Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Qupperneq 10
Sérverslun veiðimannsins - Laugaveg 178 - sími 551 6770 - www.vesturrost.is
- ALLAR VEIÐIVÖRUR -
- haglabyssur - rifflar - kaststengur -
- flugustengur - hjól - línur o.fl. -
ÚTSALA 10 -70%
Vesturröst
10 | Fréttir 7.–9. janúar 2011 Helgarblað
Jón H. Hallgrímsson, betur þekktur
sem Jón stóri, er forseti félagasam-
takanna Semper Fi þar sem brota-
menn, sem og aðrir, eru boðnir vel-
komnir. Meðlimir verða að hafa
gaman af lyftingum og bardaga-
íþróttum en þeir munu allir bera
merki félagsins flúrað á handlegg-
inn.
Aðspurður segir Jón hugmyndina
að nafni félagsins ættaða frá banda-
rískum landgönguliðum sem gjarn-
an hafi slíkt húðflúr á handleggnum.
Hann segir markmiðið að strákarn-
ir í klúbbnum standi ávallt saman í
gegnum súrt og sætt þó svo hann
vilji ekki endilega kalla þetta klíku.
„Ávallt trúr”
„Klíka og ekki klíka, þetta er bara
hópur af strákum sem standa sam-
an og bera merki félagsins, Semper
Fi, flúrað á handlegginn. Það þýðir
„Ávallt trúr“,“ segir Jón.
„Þetta er sama heiti og merki og
bandarískir landgönguliðar hafa
verið með. Það verður líka fatnaður
tengdur Semper Fi. Þetta verður því
alvöru klúbbur.“
Aðspurður segir Jón leit standa
yfir að klúbbhúsi fyrir Semper Fi.
Hann stefnir á fjölmenn félagasam-
tök en vill ekki gefa nánar upp hverj-
ir stofnendurnir séu.
Færa út kvíarnar
„Þetta er bara klúbbur sem ég og
félagar mínir erum að stofna. Við
erum fimm strákar sem erum að
stofna þetta, ég og mínir bestu vin-
ir. Sjálfir byrjuðum við fyrir ári og
ákváðum núna að opna klúbbinn
fyrir fleirum. Færa út kvíarnar að-
eins,“ segir Jón.
Hann vonast til að hleypa inn
nokkur hundruð meðlimum í Semp-
er Fi. Hann hefur auglýst eftir þátt-
takendum á Facebook-vefsvæði
sínu og er ánægður með viðtökurn-
ar. „Við höfum verið að taka inn einn
og einn. Á fyrstu dögunum eftir að ég
auglýsti þetta sóttu yfir 200 manns
um aðild. Ég er að sjálfsögðu mjög
ánægður með það. Við munum svo
halda stóran inntökufund,“ segir Jón.
Nær eingöngu strákar
Jón er í senn stofnandi og forseti fé-
lagsins. Undir honum býst hann við
að stjórn verði mynduð, líkt og í öðr-
um félagasamtökum. „Þetta verður
alvöru félag með endurskoðanda.
Við verðum ekki á mótorhjólum en
hugmyndin er sú sama. Við verðum
með stórt klúbbhús. Félagar greiða
mánaðargjald.
Þetta verður hópur stráka, eig-
inlega eingöngu strákar, sem hefur
gaman af því að hittast, lyfta saman
og æfa bardagaíþróttir. Þetta verð-
ur skemmtilegur hópur stráka sem
vilja gera eitthvað sniðugt. Við mun-
um síðan gera ýmislegt saman,“ seg-
ir hann.
Árni Johnsen velkominn
Jón viðurkennir að brotamenn sé
að finna í hópnum og að þeir verði
áfram velkomnir. Hann segir brota-
menn að finna víða í þjóðfélaginu
og að engum verði mismunað hjá
Semper Fi. „Við strákarnir í hópnum
munum síðan standa saman í gegn-
um súrt og sætt. Það er alltaf gott að
eiga góða að. Þannig stöndum við
við bakið hver á öðrum. Það eru allir
velkomnir, ekki þá nema að viðkom-
andi hafi gert eitthvað sem við vilj-
um ekki hafa í kringum okkur,“ seg-
ir Jón.
„Brotamenn mega alveg koma,
alveg í tonnatali, maður. Það eru
nokkrir slíkir inni í hópnum núna.
Það er ekkert að því. Árni Johnsen er
velkominn. Við erum með afbrota-
menn alls staðar, við getum ekki
mismunað í þessum stóra hópi.“
n Jón stóri er stofnandi og forseti Semper Fi n „Verðum ekki á mótorhjólum en hug-
myndin er sú sama“ n 200 hafa sótt um inngöngu n Munu allir bera sama húðflúr
JÓN STÓRI STOFNAR
SÍN EIGIN SAMTÖK
Lögreglan kannast ekki við Semper Fi
Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, vonast til þess að meðlimir Semper Fi haldi sig innan
ramma laganna. Ella gæti komið til afskipta lögreglunnar. „Við könnumst ekki
við þessi samtök og það fer alveg eftir eðli þeirra hvort við munum hafa einhver
afskipti af þeim. Þessir menn mega ganga í klúbb eins og hverjir aðrir, er það ekki
bara heilsusamlegt að menn stundi lyftingar og bardagaíþróttir? Í raun er öllum
frjálst að stofna félagasamtök en það er hins vegar heimild í stjórnarskrá til að
leysa upp félög sem hafa eitthvað ólögmætt að markmiði. Ef einhver meðlimur
félagsins aðhæfist eitthvað ólöglegt, hvort sem það væri í krafti félagsins eða sem
einstaklingar, þá væri ástæða til þess að lögregla hefði afskipti af. Annars ekki og
þá hefur lögreglan ekkert af þessu að segja,“ segir Friðrik Smári.
„Ég hef alveg rukkað fólk“
Jón Hilmar hefur opinberlega viðurkennt að hafa innheimt skuldir hjá fólki en því
lýsti hann yfir í viðtali við Sölva Tryggvason í sjónvarpsþætti þess síðarnefnda á Skjá
einum. Þar sagðist hann ekki vera neinn skáti og að í fortíðinni hefði hann þurft að
nota hendurnar í samskiptum við fólk. Á Facebook-síðu sinni segist hann hins vegar
síðast hafa fengið dóm fyrir 12 árum og um áramótin fagnaði hann því að hafa verið
sjaldnar handtekinn, lent í færri húsleitum og verið sjaldnar settur í gæsluvarðhald
en árið þar á undan. „Ég hef alveg rukkað fólk. Það hefur nú alveg komið fyrir, ég
ætla ekki að neita því, á minni lífsleið að ég hafi þurft að nota hendurnar. En ég er
ekki handrukkari. En ég hef alveg innheimt skuldir. Þú ert bara að mæta og biðja fólk
um að borga peninga sem það skuldar þér, eða öðrum,“ sagði Jón og bætti því við að
hann þyrfti ekki annað en að minna á skuldirnar til þess að fólk borgaði þær. „Maður
á sína fortíð eins og margir. Og mín hefur alveg verið skrautleg.“
„Þetta verður al-
vöru félag með
endurskoðanda. Við verð-
um ekki á mótorhjólum en
hugmyndin er sú sama.
Meðlimur Semper Fi Jón segir að með-
limir verði að hafa gaman af lyftingum og
bardagaíþróttum.
Allir velkomnir Jón segir að allir séu
velkomnir í samtökin. Hér er hann á
mynd með Ásgeiri Þór Davíðssyni, betur
þekktum sem Geira á Goldfinger.
Leita að klúbbhúsi
Jón segir að leit standi yfir
að klúbbhúsi fyrir samtökin.
Félagsmenn munu greiða
mánaðargjald.