi
til hamingju hamingju
afmæli 15. nóvember
Friðrik Friðriksson lögfræðingur
og Laufey E.S. Þorsteinsdóttir hús-
móðir eiga silfurbrúðkaup, þriðju-
daginn 16.11.
Börn Friðriks og Laufeyjar eru
Þorsteinn L. Helgason, f. 9.8. 1978,
iðnhönnuður í Danmörku (sonur
Laufeyjar og fóstursonur Friðriks);
Friðrik Sigurbjörn Friðriksson, f.
21.9. 1986, tónlistarmaður; Ólafur
Árni Friðriksson, f. 2.12. 1988, starfs-
maður á bílaleigu; Sólveig Ásta Frið-
riksdóttir, f. 13.5. 1990, stúdent og
nemi við húsmæðraskóla, í sambúð
með Snæ Seljan Þóroddssyni kenn-
ara; Halldór Kristinn Friðriksson, f.
29.5. 1992, nemi við Fjölbrautaskól-
ann í Ármúla.
Friðrik Friðriksson og
Laufey E.S. Þorsteinsdóttir
til hamingju
afmæli 16. nóvember
mánudagur 15. nóvember 2010 umsjón: kjartan gunnar kjartansson kjartan@dv.is ættfræði 21
60 ára á mánudag
Silfurbrúðkaup á þriðjudag