Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Page 30
LJÚFFENG HOLLUSTA!
Á GRÆNNI GREIN - SUÐURLANDSBRAUT 52 (BLÁU HÚSUNUM VIÐ FAXAFEN) SÍMI: 553-8810
OPIÐ
Virka daga: 11:00 - 19:00
Laugardaga: lokað
Sunnudaga: lokað
Að lokum má ekki gleyma okkar gómsætu kökum. Syndsamlega
góðum en samt hægt að njóta án samviskubits.
Á Grænni Grein er ferskur staður þar sem hollustan er í fyrirrúmi.
ATHUGIÐ, NÚ ER EINNIG HÆGT AÐ FÁ FISK- OG KJÚKLINGARÉTTI.
LJÚFFENG
HÁDEGISTILBOÐ
Góður afsláttur til fyrirtækishópa og námsmanna. Frábært að taka með sér
hollan skyndibita í og eftir vinnu.
LJÚFFENG TILBOÐ
ALLAN DAGINN
30 | Heilsa 7.–9. janúar 2011 Helgarblað
Þ
egar við erum í jafnvægi eigum við
auðveldara með að upplifa hamingju
og heilbrigði í daglegu lífi. Með því
að stunda jóga getur þú stuðlað að
jafnvægi um leið og þú tengist sköpunar-
kraftinum og lífsgleðinni. Í Indíánagili getur
þú heiðrað gamla indíánahefð með því að
fara í svett. Í hláturjóga getur þú hlegið með
öðrum án tilefnis eða húmors. Sama hvaða
aðferð þú notar ættir þú að geta dregið úr
streitu og aukið vellíðan þína og orku. Um
leið verður þú líklega færari um að takast á
við daglegt líf, lifa í sátt við sjálfa/n þig og
upplifa djúpa gleði.
Heilsudrekinn
„Þessar íþróttir gefa bæði líkamlegan
og andlegan styrk, efla fínhreyfingar og
samhæfingu, hugsun og einbeitingu. Þetta
eru ekki bara bardagalistir, þetta er list.“ –
Dong Qing Guan, starfsmaður Heilsudrekans.
HVAÐ?
n Teygjur – hugræn teygjuleikfimi sem
vinnur gegn mörgum algengum kvillum.
Eykur blóðstreymi um háræðanetið, losar um
uppsafnaða spennu og stirð liðamót. Dregur
úr vöðvabólgu og hefur góð áhrif á gigt.
n Í Tai chi eru notaðar rólegar og mjúkar
hreyfingar sem þjálfa í senn líkama og huga
og hafa góð áhrif á miðtaugakerfið, öndun,
meltingu og hjartað auk þess sem þær draga
úr svefnleysi.
n Wu shu/Kung fu er hefðbundin kínversk
bardagaíþrótt sem á sér aldagamla sögu.
Form hennar eru ólík og er til dæmis fyrir
börn og fullorðna, með eða án vopna, en hún
eflir alltaf líkamlegt og andlegt heilbrigði.
HVERNIG? Það þarf að skrá sig í morgun-
tíma í Tai chi. Annars getur þú fengið nánari
upplýsingar um tímana í síma 553-8282 og á
heimasíðunni heilsudrekinn.is.
HVAR? Skeifunni 3j.
FYRIR HVERJA? Tai chi hentar öllum,
ungum sem öldnum. Boðið er upp á Wu
shu/Kung fu tíma fyrir börn á aldrinum 4–12
ára og einnig fyrir fullorðna. Þess má geta
að sumum þykir gott fyrir konur að læra
sjálfsvörn og jafnvel nauðsynlegt.
VERÐ: Stakur tími kostar 1.200 kr. Hægt
er að fá mánaðarkort á 9.700 kr. en árskort
kostar 58.000 kr.
Lótus jógasetur
„Jógaástundun skapar jafnvægi. Jógavísind-
in eru djúpstæð vísindi um sköpunarkraftinn
og gefa praktískt leiðarljós til að vera
heil og hamingjusöm og lifa til fulls hvert
augnablik.“ – Ásta Arnardóttir jógakennari.
HVAÐ?
n Jóga er orkugefandi og umbreytandi,
skapar jafnvægi í innkirtlastarfseminni og
orkubúskap líkamans, eykur sveigjanleika og
styrk og tengir djúpt við sköpunarkraftinn og
lífsgleðina.
n Krakkayoga er námskeið fyrir börn þar sem
jóga er fléttað saman við listina að leika sér.
Unnið er með öndun, jógastöður, hugleiðslu,
slökun, söng og leik.
Fjölskylduyoga er skemmtileg samverustund
fyrir alla fjölskylduna þar sem unnið er með
öndun, jógastöður, hugleiðslu, slökun, söng
og skapandi samveru.
n Jóga úti í náttúrunni eru dagsferðir sem og
lengri ferðir þar sem göngu og jóga er fléttað
saman og er kærkomin leið til að njóta
friðsældar og fegurðar innra með sér og allt
um kring. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni
this.is/asta.
HVERNIG? Boðið er upp á fjölmörg
námskeið og einstaklings-, fjölskyldu- og
paratíma. Best er að fylgjast með því hvaða
námskeið eru í boði og hvenær á heimasíð-
unni, lotusjogasetur.is.
HVAR? Borgartúni 20.
FYRIR HVERJA? Alla, börn og
fullorðna.
VERÐ: Stakur tími kostar 1.500 kr.
Byrjendanámskeið kostar 19.000 kr. og önnin
43.000 kr.
Svett
„Í myrkrinu upplifi ég tímaleysi og endalaust
rými þar sem ég læt af egóinu. Í myrkrinu er
egóið ekki allsráðandi. Í kjölfarið upplifi ég
auðmýkt og æðruleysi.“ – Hreiðar Hallsson
svettmeistari.
HVAÐ?
n Gömul indíánahefð sem gengur út á að
endurnýja lífskraftinn og hreinsa hug og
líkama, endurnærast og ná sambandi við
forfeður. Athöfnin hefst með því að allur
hópurinn er í kringum varðeld þar sem steinar
eru hitaðir, spáð er fyrir fólki sem hreinsar
hugann og fórnar tóbaki fyrir andana með
því að kasta því á eldinn um leið og það
tengist höfuðáttunum, móður jörð og föður
himni. Þá er farið inn í hús og dansað til að
losa um hömlur. Síðan fer fólk aftur út og
inn í lítið tjald, þar sem heitum steinunum
hefur verið komið fyrir og svettið sjálft fer
fram. Á meðan á athöfninni stendur er
kolniðamyrkur, nema hvað steinarnir glóa í
miðju tjaldsins. Athöfnin er í fjórum lotum og
á milli þeirra er opnað út og vatn látið ganga.
Fyrst er unnið að því að hreinsa hugann og
losna við gamlar hugsanir, svo er farið í að
hreinsa líkamann, þar næst er lögð áhersla á
bænina og tengingu við forfeður, en í síðustu
umferðinni er þakkað fyrir alla reynsluna.
Möntrur eða indíánasöngvar eru kyrjaðir á
meðan. Þegar athöfninni lýkur baðar fólk sig
upp úr heitu og köldu vatni úti. Þá er farið inn
til þess að slappa af, hlýða á spádóma um
framtíðina og nærast eftir átökin, en boðið er
upp á lífrænan og hollan mat.
HVERNIG? Það þarf að panta tíma hjá
Nonna eða Heiðari í síma 588-8964. Til þess
að þeir fari með hópa í svett þurfa allavega
tólf einstaklingar að skrá sig. Svo lengi sem
það næst fara þeir reglulega í svett, á virkum
dögum sem og um helgar. Prógrammið
tekur sex tíma og sumir finna fyrir þyngslum
daginn eftir en öðlast þó fljótt meiri kraft en
áður. Daginn eftir verður húðin silkimjúk og
algengt er að fólk upplifi kyrrð og vellíðan.
HVAR? Í Elliðaárdalnum.
FYRIR HVERJA? Fólk sem þolir hita
eða vill láta reyna á mörkin. Ekki er mælt
með því að fólk yfirgefi tjaldið meðan á
athöfninni stendur eða á milli lotna, því það
getur truflað ferlið og dregið úr áhrifamætti
athafnarinnar. Fólki sem á við líkamlega
kvilla að stríða getur reynst erfitt að fara í
gegnum þetta, sérstaklega aðra umferð.
Annars er þetta fyrir fullorðið fólk sem vill
hreinsa þungmálmana úr líkama og sálina,
prufa eitthvað nýtt og upplifa eitthvað
sérstakt.
VERÐ: 6.000 kr.
Brosandi líf
„Virkar til hins betra á líkamann, hugsunina,
sálina og tilfinningalífið þannig að maður fær
allan pakkann. Hláturjóga er tæki sem gerir
fólki kleift að ráða betur við líf sitt og geta
farið í gegnum það með gleði, sama hvað á
bjátar.“ – Ásta Valdimarsdóttir hláturjóga-
kennari.
HVAÐ?
n Hláturjóga er indversk aðferð þar sem
yfirleitt er hlegið í hópi án tilefnis. Hláturinn
er vakinn með leiknum æfingum og þegar
fólk horfist í augu verður hláturinn fljótlega
eðlilegur. Um leið framleiðir heilinn endorfín
og önnur jákvæð, styrkjandi efni. Viðhorf
verða jákvæðari, þreyta minnkar og jafnvægi
kemst á orkuflæðið. Hláturjóga er sambland
æfinga og jógaöndunar, hollt fyrir líkama og
sál og hin besta skemmtun.
HVERNIG? Boðið er upp á opna tíma
fyrsta laugardag hvers mánaðar í Manni
lifandi auk þess sem hláturkætisklúbburinn
hittist reglulega. Best er að fylgjast með
því sem er að gerast á heimasíðunni hlatur.
org. Hægt er að fá einstaklingsnámskeið
í hláturjóga. Það er gert með því að hafa
samband í síma 899-0223.
HVAR? Maður lifandi er í Borgartúni 24.
Rauði krossinn býður einnig upp á hláturjóga
fólki að kostnaðarlausu í Rauðakrosshúsinu
að Borgartúni 25 alla föstudaga kl. 15.
FYRIR HVERJA? Fólk sem vill styrkja
sjálfið og efla andlega og líkamlega orku,
virkja eldmóð og ást á lífinu, skapa heil-
brigðar venjur og losna við aðrar óæskilegar.
VERÐ: Tíminn kostar 1.000 kr. skiptið.
Gjaldskrá fyrir einstaklingsnámskeið er í
smíðum og því ekki hægt að fá uppgefið verð.
Kramhúsið
„Kramhúsið er sennilega einn afslappaðasti
dans- og líkamsræktarstaður sem hægt
er að hugsa sér. Um leið er það kraumandi
orkupottur með ótrúlegum fjölda af
námskeiðum og fjölbreyttu barna- og
unglingastarfi í Listasmiðjunni. Kramhúsið er
svolítið svona „vin í eyðimörkinni“.“ – Þórunn
Ásdís Óskarsdóttir.
HVAÐ?
n Afró, salsa, argentínskur tangó, flamengó,
balkandansar, krump, magadans, bollywood
og bellybolly eru á meðal þeirra dansa sem
kenndir eru í Kramhúsinu. Þar er einnig boðið
upp á breiknámskeið fyrir börn á öllum aldri.
n Leikfimi í sambatakti er blanda af salsa,
samba og afró ásamt styrkjandi æfingum og
teygjum.
n Morgunjóga samanstendur af mjúkum en
kröftugum æfingum sem eiga að losa um
spennu, byggja upp styrk, sveikjanleika og
skapandi getu.
n Kripalujóga liðkar líkamann, gefur orku og
stuðlar að jafnvægi hugans með hugleiðslu,
teygju- og öndunaræfingum.
n Vinyasajóga kennir hvernig hægt er
að hreyfa og nota líkamann með stjórn
öndunar. Mikill innri hiti næst í líkamann.
n Stott Pilates byggir á styrkæfingum fyrir
allan líkamann en megináherslan er lögð á
maga og bak.
n 5Rytmar er hreyfing sem byggir á
náttúrulegu flæði lífsorkunnar. Í gegnum
fimm rythma er orka leyst úr læðingi, losað
um hindranir og gömul sár eru heiluð. Líkami,
hugur og tilfinningar opnast og sköpunar-
krafturinn er virkjaður.
HVERNIG? Boðið er upp á alls konar
námskeið, fyrir byrjendur og lengra komna.
Á heimasíðu Kramhússins er hægt að skrá
sig á námskeiðin og þar er einnig að fá nánari
upplýsingar um hvert námskeið, kramhusid.
is eða í síma 551-5103. Eins er hægt að
fylgjast með tangófélaginu á tango.is.
HVAR? Skólavörðustíg 12.
FYRIR HVERJA? Þá sem vilja holla
og skemmtilega hreyfingu, en flestir ættu
að finna eitthvað við sitt hæfi. Magadans er
tilvalinn fyrir þær sem vilja styrkja konuna
í sjálfri sér, sambaleikfimin er góð fyrir fólk
með vöðvabólgu og bakveiki og rythmatím-
arnir henta öllum sem vilja frelsa dansarann
í sjálfum sér.
VERÐ: Námskeiðin eru misdýr, byrjenda-
námskeið í bollywood kostar 10.800 kr.
sem og fleiri námskeið en námskeið í Stott
Pilates kostar 32.800 kr. Best er að kynna sér
verðskrána á heimasíðu Kramhússins. Stakur
tími í 5rythmar kostar 2.500 kr.
Yoga Shala
HVAÐ?
n Asthanga vinyasa-jóga eykur einbeitingu
og úthald, veitir slökun og hugarró. Mysore
style er ákveðin leið til þess að kenna ash-
tanga vinyasa-jóga. Þessir tímar fara fram í
þögn fyrir utan hljóð öndunarinnar. Hver og
einn fær einstaklingsbundna kennslu.
n Yoga nidra er djúpslökun þar sem fólk
liggur á púða og undir teppi en getur farið í
magnað andlegt ferðalag.
n Hatha-jóga byggist á 84 grunnlíkamsstöð-
um, öndunaræfingum og slökun. Áhersla
er lögð á einfaldar teygjur og góða slökun.
Tímarnir eru rólegir og henta öllum.
HVERNIG? Boðið er upp á byrjenda- og
framhaldsnámskeið og einstaklingstíma.
Hægt er að skrá sig á námskeið eða fara í
staka tíma. Það er jafnvel hægt að skreppa úr
vinnunni til þess að slaka á og næra andann.
FYRIR HVERJA? Unga og aldna, litla
og stóra, byrjendur og lengra komna og bara
alla áhugasama.
HVAR? Yoga shala, Engjateigi 5, 2. hæð.
yogashala.is.
VERÐ: Stakur tími kostar 1.800 kr., kort
frá 12.000 kr. og upp í 66.000 kr., sem er þá
árskort og gildir ótakmarkað. Byrjendanám-
skeið kostar frá 16.900 kr.
Ræktaðu
líkama og sál
Afró í Kramhúsinu
Svett