Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Side 26
Þ
egar kuldinn var mestur síð-
degis á fimmtudag fór ég í
sund í Vesturbæjarlauginni,
sem oftar. Þetta var um sex-
leytið síðdegis, orðið dimmt, og
kuldinn beit ansi hressilega, enda
hvein vindurinn og magnaði upp
frostið sem Volvóinn sagði mér að
væri 10 gráður. Ég held að það sé á
að giska fimm metra vegalengd úr
lauginni í gufubaðið, en sú vega-
lengd dugði til að hárið á mér fraus.
Og kuldinn hafði bersýnilega dugað
til að jafnvel hin knáu hlaupasam-
tök, sem bækistöðvar hafa í Vest-
urbæjarlauginni, höfðu tekið sér
frí – en skömmu fyrir kvöldmat má
annars ganga út frá því sem vísu að
félagar hlaupasamtakanna hvíli sig
eftir hlaup dagsins í heitu pottun-
um.
Einhvern tíma þegar ég var strák-
ur, átta ára eða svo, þá man ég að
það mældist 24 gráðu frost einn
daginn. Ég held það hafi verið í
febrúar, og það var talað um það í
fréttum í útvarpinu í hádeginu hví-
líkur fimbulkuldi væri í Reykjavík
og nágrenni. Og í skólanum fannst
okkur krökkunum við vera að taka
þátt í sögulegum viðburði þegar við
fórum í frímínútur út í allar þessar
mínusgráður.
En þegar til kom var ekkert sér-
staklega kalt. Ég man alla vega hvað
við vorum hissa, þar sem við fórum
í alla okkar venjulegu leiki eins og
á hverjum öðrum degi, og fundum
ekki fyrir neinum sérstökum kulda.
Ekki að minnsta kosti miðað við hve
mjög var búið að tala um það helj-
arfrost sem átti að ríkja þennan dag.
En það var nú reyndar blanka-
logn þennan dag, ef ég man þetta
rétt, og sólin skein glatt í heiði, svo
vitanlega hefur frostið ekki bitið
nærri eins fast og í kuldagjóstinum
í gær.
VAÐIÐ YFIR ÁR Í HELJARFROSTI
Á kuldadögum eins og í gær, þá rifj-
ast ævinlega upp fyrir mér frásögn
sem ég man ekki lengur hver skrif-
aði en lýsti ferð vinnumanna úr
Skagafirði suður á Reykjanes ein-
hvern tíma á 19. öldinni. Ferðin var
farin á vertríð, vinnumennirnir reru
á báti bóndans sem aukinheldur
eignaðist mestallan afla þeirra.
Sú tilhögun á útgerð sem ríkti á
Íslandi öldum saman var auðvit-
að forkastanleg, en stafaði af því
að bændum hafði tekist að koma í
veg fyrir myndun sjávarþorpa með
því að koma á vistarbandinu – all-
ir urðu að vera skráðir vinnuhjú á
bændabýlum, og máttu ekki taka
þátt í neinni atvinnustarfsemi eða
vinna sjálfstætt á neinn hátt nema
með leyfi bóndans. Þetta var svona
nánast þrælahald. Og frásögnin af
því þegar vinnumennirnir gengu að
norðan til Suðurnesja skömmu eft-
ir áramót hefur aldrei liðið mér úr
minni – það var grimmdarfrost alla
leiðina, sjálfsagt svipað og var í gær
eða jafnvel meira, og klæddir í skjól-
fatnað, sem nú þætti ekki merkileg-
ur, urðu vinnumennirnir að vaða ár
upp að mitti, klofa snjóskafla uppi á
heiðum og reyna að ná á næsta bæ
áður en frostið murkaði úr þeim alla
líftóruna.
ÍSLENSKT ALÞÝÐUFÓLK
Ég las þessa frásögn upp í útvarps-
þættinum Frjálsum höndum á RÚV
fyrir 10–15 árum, og hún hefur allt-
af verið mér minnistæð vegna þess
fimbulkalda hryllings sem ég held
að vesalings mennirnir hafi þurft að
upplifa á leið sinni.
Og þó þeir kæmust á leiðarenda,
án þess að drepast hreinlega úr
kulda, þá tók við vetrarvertíðin, róð-
ur í öllum veðrum í opnum smábát-
um, í köldum skinnstökkum, af því
bændurnir höfðu enga hvöt til að
bæta útgerðarhættina.
Kannski einhverjir lesendur hafi
heyrt þessa lýsingu á sínum tíma, ég
las ógrynni af allskonar svona frá-
sögnum af íslensku alþýðufólki fyrri
tíma í Frjálsum höndum (svona í
bland við útlenska kónga og stöku
Rómverja og eilítið um vísindi!).
Það rifjaðist hins vegar upp fyrir
mér í kuldanum í gær að sennilega
hefur unga fólkið okkar harla litla
hugmynd um það hvernig forfeður
þess og –mæður þurftu að glíma við
óblíð náttúruöflin á Íslandi á fyrri
tíð. Og hve mikils fer unga fólkið þá
ekki á mis við að skilja eigin sögu,
fortíð og menningu?
„ÍSLENDINGSEÐLI“ FORSET-
ANS
Í greinasafni Péturs Gunnarssonar
sem út kom um jólin er birt ræða
sem hann hélt á degi Sigurðar Nor-
dals síðastliðið haust, en þar rekur
hann hluta af sökinni á hruninu til
þess hvað hin unga kynslóð fjár-
málamanna var fáfróð um sögu sína
og menningu – sjálfsblekkingar um
„víkinga“ og „eðli Íslendinga“ hefðu
þar vaðið uppi.
Það voru reyndar ekki aðeins
ungir bissnissmenn sem bulluðu
um víkingaeðlið, þeir voru dyggi-
lega hvattir áfram af til dæmis for-
seta Íslands sem hélt innblásnustu
ræðurnar um „Íslendingseðlið“ og
hefði þó ekki átt að vera hægt að
saka hann um skort um menntun.
En Pétur spurði hvar unga fólkið
hefði átt að fá fróðleik um sögu sína
og fortíð, og svaraði sér sjálfur:
„[F]ráleitt úr áhrifamesta miðli
samtímans, sjónvarpinu, en í sam-
anlagðri sögu þess, sem spannar
víst orðið eina fjóra áratugi og sex
árum betur, hefur ALDREI verið
fjallað heildstætt um sögu Íslands
og er það í sjálfu sér nógu lygilegt.
HNÍFURINN Í KÚNNI
Væri ekki nær að álykta að það væri
hér sem hnífurinn stæði í kúnni
með vöntun á sjálfsmynd, skorti á
sögu? Stundum er talað um sjón-
varpið sem spegil þjóðarinnar, og
öll vitum við hvað mynd okkar í
spegli er samofin sjálfsmynd okk-
ar. En hvernig væri komið fyrir þeim
einstaklingi sem í hvert sinn sem
hann liti í spegil sæi andlit einhvers
annars? Eða hefði yfir svo lítilli
spegilflís að ráða, að hann sæi ekki
nema brot af sjálfum sér? Nasavæng
eða hluta af augabrún? Eða sjálfan
sig eins og hann var þegar hann var
tíu ára?
Ef sjónvarpið er spegill þjóðar-
innar, þá er þetta nokkurn veginn
hlutskipti okkar. Fyrir vikið erum
við gersamlega úti á túni í mestu
örlagamálum okkar, vegna þess að
þau hafa aldrei fengið sjónvarps-
lega umfjöllun.“
Megi hrunið að einhverju leyti
rekja til þess að ungt fólk hefur ekki
áreiðanlega þekkingu á sögu sinni
og menningu, þá er sök sjónvarps-
ins stór. Mér fannst hún allavega
nóg í gær, þegar ég áttaði mig á því
að unga fólkið sem upplifði kuld-
ann í gær hefur alveg áreiðanlega
alls ekki gert sér neina grein fyrir
hvað svona kuldakast hefði þýtt fyr-
ir langaafa og langömmu og þaðan
af eldri forfeður og -mæður.
„ÓTÆKT“ AÐ FÁ EKKI AÐ
HORFA Á HANDBOLTA
En í sjónvarpinu í gær var reyndar
ekki að finna neinar vísbendingar um
að RÚV ætlaði sér að bæta úr þessu,
þar sá ég aftur á móti Pál Magnússon
útvarpsstjóra reiðan mjög segja að
það væri „ótækt“ að fólk fengi ekki að
horfa á handbolta á sjónvarpsrásinni
hans.
Ojæja. Ég hef alveg jafngaman af
að horfa á handbolta og hver annar,
og vonast að sjálfsögðu til að Íslend-
ingum gangi sem best á væntanlegu
móti, en heilög reiði útvarpsstjóra yfir
því að „fá ekki“ að sýna handbolta á
sama tíma og skorið er niður í menn-
ingu og ekkert bólar á neinni sögu
frekar en fyrri daginn, sú reiði fannst
mér satt að segja heldur innantóm.
Heljarkuldi og
heilög reiði
Alveg frá því ég komst til vits og ára og gerði mér grein fyrir því að mér hefði verið falið það
hlutskipti í lífinu að burðast með all-
ar heimsins áhyggjur á herðum mér,
þá hefur mér þótt nýársdagur versti
dagur ársins. Það er þó kannski orð-
um aukið að kalla þetta áhyggjur
heimsins enda yfirleitt um að ræða
smávægilega hnökra sem stigmagn-
ast á dramatískan hátt og verða loks
óþarfaáhyggjur af öllu mögulegu
og ómögulegu sem mér hefur þótt
nauðsynlegt að burðast með í gegn-
um tíðina.
Ég var ákaflega uppátækjasamt og áhyggjulaust barn þar til því laust skyndilega niður í huga
mér að kvöldi nýarsdags þegar ég
var ellefu ára, að einn daginn yrði ég
fullorðin. Sá dagur nálgaðist hratt að
mér fannst og það þyrmdi yfir mig.
Ég vildi vera áhyggjulaust barn.
Nýársdagar áranna á undan höfðu alltaf verið gleðilegir frá morgni til kvölds. Ég vaknaði
snemma og fór í flugeldasöfnun með
vinahópnum. Sú söfnun gekk út á að
safna saman útsprengdum flugeld-
um frá kvöldinu áður og dröslast með
afraksturinn heim í pokum. Tilgang-
urinn var að sjálfsögðu enginn en
það fólst einhver gleði í því að safna
þessum gersemum saman. Mæður
okkar krakkanna voru þó lítt hrifnar
af uppátækinu og töluðu um að þetta
gæti verið hættulegt vegna sprengi-
hættu. Það þótti okkur hins vegar
enn þá meira spennandi og þegar við
urðum eldri hættum við að geyma
góssið í hjólageymslunni fram yfir
þrettándann (en það voru yfirleitt
þolmörk foreldranna fyrir draslinu)
og bjuggum til úr þessu stærðarinnar
bálköst sem við náðum stundum að
kveikja í. Áhyggjur mínar af sprengi-
hættu voru engar, ekki fyrr en ég varð
ellefu ára, en það var síðasta árið sem
ég safnaði flugeldum.
Eftir þessa kvöldstund fulla af angist og áhyggjum af fullorð-insárunum breyttist ég. Ég varð
áhyggjufyllri og miklu meðvitaðri
um allt það slæma sem gæti gerst í
heiminum. Ekki bara eitthvað sem
gæti komið fyrir mig sjálfa heldur
bara almennt. Mér fannst ég bera
ábyrgð á svo ótalmörgu sem ég gat
þó með engu móti stjórnað, og um-
fram allt; mér fannst ég verða að
hafa áhyggjur af því. Ég las öll dag-
blöð sem ég komst í og fræðirit,
horfði á fréttir og heimildamyndir
og drakk í mig fróðleik sem ég, ell-
efu ára gamalt barnið, hafði örugg-
lega ekki gott af. Ég bara vissi orðið
of mikið um lífið allt of snemma. Ég
vissi þó í raun aldrei alveg hvað það
var við fullorðinsárin sem skelfdi
mig svona mikið. Þau voru bara eitt-
hvað svo framandi og fullorðins.
Um 12 ára aldur var ég alveg búin
að skipuleggja nákvæmlega hvern-
ig vísitölulíf fullorðinsára minna átti
að vera. Þetta var pottþétt plan sem
átti ekki að geta klikkað en gerði það
engu að síður.
Alla nýársdaga síðan, alveg þangað til á þessu ári, hefur hellst yfir mig einhvers konar
vonleysi og óánægja með frammi-
stöðu mína í lífsgæðakapphlaup-
inu á árinu sem leið. Þá hefur það
engu máli skipt hverju ég áorkaði
það árið. Þó ég hefði unnið lífs-
gæðakapphlaupið hefði það engu
breytt. Nýársdagar hafa bara verið
erfiðir og ég tengi það beint við ang-
ist mína á þessum degi þegar ég var
ellefu ára. Á fullorðinsárum hef ég
reynt að undirbúa mig andlega fyrir
þennan erfiða dag, birgja mig upp af
varningi erfiðleikanna; snakki, gosi,
ís og góðum hjartastyrkjandi bíó-
myndum. Það gerði ég líka á þessu
ári. Þegar nýársdagur árið 2011 var
að kveldi kominn áttaði ég mig á því
að ég hafði ekki borðað eina ein-
ustu kartöfluflögu né horft á bíó-
mynd. Ég var hvorki full af vonleysi
né óánægju. Mér hafði á einu ári
tekist að þróa með mér nauðsynlegt
kæruleysi til að geta átt gleðilegan
nýársdag. Ég fann hvað þetta mátu-
lega kæruleysi var kærkomið og tók
þá metnaðarfullu ákvörðun í fram-
haldinu að reyna að gera árið 2011
að áhyggjulausu ári. Þetta fer allt
einhvern veginn og reddast, er það
ekki?
26 | Umræða 7.–9. janúar 2011 Helgarblað
Helgarpistill
Sólrún Lilja
Ragnarsdóttir
Trésmiðjan
Illugi
Jökulsson2011, áhyggju-
laust ár!