Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Síða 4
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is
Slakaðu á heima
• Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd
• Djúpslökun með infrarauðum hita
• Sjálfvirkt og stillanlegt nudd
Verið velkomin í verslun okkar
prófið og sannfærist!
Úrval nuddsæta
Verð frá 29.750 kr.
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
4 FRÉTTIR 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR
Geirmundur Vilhjálmsson var fanga-
vörður á Kvíabryggju þegar Árni
Johnsen afplánaði dóm sinn þar fyrir
fjársvik og varð þeim vel til vina. Sam-
kvæmt heimildum DV hjálpaði Geir-
mundur Árna mikið þegar hann var
að vinna listaverk sín úr grundfirsku
grjóti á Kvíabryggju. Þegar Árni var
laus úr prísundinni fóru Geirmund-
ur og Guðbjörg Friðfinnsdóttir, eig-
inkona hans, með Árna Johnsen og
konu hans, Halldóru Filipusdóttur,
í skemmtisiglingu um Karíbahaf-
ið í tilefni af sextugsafmæli Árna. Í
samtali við DV sagðist Árni Johnsen
ekki vilja tjá sig um mál Geirmundar
en sagist jafnframt trúa því að vinur
sinn væri saklaus af ásökunum sem á
hann hafa verið bornar.
Tengdur svikara fjölskyldu-
böndum
Sveinn Friðfinnson sem grunað-
ur er um að hafa staðið á bak við
milljarða gjaldeyrissvindl í Svíþjóð
og Danmörku er mágur Geirmund-
ar, en hann og Guðbjörg eiginkona
hans eru systkini. Meintum brotum
Sveins hefur verið líkt við svikamyllu
Bernards Madoffs og bitnuðu á þús-
undum manna sem lofað var mik-
illi ávöxtun en fengu ekki krónu af
fjárfestingum sínum til baka. Upp-
hæðirnar skiptu milljörðum. Sveinn
dvaldi mikið á Grundarfirði árið 2009
og fjárfesti í nokkrum fasteignum
þar. Hann keypti meðal annars veit-
ingahúsið Krákuna af foreldrum sín-
um og réðist í miklar endurbætur á
húsnæðinu. Það var þó aldrei klárað
og var húsnæðið síðar selt á nauð-
ungaruppboði. Þegar Sveinn mætti
í brúðkaup bróður síns í janúar 2009
var hann með tvo lífverði sér við hlið
og sagði hann að það tilheyrði því að
stunda viðskipti í Frakklandi og það
hefði hann verið að gera.
Féll á lyfjaprófi
Geirmundur var á árum áður farsæll
frjálsíþróttamaður en árið 1993 var
hann dæmdur í tveggja ára keppnis-
bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.
Hann viðurkenndi í kjölfarið að hafa
neytt ólöglegra lyfja fyrir bikarkeppni
Frjálsíþróttasambandsins það árið.
Rannsókn á meintum brotum
Geirmundar er nú í höndum ríkis-
endurskoðanda sem segir að erf-
itt sé að segja til um hversu langan
tíma rannsóknin taki en lagt sé upp
með að vinna hana hratt og klára sem
allra fyrst. Sem stendur vinna þrjár
manneskjur við að fara yfir bókhald
og reikninga Kvíabryggju en málið
er umfangsmikið og ekki er vitað hve
mörg ár aftur í tímann hin meintu brot
ná.
Eins og DV hefur greint frá er marg-
ar dularfullar úttektir að finna í reikn-
ingum fangelsisins á Kvíabryggju. DV
hefur undir höndum gögn sem sýna
meðal annars að keyptir voru fimm
handfærakrókar út á reikning fangels-
isins, en forstöðumaðurinn, sem nú
er kominn í leyfi, á sjálfur handfæra-
bát. Þá voru keypt Kenwood-bíltæki,
demparar, fjórir rafgeymar og margt
fleira.
Torfæruhjól á Kvíabryggju
Í samtali við DV sagði Páll Winkel
fangelsismálastjóri að farið hefði verið
yfir starfsemi fangelsisins eftir starfs-
mannfund þar um daginn. Hann
sagði talsvert af tækjum og tólum
hafa fundist sem ekki ættu heima þar
og nefndi sem dæmi mótorhjól, tor-
færuhjól og fjórhjól. Hann sagði líka
talsvert af hlutum vera þar sem hann
viti ekki hverjum tilheyri. „Allt sem á
ekki heima í fangelsinu verður fjarlægt
þegar búið er að skrásetja það.“
Fjölskyldan í fangelsinu
Geirmundur Vilhjálmsson hefur ver-
ið forstöðumaður á Kvíabryggju frá
árinu 2006 en áður starfaði hann þar
sem fangavörður. Hann tók við starf-
inu af föður sínum Vilhjálmi Pét-
urssyni en Vilhjálmur var forstöðu-
maður þar frá 1981 og hafði sjálfur
starfað sem fangavörður við fangels-
ið frá 1971. Móðir Geirmundar vann
einnig á Kvíabryggju, en hún var þar
matráðskona. Eiginkona Geirmund-
ar starfar þar nú sem matráðskona en
samkvæmt heimildum DV hefur hún
tekið sér leyfi frá störfum á meðan
rannsókninni stendur.
Geirmundur Vilhjálmsson var fangavörður á Kvíabryggju þegar Árni Johnsen sat þar
inni fyrir brot sín. Þeir urðu miklir vinir í kjölfarið og fóru saman ásamt eiginkonum
sínum í skemmtisiglingu til Karíbahafsins. Árni Johnsen trúir á sakleysi Geirmund-
ar vinar síns í þessu meinta fjársvikamáli.
Í KARÍBAHAFINU
MEÐ ÁRNA JOHNSEN
HANNA ÓLAFSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: hanna@dv.is
Í samtali við DV sagðist Árni
Johnsen ekki vilja tjá sig
um mál Geirmundar en
sagist þó trúa því að vin-
ur sinn væri saklaus af
ásökunum sem á hann
hafa verið bornar.
Féll á lyfjaprófi Geirmundurvarfar-
sællfrjálsíþróttamaðurenvardæmdur
ítveggjaárakeppnisbann1993eftirað
hafafalliðályfjaprófi.
Vinir ÁrniJohnsenog
Geirmundururðugóðir
vinirmeðanÁrniafplánaði
dómsinnáKvíabryggju.
Héraðsdýralæknir telur áhyggjur af svínaflensu óþarfar:
Enginhættaáferð
„Þetta gengur venjulega yfir á sex til
átta vikum svo er þetta afstaðið eins og
hver önnur flensa,“ segir Gunnar Gauti
Gunnarsson, héraðsdýralæknir Borg-
arfjarðar- og Mýrasýslu, um svína-
flensuna sem hefur greinst á tveimur
svínabúum Stjörnugríss hf. Búin sem
um ræðir eru á Hýrumelum í Hálsa-
sveit og Melum í Hvalfjarðarsveit.
Gunnar Gauti segir að ekki sé nein
hætta á ferð þó svo að H1N1-veiran
hafi greinst í nokkrum svínum. „Ég tók
sýni á Hýrumel á mánudaginn. Þetta
eru svokölluð PCR-sýni sem eru mjög
nákvæm og eru tiltölulega fjótleg og
nákvæm í greiningu. Það er ekki enn
komið út úr þeim en sýnin sem ég tók
á Melum í síðustu viku sögðu til um að
átta af þeim þrettán dýrum sem sýni
voru tekin úr, væru með veiruna,“ segir
Gunnar Gauti.
Þau dýr sem hafa verið skoðuð
sýndu engin sjúkdómseinkenni og eru
ekki með hita. Einnig hafa þeir sem að
dýrunum koma verið endurbólusettir.
„Ég hef heyrt talað um að þetta sé önn-
ur týpa af veirunni og þess vegna hafi
menn verið bólusettir á ný. Ég er ekki
með áreiðanlegar heimildir fyrir því en
reynt er að hafa allan varann á og því
hefur verið endurbólusett,“ segir hann.
Sölubann er sett á þau bú þar
sem svínaflensa greinist og sex önn-
ur svínabú sem er í eigu sömu aðila
eru í bráðabirgðabanni. Gunnar Gauti
undirstrikar þó að það sé engin hætta
á ferð. Svínin séu skoðuð og lagt mat
á hvort þau séu veik áður en þau eru
send í slátrun. Eins sé ekki hættulegt
fyrir fólk að neyta kjötsins enda borði
fólk ekki hrátt svínakjöt. gunnhildur@dv.is
Svín Flensanhefurgreinstá
tveimursvínabúum.MYND REUTERS
Kastaði af sér
vatni á löggubíl
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hafði hendur í hári karlmanns á fer-
tugsaldri á sunnudagskvöld eftir að
hann kastaði af sér vatni á almanna-
færi. Til að gera illt verra fyrir þá
valdi maðurinn sér einmitt lögreglu-
bíl til að pissa á og var því gripinn
glóðvolgur við að kasta af sér vatni.
Þegar lögreglumenn ætluðu að
hafa af honum afskipti reyndi mað-
urinn að flýja en það reyndist hæg-
ara sagt en gert að hlaupa undan
laganna vörðum með buxurnar á
hælunum.
Vill útskýringar á
ógildum atkvæðum
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, hefur óskað
formlega eftir fundi í allsherjarnefnd
með landskjörstjórn og yfirlögfræð-
ingi Alþingis vegna stjórnlagaþings-
kosninganna um helgina.
„Það sem slær mig mest er allt
þetta magn ógildra og gallaðra at-
kvæðaseðla. Tíu þúsund seðlar, það
þarf að fara yfir kosningarnar.“
Hún segir að svara verði spurn-
ingum um dræma kosningaþátt-
töku og flókið kosningakerfi. Vigdís
kveðst hafa lagt til að þetta yrði raf-
ræn kosning, því var hafnað. Hún
hafi lagt til að það yrðu krossar í stað
númera, en því var hafnað. „Ég vil fá
útskýringar á þessu.“
Rúður brotnar
í kirkju
Á sunnudag barst lögreglunni í
Vestmannaeyjum tilkynning um
að skemmdarverk hefðu ver-
ið unnin á safnaðarheimilinu
og Landskirkju í bænum. Rúður
höfðu verið brotnar á báðum stöð-
um.
Þá voru skemmdir unnar á þak-
glugga safnaðarheimilisins og ljós-
kastara á lóð kirkjunnar. Lögreglan
í Vestmannaeyjum óskar eftir upp-
lýsingum um þá sem þarna kunna
að hafa verið að verki.