Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Qupperneq 8
8 fréttir 6. desember 2010 mánudagur no5 - st. 41-46 kr. 4195 no4 - st. 37-42 kr. 4195 no6 - st. 37-42 kr. 4560 Tilvalin jólagjöf Grensásvegi 8 S: 517-2040 www.xena.is Opnunartími virka daga 12-18 laugardag 12-16 no3 - st. 37-42 kr. 4560 no2 - st. 37-42 kr. 4195 no1 - st. 41-46 kr. 3350 Kona sem ekki vill koma fram undir nafni segist hafa misst íbúðina sína á nauðungarsölu vegna seinagangs umboðsmanns skuldara. „Ég sótti um svona greiðsluaðlögun hjá um- boðsmanni skuldara í vor. Svo var gerð nauðungarsala 27. september því þeir kláruðu ekki umsóknina,“ segir konan. Í framhaldi af nauð- ungarsölunni var gefinn sex vikna samþykkisfrestur á sölu eignarinn- ar. Sá tími átti að nýtast starfsmönn- um umboðsmanns skuldara til að ganga frá umsókn konunnar. Í síð- ustu viku höfðu þessar sex vikur þó liðið án þess að konan fengi svar. Nauðungar salan tók því gildi og hún missti heimili sitt til fjölda ára. „Ég talaði við lögfræðing hjá þeim og hann var alveg miður sín yfir þess- um vinnubrögðum og sagði að þetta hefði bara einu sinni gerst áður, að þeir hefðu ekki klárað umsókn,“ segir konan sem er mjög ósátt. „Mér finnst rosalega ósanngjarnt að standa í þessu í marga mánuði, fara fram og til baka með gögn og fá svo enga nið- urstöðu í málið, nema að missa íbúð- ina.“ Umsókn konunnar var á loka- stigi og hún hafði því samband við Landsbankann sem var gerðarbeið- andi á nauðungarsölunni og óskaði eftir nokkurra daga fresti í viðbót en bankinn samþykkti það ekki. Svanborg Sigmarsdóttir hjá um- boðsmanni skuldara segir það í raun ekki hafa skipt máli fyrir nauðungar- söluna í þessu tilfelli hvort umsókn konunnar hafi verið kláruð. Nauð- ungarsalan fór fram fyrir 14. októ ber, áður en lögum um greiðsluaðlögun var breytt, og því væri afturköllun nauðungarsölunnar alltaf háð samn- ingsvilja kröfuhafa á samþykkisfresti. Hún sagði það stundum ganga og stundum ekki. solrun@dv.is Einstaklingar bíða mánuðum saman eftir greiðsluaðlögun: Missti heimilið vegna tafa Löng bið Konan sótti um greiðsluaðlögun í vor en hefur ekki enn fengið nein svör. Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur hefur verið stofnað, í annað sinn. Lúðvík Lúðvíksson fer fyrir hópi áhugafólks um lággjalda stéttarfélag og hefur hann skráð nafnið Verzlun- armannafélag Reykjavíkur. Það gat hann þar sem Virðing og réttlæti, upprunalega Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, skipti um nafn fyrir fjór- um árum. Lúðvík segir hópinn sem stendur að baki nýja félaginu ætla að „skera fituna“ af stéttarfélögum. Stefnt er að því að halda stofnfund félagsins 27. janúar á 120 ára afmæl- isdegi gamla Verzlunarmannafélags- ins. Hörð átök hafa verið um stjórn- artaumana í VR á undanförnum árum. Á síðasta ári var þáverandi varaformaður félagsins, rekinn fyr- ir trúnaðarbrest. Fjölmargar fréttir hafa verið sagðar af átökum fylkinga um völdin í félaginu. Lággjaldafélag Hugmyndin er að setja á laggirnar lággjalda stéttafélag, segir Lúðvík í samtali við DV. „Þar er hugmyndin að lækka þessi gjöld sem renna til stéttarfélagsins. Minnka þann kostn- að sem hlýst af því að vera í stéttar- félagi.“ Lúðvík segir að stéttarfélögin séu komin langt út fyrir það svið sem þeim var upphaflega ætlað. Hann talar um að skera fituna af stéttarfé- lögunum til að lækka stéttarfélags- gjöldin. „Kostnaðurinn við að halda úti rekstri stéttarfélaganna, eins og sum þessi stóru félög eru að gera, það er ansi mikill kostnaður sem er að fara í starfsfólk og annað tilheyrandi sem er í kringum þessi félög. Það eru alls konar námskeið og stórir sjóðir og orlofsheimili. Það er ýmislegt sem má skoða, og minnka,“ segir Lúðvík og bendir á að fjörutíu manns starfi við rekstur Virðingar og réttlætis. „Við teljum að þessi fjöldi sé alveg óþarfur.“ Lúðvík segir að félögin séu kom- in út fyrir almenna stéttarfélagsbar- áttu og séu að breytast í einhvers konar lífsgæðafélög. Hann segir fé- lögin vera hætt að sinna sínu rétta hlutverki sem er að standa vörð um raunverulega hagsmuni sinna fé- lagsmanna. „Hugmyndin er að koma með raunverulegt verkalýðsfélag sem byggir á gömlu góðu gildunum.“ Virðing og réttlæti Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur sem stofnað var 27. janúar 1891 skipti um nafn árið 2006. Gamla nafnið þótti ekki vera í takt við þró- un félagsins og þótti Virðing og rétt- læti, nýja nafnið, meira viðeigandi. Á árunum fyrir nafnbreytinguna sam- einuðust nokkur verslunarmannafé- lög af landinu í VR. Á sama tíma og VR breytti um nafn breytti félagið um merki. Frá upphafi var stafur Her- mesar notaður sem merki auk stofn- árs félagsins. Hópurinn á bak við nýja Verzlunarmannafélagið hyggst nota sama merki, með nýju ártali. Lúðvík hefur verið virkur félags- maður í Virðingu og réttlæti og bauð sig meðal annars fram til formanns félagsins árið 2009. Hann tapaði kosningunum fyrir núverandi for- manni félagsins, Kristni Erni Jóhann- essyni. Hann segist hafa svipaðar hugmyndir fyrir hið nýja Verzlunar- mannafélag og hann hafði fyrir VR. Kostnaðurinn við að halda úti rekstri stéttarfélag- anna, eins og sum þessi stóru félög eru að gera, það er ansi mikill kostn- aður sem er að fara í starfsfólk og annað til- heyrandi sem er í kring- um þessi félög. AðALsteinn KjArtAnsson blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is Í annað sinn á 120 árum hefur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur verið stofnað. Lúð- vík Lúðvíksson, sem barðist um formennsku í VR, gamla Verzlunarmannafélaginu, leiðir hóp áhugafólks um lággjalda stéttarfélag. Hópurinn vill „skera fituna“ af stétt- arfélögum. Lúðvík Lúðvíksson Maðurinn sem fer fyrir hópnum á bak við hið nýja stéttarfélag. HIRTU GAMLA NAFNIÐ AF VR nýtt félag Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur verið stofnað í annað sinn á 120 árum. HAndteKinn í miðbænum: Með riffil á skemmtistað Gestum á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur var brugðið þegar maður vopnaður hlöðnum riffli gerði sig þar heimakominn. Lög- reglan fékk tilkynningu um þrjú- leytið aðfaranótt sunnudags um að sést hefði til manns með riffill inni á skemmtistað. Þegar hún kom á vettvang var maðurinn á bak og burt en vitni á staðnum gátu gefið greinargóða lýsingu á hon- um. Upphófst mikil leit og fannst maðurinn skömmu síðar á öðrum skemmtistað í borginni. Ásamt því að vera með hlaðinn riffil var mað- urinn einnig með nokkurt magn skotfæra á sér sem og talsvert af fíkniefnum sem talið er að hann hafi ætlað sér að selja. Maðurinn sem ekki hefur komið áður við sögu lögreglunnar var yfirheyrð- ur í gær en lögreglan vill ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Ekki liggur því fyrir á hvaða skemmtistaði maðurinn fór inn á. Ekki hefur heldur komið fram hvort maðurinn hafi ógnað gestum á skemmtistöðunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.