Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Síða 37
Viðtal | 37Helgarblað 7.–9. janúar 2011 Þ egar ég hitti Ingvar er hann á síðustu metrunum fyr- ir frumsýningu, heltekinn af verkefninu, en engu að síður pollrólegur og yfirvegaður. Að minnsta kosti á yfirborðinu. Eftir að hafa tekið af sér húfuna og fengið sér vatn að drekka sest hann niður og strýkur hugsandi á sér skeggið. Ég veit það eitt um Ingvar að hann hefur átt glæstan leikferil síðan hann útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1990, hann virkar frekar lok- aður og konum finnst hann flottur. Mamma, sem gefur ekki mikið fyrir leikara nútímans, fær alltaf stjörnur í augun þegar minnst er á Ingvar, en þetta stjörnublik hef ég ekki séð síð- an hún talaði um Clark Gable á árum áður. Mig langar að vita heilmikið um Ingvar, ekki bara sem leikara held- ur líka sem manneskju, og á reyndar eftir að komast að ýmsu. Meðal ann- ars um messurnar sem hann hélt sem krakki, rómantíkina, hrifnæmina, tón listina og karate-iðkunina. Við byrjum þó að sjálfsögðu á Prospero. Ingvar segist hafa heillast af handritinu um leið og hann las það yfir. Hann hlær þegar hann er spurður hvort hann geti samsamað sig Pros- pero. „Ja,“ segir hann, „þetta er ekkert minna en maður sem er að leika guð svo ég veit ekki hvort ég get samsam- að mig slíkum manni. Hann er stór- brotinn persónuleiki og sumir hafa líkt honum við Leonardo da Vinci.“ Ástin skiptir mestu máli Í Ofviðrinu er sögð sagan um Pros- pero hertoga sem sinnir ekki skyldum sínum við rekstur ríkisins, heldur er á kafi í vísindum, verkfræði og bók- menntum. Hann fær bróður sinn til að sinna ríkisrekstrinum, en sá söls- ar ríkið undir sig og gerir Prospero út- lægan. Prospero hrekst með Miröndu dóttur sinni á „óskilgreinda eyju“ þar sem hann nær með tímanum tökum á náttúruöflunum, vekur upp púka og anda og lætur þá vinna fyrir sig. Þegar ofsaveður skolar skipi svik- ara Prosperos á upp á eyjuna, er upp- gjör óhjákvæmilegt. Þá hefjast heift- arleg átök milli æðri og lægri hvata mannsins, en margir vilja meina að verkið fjalli öðru fremur um fyrirgefn- inguna, sem er öllum samfélögum nauðsynleg eftir átakatíma. Ingvar segir Ofviðrið magnað verk, en ekkert torskiljanlegt. „Þetta virðist kannski í fyrstu vera ævintýri, en er svo miklu meira en það, miklu stærra, í rauninni jafn stórt og lífið sjálft. Pros- pero ætlar að hefna sín grimmilega en hættir við. Hann gæti verið listamað- ur í þann veginn að fullkomna verk sitt þegar hann skiptir um skoðun og spyr sjálfan sig: „Og hvað svo?“ Hann veltir fyrir sér hverju hann sé bættari með hefndinni og hvað skipti mestu máli þegar upp sé staðið. Niðurstaða Properos er að ástin skipti mestu máli, lífið og ástin.“ Hlaðinn verkefnum Ingvar segir ekkert meira verk að tak- ast á við Shakespeare en aðra höf- unda. Hann sé alltaf jafn heltekinn af því sem hann sé að fást við. „Eftir að ég fékk Ofviðrið í hend- urnar uppgötvaði ég að það er erfið- ara en það lítur út fyrir að vera. Það er ekki vegna þess að textinn sé illskilj- anlegur, hann er eimitt mjög skilj- anlegur í þýðingu Sölva Björns Sig- urðssonar. Ryþminn í textanum er hefðbundinn að mestu, svona fimm liða taktur í bundnu máli, en stundum er eins og hann verði aðeins djassað- ur. Sumt í textanum er svo auðvelt að læra að það kemur undir eins, annað, sem er ómstríðara, verður ögn erfið- ara. Einræðurnar eru þó aldrei leiðin- legar, hvorki fyrir mig né hlustendur, þær eru sífellt brotnar upp með alls kyns hundakúnstum og skemmti- legheitum. Textinn er fjölbreytilegur, hlaðinn dramatík, fantasíu og kómík í senn.“ Talið berst að því sem Ingvar hef- ur verið að fást við að undanförnu, en hann er oftast hlaðinn verkefnum. „Ég er búinn að vera í öllu mögu- legu, er enn að leika Jón Hreggviðs- son í Íslandsklukkunni, hef verið í alls kyns smáverkefnum og búinn að vera í leikferðum með Hamskiptin. Ég var að koma frá New York, tók mér tíu daga frí frá Ofviðrinu og var með fer- legt samviskubit. Svo er ég búinn að þvælast í hinu og þessu, gerði stutt- mynd í Noregi og stuttmynd í Skot- landi.“ Langar ekki að staðna í Hollywood Hvað með Hollywood? Nú fékkstu nasaþefinn af lífi stórstjarnanna þeg- ar þú lékst í K19, langaði þig ekki að spreyta þig meira þar? Ingvar hlær. „Það var vissulega magnað að vera inni í þessari risa- maskínu og sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ég veit ekki við hverju ég bjóst, en það var ágætis fólk þarna á flestum póstum. Það er hins veg- ar þannig að ef leikari ætlar að halda áfram að þróast er Hollywood ekki staðurinn. Mig langar ekkert að vera í stöðluðum rullum í Hollywood, þar sem allt er morandi í steríótýpum, mikið af hólfum þar sem menn koma bara til greina í ákveðnar „kategórí- ur“. Ég fór í ótal prufur, en ég hef ekki áhuga á að leika einstakling sem hef- ur ekki meira að bjóða en eitt ákveðið ástand. Bara nenni því ekki. Við höf- um verið að ræða það hér heima af hverju við horfum alltaf í vestur. Það er að sjálfsögðu gefandi fyrir íslenska leikara að vinna með öðrum þjóðum og vita að við eigum bræður og syst- ur sem eru öll að hugsa það sama. En af hverju bara í vestur? Hollywood er eins og vél í framleiðslu á kvik- myndum með það eitt að markmiði að græða, oft á kostnað listsköpunar. Við ættum að líta meira til Evrópu þar sem líka er margt áhugavert í gangi. Ég var ekkert svekktur að yfirgefa Hollywood og hef í rauninni aldrei yf- irgefið Hollywodd vegna þess að það hefur bara aldrei almennilega komið til mín, en færi örugglega þangað aft- ur ef eitthvað bitastætt byðist. Ég er reyndar ekki svekktur yfir nokkrum sköpuðum hlut, enda væri það van- þakklæti. Mig hafði aldrei órað fyr- ir að ég ætti eftir að fá tækifæri til að gera allt það sem ég hef gert á undan- förnum árum.“ Gutlar á píanó, harmonikku og trommur Leikferill Ingvars er óneitanlega glæstur og hann segist ekki gera lítið úr sjálfum sér með því að afgreiða það sem heppni, árangurinn felist í mik- illi vinnu, fórnfýsi og aga. Eiginkona Ingvars er Edda Arnljótsdóttir leik- kona og saman eiga þau fjögur börn, tvítugan son, átján ára dóttur og tvo gutta, ellefu og tólf ára. Ingvar viður- kennir að leiklistin sé ekki alltaf fjöl- skylduvænt starf. „Hún getur þó ver- ið það ef maður gerir ekki út af við sig í vinnu. Það koma tímabil sem mað- ur er voða lítið heima hjá sér, jafnvel á þvælingi í útlöndum í langan tíma. Það er ekki hollt fyrir fjölskylduna. Ég fékk þau öll í heimsókn til Bandaríkj- anna og þar tókum við gott páskafrí. Líka þegar Vesturport fór með Rómeó og Júlíu til London, þá kom fjölskyld- an þangað. Í tveggja mánaða leik- ferð um Ástralíu með Hamskiptin var Edda með hlutverk og þá voru tveir yngri strákarnir með okkur.“ Ingvar segir krakkana sína hafa mátulegan áhuga á leiklist, þeirra áhugasvið liggi meira annars stað- ar. „Yngri strákarnir eru í fótboltan- um, dóttir mín er að læra listdans og elsti strákurinn í Tónlistarskólanum í Reykjavík að læra á klassískan gítar og söng.“ Aðspurður hvort þau hafi góð tón- listargen segir Ingvar allt morandi í hljóðfærum heima. „Við erum með tvö píanó, trommu- sett og fullt af gíturum. Það eru að- allega við strákarnir sem spilum, ég gutla á píanó, harmonikku og tromm- ur. Við erum að fást við tónlist hver fyrir sig, en svo tökum við stundum „gig“ saman. Við æfum til dæmis allt- af eitt jólalag sem er flutt við mikinn fögnuð þegar ömmur og afar koma í heimsókn á jólunum.“ Þá segist Ingvar stunda karate, vera með brúna beltið og ekkert eiga langt í það svarta. „Ef ég verð duglegur að æfa verð ég snöggur að ná svarta beltinu, en mað- ur er aldrei fullnuma í karate. Þetta er fyrst og fremst sjálfsvarnaríþrótt, en til að ná góðum árangri þarf hugarró og aga.“ Predikaði, söng og fór með bænir Og þar komum við aftur að þessu orði; aga. Er Ingvar mjög agaður – eða hvernig týpa er hann? Hann brosir og segist vera rólega týpan sem æsi sig ekki mikið yfir hlut- unum. „Ég held ég sé voða mikið bara hér og nú. Mér finnst mjög erfitt að gera langtímaplön og erfitt að segja já við hlutum sem eiga að gerast eftir ár eða í fjarlægri framtíð.“ Aðspurður hvort hann hafi alltaf ætlað að verða leikari er hann ekki frá því að draumurinn hafi blundað með honum. „Ég var oft að leika þegar ég var lít- ill. Ég hafði miklar mætur á prestum og var með messur heima. Lokaði mig inni í stofu og predikaði, söng og fór með bænir. Það voru trúlega fyrstu tilburðirnir í leiklist, en hafði líka með trúhneigð að gera þó ég sé ekkert sér- staklega kirkjurækinn.“ Hann segir ekkert ólíklegt að guð- fræðin hefði orðið fyrir valinu ef hann hefði ekki farið í leiklist og okkur ber saman um að séra Ingvar E. Sigurðs- son hljómi bara vel. Svo segist hann vera hrifnæmur og oft þurfi lítið til að kveikja á honum. Of mikill lúxus gerir menn að aumingjum En hvað með rómantíkina? „Ég er mjög rómantískur,“ seg- ir Ingvar, „en ekkert væminn,“ bætir hann við í flýti. Hvernig væri þá rómantískt kvöld með konunni ef þú ættir að skipu- leggja það? „Tja, þegar maður er búinn að vera lengi í vinnunni og hversdags- amstrinu er voða gott að eiga ljúfa stund saman, fara til dæmis út að borða. Of mikill lúxus gerir hins veg- ar menn að aumingjum, þetta verð- ur allt að vera í hófi,“ segir hann hlæj- andi. Sjálfur segist Ingvar vera góður kokkur, en hann sleppi við elda þegar hann er undir álagi. „Þá missi ég líka matarlystina, en það er auðvitað nauðsynlegt fyrir leik- ara að nærast og vera í góðu standi bæði líkamlega og andlega. Leiklist- in hefur reyndar lækningarmátt og heldur manni í góðu formi.“ Ingvar er ekki hjátrúarfullur en undirbýr sig andlega fyrir sýning- ar. „Ég er baksviðs og leggst á hnén eins og nokkurs konar zen og hugsa til áhorfendanna sem eru á leið í sal- inn. Ég hugsa mjög hlýtt til þeirra og hneigi mig svo fyrir sviðinu. Sviðið er heilagt svæði fyrir leikarann, sem ég ber mikla virðingu fyrir því þar ger- ast töfrarnir. Það hefur þó gerst að ég hafi farið hálfómögulegur á svið. Það kannast allir leikarar við svokallaðar leikaramartraðir. Í leikaramartröð er manni ýtt inn á svið en veit ekkert í hvaða leikriti maður er, hvað maður á að segja eða gera og kannast ekki við neitt. Hrikalegt,“ segir Ingvar og það fer um hann hrollur. Þögnin oft mögnuð í leikhúsi Hann er hins vegar ekkert hrædd- ur við að gleyma texta. „Ef maður gleymir texta reddast það ekki með hvíslara. Að gleyma texta er oft mjög spennandi á sviðinu og mér finnst of- boðslega gaman þegar mótleikarar mínir gleyma texta. Frumskilyrði er að paník era ekki, en þögnin er oftast spennandi og upp úr spennandi þögn gerist oft eitthvað æðislegt. Það kem- ur fyrir að mótleikari eða maður sjálf- ur hlaupi yfir texta með upplýsingum sem skipta máli og þá reynum við að koma upplýsingunum einhvern veg- inn að. Þetta getur verið mjög gaman.“ Ingvar segist alltaf vera með rull- una sína í kollinum. „Þetta er alltaf í hausnum á mér, á nóttinni aðallega þó ég reyni að berja textann frá mér. Svo vakna ég með textann á vörunum og get ekkert að því gert. Nú eru tveir dagar í frumsýningu á Ofviðrinu, en daginn eftir er ég í Íslandsklukkunni, svo Jón Hreggviðsson er aðeins farinn að trana sér fram.“ Vesturportið stærsta ævintýrið Ingvari finnst jafn spennandi að vinna í leikhúsi og kvikmyndum. „Verkefn- in eru ólík hvort sem um er að ræða kvikmynd eða leikverk. Það hvílir líka mismikil ábyrgð á manni, stundum er í gangi hóp- og samvinna, en stund- um ber maður einn meiri ábyrgð. Í Ofviðrinu setja allir sem koma að uppsetningunni allt sitt traust á leik- stjórann, Koršunovas, en hann leik- stýrir af mikilli tilfinningu. Sýningar hans eru ljóðrænar, gáskafullar og tær veisla fyrir augu og eyru. Hann hef- ur sagt að uppsetningin á Ofviðrinu sé óður hans til leikhússins og listar- innar,“ segir Ingvar. „Við höfum notað túlk á æfingum sem talar rússnesku og þess vegna verður óneitanlega minna um „dialog“ eða samtöl, en þau eru auðvitað til staðar.“ Þegar Ingvar horfir yfir farinn veg finnst honum eitt stærsta ævintýr- ið vera Vesturportið. „Þetta byrjaði sem kraftmikill, hugmyndaríkur hóp- ur sem hefur náð lengra en okkur ór- aði fyrir. Allir hugsuðu stórt en þetta bólgnaði út og orðsporið sem fer af hópnum núna er mjög gott. Við finn- um það bæði í New York og Evrópu að við erum orðin þekkt stærð í leikhús- heiminum.“ Ekki hægt annað en hrífast Ingvar ber mikla virðingu fyrir því sem hann er að gera hverju sinni og segir sterkustu löngun sína á sviðinu þá að áhorfandinn njóti þess sem er að gerast. „Verst er að meiða áhorf- endur. Næstverst að láta sig þá engu varða. Leikhúsgestirnir eru aðalat- riði.“ Mörg verkefni bíða Ingvars, til dæmis ætlar hann að leika hesta- mann í mynd eftir Benedikt Erlings- son sem verður tekin upp næsta sum- ar. Þá er hugsanlegt að Erlendur lifni aftur á hvíta tjaldinu. Nú kemst þó ekkert að nema eyja, einhvers stað- ar og hvergi, þar sem Prospero hef- ur búið í útlegð árum saman ásamt ungri dóttur sinni, skrímslinu Kaliban og þjóni sínum Ariel. Ingvar er aðeins farinn að ókyrrast og ljósmyndarinn er mættur, en rétt í lokin; býst hann við að fólk muni hríf- ast af Ofviðrinu? „Já, ég veit ekki hvers konar ónæm- isþykkildi það væru sem ekki hrífast, þó ekki væri nema af leikmyndinni og tónlistinni,“ segir hann og hlær. Það er nefnilega það. Clark Gable hvað? edda@dv.is „Ég hugsa mjög hlýtt til áhorfenda og hneigi mig svo fyrir sviðinu. Sviðið er heilagt svæði fyrir leikarann, sem ég ber mikla virðingu fyrir því þar gerast töfrarnir. Ingvar á sviði Borgarleikhússins Ingvar rómar mjög meðleikara sína, leikstjóra, Íslenska dansflokkinn og aðra þá sem koma að sýningu á Ofviðrinu. mynd róBErt rEynIssOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.