Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Side 17
Erlent | 17Helgarblað 7.–9. janúar 2011
Aðdáendur ósáttir við breytingar á sögunni um Stikilsberja-Finn:
N-orðið afmáð úr sögum Twains
Met var slegið á fiskmarkaðnum
í Tsukiji í Japan þegar 342 kíló-
gramma bláuggatúnfiskur var
seldur á jafnvirði 46 milljóna ís-
lenskra króna. Tsukiji-fiskmark-
aðurinn er sá stærsti sinnar teg-
undar í heiminum og þar er
bláuggatúnfiskur vinsælasta af-
urðin. Túnfiskur nýtur nú vaxandi
vinsælda um allan heim og sér-
staklega á meginlandi Asíu. Eftir
því sem japönsk matseld verður
sífellt vinsælli á heimsvísu eykst
eftirspurnin eftir túnfiski sem er
jafnan notaður í sushi og sashimi-
rétti.
Ofveiði og auknar vinsældir
Kaupendur risatúnfisksins voru
eigendur tveggja veitingastaða
sem ákváðu að skipta fiskinum á
milli sín. Annar veitingastaðurinn
er í Tokyo en hinn er í Hong Kong.
Ricky Cheng er eigandi veitinga-
staðarins í Hong Kong. „Góður
túnfiskur selst vel í Hong Kong
og í Kína yfirhöfuð og þetta var
einstaklega góður fiskur,“ sagði
Cheng þegar hann var spurð-
ur um það af hverju hann borg-
aði svo himinhátt verð fyrir einn
fisk. En þrátt fyrir vaxandi neyslu
á heimsvísu á túnfiski stendur
heimsbyggðin Japönum enn þá
langt að baki. Japanir kaupa upp
um 80 prósent alls túnfisksafla
eða rúmlega 600 þúsund tonn á
hverju ári. Til að setja þessar töl-
ur í samhengi má geta þess að
heildaraflaheimildir fyrir túnfisk í
Atlantshafi eru ekki nema 12.900
tonn fyrir árið 2011.
Túnfiskur verði útdauður í
Atlantshafi
Umhverfisverndarsamtök eins og
World Wildlife Fund hafa lýst yfir
miklum áhyggjum af því að tún-
fisksveiðar séu alls ekki sjálfbær-
ar eins og staðan er í dag. Vör-
uðu samtökin til að mynda við
því að bláuggatúnfiskur yrði brátt
útdauður í Atlantshafi, þrátt fyr-
ir sílækkaðar aflaheimildir. Tals-
maður Grænfriðunga, Oliver
Knowles, sagði á fundi alþjóð-
legra verndarsamtaka um tún-
fisksstofninn í Atlantshafi (Int-
ernational Commission for the
Conservation of Atlantic Tunas)
að aflaheimildir hafi ekki verið
lækkaðar nærri því nógu mikið.
„Það ætti að taka orðið „vernd“
úr nafni samtakanna.“
Sjálfbærni ekki í orðaforða
Japana
Japönum virðist í öllu falli standa
á sama um sjálfbærni túnfisks-
stofnsins, sérstaklega stofnsins í
Atlantshafi. Miðað við núverandi
þróun standa þeir þó frammi fyr-
ir tveimur vandamálum. Í fyrsta
lagi veiðist nú sífellt minna af
túnfiski vegna mikils ágangs á
stofninn, sem einnig veldur því
að hætta er á að stofninn eigi
erfitt uppdráttar við að ná jafn-
vægi á nýjan leik. Í öðru lagi fer
japönsk matseld eins og eldur í
sinu yfir heimsbyggðina alla, sem
eykur eftirspurn eftir hágæða-
túnfiski – sem Japanir gátu áður
keypt upp óáreittir. Þessi vanda-
mál hafa orðið til þess að verðið
á túnfiski fer ört hækkandi og er
því spáð að innan skamms eigi
fáir Japanir eftir að hafa efni á því
að leggja sér túnfisk til munns í
jafnmiklum mæli og hingað til.
Verð á túnfiski
í hæstu hæðum
n Met var slegið á fiskmarkaði í Japan þegar einn fiskur var seldur á
46 milljónir íslenskra króna n Til marks um rjúkandi verðhækkanir á túnfiski
n Umhverfisverndarsinnar spá því að túnfiskur verði útdauður í Atlantshafi
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
„Bæði þessi vanda-
mál hafa orðið til
þess að verðið á túnfiski
fer ört hækkandi og er því
spáð að innan skamms
eigi fáir Japanir eftir að
eiga efni á því að leggja
sér túnfisk til munns.
Stór fiskur Á myndinni má sjá
risatúnfiskinn sem seldist á jafnvirði
46 milljóna íslenskra króna í vikunni.
Í Bandaríkjunum er nú komin út ný
útgáfa af Ævintýrum Stikilsberja-
Finns eftir Mark Twain, sem margir
telja mesta rithöfund í sögu Banda-
ríkjanna. Hin nýja útgáfa sker sig
frá öðrum að því leyti að búið er að
þurrka út orðið „niggari“ (e. nigger)
sem kemur fyrir á mörgum stöðum
í upprunalegri útgáfu. Er markmið
bókaútgefandans, New South Books,
að þannig megi bókin rata til sem
flestra lesenda án þess að fara fyrir
brjóstið á þeim. Í stað orðsins niggari
verður notað orðið „þræll“ (e. slave).
Það er Alan Gribben, prófessor
við Auburn-háskóla, sem er ritstjóri
hinnar nýju útgáfu. „Þetta er ekki til-
raun til að láta líta út fyrir að Tumi
litli og Stikilsberja-Finnur hafi ver-
ið litblindir. Málefni kynþátta voru
áberandi í bókunum, en það er bara
spurning hvernig þú miðlar þeim til
lesenda á 21. öldinni.“ Gribben við-
urkenndi þó að nýja útgáfan myndi
líklega fara fyrir brjóstið á mörgum,
enda er texti Twains svo gott sem
heilagur í augum aðdáenda hans.
„Nú þegar hefur einn prófessor sagt
mér að hann hafi orðið fyrir miklum
vonbrigðum.“
Kaldhæðnislegt er auðvitað að
Twain var sjálfur mikill andstæðing-
ur kynþáttafordóma. Eitt af ævintýr-
unum um Stikilsberja-Finn fjallar
til að mynda um baráttu Finns fyrir
því að vinur hans Jim, sem var þræll,
verði frelsaður. Rithöfundurinn gaf
einnig háar upphæðir til hvers konar
samtaka sem börðust fyrir réttindum
blökkumanna á ofanverðri 19. öld og
í byrjun 20. aldar.
Mark Twain Brjóstmynd af Twain á heimili hans í Hartford í Connecticut sem nú er safn.
Börn Jackson
grétu
Nú standa yfir vitnaleiðslur í Los
Angeles í máli Conrads Murray,
einkalækni Michaels Jackson. Á
fimmtudag bar lífvörður Jackson,
Alberto Alvarez, vitni. Lýsti hann
því þegar hann mætti inn í herbergi
Jackson og sá þar konung poppsins
þar sem hann hafði greinilega fengið
lyf í æð auk þess að vera tengdur við
þvaglegg. Yfir Jackson stóð Murray,
sem barði með annarri hendi á
brjóst söngvarans til að reyna að
vekja hann til lífsins. Á eftir honum
komu börn Jackson hlaupandi inn
í herbergið og voru skelfingu lostin.
Þau kölluðu grátandi á pabba sinn
um leið og Murray skipaði Alvarez
að koma börnunum strax úr her-
berginu, þau ættu alls ekki að sjá
pabba sinn í andarslitrunum.
Hrægammur
handtekinn
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa hand-
tekið hrægamm sem þau grunar að
hafi verið að njósna fyrir ísraelsku
leyniþjónustuna Mossad. Það voru
tveir menn sem náðu að handsama
fuglinn rétt fyrir utan borgina Hya-
al, en þeim fannst grunsamlegt að
hrægammurinn hafði GPS-staðsetn-
ingartæki um hálsinn og var með
merkimiða frá háskólanum í Tel
Avív vafinn um löppina. Töldu þeir
að um „síonistasamsæri“ væri að
ræða. Í ljós kom að hrægammurinn
var hluti af rannsókn á hegðun fugla
sem háskólinn stóð fyrir.
Nýr skrifstofu-
stjóri í Hvíta
húsinu
William Daley hefur verið fengið
starf skrifstofustjóra Hvíta hússins í
Washington. Staðan er ein sú mikil-
vægasta í ríkisstjórn Bandaríkjana,
þar sem skrifstofustjórinn hefur
beinan aðgang að forsetanum og er
hans nánasti ráðgjafi. Staðan hafði
verið laus síðan Rahm Emanuel
sagði starfinu lausu í nóvember er
hann ákvað að freista þess að verða
næsti borgarstjóri í Chicago. Daley
er einnig frá Chicago, rétt eins og
Obama. Faðir Daley, Richard, var
borgarstjóri í Chicago í 21 ár frá
1955 til 1976 og bróðir hans Richard
M. Daley er núverandi borgarstjóri
Chicago en lætur brátt af embætti
sínu. Ljóst er að Chicago á nóg af
fulltrúum í Washington eins og sakir
standa.