Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2010, Side 20
Óvænt atriði Jóladagatal Norræna hússins býður upp á fjöl-
breytta dagskrá á aðventunni að venju. Á hverjum degi, 1.–23.desember, kl.
12.34 verða óvænt atriði í jóladagatali Norræna hússins. Í síðustu viku spilaði
íslenska ungmennahljómsveitin Útidúr og vakti mikla lukku gesta, Matti
Kallio og Andrés Þór Guðlaugsson léku djassskotin þjóðlög af Norðurlönd-
unum og á sunnudaginn spilaði Eiríkur Guðmundsson fyrir gesti. Markmiðið
með jóladagatali Norræna hússins er að bjóða upp á öðruvísi dagskrá á
aðventunni þar sem jólin sjálf koma ekki endilega við sögu heldur lagt upp
með að skapa stemningu fjarri því amstri sem vill fylgja jólaundirbúningi.
JÓnas og ritvélar framtíðar
Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar fylgja eftir
plötunni „Allt er eitthvað“ með tónleikum í Tjarnarbíói
þriðjudaginn 7. desember. „Allt er eitthvað“ er önnur
sólóplata Jónasar Sigurðssonar og hefur hlotið einróma
lof gagnrýnenda. Hún fékk til að mynda fullt hús stiga hjá
þremur gagnrýnendum á blöðum og í útvarpi. Á nýju plöt-
unni er meðal annars að finna sumarsmellinn „Hamingjan er
hér“ sem lengi var á toppi vinsældalista Rásar 2.
20 fókus 6. desember 2010 mánudagur
JÓlaleikrit
BorgarBarna
Leikfangalíf – jólaleikrit Borgarbarna
er sýnt í Iðnó um þessar mundir.
Sýningar fara fram á skólatíma á
virkum dögum og um eftirmiðdag-
inn og um helgar. Sem fyrr munu
Borgarbörn bjóða upp á djús og pip-
arkökur að sýningu lokinni. Borg-
arbörn voru stofnuð árið 2006 og
hafa sex verk verið sett upp á þeirra
vegum.
Sýningargestum stendur til boða
að koma með jólapakka merktum
kyni og aldri viðtakenda sem Borg-
arbörn munu síðan koma til skila til
Mæðrastyrksnefndar.
HádegistÓn-
leikar við
tJörnina
Hin sívinsæla hádegistónleika-
röð Ljáðu okkur eyra undir stjórn
Gerrit Schuil er alla miðviku-
daga kl. 12.15 í Fríkirkjunni.
Dagskrá hverra tónleika er
ekki auglýst fyrirfram né flytj-
endur. Hvort tveggja er hluti
af þeirri uppgötvun sem bíður
þeirra sem sjá ástæðu til að líta
við í kirkjunni um hádegisbil og
njóta þar framlags ágætustu tón-
listarmanna Íslendinga – hljóð-
færaleikara og söngvara. Það má
hiklaust mæla með því að fá sér
göngutúr meðfram Reykjavíkur-
tjörn á miðvikudögum og leyfa
tónlistinni að næra sig og auðga.
Jesús litli á
táknmáli
Á þriðjudagskvöld verður aukasýn-
ing á Jesú litla í Borgarleikhúsinu og
verður hún túlkuð yfir á táknmál.
Jesús litli var ótvíræður sigur-
vegari íslensku leiklistarverðlaun-
anna, Grímunnar nú í vor. Jesús litli
var valin sýning ársins og leikverkið
sjálft var valið leikrit ársins auk þess
sem sýningin hlaut sjö tilnefningar.
Gagnrýnendur hlóðu sýninguna lofi
og áhorfendur voru hrærðir og yfir
sig hrifnir og nú fá fleiri að njóta.
Leikbrúðan er
elsti leikarinn,
segja sumir. Vel
má vera að svo
sé, þó að upp-
runi þessarar
undarlegu listar
sé að vísu myrkri
og móðu hulinn.
Brúðuleiklistin
er eflaust sá þátt-
ur leiklistarinnar
sem okkur hættir
hvað mest til að
vanmeta, gleyma jafnvel alveg. Hún
er í vitund margra, kannski flestra,
einungis barnalist, barnaleg eins og
börnin sjálf, en vitaskuld er hún það
ekki ef hún er skoðuð undir sjónar-
horni sögunnar eða heimsins alls.
Leikbrúðan hefur alltaf fylgt mann-
inum, einnig þegar ráðandi öfl hafa
lokað leikhúsum í nafni trúarbragða
eða hugmyndafræði; þá hefur ver-
ið hentugt að grípa til hennar, því að
það er auðveldara að fela hana en eitt
stykki leikara sem er að brjóta gegn
leikbanni yfirvalda. Og maðurinn get-
ur ekki lifað án leiklistar, ekki frekar
en sagna- eða tónlistar, það er gömul
saga og ný.
Hér á landi á brúðuleiklistin sér
ekki langa samfellda sögu; hún er ekki
nema rétt rúmlega hálfrar aldar löng.
Myndlistarmaðurinn Jón E. Guð-
mundsson, Brúðu-Jón eins og hann
var oftast kallaður, kom hér fyrstur á
fót brúðuleikhúsi; það var Íslenska
brúðuleikhúsið sem hann stofnaði
árið 1954 og rak síðan áratugum sam-
an, eins lengi og kraftar entust; flestir
sem komnir eru á miðjan aldur muna
eftir honum sjálfum og brúðunum
hans, sem nú eru orðnar eign Leik-
minjasafns Íslands. Þær voru kannski
ekkert allar mjög liprar í hreyfingum,
en ásjónurnar margar hreinustu lista-
verk í útskurði; það hefur verið gam-
an að finna hversu sterk viðbrögð
þær vekja þegar þær hafa verið tekn-
ar fram. Íslenska brúðuleikhúsið var
lengst af ferðaleikhús, það höfðaði
vissulega fyrst og fremst til barnanna,
sagði þeim gömul ævintýri og þjóð-
sögur; því má segja að brúðumeist-
arinn Bernd Ogrodnik hafi nokkra
hefð við að styðjast, þegar hann legg-
ur á þessi mið, hefð sem konurnar í
Leikbrúðulandi og fáeinir aðrir góð-
ir listamenn hafa einnig leitast við að
halda á lofti. Um þetta allt getið þið
sótt ykkur nokkurn fróðleik á slóðina
leikminjasafn.is/annall/1954brud,
þá hafa samtök brúðuleikara nýlega
komið upp heimasíðu, unima.is.
Um tíma virtist brúðuleiklistin hér
stödd í lægð; það var ekki mikið um
endurnýjun, ekki mikið nýtt að ger-
ast, svolítið eins og menn hjökkuðu
í sama fari. Á því hefur orðið merkj-
anleg breyting á allra síðustu árum.
Þar munar ekki minnst um tilkomu
fyrrnefnds Bernds Ogrodniks, sem
nú hefur opnað leikbrúðumiðstöð í
Borgarnesi. Bernd, sem er þýskur að
uppruna, kom hingað ungur, starfaði
í áratug í Bandaríkjunum og Kanada,
en er nú fluttur hingað aftur og hefur
starfað hér undanfarin ár; við höfum
meðal annars fengið að kynnast list
hans í Þjóðleikhúsinu, auk þess sem
hann hefur verið ötull við að ferð-
ast um landið með alls kyns sýning-
ar. Brúðumiðstöðin, sem Bernd rek-
ur ásamt konu sinni, Hildi Magneu
Jónsdóttur, er í gömlu Kaupfélags-
húsunum niðri við sjóinn, skammt
frá Landnámssetrinu. Þarna hafa þau
fyllt þrjú hús af leikbrúðum og brúðu-
leiklist; já, ævintýrin gerast enn, það
má nú segja. Landnámssetrið kom
Borgarnesi á leiklistarkortið og nú
fylgja Brúðuheimar fast á hæla þess;
þannig á þetta að vera, hvað byggir
annað upp og veitir um leið örvun og
samkeppni.
Það er heillandi að ganga inn í
þann heim sem Bernd hefur skapað,
því að Brúðuheimar eru í raun lifandi
safn um list hans sjálfs, þar sem gaml-
ir kunningjar og nýir blasa við á pöll-
um og í hornum: ljóti andarunginn,
Einar Áskell, litla stúlkan með eld-
spýturnar og margir fleiri sem mað-
ur kann ekki að nefna alla. En um leið
gefur sýningin merkilega góða mynd
af því hversu víðfeðm brúðuleiklistin
er: þarna er hægt að búa til skugga-
myndir með puttum og höndum,
setja á sig handbrúður, toga í strengi
og ýta á takka, því að þetta er ekki
svona safn þar sem alltaf er verið að
banna manni að snerta á hlutunum,
nei það er nú öðru nær; hér ræður
ímyndunaraflið ríkjum og gesturinn
er ekki bara óvirkur skoðandi, heldur
fær hann að prófa sjálfur, skapa. Á
einum vegg er til dæmis fullt af litlum
gægjugötum og þegar inn um þau er
litið sést í dulúðugan heim trölla og
tröllabarna; áður en maður veit af er
maður farinn að spinna upp sögur út
frá því sem þar grillir í. Auðvitað er bíó
þarna líka: lítil sjónvarpsmynd af fyrri
verkum meistarans gengur í einu tæki
jafnt og þétt, og svo hefur Bernd gert
heila bíómynd sem einnig eru sýnd
brot úr. Þegar ég kom inn tók ég eftir
því að brúðurnar voru ekkert merktar,
og hafði orð á því við hann, en hann
sagði mér að það væri með ráðum
gert, hugsunin væri sú að leyfa gest-
inum einfaldlega að njóta þess sem í
boði væri; ef menn vildu vita eitthvað
meir, gætu þeir kíkt í sýningarskrána
sem hægt er að fá í miðasölunni; og
ég sá að þetta var hárrétt athugað og
að það var ég sem var fastur í gamalli
vanahugsun um hvernig það ætti að
vera á söfnum.
Í neðsta húsinu niðri við sjóinn er
leikhúsið sjálft á sögulofti undir súð;
þar er hún Gilitrutt gamla nú mætt
til leiks, lata bóndakonan og bóndinn
sem var svo heppinn að eiga að vini
hrafninn. Það kom sér líka vel þegar
Gilitrutt var búin að vinna ullina fyrir
bóndakonuna og ætlaði að fara með
hana inn í fjallið til sín; þá gat hrafn-
inn bjargað málunum. Hinn dyggð-
ugi fær sín laun og hinn ódyggðugi
rétt sleppur fyrir horn, þökk sé hinum
dyggðuga, en það er ekki alltaf sem
svo vel fer í ævintýrunum. Bernd segir
okkur þessa gamalkunnu sögu í um-
gerð sem gæti ekki verið þjóðlegri og
rómantískari; fyrir enda söguloftsins
blasir við íslenska sveitin í allri sinni
dýrð, grænar grundir, fjallasýn og
hraun, sveitabærinn fyrir miðju, bú-
sældarlegt um að litast; þetta er land-
ið með augum naívistans sem lítur til
baka og sér allt í hillingum hins liðna.
Sögumaður og brúðustjóri stendur
sjálfur í þessari umgerð, fer ekki í fel-
ur með eigin návist, heldur tekur á
brúðunum, leiðir þær fram og talar
fyrir þær og lætur sig ekki muna um
að búa til ýmis aukahljóð sem til þarf,
málar upp sögusviðið með orðum
og athöfnum, lífið á sveitabænum,
og síðan hefst sagan. Þetta tekur ei-
lítið langan tíma stundum, en börn-
in fylgdust þó með full athygli, þeim
lá greinilega ekkert á, misstu aldrei
áhugann, enda fá þau að taka þátt í
leiknum, hjálpa til við að reka féð af
fjalli og jarma með kindunum sem
þau gerðu af innlifun. Bernd gætir
þess að gera ekki of mikið úr hrolli
sögunnar og þó er Gilitrutt sjálfsagt
alveg nógu hættuleg í augum sumra,
þar sem hún situr í helli sínum, en
það rak enginn upp óp eða fór að
gráta á sýningunni sem ég var á. Ekki
spillir heldur tónlistin sem sagnaþul-
urinn býr að hluta til sjálfur á harm-
onikku, auk þess sem ýmsum öðrum
hljóðfærum bregður fyrir í upptöku,
þar á meðal langspili.
Að sýningu lokinni er tilvalið að
setjast niður í litla veitingahúsinu
sem er í efsta húsinu. Þar er meðal
annars að finna gott úrval bóka um
brúðuleiklist, sem bókabéus getur
auðveldlega gleymt sér við að blaða í,
á meðan hann dreypir á kaffinu eða
nartar í girnilega grænmetisrétti. Er
þetta ekki annars eina leikhúsbóka-
kaffið hér á landi um þessar mundir?
Og börnin, jú þau geta á meðan skoð-
að alla fallegu útskurðargripina sem
meistarinn hefur galdrað fram undan
tálguhnífnum og eru til sýnis og sölu,
það má líka handleika þá. Það er ekki
hægt annað en að óska Borgnesing-
um til hamingju með þessa glæsilegu
viðbót við lista- og menningarlíf stað-
arins og um leið að þeir kunni að not-
færa sér hana og þau sóknarfæri sem
hún býður augljóslega upp á.
JónViðarJónsson
elsti leikarinn
í Borgarnesi
leiklist
jón viðar
jónsson
leikhúsfræðingur skrifar
BRÚðuHEiMAR Í BoRGARNESi:
Gilitrutt
eftirBerndOgrodnik
Leikstjórn: Benedikt Erlingsson
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason
Leikmunagerð: Móeiður Helgadóttir
Benedikt Erlingsson og Bernd Ogrodnik „Brúðuleiklistin er eflaust sá þáttur
leiklistarinnar sem okkur hættir hvað mest til að vanmeta, gleyma jafnvel alveg.“