Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Síða 29
Leikstjórinn Christopher Nolan leitar nú að aðalleik-konum fyrir þriðju mynd- ina sína um grímuklæddu hetjuna Batman. Sú heitir The Dark Knight Rises og verður jafnframt síðasta myndin í röðinni. Samkvæmt hin- um ýmsu miðlum eru nú sex stór- leikkonur sem koma til greina í tvö hlutverk. Það eru þær Anne Hathaway, Rachel Weisz, Naomi Watts, Blake Lively, Natalie Port- man og Keira Knightley. Allt eru þetta frábærar leikkon- ur en hlutverkin sem eru í boði eru mjög ólík. Annars vegar ástkona Leðurblökumannsins og hins veg- ar illmenni og andstæðingur hans. Sem fyrr er það Christian Bale sem fer með hlutverk Batmans. Þá munu þeir Morgan Freeman, Mi- chael Caine og Gary Oldman allir verða á sínum stað. Það ríkir mikil eftirvænting varðandi það hvaða illmenni verða í myndinni en hinir ýmsu óþokkar hafa verið nefndir til sög- unnar. Nolan hefur gefið það út að myndin verði í þrívídd en það hefur ekki lagst vel í aðdáendur. Nolan fullvissar þá þó um að myndin verði einstök í útliti og að þar muni bíógestir sjá eitthvað alveg nýtt. Myndin verður sýnd sumarið 2012. mánudagur 15. nóvember 2010 sviðsLjós 29 www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur Christopher Nolan leitar að aðalleikkonum fyrir næstu Bat- man-mynd: Velur úr stórstjörnum Nolan og Bale Hafa gert það gott með Batman-myndunum. John Hamm, betur þekktur sem sögupersónan Don Draper í Mad Men-þáttaröðinni, hefur verið kosinn kynþokkafyllsti karlmaður heims af tímaritinu Star. Þetta er ekki fyrsti titillinn í þessa veru sem Hamm hlýtur. Hann var kosinn kynþokkafyllsti maður árs- ins 2007 á salon.com og nefndur sem einn af kynþokkafyllstu mönnum heims í People Magazine. GQ stillti kappanum upp á forsíðu í septem- bermánuði og afhenti honum alþjóð- legu „herraverðlaunin“ 2010. Að sögn aðstandenda blaðsins seldist blaðið eins og heitar lummur. „Megan Fox laut í lægra haldi fyrir forsíðuefninu John Hamm,“ sagði ritstjórinn. Hamm hefur verið á föstu með leikkonunni og handritshöfundinum Jennifer Westfeldt í meira en 10 ár og því geta konur gleymt því að kaupa sér farmiða til Los Angeles í von um að heilla kappann. Hamm er sérstak- ur golfáhugamaður og leikur tennis sér til skemmtunar. Í þáttunum Mad Men reykir Don Draper hverja sígarettuna á eftir ann- arri. Reykingar eru þó ekki hluti af lífsstíl hans og hætti hann reyndar að reykja 24 ára. Það eru því ekki alvöru sígarettur sem John Hamm reykir heldur jurtasígarettur. Don Draper heillar Sjarmi fimmta áratugarins bræðir hjörtu kvenna. John Hamm sem leikur Don Draper er kosinn kynþokkafyllstur trekk í trekk. Kynþokkafyllsti karlmaður heims mad men-stjarnan John Hamm heldur áfram að heilla konur: John og kærastan John og Jennifer hafa verið saman í meira en 10 ár Michael Clarke Duncan og Omarosa: Jakuxinn Michael Clarke Duncan og Omarosa Manigault-Stallworth eiga von á barni saman. Duncan er þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndinni The Green Mile þar sem hann lék aðalhlutverkið á móti Tom Hanks en Omarosa vakti mikla at- hygli í þáttum Donalds Trump, The Apprentice, á sínum tíma. Þá aðal- lega fyrir mjög umdeilda framkomu og frekju. Omarosa varð í kjölfarið konan sem Bandaríkjamenn elsk- uðu að hata. Duncan, sem er yfirleitt kallaður Big Mike, leikur í myndinni The Riot sem kemur út á næsta ári. Íslands- vinurinn Ron Perlman leikur þar að- alhlutverkið á móti honum. Eiga von á barni Michael Clarke Duncan og Omarosa Ekki er langt síðan þau byrjuðu saman en þau eiga von á barni. Glæsilegur hópur Anne Hathaway, Rachel Weisz, Naomi Watts, Blake Lively, Natalie Portman og Keira Knightley.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.