Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Qupperneq 22
22 lífsstíll 15. nóvember 2010 mánudagur S amkvæmt nýrri rannsókn London School of Econ- omics and Political Sci- ence eru skilnaðir fátíð- ari í fjölskyldum þar sem karlmaðurinn tekur þátt í húsverkum, innkaupum og barna- uppeldi. Rannsóknin náði til 3.500 breskra hjóna og birtist í tímaritinu Feminist  Economics. Niðurstöðurn- ar kollvarpa fyrri kenningum um að hjónabandið sé stöðugast ef karlmað- urinn sér um að skaffa á meðan kon- an hugsar um heimili og fjölskyldu. Það hvort eiginkonan væri útivinn- andi eða heimavinnandi hafði ekki mælandi áhrif á útkomuna. Svíar líklegastir til að skilja Samkvæmt lista samtaka Americans for Divorce Reform eru Svíar líkleg- astir allra jarðarbúa til að skilja en meira en helmingur allra hjónabanda í Svíþjóð endar með skilnaði (54,9%). Ísland er í 16. sæti á listanum með skilnaðarhlutfallið 39,5%. Banda- rískur pistlahöfundur segir banda- ríska fjölmiðla draga upp afar glyðru- legt orðspor af sænskum konum sem hann segir rangtúlkun. Sænskar stúlk- ur séu upp til hópa íhaldssamar. Há tíðni skilnaða sé frekar sænska hug- takinu „lagom“ um að kenna en laus- leg þýðing á orðinu gæti verið „allt er gott í hófi“. Svíar séu ekkert að stressa sig á hlutunum sem er hugarfar sem smitast út í ástarsambönd þeirra. Ef vandamál koma upp, sem óhjákvæm- lega gerist, gefast þeir upp í stað þess að reyna að taka á erfiðleikunum. Makanum skipt út Annar óþekktur bloggari útskýrir háa skilnaðartíðni Svía út frá reynslu þeirra á hlutum sem ekki eru byggð- ir til að endast, samanber húsgögn IKEA og föt úr H&M. Vörumerk- in tengjast hugtökum eins og „nú- tímaleg“, „trendí“ og „flott“ en einnig orðunum „einnota“, „ódýr“, „bráða- birgða“ og „hverful“. Viðskiptavinir IKEA og H&M séu fólk sem er með á nótunum og leiti eftir snöggu fixi. Það veit hvað er inn og hvað er út og skipta hratt út hlutum sem detta úr móð fyr- ir nýjasta nýtt án þess að depla auga. Það, útskýrir bloggarinn, gæti ver- ið vandamálið. Hjónabandið á ekki að vera einnota. Makanum á ekki að skipta út um leið og sætari eða ríkari kostur skýtur upp kollinum. Þriðja mögulega útskýringin gæti snúist um sænska velferðarkerfið. Kerfið sjái svo vel um einstæða foreldra og því þurfi hjón ekki á hvort öðru að halda fjár- hagslega. Tími, kynlíf og peningar Rannsókn Creighton-háskólans í Kaliforníu gefur til kynna að lítill tími, skortur á kynlífi og ágreiningur með peninga spili mestan þátt í skilnaði hjóna. Rannsóknin tók annars veg- ar á skilnaði hjóna undir 29 ára aldri og hins vegar þeirra sem voru komn- ir yfir þrítugt. Þau atriði sem reyndust viðamest í ákvörðun yngri hjóna um að slíta hjónabandinu voru; skuld- ir sem einstaklingar komu með inn í sambandið, fjárhagsleg staða þeirra, erfiðleikar við að ná jafnvægi milli fjölskyldu og vinnu og skortur á kyn- lífi. Eldri hópurinn kenndi sömu hlut- um um en að auki tíðum rifrildum og ágreiningi vegna skiptingu og ábyrgð- ar á heimilsverkum. Önnur algeng óyfirstíganleg vandamál mældust at- vinnuleysi eiginmanns og erfið sam- skipti við maka, foreldra eða tengda- fjölskyldu. Eru vandamál í hjónabandinu? ný rannsókn London School of Economics and Political Science gefur til kynna að hjón sem deila með sér heimilisverkum og uppeldi barna séu ólíklegri til að skilja en þegar eiginmaðurinn sér um að skaffa á meðan konan hugsar um fjölskylduna. Svíar eru líklegastir allra þjóða til að skilja. Sumir útskýra háa skilnaðartíðni þessara frænda okkar út frá áralangri reynslu þeirra á hlutum sem eru ekki byggðir til að endast, aðrir kenna sænska velferðarkerfinu um. 1Vertu skuldbundin/n skuldbindingunniHjón sem haldast gift í áratugaraðir taka heit sín alvarlega. „Þar til dauðinn aðskilur okkur“ þýðir nákvæmlega það. Skilnaður kemur einfaldlega ekki til greina. Þessi hjón hlaupa ekki til lögfræð- inga um leið og óhjákvæmileg togstreita og vandamál koma upp. Þau takast á við erfiðleikana í sameiningu. 2 Gefðu allt sem þú geturHjón í löngu farsælu hjónabandi vinna ekki af hálfum huga að sambandinu. Báðir aðilar leggja sig 100 prósent fram og treysta á að hitt geri það líka. 3 Vertu þúSetningin „þú fullkomnar mig“ er aðeins rómantísk í ævintýraheimi bíómyndanna. Löng og farsæl hjóna- bönd eru skipuð tveimur sterkum og sjálfstæðum einstaklingum sem hafa jafn mikinn áhuga hvor á hinum. Hvor um sig á sína vini, áhugamál og hugðarefni. Þessi hjón líta ekki á sjálf sig sem hvort sinn helminginn heldur tvær heilar einingar sem styrkja hvora aðra. 4 Gefðu makanum tímaAðskild áhugamál þurfa ekki að þýða aðskilin líf. Gefðu þér tíma til að kynnast hugðarefnum makans og kynnast hans vinum. 5 Þið eruð liðHjón sem hafa verið gift í langan tíma kunna að meta hvort annað. Þau upplifa jafnrétti í sambandinu. Jafnrétti þarf ekki að þýða nákvæmlega eins líf og sömu verkefni og skyldur heldur verður að ríkja skilningur og sátt varðandi hlutverk, ábyrgð og ákvarðan- artöku. 6 Lærðu að rífast í góðuÖll pör lenda í ágreiningi. Hjón í farsælu hjónabandi eru í sama liðinu og takast á við vandamálin saman í stað þess að takast á við hvort annað. Þegar þau eru ósammála fara þau eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Haltu þér við efnið og hlustaðu á það sem makinn hefur að segja. Forðastu ljót uppnefni og ekki þráast við að hafa rétt fyrir þér, sama hvað það kostar. 7 Ekki láta litlu hlutina pirra þig Hjón í löngu farsælu hjónabandi líta fram hjá litlu atriðunum. Þau vita að það er óraunhæft að búast við fullkomnun. Litlir kækir og óvani eru einmitt það – eitthvað lítið. 8Passaðu litlu atriðinÁ hinn bóginn vita þeir sem ætla sér að vera giftir sama einstakl- ingnum út ævina að mörg lítil atriði geta orðið að stórum vandamálum yfir langan tíma. Reyndu að vinna á eigin kækjum og óvana. Skoðaðu og reyndu að breyta þeim atriðum sem þú veist að fara í taugarnar á maka þínum en hafðu í huga að enginn er fullkominn. 9 Fylgdu „gylltu reglunni“Komdu fram við makann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Ef þú kannt að meta kærleika og virðingu skaltu tileinka þér kærleika og virðingu í samskiptum þínum við makann. Það er ekkert pláss fyrir tvískinnung í hjóna- bandi. Ef þú vilt geta treyst makanum vertu viss um að makinn geti treyst þér. 10 Vertu tryggasti aðdáandinnAllir þurfa á því að halda að upplifa manneskjuna næst þeim sem þeirra helsta málsvara og unnanda. Hamingjusamlega gift hjón gagnrýna ekki né leiðrétta hvort annað fyrir framan aðra. Þau líta á hið jákvæða. Þau passa að allar umvandanir séu settar fram af virðingu. Þessi hjón tileinka sér hvatningu og hvetja hvort annað til að láta drauma sína rætast. 11 Haltu þér viðKynferðisleg spenna dvínar óhjákvæmilega með tímanum. Ef þú klæðir þig upp og hugsar um útlitið sýnirðu bæði þér og makanum virðingu. 12 Virtu fjölskyldu makansSiðir og venjur fjölskyldu þinnar eru líklega frábrugðin siðum og venjum fjölskyldu makans. Líkur eru á að þú þolir einfaldlega ekki einhvern úr hans/hennar fjölskyldu. Settu upp sparibrosið og mættu í veislurnar og afmælin. Ræðið saman og setið upp reglur varðandi tímalengd fjölskyldu- boða. Hjálpið hvort öðru að takast á við erfiða fjölskyldumeðlimi. Þú þarft ekkert að elska alla tengdafjölskylduna eins og hún leggur sig en makinn mun virða þig fyrir að reyna. 13 Taktu frá dagaGerið eitthvað saman. Það þarf ekki að vera dýrt. Hjón í farsælu hjónabandi setja eigin stefnumót í forgang. Það er nóg af gagnrýni, sorg og leiðindum í lífinu. Láttu makann finna að hann sé mikilsmetinn. Láttu hjónabandið ganga Listinn er skrifaður af bandaríska sálfræðingnum og fjölskylduráðgjafanum Marie Hartwell-Walker.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.