Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 1. desember 2010 miðvikudagur no5 - st. 41-46 kr. 4195 no4 - st. 37-42 kr. 4195 no6 - st. 37-42 kr. 4560 Tilvalin jólagjöf Grensásvegi 8 S: 517-2040 www.xena.is Opnunartími virka daga 12-18 laugardag 12-16 no3 - st. 37-42 kr. 4560 no2 - st. 37-42 kr. 4195 no1 - st. 41-46 kr. 3350 Ekkert samkomulag um makrílinn Ekki næst samkomulag um hlutdeild Íslands í makrílveiðum næsta árs, samkvæmt niðurstöðu lokafundar fjögurra strandríkja sem aðild eiga að makrílveiðum í Norðaustur-Atl- antshafi. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að Ísland taki sér óbreytta hlutdeild í makrílveiðunum á næsta ári, að teknu tilliti til aukningar í ráðgjöf Al- þjóðahafrannsóknarráðsins. Ísland mun jafnframt beina því til hinna strandríkjanna að taka tillit til þessa við kvótaákvarðanir sínar með það í huga að heildarveiðar fari ekki fram úr vísindalegri ráðgjöf. 155 milljarða gjaldeyristekjur Staðfest hefur verið í nýjum Ferða- þjónustureikningum Hagstofunn- ar að gjaldeyristekjur ferðaþjón- ustunnar hafi verið 155 milljarðar árið 2009. Það eru tuttugu prósent af heildargjaldeyristekjum þjóð- arinnar og tíu prósent af vergri landsframleiðslu. Samtök ferða- þjónustunnar fagna þessum nið- urstöðum og segja þetta staðfesta enn og aftur mikilvægi ferðaþjón- ustunnar í íslensku þjóðarbúi. „Stærsta verkefni ferðaþjónust- unnar á næstunni verður að auka ferðaþjónustu utan háannar og liggja þar stærstu tækifæri greinar- innar til aukinnar verðmætasköp- unar,“ segir í tilkynningu. Sex konur hafa nú komið fram undir nafni og sakað Gunnar Þorsteins- son, forstöðumann Krossins, um kynferðislegt ofbeldi. Ólöf Dóra Bartels Jóns- dóttir var sú fimmta til að stíga fram. Hún hefur undir höndum dagbók sem hún ritaði árið 1986, þegar meint ofbeldi Gunnars gegn henni stóð sem hæst. Hún veit ekki afhverju hún geymdi bókina í öll þessi ár en segir það frels- un að koma loksins fram. DV1004099839_1.jpg VI0811114074-105.jpg Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir er fimmta konan sem stígur fram undir nafni með ásakanir á hendur Gunnari Þor- steinssyni, forstöðumanni Krossins, um meint kynferðislegt ofbeldi. Áður hafa þær  Sólveig og Sigríður Guðna- dætur,  Jóhanna Sigrún Jónsdótt- ir  og  Brynja Dröfn Ísfjörð Ingadótt- ir komið fram undir nafni með slíkar ásakanir ásamt einum nafnlausum vitnisburði. Eftir að Ólöf kom fram bættist svo sjötta konan, Helga Björk Óskarsdóttir, í hópinn. Gunnar neitar ásökunum en hefur stigið tímabundið til hliðar sem forstöðumaður Kross- ins. Ólöf, sem í dag er gift tveggja barna móðir búsett í Reykjavík, er doktor í stofnerfðafræði frá Háskól- anum í Björgvin og stundar kennslu á menntaskóla- og háskólastigi. Hún segir Gunnar hafa byrjað að áreita sig þegar hún var táningur, nýorð- in fimmtán ára gömul. Hún segir að áreiti Gunnars hafi verið af margvís- legum toga, það hafi staðið yfir í lang- an tíma og hafi orðið líkamlegt þeg- ar hún var 19 ára gömul. Hún segist hafa, framburði sínum til stuðnings, dagbók sem hún hélt árið 1986, þeg- ar meint ofbeldi Gunnars gegn henni stóð sem hæst. Hún sendi frá sér vitn- isburð þar sem hún lýsir samskiptum sínum og Gunnars á þessum tíma og þar koma fram beinar tilvitnanir úr dagbókinni sem hún ritaði ung stúlka. Úr vitnisburði Ólafar: „Áreiti af Gunnars hálfu hófst þegar ég var nýorðin fimmtán ára. Ég hafði verið erlendis þá um sumarið og tekið út töluverðan þroska þann tíma. Þeg- ar Gunnar sá mig hafði hann orð á því hve mikið ég hafði breyst á svo óvið- eigandi hátt að ég man enn stund og stað þessa atburðar.“ Önnur tilvitnun segir: „Líkamlegt áreiti af Gunnars hálfu hófst í upp- hafi árs 1986, (5. janúar, dagdók Óla- far), þegar ég var 19 ára og stóð yfir mánuðum saman. Hann nýtti sér flest þau tækifæri sem gáfust til að strjúka brjóst mín og lendar auk þess sem hann kyssti mig ítrekað á munninn og renndi fingrum sínum inn undir nær- buxur mínar. Vilji hans var einbeitt- ur og hann hagaði sér í samræmi við það.“ Í framhaldi lét Gunnar síendur- teknar athugasemdir falla um líkams- vöxt minn, sem varð sífellt kvenlegri. Auk þess sem augljóst var af augna- ráði hans og ummælum að hann leit ekki lengur á mig sem barn. Bein til- vitnun í orð Gunnars, 11. jan. 1986: „Þú ert ekki lengur stelpa, þú ert kona!“ (dagbók Ólafar). Dagbókarfærsla frá 20. janúar: „Eigi dreg ég fjöður yfir tilraun hans til iðrunar eftir að ég bað hann um að hætta. Það breytir því þó ekki að hann braut aftur á mér 1. febrúar (dag- bók Ólafar) og hélt uppteknum hætti mánuðum saman.“ „Síðla árs eignast ég góðan vin inn- an Krossins. Af því tilefni lætur Gunn- ar þessi orð falla: „Ekki gera neitt án minnar vitundar því ég á í þér hvert bein.“ (3. nóvember. 1986, dagbók Ólafar). „Það sem sárast svíður er vald- níðsla þessa andlega leiðtoga gagn- vart ungri saklausri sál sem þótti í raun vænt um hann á þessum tíma. Ég var óspjölluð og nánast ósnert. Ég treysti Gunnari sem fullorðnum manni, sem trúaðri sál og sem andlegum leiðtoga. Það er nánast ófyrirgefanlegt að setja óharðnaða kornunga konu í þá stöðu að þurfa að horfast í augu við breysk- leika Gunnars sem andlegs leiðtoga en ekki síst að horfast í augu við trún- aðarbrot hans gagnvart mér sem og öðrum safnaðarmeðlimum.“ 25 ára gamalt æxli Ólöf gekk í Krossinn 12 ára gömul. Hún hafði því verið safnaðarmeðlim- ur í tvö ár þegar meint ofbeldi hófst. Hún segir engin tengsl hafa verið á milli sín og Gunnars, önnur en þau að hún hafi verið meðlimur í söfn- uði þar sem hann var forstöðumaður. Hún segist ekki hafa getað stigið fram á sínum tíma og sagt frá áreitinu, ekki Konurnar sex sem hafa komið fram undir nafni: n Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir n Sólveig Guðnadóttir n Sigríður Guðnadóttir n Jóhanna Sigrún Jónsdóttir n Brynja Dröfn Ísfjörð Ingadóttir n Helga Björk Óskarsdóttir Þrjár þeirra, Sigríður, Sólveig og Brynja Dröfn, komu nýlega fram í viðtali við DV og lýstu meintu brotum Gunnars, ótta sínum og skömm. Þær vissu það ekki fyrr en nýlega að þær hefðu allar svipaða sögu að segja og höfðu borið harm sinn í hljóði öll þessi ár. konurnar SÓlrÚn lilJa raGnarSDÓttir blaðamaður skrifar: solrun@dv.is Hann nýtti sér flest þau tæki- færi sem gáfust til að strjúka brjóst mín og lendar auk þess sem hann kyssti mig ítrek- að á munninn og renndi fingrum sínum inn und- ir nærbuxur mínar. „Þú Ert Ekki lEngur stElpa, Þú Ert kona!“ Sætir hörðum ásök- unum Gunnar neitar öllum ásökunum um kynferðislegt ofbeldi en hefur stigið tímabundið til hliðar sem forstöðu- maður Krossins. Eitt hinna meintu fórnarlamba Sigríður Guðnadóttir er systir fyrrverandi eiginkonu Gunnars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.