Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Síða 48
Þ
að er Shakespeare á Shake-
speare ofan: fyrst Lér í Þjóð-
leikhúsinu, svo Ofviðrið í Borg-
arleikhúsinu. Eftir margra ára
Shakespeare-leysi á sviðum Reykja-
víkurleikhúsanna er þetta óneitanlega
býsna stór skammtur svona í einu lagi.
Og vel má spyrja, hvort þessi tvö verk
séu sérlega vel valin sem fyrsta kynning
á skáldinu. Því við skulum ekki gleyma
því: hér er nú vaxin upp heil kynslóð
sem hefur fengið mjög takmarkaða og
jafnvel brenglaða mynd af skáldskap
þess á sviðinu. Lér og Ofviðrið eru af
ýmsum ástæðum með erfiðustu verk-
um Shakespeares: söguþráðurinn í Lé
flókinn og ekki alltaf trúverðugur, í Of-
viðrið skortir dramatísk átök; það ork-
ar í rauninni fremur sem fantasía og
ljóðræn hugleiðing um lífið og listina
en heilsteypt drama, síðasta verk höf-
undar sem vissi að hann gat ekki leng-
ur magnað upp svo volduga anda sem
fyrr. Fyrir mitt leyti held ég að Kaup-
maðurinn í Feneyjum, sem hefur ekki
sést hér síðan 1974, eða fyrri hlutinn
af Henriki fjórða, sem hefur aldrei ver-
ið settur hér á svið, nú eða einhver af
kómedíunum, sem sumar hafa aldrei
verið leiknar af okkar atvinnufólki,
hefðu verið betri kostir. En það er svo
sem önnur saga og útúrdúr.
Hinn merki breski leikstjóri og leik-
kennari John Barton mun hafa sagt
að Ofviðrið, sem er almennt talið síð-
asta verk Shakespeares, sé versta leikrit
hans. Það sé aðeins hægt að setja upp
á tvo vegu: annað hvort í anda upp-
hafins einfaldleika (leið Peter Brooks)
eða sem effekta-sýningu með miklu
galdraverki og sjónarspili. Fyrri aðferð-
in, á Barton að hafa sagt, virkar aldrei
af því að hún gerir leikinn of þyngsla-
legan, auk þess sem plottið í honum
sé of kjánalegt til að standa undir slík-
um lestri. Síðari aðferðin sé skárri; þó
að hún bjóði upp á yfirborðsmennsku
og jafnvel stæla geti hún fætt af sér
skemmtilegar sýningar. Ekki er ég nú
viss um að ég sé sammála Barton um
þetta, því ég hef alltaf haft miklar taugar
til Ofviðrisins frá því ég heyrði það leik-
ið hér í útvarpinu fyrir hartnær hálfri
öld og varð alveg heillaður. Ævintýrið í
því fór beint inn í barnssálina og situr í
henni enn.
Um eitt er ég hins vegar viss: Ofviðr-
ið virkar ekki nema það sé hörkuleikari
sem leikur burðarhlutverkið, töfrakarl-
inn mikla Prosperó. Hann er landflótta
hertogi á eyðieyju sem lætur anda
og furðuskepnur þjóna sér og nýtir
kunnáttu sína til að gera upp sakir við
gamla fjandmenn. Í Prosperó þarf leik-
ara með sterka sviðsnærveru, óþving-
aðan myndugleik og þunga dramat-
íska undiröldu. Leikara sem getur gert
kallinn hættulegan, óútreiknanlegan,
jafnvel svolítið spilltan af öllum þeim
galdrakúnstum sem hann er búinn að
fremja. Ein besta sýning sem ég hef séð
á Ofviðrinu var hjá Royal Shakespeare
Company með Derek Jacobi sem
Prosperó og sá kunni að halda athygli
manns (minni á að við fáum bráðum
að sjá hann leika Lé í beinni útsend-
ingu í Sambíóunum). Prosperó hef-
ur löngum verið skoðaður sem sjálfs-
mynd skáldsins við lok ferilsins, en
það er ekki einhlít túlkun; hann hef-
ur líka verið túlkaður sem mynd hins
evrópska nýlenduherra, kúgarans sem
undirokar varnarlausa frumbyggja,
rænir þá auðæfum þeirra og lætur þá
búa sér þægilegt líf. Það er engin leið
að segja að önnur túlkunin sé hinni
fremri; þær eru báðar fyllilega raun-
hæfar; hin fræga shakespearska marg-
ræðni nær á sinn hátt hátindi í þessum
leik.
Það er margt sem vantar í sýningu
Litháans Oskaras Korsunovas á Of-
viðrinu á stóra sviði Borgarleikhúss-
ins og eitt af því er góður Prosperó. Á
einhvern hátt naut Ingvar E. Sigurðs-
son sín engan veginn í hlutverkinu.
Kannski er hann ekki rétt týpa í það,
kannski var það leikstjórnin sem var
sumsstaðar mjög skrýtin, ekki síst í
lokaatriðinu þar sem Prosperó fer allt í
einu að barma sér og væla, alveg upp
úr þurru; slík lögn hefur engan stuðn-
ing af textanum, það ég fæ séð. Fábrot-
inn klæðaburður í svörtu hjálpaði leik-
aranum ekki heldur; hann hvarf nánast
innan um allt það fataskraut sem þarna
var til sýnis. Mér heyrðist Ingvar raunar
vera kvefaður á sýningunni sem ég var
á (það var önnur sýning); má vera það
hafi átt sinn þátt í því hversu illa hann
beitti röddinni og klemmdi hana, nán-
ast eins og salurinn væri honum of-
viða og hann þyrfti að rífa sig upp úr
öllu valdi til að láta heyrast í sér. Annars
finnst mér raddbeitingin vera sá tækni-
þáttur sem Ingvar – eins og svo margir
fleiri – þyrfti að taka sér tak í.
Um uppsetningu Korsunovas er
það almennt að segja að hún er und-
arlega hæggeng og jafnvel brotakennd.
Upphafið, fyrsti hálftíminn eða svo, var
ekki sem verstur, hin löngu ræðuhöld
Prosperós voru brotin frekar snoturlega
upp, en síðan tók mjög að dofna yfir og
færð að þyngjast. Tal leikenda drukkn-
aði á köflum í hljóðlistinni sem ymur
undir meira eða minna samfellt, skelf-
ing fábreytilega (maður sem sat á þrett-
ánda bekk sagði mér í hlénu að hann
skildi ekki orð). Talsvert hefur verið
strikað í textann, sleppt úr og þjappað
saman atriðum; lokaræða Prosperós
er til dæmis ekki frumtextans, heldur
sambræðingur úr tveimur fyrri ræðum
sem leikstjórinn hefur kosið að fórna í
uppstokkun sinni. Uppgjörið mikla í
leikslok leit helst út fyrir að vera hálfæft.
Dansflokkurinn tekur þátt í sýningunni
og nærvera hans kom sumsstaðar ekki
illa út, til dæmis í fyrrnefndu upphafs-
atriði. Þegar upp var staðið var hann þó
ofnotaður.
Korsunovas veit, eins og fleiri, að
Shakespeare var leikhúsið sem fyrir-
bæri mjög hugleikið. Hann líkti lífinu
gjarnan við leiksvið, okkur mönnum
við leikara í hlutverkum sem ókunn-
ur höfundur hefði fengið okkur – leik-
stjórar voru óþekkt fyrirbæri á hans
dögum, alltént í þeirri mynd sem við
þekkjum þá, þó að vísu megi segja að
Prosperó hagi sér sem leikstjóri í því
“sjói” sem hann stendur þarna fyrir.
Á þessu þema Shakespeares hamrar
Korsunovas af slíkri elju, að á endan-
um er lítið sem ekkert eftir nema vísan-
ir og myndir af leiklist, leikarar að leika
leikara að leika leikara ... ? Strengbrúð-
ur sem öðlast aldrei lifandi og sjálfstæð
persónueinkenni, en skortir þó þann
stíllega hreinleik, sem symbólskar leik-
sviðsverur mega ekki án vera. Víða var
sálfræðilegri undirbyggingu áfátt; ég
bendi sem dæmi á samskipti Prosper-
ós og loftandans Aríels í upphafskafl-
anum, þar sem skáldið lýsir þvinguðu
sambandi þeirra. Þar eiga leikendur að
fá góð tækifæri til að sýna bæði skaps-
muni Prosperós og vanlíðan Aríels í
þrældómnum, en hér varð ekki neitt
úr því.
Og með stöku undantekningum í
smærri hlutverkum var ljóst að lang-
flestir leikenda náðu aldrei almenni-
lega að hvíla í hlutverkunum; Ingvar
var alls ekki einn um það. Aríel er leik-
in af kvenmanni, svo sem oft tíðkast;
leikstjórar fara hins vegar gjarnan þá
leið að undirstrika kynleysi hans, en
það er ekki gert hér, öðru nær. Kristín
Þóra Haraldsdóttir hefur veika rödd og
á löngum kafla drukknaði texti henn-
ar í hlaupum og hávaða; leikstjórinn
gerði henni sannarlega ekki alltaf auð-
velt fyrir. Um nýliðann Láru Jóhönnu
Jónsdóttur í hlutverki Míröndu gegndi
talsvert öðru máli; hún vakti athygli fyr-
ir styrkan róm og skýra framsögn. Strax
eftir hlé lifnaði um stund yfir þegar
Guðjón Davíð, Hilmir Snær og Hilmar
Guðjónsson birtust sem hið kómíska
tríó leiksins. Alveg er það makalaust
með þessa fyllibyttukómík Shake-
speares, hvað hún virkar alltaf vel hjá
góðum leikurum – og svo eru menn
að segja að allur húmor úreldist! Hví-
lík fjarstæða! Sjáið bara Falstaff (sem
hefur ekki enn klæðst holdi og blóði
á íslensku sviði), grafarann í Hamlet,
dyravörðinn í Macbeth. Hilmir Snær
er ófreskjan Kalíban, eitt hinna þriggja
meginhlutverka, en var ekki í essinu
sínu fremur en Ingvar eða Kristín Þóra;
náði hvergi að láta mann hvarfla á milli
viðbjóðs og aðdáunar eins og verður
þegar góðir leikarar ná réttum tökum
á Kalíban – síðustu stóru persónusköp-
un Shakespeares.
Vissulega er þarna sitthvað sem
gleður augað, eins og sagt er, en það
er bara ekki nóg. Leikmyndin á einn-
ig sinn þátt í að halda aftur af flæðinu.
Það er sá snjalli Narbutas sem stendur
fyrir henni, en mig grunar að leikstjór-
inn hafi ráðið þar mestu um. Fram-
partur hennar er lokað rými, sam-
hverft, leikhússtúkur til hliða og lítill
sviðspallur innst; handan þess tjöld
sem varpað er á miklum myndasýn-
ingum með endurreisnarblæ. Þarna
eru ýmsar vísanir í hið klassíska bar-
okkleikhús, svið Elísarbetartímans,
commedia dell´arte; um stund fannst
mér ég aftur kominn í tíma í leiklistar-
sögu. Þessu fremra rými er svo skipt
niður í nokkur minni sem leikurinn
berst um, en þær tilfærslur verða fljótt
fremur einhæfar og fyrirsjáanlegar;
fátt um óvænt tilþrif sem hefðu get-
að lífgað upp á. Þegar leiðindin surfu
fastast að, varð mér hugsað til snúru-
loftsins: var virkilega ekki hægt að láta
andana fljúga svoldið um og dingla
sér í köðlunum? Gísli Örn og félagar
hefðu sko ekki haft Aríel svona jarð-
bundinn, sá hefði fengið að hendast
um háloftin hjá þeim! Með flottri mús-
ík og leiftrandi ljósagangi!
Leikurinn er fluttur í þýðingu eft-
ir Sölva Björn Sigurðsson. Mér er hul-
in ráðgáta hvers vegna ný þýðing er
pöntuð á þessu verki, jafn góð og þýð-
ing Helga Hálfdanarsonar er. Getur
hugsast að sumum leikhúsmönnum
sé orðin það allt að því trúarsetning að
þýðingar hans séu ónothæfar; þær séu
svo fullar af málskrúði, eða hvað það
nú er sem menn þykjast geta að þeim
fundið, að þær geti ekki hljómað „eðli-
lega“ í munni leikara? Ég hygg að þeir
sem þannig tala séu á miklum villigöt-
um. Þýðingar Helga eru ekki fullkomn-
ar, og honum tekst ekki jafn vel upp
alls staðar; sumt lætur honum betur
en annað; það finnst mér að minnsta
kosti. En um hvaða stórþýðanda verð-
ur það ekki sagt? Og heldur fólk í al-
vöru að frumtextinn sé alltaf einfaldur
og auðskilinn? Á löngum köflum eru
þessir textar Helga hreinasta snilld,
ekkert minna, og þýðing Sölva Björns
stenst ekki á nokkurn hátt samanburð
við þýðingu hans. Sölvi leyfir sér mik-
ið frelsi gagnvart hinni pentajambísku
ljóðlínu Shakespeares, sem Helgi leit-
ast mjög við að virða, eins og sjálfsagt
er, og gengur Sölvi þar, ef nokkuð er,
mun lengra en Þórarinn Eldjárn sem
fer þó ekki ósvipaða leið í Lés-þýðingu
sinni. Pentajambinn er byggður upp af
öfugum tvíliðum, en þegar þýtt er á ís-
lensku getur verið freistandi að grípa
til þríliða sem bitnar strax á hljómfeg-
urð og léttleika bragsins, ef ekki er mjög
varlega að farið. Í þá gryfju fellur Sölvi
mjög oft. Í leikskrá er heilmikið lesmál
um Shakespeare, en ekki orði vikið að
hinni nýju þýðingu eða tilkoma hennar
útskýrð. Þar er og að finna upplýsing-
ar um alla sem að sýningunni koma,
nema – já, hvern haldið þið? Þýðendur
eru greinilega hátt skrifaðir hjá þeim í
Leikfélagi Reykjavíkur, eða hitt þó held-
ur!
Við leikslok birtist bráðskemmti-
leg og einstaklega viðeigandi mynd á
baktjaldinu (hún mun verk Vytautasar
og einnig prentuð í leikskrá). Hún sýn-
ir Shakespeare skáld sitjandi upp við
dogg, steinsofandi. Hann sagði margt
gott um svefn og drauma, ekki bara
í Ofviðrinu, heldur líka í Jónsmessu-
draumnum, Hamlet, Macbeth og víð-
ar. En það dreymir ekki alla vel í leik-
ritum Shakespeares. Suma dreymir
djöfla og afturgöngur; sumir geta ekki
sofið fyrir djöflum og afturgöngum. En
hann virðist bara hafa góðar draumfar-
ir þarna, gamli maðurinn. Það lá við að
maður öfundaði hann.
48 | Fókus 7.–9. janúar 2011 Helgarblað
Ofviðrið
Leikfélag Reykjavíkur
Höfundur: William Shakespeare
Þýðing: Sölvi Björn Sigurðsson
Leikstjóri: Oskaras Korsunovas
Leikmynd: Vytautas Narbutas
Búningar: Filippía Elísdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist: Högni Egilsson
Hreyfingar: Katrín Hall
Leikdómur
Jón Viðar
Jónsson
Þegar Shakespeare sofnaði
Erfið verk sett á fjalir leikhúsanna Lér og Ofviðrið eru af ýmsum ástæðum með erfiðustu verkum Shakespeares: söguþráðurinn í Lé
flókinn og ekki alltaf trúverðugur, í Ofviðrið skortir dramatísk átök; það orkar í rauninni fremur sem fantasía og ljóðræn hugleiðing um lífið og
listina en heilsteypt drama, síðasta verk höfundar sem vissi að hann gat ekki lengur magnað upp svo volduga anda sem fyrr. „Um uppsetningu
Korsunovas er það
almennt að segja að hún
er undarlega hæggeng og
jafnvel brotakennd.
KANDÍLAND
Nýtt sviðsverk eftir
Íslensku hreyfiþró-
unarsamsteypuna
í leikstjórn Víkings
Kristjánssonar,
Kandíland, var frum-
sýnt 30. desember.
Sýningin er unnin upp
úr konungaverkum
Shakespeares
og rannsakar valdaþörf manneskjunnar
með líkamann að vopni. Kandíland er
samstarfsverkefni Íslensku hreyfiþró-
unarsamsteypunnar og Þjóðleikhússins.
Verkefnið er styrkt af Prologos, leiklistarráði,
Reykjavíkurborg og Evrópu unga fólksins.
Næstu sýningar eru 7. og 8. janúar.
LEIKRIT UM SANNLEIKA OG
LYGI Elsku barn er heimildaleikrit eftir eitt
fremsta leikskáld Breta, Dennis Kelly, sem
fjallar um tilraunir fo´lks til að leita sann-
leikans. Kelly hefur á undanfo¨rnum á rum
fest sig í sessi sem eitt á hugaverðasta
leikská ld Evro ṕu. Frá á rinu 2003 hefur
hann skrifað alls á tta leikrit, m.a. Love and
Money, sem var tilnefnt til Olivier-verðlaun-
anna, og Munaðarlaus sem sy ńt var he ŕ á
landi sí ðasta vetur við go´ðar undirtektir.
ROCKY HORROR AFTUR Á
FJALIRNAR Tæplega 12 þúsund gestir
sáu sýninguna Rocky
Horror í Leikfélagi
Akureyrar síðasta
haust. Vegna fjölda
áskorana verður
nokkrum sýningum
bætt við í febrúar og
verður fyrsta sýningin
11. febrúar. Miðasala
er þegar hafin og
miðarnir rjúka út.
Lífið í leikhúsinu METAÐSÓKN Í TJARNARBÍÓ Metaðsókn var í Tjarnarbíó árið 2010 og sóttu 6.000
manns sýningar og viðburði
á árinu. Það er margt
fram undan í Tjarnarbíó á
nýju ári. 14. janúar verður
frumsýnt nýtt íslenskt
leikverk, Súldasker eftir
Sölku Guðmundsdóttur. Þá
halda fjölskyldudagarnir
áfram eftir áramót og 14.
janúar verður Sirkus Íslands
með sína síðustu sýningu
í vetur.