Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Page 16
16 | Erlent 7.–9. janúar 2011 Helgarblað
British Petrolium reyndi að spara tíma og jók áhættuna í Mexíkóflóa:
Sparnaður olli lekanum
Næstráðandi kínverska kommún-
istaflokksins, Li Keqiang, lofar því að
Kínverjar ætli sér að leggja sitt lóð á
vogarskálarnar til að hjálpa aðildar-
ríkjum Evrópusambandsins út úr
þeirri skuldakreppu sem nú ríkir. Þá
óskar hann enn fremur eftir frekari
tvíhliða viðskiptum við Þýskaland,
en þar sjá Kínverjar mikla mögu-
leika.
Li Keqiang er nú að ljúka opin-
berri heimsókn til Spánar en þaðan
mun hann fljúga til Berlínar og hitta
Angelu Merkel, kanslara Þýskalands,
á fimmtudag. Hann mun einnig
ræða við lykilfólk úr þýsku viðskipta-
lífi áður en hann lýkur Evrópureisu
sinni í Bretlandi um næstu helgi þar
sem hann mun eiga fund með þeim
David Cameron, forsætisráðherra
Bretlands, og Nick Clegg varaforsæt-
isráðherra.
Ætla sér að kaupa upp
skuldabréf
Á sama tíma og Li Keqiang ferðast
um Evrópu hefur hann birt greinar í
blöðunum El País á Spáni og í Süd-
deutsche Zeitung í Þýskalandi. Þar
leggur hann áherslu á að Kínverjar
ætli sér að hjálpa Evrópusamband-
inu úr gjaldeyriskreppunni. „Stuðn-
ingur Kína við Evrópusambandið í
baráttunni við að ná fram stöðug-
leika, og að hjálpa vissum löndum
sem eiga í skuldavanda, stuðlar að
efnahagslegum bata og loks að aukn-
um og stöðugum hagvexti.“
Gjaldeyrisforði Kínverja er um
þessar mundir talinn vera um tvær
og hálf trilljón Bandaríkjadala, en
trilljón er þúsund milljarðar. Á síð-
ustu mánuðum hafa Kínverjar í
auknum mæli verið að kaupa upp
ríkisskuldabréf frá skuldsettustu
aðildarríkjum Evrópusambands-
ins, Portúgal og Spáni. Skuldavandi
þeirra hefur fyrst og fremst verið sá
að eftir fjármálahrunið árið 2008
gáfu Spánverjar og Portúgalar út
ótakmarkað magn ríkisskuldabréfa
til að standa straum af skuldum rík-
isins. Gildi skuldabréfanna ræðst þó
að miklu leyti af eftirspurninni eft-
ir þeim. Kínverjar sjá sér leik á borði
með því að kaupa bréfin upp núna,
sem gæti verið öllum aðilum til góðs.
Minnkandi trú á Bandaríkjunum
Ástæðan fyrir því að Kínverjar líta nú í
átt til Evrópusambandsins er minnk-
andi trú þeirra á Bandaríkjamarkaði.
Raunvirði bandarísks dollars fer sí-
fellt lækkandi, sem kemur sér mjög
illa fyrir Kínverja. Eins og stendur eru
um 70% af gjaldeyrisforða Kínverja í
bandarískum dollurum og vilja þeir
koma í veg fyrir að virði hans haldi
áfram að minnka með því að dreifa
betur fjárfestingum sínum. Líta þeir
á Evrópusambandið sem kjörinn
vettvang til nýrra fjárfestinga, en á ár-
inu 2010 voru viðskipti milli Kína og
Evrópusambandsins metin á rúm-
lega 450 milljarða Bandaríkjadala og
er búist við að sú tala fari ört hækk-
andi á næstu árum.
Kínverjar vilja
bjarga evrunni
n Kínverjar ætla sér að hjálpa til við endurreisn evrunnar n Hafa í auknum
mæli keypt upp ríkisskuldabréf í Portúgal og á Spáni n Hafa minni trú á
Bandaríkjunum en áður og vilja fremur fjárfesta í evrum en dollurum
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
„Stuðningur Kína
við Evrópusam-
bandið í baráttunni við
að ná fram stöðugleika
stuðlar að efnahags-
legum bata og þar með
auknum og stöðugum
hagvexti.
José Luis Zapatero og Li Keqiang
Forsætisráðherra Spánar og næstráðandinn
í kínverska kommúnistaflokknum hittust á
miðvikudag og ræddu um framtíð evrunnar
og aukin umsvif Kínverja í ESB.
Sparnaðaraðgerðir olíurisans British
Petrolium, BP, voru einn helsti or-
sakavaldurinn í olíulekanum mikla
í Mexíkóflóa í fyrra. Eru þetta niður-
stöður sérstakrar rannsóknarnefnd-
ar sem skipuð var af Barack Obama,
forseta Bandaríkjanna. Á miðviku-
dag komust fjölmiðlar í Bandaríkjun-
um yfir gögn úr skýrslu nefndarinnar
þar sem kemur fram að stjórnendur
BP hafi iðulega tekið ákvarðanir sem
spöruðu tíma, en juku að sama skapi
áhættu við boranir. Skýrslan verður
gerð opinber í næstu viku.
Í henni mun einnig koma fram
að bandaríska fyrirtækið Halliburt-
on átti hluta af sökinni, en fyrirtæk-
ið er sennilega þekktast fyrir vafasöm
tengsl við stjórnmálamenn eins og
Dick Cheney og Donald Rumsfeld.
Halliburton átti að sjá um að leggja
steypu í grunn olíubrunnsins en það
var gert án þess að nauðsynlegar
rannsóknir væru gerðar. Brunnurinn
var ekki nógu stöðugur fyrir steyp-
una sem lagði sitt af mörkum til að
mynda þrýsting sem að lokum olli
sprengingu í borpallinum.
Það var hinn 20. apríl sem öfl-
ug sprenging varð í olíuborpalli
BP, Deepwater Horizon, svo að níu
fórnarlömb féllu í valinn. Tveim-
ur dögum síðar sökk borpallurinn
og olíuleiðslur frá Macando-olíu-
brunninum slitnuðu með þeim af-
leiðingum að olía tók að leka án
afláts. Útkoman varð eitt stærsta
umhverfisslys mannkynssögunn-
ar, þar sem allt að milljón tonn af
olíu lak í sjóinn og lagði sjávarútveg,
fugla- og dýralíf og ferðamannaiðn-
að á svæðinu í rúst.
Niðurstöður nefndarinnar taka
einnig til ábyrgðar stjórnvalda en
þau munu ekki hafa haft nægilega
sérþekkingu á regluverki og rekstri
olíuborpalla. Gerði það allt eftirlit
erfitt eða jafnvel ómögulegt.
Borpallurinn Deepwater
Horizon Sprenging varð
20. apríl 2010. Í kjölfarið láku
allt að milljón tonn af olíu í
Mexíkóflóa.
Assange hótar
lögsókn
Julian Assange, stofnandi Wikile-
aks, hefur hótað að lögsækja breska
blaðið Guardian ef þeir birta gögn
frá Wikileaks án hans samþykk-
is, ef marka má úttekt Vanity Fair á
vandræðum Wikileaks í samskiptum
við birtingarmiðla sína. Samkvæmt
Vanity Fair kom hótunin um lög-
sóknina eftir að ósáttur sjálfboðaliði
frá Wikileaks afhenti Guardian gögn
sem Assange hafði ekki samþykkt.
Guardian varð fyrsti samstarfsaðili
Wikileaks eftir að rannsóknarblaða-
maðurinn Nick Davies hafði uppi á
Assange síðasta sumar. Stuttu eftir
það birti vefsíða Guardian leynilegt
myndband af bandarískum her-
mönnum í Írak sem skutu á óbreytta
borgara úr þyrlu. Fleiri fjölmiðlar
bættust fljótlega í hóp samstarfsað-
ila Wikileaks.
Skothríð í skóla í
Bandaríkjunum
Hinn 17 ára gamli Robert Butler hóf
skothríð í skóla sínum Millard South
High School í Omaha á fimmtudag.
Hann virtist beina skothríðinni að
skólayfirvöldum en aðstoðarskóla-
stjóri skólans lést í árásinni. Skóla-
stjórinn varð einnig fyrir skothríð-
inni og er á sjúkrahúsi vegna sára
sinna. Ástand hans er sagt stöðugt.
Robert skaut sjálfan sig svo til bana í
bíl sínum rétt hjá skólanum. Robert,
sem er sonur rannsóknarlögreglu-
manns í Omaha, skipti um skóla
í nóvember síðastliðnum vegna
flutninga og virðist hafa verið ósátt-
ur við þau umskipti ef marka má
færslu sem hann birti á Facebook-
síðu sinni rétt fyrir skotárásina. Þar
varaði hann Facebook-vini sína við
því að þeir kæmu til með að heyra
af slæmum hlutum sem hann hygð-
ist gera. Hann tók fram að það væri
skólinn sem neyddi hann til að gera
þessa slæmu hluti.
Hættulegt kaffi
Bandarískur flugmaður komst í
hann krappan á dögunum þegar
hann hellti úr kaffibolla sínum í
flugstjórnarklefa Boeing 777-flug-
vélar United Airlines-flugfélags-
ins. Ekki vildi betur til en svo að
kaffið fór yfir neyðarhnapp sem
flugmenn eiga eingöngu að nota
þegar um flugrán er að ræða.
Kaffið olli skammhlaupi og sendi
vélin þau skilaboð til flugturns í
Toronto í Kanada að um rán væri
að ræða. Vélin var á leið frá Chi-
cago í Bandaríkjunum til Frank-
furt í Þýskalandi. Brá flugmaður-
inn á það ráð að lenda vélinni í
Toronto þar sem flugvirkjar lög-
uðu stjórnborð vélarinnar.