Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Side 9
miðvikudagur 1. desember 2010 fréttir 9
Eftirfarandi tilkynning er birt til að fullnægja þeirri skyldu sem kveðið er á um í 13. gr. Tilskipunar Evrópuþingsins
og ráðsins 2001/24/EB frá 4. apríl 2001 um endurskipulagningu og slit lánastofnana.
Hinn 22. nóvember 2010 kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp þann úrskurð að Landsbanki Íslands hf., kt. 540291-2259,
Austurstræti 16, Reykjavík („bankinn“) yrði tekinn til slitameðferðar eftir almennum reglum B-liðar XII. kafla laga nr.
161/2002, sbr. þó 3. og 4. tölulið ákvæðis V. til bráðabirgða í sömu lögum og með þeim réttaráhrifum sem leiða af 2.
tölulið sama ákvæðis, eins og því var breytt með 2. gr. laga nr. 132/2010.
Fjármálaeftirlitið hafði hinn 7. október 2008 tekið sér vald hluthafafundar og skipað bankanum skilanefnd. Samkvæmt
heimild í lögum nr. 129/2008, sbr. lög nr. 21/1991, var bankanum veitt heimild til greiðslustöðvunar með úrskurði
héraðsdóms 5. desember 2008. Heimildin hefur síðan verið framlengd þrívegis, síðast 31. ágúst 2010 til 5. desember
2010. Frekari framlenging var ekki heimil að lögum.
Lög nr. 44/2009, sem tóku gildi 22. apríl 2009, höfðu í för með sér breytingar á eðli og inntaki greiðslustöðvunar
fjármálafyrirtækis. Samkvæmt 2. tölulið ákvæðis II. til bráðabirgða í lögum nr. 44/2009 (ákvæði V. til bráðabirgða í lögum
nr. 161/2002) skyldu ákvæði 1. mgr. 101. gr., 102. gr. og 103. gr. og 103. gr. a laga nr. 161/2002, eins og þeim var breytt
með 1. mgr. 5. gr. og 6–8 gr. laga nr. 44/2009, gilda um greiðslustöðvunina með sama hætti og ef bankinn hefði verið
tekinn til slitameðferðar með dómsúrskurði á gildistökudegi laganna. Kveðið var á um að slitameðferðin skyldi þó nefnd
heimild til greiðslustöðvunar svo lengi sem sú heimild stæði. Lög nr. 44/2009 kváðu jafnframt á um að þegar slík heimild
rennur út skuli fyrirtækið sjálfkrafa, og án þess að sérstakur dómsúrskurður komi til, talið vera í slitameðferð samkvæmt
almennum reglum. Var bankanum skipuð slitastjórn með ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur hinn 29. apríl 2009.
Innköllun til kröfuhafa var birt og kröfulýsingarfrestur ákveðinn til 30. október 2009. Einnig var birt auglýsing 2009/C
125/08, um framlengingu greiðslustöðvunar bankans, í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Auk innköllunar kom fram
í auglýsingunni ábending um þá fresti sem virða skyldi. Þrír fundir hafa verið haldnir um lýstar kröfur og tveir í viðbót
hafa verið ákveðnir 1. desember 2010 og 19. maí 2011. Ráðgert er að á þeim fundi verði lokið við að kynna afstöðu
slitastjónar til viðurkenningar krafna á hendur bankanum.
Með lögum nr. 132/2010, sem tóku gildi 17. nóvember 2010, voru gerðar breytingar á lögum nr. 161/2002 þess efnis að
áður en heimild fyrirtækis til greiðslustöðvunar rynni út gætu skilanefnd þess og slitastjórn í sameiningu farið fram á að
fyrirtækið yrði með dómsúrskurði tekið til slitameðferðar eftir almennum reglum, enda væri þá að mati dómsins uppfyllt
efnisleg skilyrði sem fram koma í 3. tölulið 2. mgr. 101. gr. laganna. Yrði fallist á slíka málaleitan af hálfu dóms skyldu
þær ráðstafanir standa óraskaðar sem gerðar voru í greiðslustöðvun fyrirtækisins frá gildistöku laga nr. 44/2009.
Gerð var krafa um slíkan úrskurð af hálfu skilanefndar og slitastjórnar bankans og var úrskurður kveðinn upp 22. nóvem-
ber 2010 á grundvelli laganna eins og þeim var breytt með lögum nr. 132/2010. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að
fullnægt væri skilyrðum laga fyrir úrskurði um slitameðferð. Eignir bankans nema u.þ.b. 1.138 milljörðum króna (miðað
við núverandi horfur um heimtur eigna og gengi krónunnar 30. september 2010) en skuldir u.þ.b. 3.427 milljörðum.
Bankinn var því ógjaldfær að mati dómsins og ekki líkur á því að greiðsluvandi sé tímabundinn, sbr. 3. tölulið 2. mgr. 101.
gr. laga nr. 161/2002. Með ákvörðun sinni staðfestir dómurinn jafnframt að í samræmi við lögin skuli þær ráðstafanir
halda gildi sínu sem gerðar voru í greiðslustöðvun fyrirtækisins eftir gildistöku laga nr. 44/2009, en það þýðir m.a. að
skipun skilanefndar bankans og slitastjórnar heldur gildi sínu, svo og allar þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið á grund-
velli 101.–103. gr. og 103. gr. a laga nr. 161/2002, sbr. nánar 2. tölulið ákvæðis V. til bráðabirgða í lögunum.
Úrskurðurinn staðfestir einnig að miða skuli áfram við gildistökudag laga nr. 44/2009, þ.e. 22. apríl 2009, að því leyti sem
rétthæð krafna og önnur réttaráhrif ráðast almennt af þeim degi sem úrskurður gengur um slitameðferð.
Reykjavík, 30. nóvember 2010.
Slitastjórn Landsbanka Íslands hf. Skilanefnd Landsbanka Íslands hf.
Halldór H. Backman hrl. Lárentsínus Kristjánsson hrl.
Herdís Hallmarsdóttir hrl. Einar Jónsson hdl.
Kristinn Bjarnason hrl.
AUGLÝSING UM ÚRSKURÐ
UM SLITAMEÐFERÐ
Könnun lífeyrissjóða um vilja til niðurfellingar skulda:
Vilja ekki skuldaniðurfellingu
Á mánudag birtu Landssam-
tök lífeyrissjóða niðurstöður úr
könnun sem framkvæmd var af
Miðlun ehf. um mögulega nið-
urfellingu skulda. Ef marka má
niðurstöðurnar eru 43 prósent
Íslendinga andvíg almennri
skuldaniðurfellingu, en þriðj-
ungur, eða 29,1 prósent, er hins
vegar fylgjandi því að lífeyris-
sjóðir taki þátt í niðurfellingu
húsnæðisskulda þó það leiði til
þess að lífeyrisgreiðslur kunni
að skerðast. Könnunin var gerð
á netinu og var upphaflegt úrtak
1.600 manns á aldrinum 18–75
ára, valið af handahófi úr þjóð-
skrá. Þar af svöruðu 863 eða 54
prósent.
Karlar eru greinilega hlynnt-
ari þessum hugmyndum en
konur og fólk á höfuðborg-
arsvæðinu er hlynntara hug-
myndunum en landsbyggðar-
búar. Stuðningur er mestur hjá
fólki með fjölskyldutekjur á bil-
inu 550–799 þúsund krónur á
mánuði en minnstur hjá þeim
sem hafa undir 250 þúsund
krónur á mánuði í tekjur.
DV hafði samband við Hrafn
Magnússon, framkvæmdastjóra
Landssamtaka lífeyrissjóða.
„Ég held að þetta sýni að meiri-
hluti þjóðarinnar er andvígur
almennri niðurfellingu skulda.
Svo er önnur spurning sem er
sértæk skuldaaðlögun handa
þeim sem eru í greiðsluvanda
og að þeim málum hafa lífeyr-
issjóðirnir viljað koma. Kröfurn-
ar verða hins vegar að vera inn-
heimtanlegar. Lífeyrissjóðirnir
eru aðilar að samkomulagi um
sértæka skuldaaðlögun og vilji
þeirra er að rýmka reglurnar
þannig að sjóðirnir geti komið
fleirum til hjálpar við að greiða
úr sínum vanda.“
Niðurstöður könnunarinn-
ar eru birtar á heimasíðu sam-
bandsins þar má sjá þær í heild
sinni. Um var að ræða netkönn-
un sem framkvæmd var 20. okt-
óber til 16. nóvember 2010.
bjorn@dv.is
Hrafn Magnússon Framkvæmda-
stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
eins og jarðvegurinn var þá. „Ég hefði
sjálfsagt verið ein að berjast og það
hefði farið illa með unga konu á þess-
um tíma,“ segir Ólöf í samtali við DV.
Henni fannst hún þó verða að stíga
fram eftir að hver konan á fætur ann-
arri sýndi þann kjark. „Sannleikurinn
varð að koma fram. Maður þurfti auð-
vitað smá tíma, þetta er 25 ára gam-
alt æxli sem hefur skotið rótum þarna
í hjartanu. Maður þurfti tíma til að
melta þetta, en eftir því sem á leið síð-
ustu daga þá varð ég alltaf sannfærð-
ari og sannfærðari.“
Ólöf segist sterklega hafa grunað
að fleiri konur hefðu orðið fyrir áreiti
af hálfu Gunnars og henni þótti sárast
að geta ekki hjálpað þeim ungu kon-
um sem voru hugsanlega að ganga í
gegnum svipaða reynslu.
Bókin hluti af byrðinni
Aðspurð hvernig henni hafi orðið við
þegar konurnar stigu fram hver af
annarri, segir hún að henni hafi verið
létt. „Mér fannst að nú væri tækifær-
ið komið, nú loksins.“ Ólöf segir gíf-
urlega frelsistilfinningu hafa altekið
sig eftir að hún loksins kom fram með
sinn framburð og losaði sig við þessa
þungu byrði.
Hún segist hafa velt því fyrir sér af-
hverju hún geymdi umrædda dagbók í
öll þessu ár því hún hafi aldrei átt dag-
bækur. „Ég held að það hafi bara ver-
ið vegna þess að hún var hluti af þeirri
byrði sem ég var að drattast með, þetta
var bara svona eðlilegur hluti af henni.
Þess vegna týndist hún aldrei, jafnvel
þó ég hafi flutt til Noregs á sínum tíma
þá einhvern veginn fylgdi hún mér. Ég
kann enga skýringu aðra en að þetta
hafi bara verið hluti af klafanum.“ Hún
segir að bókin muni þó fylgja henni
eitthvað áfram þrátt fyrir að hún hafi
afhjúpað innihald hennar.
„Þú ert ekki lengur
stelpa, Þú ert kona!“