Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2010, Síða 18
Lífsleikni Gillz er rúmlega hundrað síðna bók eftir Egil Einarsson. Bókin á að kenna körlum að lifa lífinu eins og Gillz gerir sjálfur. Hvort sem það er eftirsóknarvert eða ekki verður ekki metið hér. Undirritaður skipar sér hvorki í hóp harðra aðdáenda Egils, né í hóp þeirra sem telja að hann sé helsta mein samfélagsins. Um þessa bók er ómögulegt að fara mjög fögrum orðum. Hér er augljóslega á ferð tilraun Egils og út- gáfunnar til þess að græða peninga á auðveldan hátt, eftir að síðasta bókin sló í gegn. Það er auðvitað allt gott og blessað, en þá þarf bókin líka að vera sæmileg. Þessi bók er það ekki. Nokkrum sinnum hló ég upp- hátt, aðallega á fyrstu síðum henn- ar. Síðan hætti ég að hlæja. Það er vegna þess að bókin er sami brand- arinn út í gegn. Hún gengur út á að Gillz er bestur og svo eru ofnotaðir nokkrir frasar á borð við prinsess- ur, jónsoninn og fleiri. Á hverri síðu er svo nafnatog, þar sem grínið er sett í samhengi við einhvern frægan Íslending. Þá aðallega hvort hann sé jafnfeitur, massaður eða glæsilegur og eitthvað fleira sem höfundur tengir við umfjöllunarefnið. Fyndið fyrst, en verður mjög þreytandi. Egill hefur verið boðberi þess að fólk geti náð langt með metnaði og dugnaði. Ekki er að sjá að hann hafi fylgt þeim reglum eftir sjálfur við skrif þessarar bókar. Sérstaklega er það slæmt þegar jafnyfirlýsingaglað- ur maður og hann er sendir frá sér svona metnaðarlausa og þunna bók. Lestur bókarinnar tók þrjá tíma. Há- punkturinn var þegar ég lagði hana frá mér. Valgeir Örn Ragnarsson 18 1. desember 2010 miðvikudagur Þunn bók frá Þykka Skemmti- og fræðirit Lífsleikni gillz Egill Einarsson Útgefandi: Bókafélagið. 120 blaðsíður Hughrifin sem ég fann fyrir á stundum meðan ég las bók nýjustu Bergsveins Birgissonar, ástarsöguna Svar við bréfi Helgu, minntu mig á vellíðanina sem ég fann fyrir í draumi sem barn um leið og ég pissaði undir. Í draumnum stóð ég einhvers staðar úti í íslenskri náttúru, í daufu, dvínandi sólskini á fallegu sumarkvöldi, og pissaði á gaddavírsgirðingu með lokuð aug- un. Ég fann fyrir ylvolgu hlandinu renna niður lærið á mér. Eitt augna- blik fannst mér stundin nánast vera fullkomnuð með þessari litlu nautn að míga svona úti á fallegum degi með sólina á augnlokunum á meðan hitinn læddist um mig allan. Svo rankaði ég við mér í blautu rúmi. Bók Bergsveins rifjaði upp þess- ar dýrlegu, draumkenndu minningar mínar úr æsku vegna þess að bók hans er skrifuð á svo lýsandi og kröftugu máli, og atburðirnir sem hún segir frá eru svo heillandi og holdlegir en einn- ig tragískir, að textinn getur ekki ann- að en kallað fram líkamleg viðbrögð og sterk hughrif hjá lesandanum rétt eins og lifandi minningar geta gert. Reynd- ar er orðfærið það fornt og rammt á köflum, tekið að mestu úr gömlu ís- lensku sveitamenningunni, að líklega munu margir lesendur eiga í erfiðleik- um með að skilja hvert einasta orð. En slíkt smáatriði kemur engan veg- inn að sök: slíkur er galdurinn og feg- urðin í þessari litlu bók sem ég byrj- aði umsvifalaust að lesa aftur upphátt fyrir kærustuna mína eftir að ég hafði klárað hana í fyrsta sinn í hljóði. Bókin segir frá öldruðum bónda í íslenskri sveit, Bjarna, sem tekur sig til að kvöldi lífs síns og svarar bréfi sem ástkona hans Helga sendi honum löngu áður. Bæði höfðu þau verið gift öðrum en haldið framhjá mökum sín- um á laun, meðal annars vegna erfið- leika í samskiptum við þá. Þau höfðu verið nágrannar meðan á ástarsam- bandinu stóð og eftir að því lauk, þar til Helga skildi við mann sinn og flutt- ist til Reykjavíkur. Eftir sat Bjarni með konu sinni í sveitinni. Bæði hugsuðu til hvors annars eftir þetta. Í bréfinu til Helgu lýsir Bergsveinn samskiptum þeirrra þegar þau voru ung, hvernig Bjarni girntist Helgu og lét sig dreyma um hana löngu áður en nokkuð gerðist á milli þeirra, hvernig einstök samskipti ollu honum enda- lausu hugarangri meðan á þessum forleik stóð og hann reyndi að stand- ast þá miklu freistingu sem hann fann vella í eigin brjósti. Flóðgáttirn- ar bresta svo þegar Bjarni og Helga loksins njótast og bóndinn er sem nýr maður og upplifir ástand sem hann kallar síðar „fengitíð“ lífs síns, tíma- bilið þegar þau létu til leiðast og full- komnuðu ást sína þrátt fyrir hindranir. Eftir slíkan trylling hlýtur eitthvað að bresta. Hápunktar bókarinnar eru nokkr- ir en fyrst verður að nefna lýsingar Bergsveins á fundum þeirra Bjarna og Helgu. Þar fer Bergsveinn á slíkt flug að lesandinn skellir upp úr og glottir á köflum. Hann blandar saman lýsing- um á líkama Helgu og tali um skepn- ur, hland, fjárkláða, verkfæri og vinnu- vélar þannig að úr verður merkilegur grautur, enda kannski ekki óeðlilegt að íslenskur bóndi fæddur rétt eftir aldamótin 1900 noti líkingar úr eigin hversdagsleika þegar hann er berg- numinn af kvenlegri fegurð. ,,Sýnin af þér berri í sólgeislunum var frísk- andi fyrir augað líkt og blóm á nakinni klettasyllu. Ég hef í raun engu sam- an að jafna við þessa sjón. Mér dettur helst í hug þegar Farmallinn kom. Að rífa grindina utan af vélinni og papp- ann og sjá þá glansandi dýrð sem átti eftir að umbylta lífinu.“ Lýsingar Bergsveins verða til þess að lesandinn nánast finnur lyktina af samlífi þeirra við útihúsin, af grasinu sem umlykur þau eða af hlandinu sem skvettist á þau meðan þau baða sauðfé upp úr því til að berjast gegn fjárkláðanum. Þessar yndislegu og ærslafullu lýs- ingar á samlífi þeirra Bjarna og Helgu gætu látið einhvern halda að hér væri komin 21. aldar útgáfa af hinni stór- skemmtilegu riddarasögu, Bósa- sögu og Herrauðs, sem er þekkt fyrir mjög berorðar kynlífslýsingar. En svo er ekki. Sögurnar af samveru þeirra Bjarna og Helga krydda bókina og glæða hana fjöri og fegurð en hún fjallar fyrst og fremst um erfitt ástar- samband á milli tveggja einstaklinga, um eftirsjá, breyskleika og að endingu persónulegan harmleik. Bókin lýsir einnig togstreitu á milli gömlu íslensku sveitamenningarinn- ar og nútímans sem kristallast með- al annars í því hvernig tækni – trakt- orar og gúmmístígvél – hafa breytt lífi bóndans og eins því hvernig Bjarni getur ekki kvatt sveitina sína, ævistarf sitt og konu og haldið til borgarinn- ar á vit ástarinnar. Slík togstreita milli hins gamla og nýja á Íslandi, sveitar- innar og bæjarlífsins, er þekkt úr ýms- um íslenskum skáldsögum frá síðustu öld, svo sem eins og Sjálfstæðu fólki eða Atómstöðinni en hér vinnur Berg- sveinn með þessa spennu nær sam- tímanum. Bergsveinn grípur nokkr- um sinnum í bókinni til sterkra og frumlegra líkinga, meðal annars til að fanga hugarangur Bjarna þegar þess- ir tveir þættir, ástin og ótti hans við bregðast sveitinni og skyldum sínum, stangast á í huga hans og eitthvað gef- ur sig: ,,Sama hvað ég harkaði af mér, þá þrýstist gráturinn út úr mér líkt og blóðrefjar í gegnum grisju.“ Þetta eru tveir aðalþræðirnir sem Bergsveinn leikur sér með í bókinni og stillir upp andspænis hvor öðrum í þeim Bjarna og Helgu: bæði elska þau en virðast hafa ólíkar hugmyndir til sveitarinn- ar. Dýrð bókarinnar brýst út þegar eitthvað lætur undan í þeim báðum og þau leyfa sér að gera það sem þau vilja helst. Lokamálsgreinin í bókinni er svo með því fallegasta sem ég hef lesið lengi. Viðeigandi endir á bók sem fer með lesandann á milli margra ólíkra tilfinninga og hughrifa eftir ástandi sögumannsins Bjarna og sem kem- ur manni stöðugt á óvart með frum- legri notkun Bergsveins á tungumál- inu. Þetta er í fáum orðum sagt alveg dásamleg bók. Ingi F. Vilhjálmsson Skáldsaga Lyktin af ástinni Svar við bréfi Helgu Bergsveinn Birgisson Útgefandi: Bjartur. 103 blaðsíður Yrsa Sigurðardóttir sem hef- ur fengið viðurnefnið „hrylling- samman“ hefur gott lag á að flétta saman ólíka þræði í grípandi sögu sem einkennist af dulúð, spennu og ekki síst hryllingi. Ég man þig mun án efa auka á vinsældir Yrsu víða um lönd og festa þetta viður- nefni í sessi því bókin fær hárin til að rísa og er verulega sannfærandi hryllings- og draugasaga. Reynd- ar kolféll undirrituð fyrir þessari bók því Yrsa fléttar afbragðsvel alla sína þræði, hún nýtir þjóð- sögur og klassískar hrollvekjur og tvinnar jafnframt saman atburð- um sem eiga sér rætur í mannleg- um brestum og þá hina yfirnátt- úrulegu. Það er varla hægt að segja frá söguþræði þessarar bókar án þess að spilla lestrinum en við sögu kem- ur ungt fólk sem gerir upp hús á Hesteyri í Jökulfjörðum um miðjan vetur og fer að gruna að það sé ekki einu gestirnir í þeim eyðifirði og ungur læknir á Ísafirði sem dregst inn í rannsókn á sjálfsmorði gam- allar konu og á í sálarkreppu vegna óútskýrðs hvarfs ungs sonar. Í dómum erlendra dagblaða og tímarita hefur hún fengið feiknar- góða dóma; í The Daily Telegraph var hún sögð svar Íslands við Stieg Larson, sem er óneitanlega þreyt- andi og ofnotuð samlíking en góð- ur heiður þrátt fyrir það. Í Times var Yrsa einnig ausin lofi og sagt að vafalítið væri hún í hópi fremstu glæpasagnahöfunda Norðurlanda. Hún á alla þessa lofdóma fyllilega skilið því hér er á ferð hrollköld saga sem hefur eitthvað nýtt og ferskt að miðla til íslenskrar spennusagna- hefðar. Kristjana Guðbrandsdóttir Spennusaga Ég man þig Yrsa Sigurðardóttir Útgefandi: Veröld. 320 blaðsíður Hryllingsamman í stuði Næsti Stieg Larsson? Lofi er ausið yfir Yrsu í erlendum dagblöðum og henni líkt við Stieg Larsson heitinn. Ástarsaga Svar við bréfi Helgu er falleg ástarsaga, minningabók, þar sem aldraður bóndi rýnir í ástarsamband sitt við konuna sem hann elskaði en þorði ekki að elta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.