Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Qupperneq 4
4 | Fréttir 7.–9. janúar 2011 Helgarblað Bjarni Benediktsson tengist viðskiptum Sjóvár sem saksóknari rannsakar: Segist ekki hafa verið yfirheyrður Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? EURO Panelofn 50x120 cm 12.390 Hágæða ofnar á áður óþekktu verði MARGAR STÆRÐIR EURO handklæðaofn beinn hvítur 50x80 cm 7.290 EURO handklæðaofn kúptur króm 50x80 cm 13.490 VOTTUÐ GÆÐAVARA KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum MARGAR STÆRÐIR Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN, hefur verið ákærður af ríkislög- reglustjóra fyrir meint skattalaga- brot. Segir hann að ríkisskattstjóri fari fram á rúmar tíu milljónir króna. „Ég er í skattakæruveseni, en aldrei hef ég heyrt talað um fjársvik,“ seg- ir Ingvi Hrafn aðspurður um málið. Málið snýr að meintri rangri með- ferð virðisaukaskatts í tengslum við vegagerð og vatnsveitu en Ingvi seg- ir að málið teygi sig í margar áttir og segir þar skipta máli 25 milljónir sem hann eigi inni hjá gamla Glitni. Í klóm gjaldþrota banka „Þetta er svona þegar maður lendir í klónum á svikulum og gjaldþrota banka og vondum endurskoðend- um. Þá lendir maður í alls konar skít.“ Hann neitar þó að hafa gert nokkuð rangt varðandi virðisauka- skattinn sem ríkisskattstjóri segir hann skulda. „Ég fékk bara vondan endurskoðanda, ég tel að hann hafi brugðist mér illa. Þetta er afar flók- ið mál,“ segir Ingvi. „Ég tek bara til varna eins og menn gera og er ekk- ert auðmjúkur á einn eða neinn hátt. Ég á þarna kröfu upp á 25 milljón- ir sem slitastjórnin lögmat og liggur þar inni og býður einhvers konar af- greiðslu. Það hefur bara keðjuáhrif út í allt sýstemið.“ Verst ákærunni „Ég verð bara að verjast ákæru. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Ingvi en hann kennir vondum endurskoð- endum um að málið sé komið í þann farveg sem það er í. „Ekki samkvæmt mínum viðskiptum og allri minni framgöngu í málinu gagnvart endur- skoðendum,“ segir hann aðspurður um hvort hann telji sig skulda skatt- inum. „Við lentum í því fyrir tveimur árum að Glitnir, hann sveik okkur um greiðslur upp á 25 milljónir. Krafa sem liggur inni hjá skilastjórninni.“ Ljóst er að skattayfirvöld telja sig hafa næga ástæðu til að ætla að Ingvi skuldi þeim í raun þennan pening þar sem málið er komið jafnlangt og raun ber vitni. Það verður þingfest um miðjan mánuðinn. Ógreidd veiðileyfi „Þeir keyptu veiðileyfi hjá okkur sem þeir svo neituðu að borga þegar fór að halla undan fæti,“ segir Ingvi um 25 milljónirnar sem hann telur Glitni skulda sér. „Þetta tengist Langárveið- um. Þeir gera kröfu um það, en það er erfitt fyrir mig að borga skatta af ein- hverju sem ég hef ekki fengið greitt.“ Hann segir málið vera mjög flókið og að hann eigi erfitt með að útskýra nákvæmlega út á hvað það gengur. „Þetta er bara í höndum lögfræðings- ins míns. Svo verður bara að sjá hvað kemur út úr því,“ segir hann. Ingvi Hrafn og eiginkona hans, Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir, eiga og reka Langárveiðar ehf. sem var rekstraraðili Langár á Mýrum allt til ársins 2009. Áin var mjög vinsæl meðal bankamanna fyrir hrun. Langá þykir ein af betri laxveiðiám landsins og veiddust nærri 2.300 laxar í ánni í fyrra. n Ríkisskattstjóri krefst tíu milljóna frá Ingva Hrafni Jónssyni n Ingvi segist fórnarlamb svikuls banka n Segir Glitni skulda sér 25 milljónir fyrir veiðileyfi IngvI Hrafn verst fyrIr dómstólum Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Sjónvarpsstjórinn Ingvi Hrafn er sjónvarpsstjóri á ÍNN en skatturinn krefur hann um margar milljónir króna. „Þetta er tómt kjaftæði eins og ann- að sem þið skrifið,“ segir Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, þegar blaðamaður spyr hann hvort embætti sérstaks saksóknara hafi rætt við hann í tengslum við rannsóknina á tryggingafélaginu Sjóvá. Rætt hefur verið við marga þá er tengdust trygg- ingafélaginu fyrir efnahagshrunið í tengslum við rannsóknina. Það virðist þó vera hægt að skilja Bjarna á þann veg að hann hafi ekki verið yfirheyrður. Hann vildi ítrekað ekki svara spurn- ingu blaðamanns um hvort hann hefði verið yfirheyrður fyrr en í lok samtals- ins þegar hann hækkaði róminn og sagði þetta vera tómt bull og kjaftæði. „Ég tek ekki þátt í svona skollaleik,“ sagði hann meðal annars í símtalinu. Meðal þeirra sem yfirheyrðir hafa verið í tengslum við rannsóknina á Sjóvá er föðurbróðir Bjarna, Ein- ar Sveinsson. Þeir tengjast ekki bara blóðböndum heldur einnig viðskipta- böndum í gegnum fjárfestingafélag fjölskyldu Bjarna, BNT ehf., þar sem Bjarni var fyrir efnahagshrun hluthafi og stjórnar formaður. Bjarni fékk fullt og óskorað umboð frá Hafsilfri, Hró- mundi og BNT, eigendum fjárfestinga- félagsins Vafnings, til að veðsetja eign- arhluti fjölskyldufélaganna þriggja í Vafningi hjá Glitni banka í febrú- ar 2008. Um svipað leyti, í lok febrúar 2008, lánaði Sjóvá Vafningi 10 millj- arða króna með víkjandi láni. Ástæð- an fyrir því að lánið var víkjandi er sú hversu stóran þátt Sjóvá og eigend- ur félagsins, þeir Karl og Steingrímur, áttu í félaginu. Lánið fékkst ekki greitt til baka og átti þátt í að skilja eftir millj- arða króna gat í eignasafni Sjóvár sem meðal annars hafði þær afleiðingar að íslenska ríkið þurfti að lána trygginga- félaginu fé til að fjármagna bótasjóð félagsins aftur. Samkvæmt heimildum DV hefur embætti sérstaks saksóknara vitað um aðkomu Bjarna að viðskiptum Vafn- ings frá því byrjað var að rannsaka Sjó- vá. adalsteinn@dv.is Ekki yfirheyrður Bjarni segir það vera kjaftæði að embætti sérstaks saksóknara hafi rætt við hann í tengslum við Sjóvá. Tilboð RÚV kom of seint Páll Magnússon útvarpsstjóri sendi Ara Edwald, forstjóra 365, formlegt tilboð um að RÚV keypti sýningarréttinn að heims- meistaramótinu í handbolta. Páll sendi Ara bréf þess efnis á fimmtudag en þar kom fram að RÚV væri tilbúið að kaupa sýn- ingarréttinn af 365 á sama verði og 365 greiddi fyrir hann auk 20% álags til að bæta 365 undirbún- ingskostnað af ýmsu tagi. Ari Edwald svaraði því til í samtali við Vísi að tilboðið kæmi allt of seint til að hægt væri að bregðast við því. „Ég lít frekar á þetta sem framhald af áramóta- skaupinu,“ sagði Ari en HM í handbolta hefst í næstu viku. Metinn ósakhæfur: Gunnar Rúnar fluttur á Sogn Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana 15. ágúst í sumar, hefur verið færður af Litla- Hrauni yfir á réttargeðdeildina að Sogni. Samkvæmt heimildum DV fluttist hann yfir á Sogn í byrjun vikunnar. Þar lætur hann lítið fyrir sér fara og heldur sig út af fyrir sig. Guðrún Sesselja Arnardóttir, lög- maður Gunnars Rúnars, staðfestir þetta í samtali við DV. Ljóst er að Gunnar Rúnar var í geðrofsástandi þegar hann myrti Hannes Þór. Geðrof er ástand þar sem fólk getur upplifað bæði rang- hugmyndir og ofskynjanir sem hafa áhrif á líðan og geta líka haft áhrif á hegðun. Þar sem Gunnar Rúnar var met- inn ósakhæfur af þremur geðlækn- um, bæði í undir– og yfirmati, þykir réttast að hann verði vistaður á við- eigandi stofnun. Réttarhöldunum yfir Gunnari Rúnari er þó ekki lokið og fer aðal- meðferð málsins fram í Héraðsdómi Reykjaness 7. febrúar næstkomandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.