Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Síða 2
2 FRÉTTIR 6. desember 2010 MÁNUDAGUR
Tryggvi Rúnar Leifsson lést á líkn-
ardeild Landspítalans 1. maí í fyrra
58 ára að aldri. Í desember 1977 var
Tryggvi Rúnar Leifsson í undirrétti
dæmdur í 16 ára fangelsi í svokölluðu
Geirfinns- og Guðmundarmáli. Báð-
ir höfðu Geirfinnur og Guðmundur
horfið með óútskýrðum hætti og enn
þann dag í dag hefur hvorki tangur
né tetur fundist af þeim. Dómstól-
ar töldu sannað að þeir hefðu verið
myrtir.
Tryggvi Rúnar var einn sex ung-
menna sem handtekin voru eftir um-
fangsmikla leit og rannsókn á hvarfi
Geirfinns í nóvember 1974. Tryggvi
Rúnar er nú allur; krabbamein í vé-
linda dró hann til dauða þann 1. maí
í fyrra eftir langvinn og erfið veikindi.
Hann hélt fram sakleysi sínu til hinsta
dags og átti erfitt með að skilja hvernig
þjóðfélaginu tókst að smíða sannleik-
ann um sekt sexmenninganna. Líkin
fundust aldrei. Morðvopn og ástæður
skorti eins og Haukur Guðmundsson
fyrrverandi rannsóknarlögreglumað-
ur bendir á í bókinni „19. nóvember“
sem kom út nú fyrir jólin. Þar rekur
Haukur málavexti frá hvarfi Geirfinns
í Keflavík 19. nóvember 1974. Sjálfur
vann Haukur að rannsókninni lengi
framan af án þess að sannfærast um
sekt ungmennanna.
„Í mínum huga leikur enginn vafi
á að Tryggvi Rúnar og hin fimm, sem
dæmd voru, höfðu ekkert með hvarf
Geirfinns Einarssonar og Guðmund-
ar Einarssonar að gera,“ segir Sigríð-
ur Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, eftirlifandi
eiginkona Tryggva Rúnars í samtali
við DV, sem hér fer á eftir.
Kristján Viðar Viðarsson og Sæv-
ar Marinó Ciesielski fengu báðir lífs-
tíðardóm. Guðjón Skarphéðinsson
fékk tólf ára dóm. Erla Bolladóttir og
Albert Klahn Skaftason fengu væg-
ari dóma. Dómararnir í Sakadómi
Reykjavíkur, þeir Gunnlaugur Briem,
Ármann Kristinsson og Haraldur
Henrýson, voru sammála um niður-
stöðuna. Aldrei höfðu verið kveðn-
ir upp svo þungir dómar frá því nú-
gildandi hegningarlög tóku gildi árið
1940. Allir sakborningarnir, að und-
anskildum Guðjóni Skarphéðinssyni
voru um eða innan við tvítugt þegar
Guðmundur hvarf í Hafnarfirði og
Geirfinnur í Keflavík, Guðjón var þá
um þrítugt.
Umdeildar játningar
Í febrúar 1980 kvað Hæstiréttur upp
sinn dóm. Dómarar voru Björn Svein-
björnsson, Ármann Snævarr, Bene-
dikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og
Þór Vilhjálmsson. Þeir milduðu dóm-
ana yfir Sævari og Kristjáni Viðari;
sá fyrrnefndi fékk 17 ára fangelsi en
sá síðarnefndi 16 ára. Dómurinn yfir
Tryggva Rúnari var styttur í 13 ár, Guð-
jóni í 10 ár og Alberti Klahn í 12 mán-
uði. Hann var hins vegar staðfestur
yfir Erlu Bolladóttur. Alls var þetta 60
til 70 ára fangelsisdómur.
Í forsendum dóms Hæstaréttar var
talið ómögulegt að taka mark á því að
sakborningar höfðu dregið framburð
sinn til baka. Vísað var til þess að Geir-
finnur hefði horfið í nóvember 1974
en framburður ekki dreginn til baka
fyrr en árið 1977. Einn af stjórnendum
rannsóknarinnar, Örn Höskuldsson
dómarafulltrúi, hafði þó bréflega gert
grein fyrir því að hann tæki ekki mark
á játningu Sævars, fáeinum dögum
eftir að hún lá fyrir.
Talið var sannað að Tryggvi Rún-
ar hefð átt aðild að því að svipta Guð-
mund Einarsson lífi auk annarra
brota. Hann var á sjó þegar Geirfinn-
ur hvarf og hafði því fjarvistarsönnun
varðandi hvarf hans.
Ljúfmenni
Tryggvi Rúnar var Reykvíkingur, ólst
upp í Laugarnesinu til unglingsára
en flutti þaðan í Selásinn. Hann út-
skrifaðist sem rafsuðumaður frá Fjöl-
brautaskóla Suðurlands árið 1980
en hann hafði þá frá handtöku setið
nokkur ár í gæsluvarðhaldi og fang-
elsi.
Sjöfn og Tryggvi Rúnar hittust fyrst
árið 1968, þá afar ung að árum. Þau
gengu í hjónaband árið 1979. Dóttir
þeirra, Kristín Anna, var þá 4 ára.
Sjöfn dregur ekki fjöður yfir það
að Tryggvi Rúnar var óreglusamur og
fetaði óheillabrautir á þessum tíma.
„En morðingi var hann ekki, svo mik-
ið er víst. Það gekk á ýmsu hjá hon-
um og við höfðum byrjað saman og
hætt. En eftir að Geirfinnsmálið kom
upp og Tryggvi Rúnar var handtek-
inn vorum við saman allan tímann
í gegnum fangelsisvist hans og eft-
ir að hann kom út af Litla-Hrauni.
Hann sat af sér um það bil helming-
inn af tímanum, líklega ein sjö til átta
ár. Hann var algert ljúfmenni. Ég veit
að allir sem þekktu Tryggva Rúnar
eru sammála um það. Hann velti sér
ekki mikið upp úr örlögum sínum og
því að hafa verið dæmdur fyrir morð.
En honum gekk ekki sérlega vel eftir
að hann slapp út. Hann fór að nota
áfengi í óhófi sem hann þoldi ekki.
Hann breyttist undir áhrifum til hins
verra. En morðingi var hann ekki,
svo mikið er víst. Ég endurtek, að
allir sem hittu Tryggva Rúnar á lífs-
leiðinni, væru sammála um að hann
hafi verið algert ljúfmenni og mjög
góður maður. En hann umturnað-
ist með víni, djammaði hraustlega
í slíku ástandi og hélt sig úti á jaðri
samfélagsins þegar svo bar undir. Við
drögum ekkert fjöður yfir það. Þannig
var það meðan hann drakk. En hann
drap engan,“ segir Sjöfn og leggur
áherslu á orð sín.
„Þetta voru pyntingar“
„Það sem ég vil draga fram í þessu
sambandi eru pyntingarnar sem
hann og hinir sakborningarnir sættu
í gæsluvarðhaldinu. Ég nota orðið
pyntingar því þau sættu miklu harð-
ræði í Síðumúlafangelsinu mánuð-
um saman. Það var ekki eins og þetta
væru neinir bógar þegar þau voru
handtekin, flest um eða innan við
tvítugt og í óreglu og jafnvel fíkniefn-
um. Þetta voru hræðilegar pyntingar.
Hann fékk ekki að tala við mig, hann
fékk ekki að tala við neinn, hann fékk
ekki að fara á klósettið, ljósið var ekki
slökkt hjá honum dögum saman,
þau fengu lyf sem setti þau úr lagi.
Dæmi voru um að límband væri sett
fyrir munn þeirra og þau voru í ein-
angrun, ekki bara í mánuði heldur ár.
Hver mundi ekki gangast við brotum
eftir slíka meðferð í von um að sleppa
út. Þetta byrjaði með einhverjum
óskiljanlegum hætti með framburði
Sævars og Erlu. Ég botna ekkert í því
enn. Tryggvi var á sjó þegar Geir-
finnur hvarf og hafði fjarvistarsönn-
un. Það var hins vegar ekki jafn ljóst
varðandi Guðmund. Tryggvi hélt
alltaf í vonina um að sannleikurinn
kæmi í ljós. Hann fór í skóla með-
an hann sat inni á Litla-Hrauni og
var búinn að fá vinnu í Héðni áður
en hann hafði lokið afplánun. Hann
vann þar í mörg ár og það gekk mjög
vel. En hann var áfengissjúklingur og
það hafði ekkert með fangavistina að
gera. Hann var lentur á þeirri óheilla-
braut áður en Geirfinnsmálið kom
upp. Hann vildi breyta þessu, hætta
að drekka og standa sig og fór því oft
í meðferð.“
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Tryggvi Rúnar Leifsson hélt fram sakleysi
sínu til hinsta dags, en hann dó í fyrra.
Fyrir meira en 30 árum var hann dæmdur
í 16 ára fangelsi fyrir aðild sína að Geir-
finnsmálinu, Því er stundum er lýst sem
mesta hneyksli íslenska dómskerfisins
frá því núgildandi hegningarlög tóku gildi
árið 1940. „Tryggvi Rúnar var ofboðslega
góður maður. Og alveg þangað til hann dó
hélt hann fram sakleysi sínu,“ segir Sig-
ríður Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, eftirlifandi
eiginkona Tryggva í viðtali við DV.
„Égvilekkigefamérneittumhlutiseméghefengavitneskjuum.Enéghallaðist
fljótlegaaðþvíaðþettahefðiveriðeinhverskonarslys.Égveitekkihvernigþað
hefurviljaðtil.Enþegarviðvorumbúniraðgrafauppalltsemviðgátumum
Geirfinn,lífshlauphans,reikningaogviðskipti,fundumviðengarvísbendingar
eðaneittannaðsemgatkomiðokkuráeinhverjaslóð.Égfullyrðiaðsjaldanhefur
veriðsafnaðjafnmiklumupplýsingumumnokkurnmannírannsóknafþessutagi.
Viðvorumeinfaldlegaaðreynaaðsvaraspurningunum:Hvaðgerðist?Afhverju?
ViðgátumhvergitengtGeirfinnviðnokkurnskapaðanhlut.Ímínumhugaeru
afdrifGeirfinnsalgerlegaóupplýstmál.“
„Ég,einsogaðrir,varífyrstuánægðurmeðþegarfréttirbárustafþvíaðbúiðværi
aðupplýsaGeirfinnsmálið.Égkomekkertaðrannsókninnisemleidditilþeirrar
niðurstöðu.Enþegaréglasyfirgögnmálsinsrunnuámigtværgrímursvoekki
sémeirasagt.Églasdómanaogforsendurþeirraoftareneinusinni.Allargötur
síðanhefégveriðþessfullvissaðsaklausireinstaklingarvorusakfelldirogdæmd-
irtillangrarfangelsisvistar.Hverginokkursstaðareraðfinnalögfullasönnun
umeitteðaneitt.Ekkertvarlagttilgrundvallardómunumannaðenframburður
sakborninga.Þaðvantaðiástæðu,vantaðimorðvopn,vantaðilík.“
(Haukur Guðmundsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður segir frá í bókinni „19. nóvember“.)
ÚR BÓKINNI „19. NÓVEMBER“
Tryggvi hélt fram sakleysi
sínu fram í andlátið
SigríðurSjöfnSigurbjörns-
dóttir,eftirlifandieiginkona
TryggvaRúnars,stóðvið
hliðhansígegnumáralanga
fangelsisvist.„Hannvar
algertljúfmenni.“
HÉLT FRAM SAKLEYSI
SÍNU Á DÁNARBEÐI
Tryggvi Rúnar Leifsson
F. 2 . o k t ó b e r . 1 9 5 1
D . 0 1 . m a í 2 0 0 9