Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 6. desember 2010 FRÉTTIR 3 Fallinn í valinn Tryggvi Rúnar var búinn að vera laus við Bakkus vel á annan áratug þeg- ar ógæfan dundi yfir á ný. „Hann var alltaf með þetta vélindabakflæði. Um jólin 2007 var það komið á það stig að óhjákvæmilegt var að leita til lækn- is og fara í magaspeglun. Hann fór til læknis og nokkrum vikum síðar var búið að greina krabbamein á háu stigi í vélindanu. Hann fór í aðgerð en hún skilaði ekki árangri. Fljótlega viss- um við hvert stefndi og að hann ætti ekki mjög langt eftir. Þetta dró hann til dauða á 15 mánuðum. Við töluð- um um allt og gengum frá öllum okk- ar málum áður en hann dó. Við eig- um þrjú barnabörn; dóttir okkar á einn strák sem heitir einmitt Tryggvi Rúnar og svo á dóttir mín frá fyrri tíð tvö barnabörn. Þau eru nú öll upp- komin. Tryggvi beið alltaf eftir því að þau næðu þroska til að skilja hvað komið hafði fyrir hann í lífinu. Hann var ekki beinlínis reiður eða fullur beiskju vegna dómsins í Geirfinns- og Guðmundarmálinu. En hann sagð- ist stundum ekkert skilja í því hvers vegna enginn hefði gert neitt og látið málið fara eins og það fór. Hann sagði stundum, einnig undir það síðasta, að hann óskaði þess að þjóðin fengi að vita allt um málið. Að hann hefði verið dæmdur saklaus. Það sem gerð- ist til dæmis í Síðumúlafangelsinu var einfaldlega hræðilegt. Sú meðferð sem Tryggvi og aðrir grunaðir sættu á þeim tíma hefði aldrei viðgengist í sið- menntuðu þjóðfélagi.“ Mannshvarf en ekki endilega morð Haukur Guðmundsson fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður segir í bók- inni „19. nóvember“ að enn kunni að vera einstaklingar meðal vor sem vita um afdrif Geirfinns og Guðmundar. Það er hálfvegis óhugnanlegt ef menn hafa sannfærst um að saklausir menn hafi verið dæmdir í Geirfinns- og Guð- mundarmálinu. „Þetta er áreiðan- lega þannig. Eða því gæti verið þannig háttað,“ segir Sjöfn. „Það hafa margir horfið með dularfullum hætti í gegn- um tíðina hér á landi án þess endilega að þeir hafi verið myrtir. Ég, eins og margir aðrir, man eftir tveimur drengj- um sem hurfu sporlaust fyrir mörg- um árum. Ég veit bara að þessir menn, Tryggvi Rúnar og hin sem ákærð voru, var margsinnis ekið út í Hafnarfjarð- arhraun til þess að vísa á lík eða ein- hver önnur sönnunargögn. Þau gátu það vitanlega ekki enda sauðmein- laust fólk. Bæði Sævar og Kristján Viðar voru það á þessum tíma. Þeir eru að vísu brenndir eftir allar þessar hremmingar og hafa misst fótanna í lífinu. Sævar barðist lengi vel fyrir því að hreinsa mannorð sitt meðan hann hafði þrek til þess. Það er einnig frá- leitt að Kristján Viðar sé manngerð sem gæti banað manni. Ég óska þess af heilum hug að yfirvöld og íslenska réttarkerfið taki upp málið og rannsaki að minnsta kosti það hvernig játning- ar voru knúnar fram. Ég býst ekki við að menn finni nein sönnunargögn úr þessu, lík, morðvopn eða neitt ann- að, en það er algert lágmark að réttar- kerfið reyni að leiðrétta sig og rannsaki hvernig það mátti vera að sex ung- menni fengu svo þunga dóma á svo veikum grunni. Þetta er með ólíkind- um.“ Hélt alltaf fram sakleysi sínu „Ætlar þjóðfélagið að hafa þessi réttar- farslegu afglöp á samviskunni það sem eftir er,“ spyr Sjöfn. „Þau voru litlu eldri en ungmennin sem voru á meðferðar- heimilum og hafa nú fengið bætur frá ríkinu. Sævar var lítill og mjór og Kristj- án Viðar gæti aldrei drepið mann að mínu viti. Þeir voru á þessum tíma ein- hvern veginn garðurinn þar sem hann er lægstur. Og þeir voru heldur ekki miklir bógar þegar þeir voru læstir inni í einangrun og vonuðu í einfeldni sinni að einhver kæmi þeim til hjálpar. Þeir vor óreglusamir og var ýmist neitað um lyf eða fengu lyf til að róa taugarnar eða til að ná svefni. Þeim fannst verst að almenningur virtist bara ætla að láta þetta viðgangast. Fyrst og fremst vil ég að það komi fram að Tryggvi Rúnar var ofboðslega góður maður. Og al- veg þangað til hann dó hélt hann fram sakleysi sínu. Þannig var það og hann var saklaus. Ég veit það. Við höfum öll talað um þetta. Ég hef talað við Sævar og þau hin og ég hef rætt við þá undir áhrifum. En það er alltaf við það sama. Þeir vita ekki neitt og koma af fjöllum. Þeir gerðu þetta ekki. Þeir eru einfald- lega ekki svo útsmognir að þeir hefðu getað leynt þessu. Þeir hafa ekki einu sinni hag af því. Ég er algerlega sann- færð um sakleysi þeirra.“ Sú meðferð sem Tryggvi og aðrir grunaðir sættu á þeim tíma hefði aldrei við- gengist í siðmenntuðu þjóðfélagi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerir lítið úr umfjöllun bandaríska sendiráðsins um fundi sem hann sat með full- trúm sendiráðsins – en upplýsing- ar frá þeim birtust í skjölum sem varða Ísland frá uppljóstrunar- síðunni Wikileaks. Bæði Fréttablað- ið og fréttastofa RÚV birtu fréttir af fundum Bjarna með bandarískum sendiráðsstarfsmönnum um helg- ina og sá Bjarni sig knúinn til að bregðast við fréttaflutningnum og birti síðdegis á laugardag yfirlýs- ingu á samskiptavefnum Facebook. Í skjölum sem Wikileaks hefur undir höndum, er því meðal annars hald- ið fram að Bjarni hafi haft áhyggj- ur af því árið 2008 að „varðhundar í Sjálfstæðisflokknum,“ eins og segir í frétt RÚV, beittu sér fyrir því að tak- marka pólitískan frama Bjarna vegna mögulegs stuðnings hans við aðild að Evrópusambandinu. Eldri varðhundar á móti Bjarna Í skjali frá bandaríska sendiráðinu, sem dag- sett er 10. nóvember 2008, er meðal annars rætt um áhuga Samfylk- ingarinnar á Evrópu- sambandinu. Sagt er að ef Geir H. Haarde myndi hins vegar bregða út af Evrópustefnu Sjálfstæð- isflokksins, myndi það „kosta miklar blóðsút- hellingar innan flokks- ins.“ Í kjölfarið er rætt um stöðu Bjarna Bene- diktssonar, en hann var löngum talinn til þeirra Sjálfstæðismanna sem liti hýru auga í Evrópuátt og væri jákvæður gagnvart aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið. Segir í skjalinu að heyrst hafi úr mörgum áttum, að Bjarni teldi „eldri varð- hunda flokksins“ standa í vegi fyrir aðildarviðræðum Íslands við Evr- ópusambandið og einnig að þeir væru því mótfallnir að Bjarni fengi sæti í ríkisstjórn – sem hann mun hafa haft mikinn áhuga á. Bjarni Benediktsson tilkynnti síðan um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins í kjölfar yfirlýs- ingar Geirs H. Haarde frá 31. janúar 2009, að hann myndi hætta afskipt- um af stjórnmálum. Síðan þá hef- ur lítið borið á Evrópuáhuga Bjarna Benediktssonar, en skoðun hans er öllu afdráttarlausari í dag – hann er nú, rétt eins og eldri varðhundarnir, andsnúinn aðild. Úr lausu lofti gripnar Bjarni svaraði fyrir sig á sam- skiptavefnum Facebook um helgina. Hann segir að skýrslan hafi einungis verið vangaveltur varasendiherra Bandaríkjanna og hefði því ekkert gildi. Bjarni skrifaði orðrétt: „Síðara mál- ið sem verið hefur til umfjöllun- ar í dag er um að varasendiherr- ann telji sig hafa haft heimildir um vangaveltur mínar um frama innan Sjálfstæðisflokksins og framtíðartengsl Íslands við ESB í ljósi afstöðu Davíðs Oddssonar. Á umræddum tíma hafði ég eng- in áform um framboð til forystu í Sjálfstæðisflokknum. Allt tal um áhyggjur mínar af afstöðu Davíðs Oddssonar eru ekkert nema inn- antómar vangaveltur einangraðra embættismanna í erlendu sendi- ráði. Þær hafa nákvæmlega ekkert gildi enda úr lausu lofti gripnar. Má ég minna á að ég greiddi atkvæði gegn því að lögð yrði fram aðildar- umsókn að ESB.“ HÉLT FRAM SAKLEYSI SÍNU Á DÁNARBEÐI Í skjölum sem uppljóstrunarsíðan Wikileaks hefur undir hönd- um, kemur fram að starfsmenn bandaríska sendiráðsins töldu sig hafa heimildir fyrir því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hefði áhyggjur af stöðu sinni innan flokksins. GEIR HEFÐI GETAÐ TRYGGT SÉR VINSÆLDIR Í sama skjali og sendiráðsstarfsmenn ræða um stöðu Bjarna í Sjálfstæðisflokkn- um er sjónum einnig beint að Geiri H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Þar er því haldið fram að Geir hafi orðið af miklum pólitískum vinsældum, vegna þráheldni hans við að verja stöðu Davíðs Oddssonar sem seðlabankastjóra. STEINGRÍMUR KOM Á ÓVART Í öðrum skjölum sem hafa verið í fréttum um helgina kemur fram að fjármála- ráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, hefði komið starfsmönnum í sendiráði Bandaríkjanna á óvart. Sagði þar að hann væri búinn að sanna sig sem „alvarlegur og ábyrgur fjármálaráðherra.“ HÓTAÐI AFSÖGN Í öðru skjali er fjallað um Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands. Mun Neil Klopferstein, sendiráðsfulltrúi, hafa skrifað í skýrslu sem hann sendi til Washington að Jóhanna hafi hótað þingmönnum Vinstri grænna að hún myndi segja af sér, næðist ekki samkomulag um Icesave-deiluna. INGIBJÖRG LOKUÐ Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carol von Voorst, skrifaði skýrslu um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þegar hún var utanríkisráðherra. Það var líklega til að undirbúa Condoleezzu Rice, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir fund hennar og Ingibjargar í Washington í apríl 2008. Kemur þar fram að Ingibjörg sé með sterkar skoðanir, eigi auðvelt með að gera málamiðlanir og að hún sé oft með krosslagðar hendur og virðist því lokuð. MOLAR ÚR WIKILEAKS-SKJÖLUNUM BJÖRN TEITSSON blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Áhyggjur af „eldri varðhundum“ Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæð- isflokksins Var ekki ánægður með frétta- flutning af Wikileaks- skjölum sem hann varða. Svaraði á laugardag Bjarni notaði samskiptavef-inn Facebook til að svara fyrir sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.