Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Síða 12
Janúar 1990 „DV hefur fengið staðfest að fyrir utan vaxtahækkun, óbreytt verð landbúnaðarafurða út árið, litla eða enga hækkun á opinberri þjónustu og 3 prósent kauphækk- un, sé sú hugmynd í umræðunni að leyfa innflutning á kjúklingum, eggjum og smjörlíki. Þessar vörur beri 70 prósent toll og verði tollur- inn notaður til að aðstoða bænd- ur við að minnka offramleiðslu landbúnaðarafurða. Þrátt fyrir 70 prósent toll, yrðu þessar innfluttu landbúnaðarafurðir ódýrari en innlend framleiðsla.“ Frá þessu greindi DV þann 12. janúar árið 1990 en í dag þykir inn- flutningur á hvers kyns landbún- aðarafurðum, hvort sem um er að ræða kengúrukjöt, nýsjálenskar nautalundir, kjúkling eða kalkún sjálfsagður og innfluttar landbún- aðarafurðir eðlilegur hluti af vöru- úrvali matvöruverslana. Þannig hefur það aldeilis ekki alltaf verið. Í kjarasamningunum sem rætt var um um þetta leyti var einnig talað um að greiðsla atvinnurek- enda í lífeyrissjóðina hækkaði úr 6 prósentum í 10 prósent. Annars virðist árið 1990 hafa verið bændum erfitt því fram kem- ur í fréttinni að til þess að halda verði landbúnaðarafurða óbreyttu út árið þurfi ríkissjóður að leggja til 400 milljónir króna. „Það skal tekið fram að ekkert loforð hefur fengist frá ríkisstjórninni um að veita 400 milljónir króna úr ríkis- sjóði til niðurgreiðslu á landbún- aðarafurðum. Þá hefur það verið reiknað út að ef vextir lækka ekki mun sá kjarasamningur sem verið er að ræða um lækka kaupmátt frá desember 1989 til desember 1990 um 3 prósent. Það ræðst mikið af því hvort vaxtalækkun, og þá hve mikil, fæst fram, hvort kaupmátt- ur helst óbreyttur eða lækkar.“ 12 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010. DV árið 1990 Maí 1990 „Þetta var stórkostleg tilfinn- ing, að finna fyrir þeim vinsældum sem lagið átti að fagna meðal dóm- nefnda,“ sagði Grétar Örvarsson í stuttu spjalli við blaðamann í gær. Aðspurður hvort hann hefði gert sér vonir um að lagið myndi sigra þeg- ar leið á talninguna sagði hann að hann hefði varla talið það raunhæf- an möguleika. Ekki var allt búið hjá Stjórninni eftir að söngvakeppninni lauk. Í mikilli veislu eftir keppnina fór hljómsveitin upp á svið þegar húshljómsveitin var í pásu og lék við mikla hrifningu gesta og þátttak- enda í söngvakeppninni. Sagði Grétar að hljómsveitin hefði leikið eldhress rokklög, lög af pró- grammi hljómsveitarinnar en eins og kunnugt er hefur Stjórnin leikið fyrir dansi við miklar vin- sældir á Hótel Íslandi í á annað ár. „Þarna ríkti sann- kölluð Hótel Ís- lands-stemning og eftir á voru marg- ir sem sögðu við okkur að Stjórnin væri tvímælalaust besta hljómsveitin sem hefði tekið þátt í keppninni þetta árið,“ sagði Grétar. Um framtíðina hjá hljómsveitinni sagði Grétar að hún hefði fengið mörg tilboð sem ætti eftir að vinna úr. Eitt er þó ljóst, Eitt lag enn á eftir að koma út á hljóm- plötu í mörgum Evr- ópulöndum. Íslendingar hafa ekki riðið feitum hesti frá söngvakeppni evr- ópskra sjónvarps- stöðva í þau fjögur skipti sem þeir hafa verið með. Sextánda sætið var okkar í þrjú fyrstu skiptin og í fyrra urðum við að þola þá niðurlægingu að vera í neðsta sæti og fá ekkert stig. Fall er fararheill, segir máltækið og það á svo sannarlega við um ferð Stjórnarinnar til Zagreb. Þau Sigríð- ur Beinteinsdóttir og Grétar Örvars- son slógu eftirminnilega í gegn og eftir spennandi keppni við lögin frá Ítalíu, Írlandi og Frakklandi endaði Eitt lag enn í fjórða sætinu með 124 stig og var langt í spánska lagið sem varð í fimmta sæti. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: Stjórnin stendur uppi með fjölda tilboða – hljómsveitin sló í gegn í veislu eftir keppnina ...fyrir 20 árum „Orkulindir Íslands eru á við olíu Saudi-Arabíu“ Ástand í borg Davíðs Ágúst 1990 – Ítalskir dátar af herskipinu San Giorgio vöktu at- hygli kvenþjóðarinnar, samkvæmt úttekt DV í ág- úst árið 1990. Fram kom að þeir hefðu not- ið sín vel í borg Davíðs innan um allt fallega kvenfólkið sem hópaðist í kring- um þá. „Sum- ir líkja ástand- inu í borginni við hið raunverulega „ástand“ á stríðsárunum,“ sagði þar. Haukur íþrótta- maður ársins Desember 1990 – Haukur Gunn- arsson spretthlaupari var útnefnd- ur íþróttamaður ársins 1990 hjá DV. „Þessi útefning er mesta viður- kenning sem ég hef fengið á mínum íþróttaferli. Hápunkturinn á árinu hjá mér var að sjálfsögðu þegar ég stóð á efsta þrepi verðlaunapallsins í Seoul. Sú stund líður mér aldrei úr minni,“ sagði Haukur við DV. Þessir fylgdu á eftir: Sigurður Sveinsson, hand knattleikur, Guðni Bergsson, knattspyrna, Alfreð Gíslason, hand- knattleikur, Einar Vilhjálmsson, frjálsar íþróttir, Bjarni Friðriksson, júdó, Ásgeir Sigurvinsson, knatt- spyrna, Lilja M. Snorradóttir, sund, Jóhann Hjartarson, skák. Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir ásamt Stjórninni. Baksíða DV 12. janúar 1990. Kókaín í Lands- bankanum Apríl 1990 – „Við höfum gert með okkur samkomulag um að sá sem yrði handtekinn tæki á sig alla sökina. Hann átti að losa efnið úr bankahólf- inu áður en lögregla kæmi þangað. Það gerði Ólafur ekki. Ég ákvað þá að segja allan sannleikann,“ sagði Garð- ar Bragason, einn þriggja forsprakka í stóra kókaínmálinu. Í ljós kom að tæpt hálft kíló af kókaíni hafði verið geymt í hólfi í Landsbankanum. Lífeyrissjóðirnir hjálpi ríkissjóði Janúar 1990 – Ríkisstjórnin ósk- aði eftir því á fundi með forystu- mönnum Alþýðusambandins og Vinnuveitendasambandsins að líf- eyrissjóðirnir keyptu ríkisskulda- bréf fyrir 3 til 4 milljarða króna til að standa straum af þeim kostnaði sem að ríkisstjórninni snéri í kjara- samningum sem unnið var að. Sagan endurtekur sig nú 20 árum síðar. Febrúar 1990 – Í bandaríska tímaritinu Popular Science var ónýttum orkuauðlindum Íslands lýst á þennan hátt: „Á Íslandi er gífur- lega mikið af ónýttri vatns- og jarð- hitaorku. Nú nýverið hafa verið end- urnýjaðar hugmyndir um að flytja orku landsins til Bretlandseyja eftir neðansjávarrafstreng. Þessari orku fylgir engin umhverfismengun og er hún nánast óþrjótandi. Orkulindir Íslands eru á við olíu Saudi-Arabíu.“ Hugmyndir sem ræddar eru í kjarasamningaviðræðunum: Innflutningur leyfður á landbúnaðarafurðum – tollur af þeim notaður til að minnka offramleiðslu Ástin blossar á Alþingi – tæp 10 prósent þingmanna „á séns“ Nóvember 1990 „Ég verð nú að segja eins og er að Alþingi hefur aldrei virk- að á mig sem sérlega rómant- ískur vinnustaður þó hann sé það í augum einhverra kollega minna,“ sagði Ingi Björn Alberts- son þingmaður í samtali við DV þegar hann var spurður um þá staðreynd að um tíu prósent þing- manna á síðasta kjörtímabili hefðu skipt um maka á þeim tæpu fjórum árum sem liðin væru frá síðustu kosningum. Reyndar var Ingi Björn ekki einn þeirra en DV leitaði engu að síður til hans sem fulltrúa yngri kynslóðarinnar á þinginu. „Þing- mennskan kall- ar að vísu oft á náið samstarf og eflaust kynn- ist fólk vinnufé- lögum sínum á annan hátt en á mörgum öðrum vinnustöðum en ég hef ekki fund- ið neina sérstaka ástarstrauma þar innan veggja,“ sagði Ingi Björn ennfremur. Alþingismenn eru mikið í svið- sljósinu starfsins vegna og það fer því ekki hjá því að almenningur velti vöngum yfir einkalífi þeirra, ekki síður en pólitísku brölti. Ásta- líf virðist hafa verið með fjörugra móti í hópi alþingismanna á því kjörtímabili sem um ræðir. Um 10 prósent alþingismanna höfðu náð sér í maka innan þinghússins eða utan. Slíkt þætti stórfrétt á síð- um erlendra blaða en hér á landi hafa þingmenn og ráðherrar ver- ið nokkuð lausir við hnýsni blaða í sambandi við ástamálin. Í DV var úttekt á málinu þar sem farið var ítarlega yfir þau maka- skipti sem átt höfðu sér stað á þing- inu. Valdaklíka og spilling á Stöð 2 Apríl 1990 – „Sjónvarpsstöð verður að vera frjáls.Hún þarf að vera óháð valdaklíkum því almenningur verður að geta treyst henni. Það sem er að gerast á Stöð 2 er grimmileg valdabarátta bak við tjöld- in og ofsóknir á hendur fyrri eigendum,“ sagði Jón Óttar Ragnarsson, fyrrverandi sjón- varpsstjóri stöðvarinnar í helg- arviðtali við DV. Tölvur Hvað er tölva? Sérblað um tölvur – Febrúar 1990 – Tölva er vél sem getur unn- ið fljótt og vel ýmiss konar hug- verk sem maðurinn væru miklu lengur að leysa af hendi með ein- hverjum öðrum hætti. Í nútíma samfélagi eru tölvur notaðar til ólíklegustu hluta, allt frá því að skrifa á þær innkaupalista fyrir næstu nauðsynjaferð út í búð, upp í að hanna, reikna út og halda utan um hvaðeina sem þarf til þess að skjóta mönnuðu geimfari út fyrir lofthjúp jarðarinnar. Hver tölva hugar- heimur fyrir sig Tölvur eru til af margs konar gerðum og útfærslu, stórar og smá- ar. Hér er ætlunin að fjalla um þær tölvur sem kallaðar hafa verið einu nafni einkatölvur, en það eru tölvur sem menn hafa hjá sér til að skrifa á eða halda bókhald sitt á, svo tvö auð- skilin dæmi séu nefnd. Hver einka- tölva er „hugarheimur“ út af fyr- ir sig, en unnt að færa gögn á milli tölva á gagnageymslum, sem oft- ast eru kallaðar diskettur eða disk- lingar, eða samtengja tvær eða fleiri af þessum einkatölvum þannig að hver ein gildi sem sjálfstæð ein- ing þó innbyrðis sé samband milli þeirra allra þegar á þarf að halda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.