Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Side 24
GGleðilegt nýár, góða þjóð.Um leið og ég tilkynni ykkur að ég er orðinn hundleiður á þessu bévítans svartagallsrausi sem er í þann mund að draga úr þjóð- inni bæði vígtennur og jaxla, vil ég geta þess að ég náði að lifa allt árið 2010 án þess að snerta Moggann. Já, ég ákvað í byrjun árs að þann snep- il, sem ég kalla LÍÚ-tíðindi, ætlaði ég ekki að snerta í heilt ár. Ekki las ég eitt einasta orð í því blaði og hef í hyggju að leyfa þessum vana að lifa lengur. Ég hef fylgst náið með glæpa- mönnum Framsóknar og Sjálfstæð- isflokka og ég hef séð hvernig náhirð kreppuvalda hefur reynt að sverta þá ríkisstjórn sem nú stundar uppbygg- ingarstarf og þrif eftir óráðsíu helm- ingaskipta. Ég hef fylgst með fyrir- tækjum einsog Sörpræs Woterhás Cúper, eða hvað það ágæta fyrirtæki heitir, og ég hef lært þá lexíu að trúa ekki þeim sannleika sem lygararnir telja skástan. Ég nenni ekki lengur að hlusta á útvarpskvótaeigendur spila lög eft- ir vini sína. Ég nenni ekki lengur að heyra af því að Bubbi ætli að reyna að eignast aftur þann rétt sem Jak- ob Frímann vélaði af honum, þegar sá síðarnefndi notaði klink útrásar- víkinga til að ná völdum í íslenskum poppskáldabransa. Ég nenni ekki lengur að horfa á skjálfandi skraut- fjaðrir á Alþingi. Ég nenni ekki lengur að hlusta á rökleysu fólks sem virð- ist algjörlega heiladofið. Ég nenni ekki lengur að leyfa vatnshöfðum íslenskrar stjórnsýslu að gutla í ná- munda við mig og síst ætla ég að hlusta á væl þeirra sem segja að kvótakerfið sé bara nokkuð gott eins- og það er. Ég ætla ekki að virða þá sem stela auðlindum þjóðarinnar. Ég ætla aldrei framar að leyfa fábjánum að gefa mér rangar hugmyndir um skiptingu auðvalds á Íslandi. Ég lofa ykkur því, kæru lesend- ur, að á árinu sem núna er að byrja, ætla ég að sýna ykkur og sanna fyr- ir ykkur að íslenski glæpurinn er al- veg skelfilega einfalt plott. Ég ætla að segja ykkur það, að útgerðarmenn, peningamenn og braskarar hafa í gegnum tíðina haft alla íslenska stjórnmálamenn í vasanum. Ég ætla að segja ykkur frá því hvernig stjórn- málamenn vinna alltaf þá vinnu sem er þeim sjálfum og eigendum þeirra fyrir bestu, um leið og þeir gefa alla- jafnan skít í það hvað er best fyrir þjóðina. Ég ætla að sýna ykkur það að fjórflokkurinn sér Besta flokkinn sem hina einu sönnu kosningagrýlu. Bráðum fer að birta til, brosir þjóð af gleði, lífsins blóm með ljós og yl ljóma í hennar beði. Fjölmiðlaframkoma þingmanna VG eftir maraþonfund þeirra á miðvikudag bar þess vitni að leikritið sem þau höfðu sammælst um að flytja frammi fyrir þjóðinni var ansi illa æft. Sumir virtust þar að auki fylgja öðru handriti en aðr- ir. Hafi ætlunin verið að berja í aug- ljósa bresti þingflokksins þá tókst það ekki. Allavega ekki eftir að í ljós kom að sömu þremenningar og neit- uðu styðja fjárlagafrumvarpið höfðu hafnað því á fundinum að standa að yfirlýsingu um áframhaldandi stuðn- ing við ríkisstjórnarsamstarfið. Samt hélt formaður flokksins því fram við fjölmiðla að fundi loknum að þing- flokkur Vinstri grænna stæði nú sem fyrr heils hugar á bak við ríkisstjórn- ina. Það er bókstaflega rangt. Samkvæmt frétt í DV neituðu þau Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daða- son og Lilja Mósesdóttir að styðja bókun sem stjórn þingflokksins bar upp um áframhaldandi stuðning við ríkisstjórnina og stefnu hennar en áskildu sér þess í stað allan rétt til þess að styðja sum mál ríkisstjórn- arinnar og önnur ekki, eins og fram kom í frétt á DV.is í gær. Ásmundur Einar Daðason, einn órólegasti þing- maður órólegu deildarinnar, stað- festi einmitt þennan sama skilning í sjónvarpsviðtali á miðvikudagskvöld þegar hann sagðist svo sem vera til- búinn til að verja ríkisstjórnina falli en fékkst ekki til að lýsa yfir sérstöku trausti á störf hennar. Minnihlutastjórn Þessi afstaða þremenninganna er eig- inlega sjálf skilgreiningin á minni- hlutastjórn eins og þær eru yfirleitt út- færðar á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð, Danmörku og í Noregi er löng hefð fyrir því að minnihlutastjórnir geri samning við aðra þingflokka eða jafn- vel einstaka þingmenn annarra flokka um að verja stjórnina vantrausti. Sem er keimlíkt þeirri stöðu sem nú virð- ist vera komin upp hér á landi. Að vísu hefur stjórnin áfram eins manns meirihluta ef aðeins þremenningarnir eru teknir frá og taldir til stjórnarand- stöðunnar. En til viðbótar má telja allt að því þrjá að auki til órólegu deildar- innar, þau Guðfríði Lilju Grétarsdóttur sem er í barneignarleyfi en snýr brátt á þing á ný og ráðherrana Jón Bjarna- son og Ögmund Jónasson. Skipi Guð- fríður Lilja sér í hóp með þremenning- unum órólegu er stjórnin fallin. Þó er hugsanlegt að hún gæti starfað áfram sem minnihlutastjórn með sérstökum samningi við órólegu deildina um að verja stjórnina falli. Samið á víxl Viðurkenni ríkisstjórnin stöðu sína sem minnihlutastjórn gæti hún átt fleiri kosti en nú, til að mynda með því að semja á víxl við órólegu deild VG og aðra stjórnarandstöðuflokka eftir hentugleik í hverju máli fyrir sig. Þrír þingmanna Framsóknarflokksins hafa til að mynda staðið nær stefnu ríkis- stjórnarinnar í mörgum málum held- ur en sumir í órólegu deildinni, þau Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Stein- grímsson og Siv Friðleifsdóttir. Sem formlega viðurkennd minnihluta- stjórn gæti ríkisstjórnin til að mynda samið við þessa þingmenn Framsókn- arflokks um framgang mála í andstöðu við þremenningana í VG. Og svoleið- is á víxl eftir því sem þurfa þykir. Með þessu móti gæti ríkisstjórnin brotist út úr þeirri herkví sem klofningsbrotið úr VG heldur henni í, en þyrfti um leið að brjótast út úr hefðbundnum vinnu- brögðum íslenskra stjórnmála og taka upp kerfisbundið samráð langt út fyrir eigin raðir. Samráðsstjórnmál Þessi tegund stjórnmála krefst nefni- lega stóraukins samráðs og mun ag- aðri vinnubragða en hér eru vanalega viðhöfð. Hingað til hafa íslensk stjórn- mál verið of vanþroska fyrir minni- hlutastjórnir sem fremur þurfa að reiða sig á kerfisbundið samráð en á meirihlutaafl atkvæða. Hér á landi er lítil hefð fyrir því að stjórn og stjórn- arandstaða vinni saman að úrlausn flókinna mála, hvað þá með víðtækara samráði við hagsmunaaðila og frjáls félagasamtök eins og tíðkast víða á Norðurlöndum og heitir einu nafni samráðsstjórnmál (e. corporatism). Einhverra undarlegra hluta vegna hafa margir mektarmenn í íslensk- um stjórnmálum uppnefnt slíka teg- und stjórnmála „umræðustjórnmál“ og þykir vera fyrirlitlegt við hliðina á kröftugum íslenskum athafnastjórn- málum þar sem menn kýla á hlut- ina og berja eigin stefnu í gegn í krafti meirihlutaræðis. En kannski er akkúr- at og einmitt núna kominn tími til að endurskoða vinnubrögðin í íslenskum stjórnmálum og læra svolítið af ná- grannaríkjunum. Eða hvað? 24 | Umræða 7.–9. janúar 2011 Helgarblað Stríðið um Tortóla Fyrrverandi eigendur Kaup-þings og fleiri útrásarvík-ingar botna ekkert í því áliti stórs hluta almennings að þeir séu skúrkar og jafnvel illmenni. Þeir sjá sig sjálfir sem fórnarlömb eineltis af hendi grimmrar þjóðar. Útrásar- víkingarnir hafa það til síns máls að hafa ekki verið sakfelldir þótt frá sjónarhóli almennings sé víst að þeir hafi skaðað sitt eigið samfélag með siðlausum athöfnum. Það sem hins vegar stendur í vegi fyrir því að þjóðin nái sátt við athafnamennina er þeirra eigin afneitun og ósvífni. Margir þeirra beita lagakrókum til að tefja fyrir eða hamla rannsókn. Yfirvöld sem starfa í umboði þjóð- arinnar þurfa að slást í réttarsölum til að nálgast upplýsingar. Viðskipta- töframaðurinn Hannes Smárason hótar að fara í mál við tvo saksókn- ara til að þagga niður í þeim. Dýrin í teinóttu fötunum eru víða á kreiki og þeim vex fiskur um hrygg. Hópur manna stendur í þeim stórræðum fyrir dómstólum að varna því að íslensk yfirvöld átti sig á vafasömum viðskiptum og jafn- vel á því hyldýpi aflandsviðskipta sem áttu sér stað í Lúxemborg á út- rásartímanum. Það er mikið í húfi. Nítján skúrkar og banki reyna að bregða fæti fyrir íslenska rannsókn með því að láta dómstóla banna að fjármálabrall þeirra verði gert opin- bert. Þetta er öðrum þræði stríðið um Tortóla og öll hin skattaskjólin. Í einhverjum tilvikum þarf að lýsa eftir mönnum svo þeim þóknist að mæta til yfirheyrslu. Sigurður Ein- arsson, fyrrverandi stjórnarformað- ur Kaupþings, var eftirlýstur af Int- erpol mánuðum saman áður en hann drattaðist til landsins. Fjöldi annnarra útrásarvíkinga beitir and- ófi og stefnum og málaferlum á hendur fjölmiðlum til að þagga nið- ur umræðuna um sig. Það er augljóst að íslensku út- rásarvíkingarnir ætla ekki að leggja spil sín á borðið. Þeir ætla þvert á móti að verja dularfull og vafasöm auðævi með kjafti og klóm og verj- ast því að sannleikurinn komi fram í dagsljósið. Þetta þýðir aðeins eitt. Þessir menn mega aldrei aftur verða velkomnir til Íslands. Þeir eiga í sið- ferðilegum skilningi að vera útlæg- ir um allan aldur. Þjóðin má aldrei gleyma því fólki sem setti landið á hausinn og hélt síðan áfram að fela, svíkja og pretta. Fyrirgefningin get- ur aldrei komið nema iðrunin sé sönn og viljinn til að upplýsa und- anbragðalaus. Þöggun útrásarvíkings n Útrásarvíkingurinn Hannes Smára- son, fyrrverandi forstjóri FL Group, er hvergi af baki dottinn þrátt fyrir fortíð sína í fjár- málum. Hann hefur nú lagt upp í leiðangur eins og fleiri til að þagga niður umræðu um fjármálavafstur sitt. Skref í þá átt er að kæra Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara og Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra, fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi. Snýst málið um að gögn varðandi Sterling-fléttuna sem fengin voru í húsleit voru afhent kröfuhafa FL Group. Hermt er að fleiri víkingar hyggi nú á stórsókn fyrir dómstólum gegn þeim sem vilja varpa ljósi á þá ógnaratburði sem enduðu með hruninu. Strákarnir hans Jóns Ásgeirs n Einhverjir landsmenn bíða spenntir eftir að heimsmeistara- mótið í handbolta hefjist. Enn og aftur beinast augu manna að „strákunum okkar“ eins og landsliðið er gjarnan nefnt. En nú er staðan sú að Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir eigendur Stöðvar 2 hafa tryggt sér einkarétt á sýningum frá leikjum landsliðsins sem verða flestir í læstri dagskrá og því ekki aðgengilegir fyrir nema lít- inn hluta þjóðarinnar. Nú kalla gár- ungarnir landsliðið „strákana hans Jóns Ásgeirs“ Finnur leitar að ró n Auðmaðurinn Finnur Ingólfsson kemur að sögn afskaplega vel und- an hruninu. Rætur Finns eru í Vík í Mýrdal og er hann af alþýðufólki kominn. Síðar braust hann til hæstu metorða í Framsóknarflokknum og í Seðlabankanum þaðan sem hann fór í einkageirann og auðg- aðist gríðarlega. Hermt er að hann og guðsmaðurinn Helgi S. Guð- mundsson, einn af helstu fjármála- mönnum Framsóknar, séu að fara í skemmtisiglingu á farþegaskipi í Karíbahafinu í þessum mánuði til að slaka á frá önnum og álagi. Horft til Friðriks n Sjálfstæðismenn eru í rólegheit- unum að velta fyrir sér formanns- efni í stað Bjarna Benediktssonar sem að margra mati ætti að víkja. Þor- steinn Pálsson, fyrrverandi formað- ur, hefur verið nefndur sem mögu- legur arftaki. Það er þó talið ólíklegt vegna ESB-afstöðu hans sem fælir alla þjóðernissinnana að meðtaldri náhirðinni frá. Hins vegar sé ásætt- anlegt að fá annan eftirlaunamann, Friðrik Sophusson fyrrverandi vara- formann, sem margir telja að hafi hætt of snemma í pólitík. Sandkorn TryGGvaGöTu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johannh@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Leiðari Illa æft leikrit Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Dýrin í teinóttu fötunum eru víða. Bráðum fer að birta til Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Kjallari Eiríkur Bergmann „Ég ætla aldrei framar að leyfa fábjánum að gefa mér rangar hugmyndir um skiptingu auðvalds á Ís- landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.