Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Page 15
NÁÐU BLETTUNUM ÚR „Til að ná blett- um úr fatnaði eða öðru er best að reyna strax eða sem allra fyrst að vinna á þeim. Sitji blettur of lengi þannig að efnið drekki hann í sig, þornar hann inn í efnið og erfiðara verður og stundum ógerningur að ná honum úr. Oft nægir að bera blettaeyði á bletti og þvo síðan á hefðbundinn hátt en aðrir blettir þurfa sérmeðhöndlun og því fyrr því betra,“ segir á vef Leiðbeiningarstöðvar heimilanna, leidbeiningarstod.is. Þar er langur listi yfir efni sem duga gegn algengustu blettum. SÚRMJÓLK GEGN MYGLUBLETTUM Á vef Leiðbein- ingarstöðvar heimilanna er enn fremur að finna ráð til að ná alls kyns blettum úr fötum. Þar segir að volgt vatn eða matarsódi virki best gegn bjórblettum, brennsluspritt virki vel á blekbletti, kalt vatn og salt vinni á blóðblettum, líf- rænar sápur eða uppþvottalögur dugi gegn feitum blettum eins og majónesi, matarolíu eða lýsi. Grænsápa eða uppþvottalögur dugar gegn grasgrænu, matarsódi gegn rauðvíni og súrmjólk gegn myglublettum. Til að ná tyggjói úr fötum er best að frysta tyggjóklessuna eða kæla hana og skafa síðan af með hníf eins og hægt er. Hreinsað bensín dugi til að ná restinni í burtu. MIÐVIKUDAGUR 1. desember 2010 NEYTENDUR 15 BRÁÐFITANDI SKYNDIBITI Mikið af fitu, prótínum og kolvetnum Forvitnilegt er að skoða fituinnihald- ið í þeim máltíðum sem DV hefur sett saman og reiknað út næring- argildið í. Píta með frönskum og kók inniheldur þannig 71 pró- sent af ráðlögðum dagskammti af fitu en pítan sker sig úr hvað fituinnihald snertir. Hinar máltíðirnar innihalda á bilinu 14 til 34 prósent af ráðlögðum dagskammti af fitu. Þess má til saman- burðar geta að ofnbökuð ýsa með niðursoðnu grænmeti og soðnum kartöflum inni- heldur aðeins um 8 prósent af ráðlögðum dagskammti af fitu. Eins og sjá má innihalda máltíðirnar líka stóran hluta hæfilegs dagskammts af prót- ínum og kolvetnum. Þess má loks geta að mat- arvefurinn er samstarfsverkefni Hugbúnaðar hf., Matvælarann- sókna Keldnaholti, Manneldis- ráðs Íslands, Námsgagnastofnunar og Rannsóknarstofu í næringarfræði við Háskóla Íslands. Gögn um efna- innihald matvælanna koma úr ís- lenska gagnagrunninum ÍSGEM. Algeng orkuþörf (hitaeiningar) miðað við meðallíkamsþyngd íbúa á Norðurlöndum og mismikla hreyfingu. Konur Hreyfing Aldur (ár) lítil meðal mikil 18–30 1.980 2.250 2.560 31–60 1.940 2.200 2.450 61–74 1.780 2.030 2.270 75+ 1.700 1.960 2.220 Karlar Hreyfing Aldur (ár) lítil meðal mikil 18–30 2.560 2.940 3.300 31–60 2.450 2.820 3.180 61–74 2.220 2.530 2.870 75+ 2.010 2.290 2.590 Börn og unglingar Aldur(ár) Stúlkur Drengir 2 1.050 1.120 4 1.270 1.360 6 1.630 1.770 8 1.770 1.960 10 1.910 2.200 12 2.080 2.340 14 2.270 2.580 16 2.370 2.870 Hver er orkuþörfin þín? Þrjár pizzasneiðar og 0,5l kók Hlutfall af daglegri orkuþörf karlmanns: Rækjusamloka og 0,5l kók Hlutfall af daglegri orkuþörf karlmanns: Ath. Á ekki sérstaklega við um samloku frá Sóma. Stór Subway-bátur og 0,5l kók Hlutfall af daglegri orkuþörf karlmanns: Hamborgari, franskar og 0,5l kók Hlutfall af daglegri orkuþörf karlmanns: 1944 réttur með bolognese og 0,5l kók Hlutfall af daglegri orkuþörf karlmanns: Píta, franskar og 0,5l kók Hlutfall af daglegri orkuþörf karlmanns: 41% 50% 24% 35% 25% 39%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.