Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 53
Tækni | 53Helgarblað 7.–9. janúar 2011
Heimilisiðnaðarskólinn
býður úrval námskeiða
Kennum fólki að framleiða fallega og nytsama
hluti með rætur í þjóðlegum menningararfi
• Þjóðbúningar kvenna, barna og karla
• Skyrtu- og svuntusaumur • Víravirki
• Baldýring
• Sauðskinnsskór
• Jurtalitun
• Knipl
• Orkering
• Útsaumur
• Harðangur • Skattering
• Spjaldvefnaður
• Miðaldakjóll • Tóvinna
• Spuni
• Vattarsaumur
• Vefnaður – sjöl úr hör og ullarkrep
• Dúkavefnaður
• Svuntuvefnaður
• Myndvefnaður
• Prjón og hekl fyrir örvhenta • Prjón fyrir byrjendur
• Prjónalæsi • Dúkaprjón
• Englaprjón
• Dóminó prjón
• Prjónaðir vettlingar
• Hekl fyrir byrjendur
• Heklaðir lopavettlingar
• Leðursaumur
• Skírnakjólar
• Rússneskt hekl - grunnnámskeið
• Rússneskt hekl - Handstúkur
• Rússneskt hekl - Sjöl
• Rússneskt hekl - Hetta í miðaldastíl
• Rússneskt hekl - Lopapeysa
• Tauþrykk
• Lissugerð
• Blautþæfing
Heimilisiðnaðarfélag Íslands | Nethylur 2e | 110 Reykjavík | Sími 551-5500 | www.heimilisidnadur.is
gítar
skóli ólafs gauks
Gítargaman
www.gitarskoliolafsgauks.com • Gítarskóli Ólafs Gauks er á Facebook
Kennsla í öllum flokkum, fyrir byrjendur sem lengra
komna, á öllum aldri, hefst 24. janúar 2011.
ATH! Þeir sem innritast og ganga frá greiðslu
fyrir 15. janúar fá umtalsverðan afslátt af kennslugjaldinu!
Gítarar á staðnum, kennsluefni innifalið, m.a.
geisladiskur með undirleik við vinsælustu íslensku sönglögin.
Nýja byrjendanámskeiðið LÉTT OG LEIKANDI hefur
slegið í gegn!
Nemendur fá gítara til heimaæfinga endurgjaldslaust á
meðan birgðir endast!
Frístundakort Reykjavíkurborgar í fullu gildi.
Innritun er hafin
og fer fram daglega kl. 14-17 í síma 588 3730,
sendið tölvupóst ol-gaukur@islandia.is
eða komið við í skólanum Síðumúla 17
Jafnræði
á netinu
ekki tryggt
F
jarskiptastofnun Banda-
ríkjanna endurnýjaði í
desember, rétt fyrir jól,
reglugerð fyrir kapal- og
DSL-netþjónustur sem tryggir
hlutleysi á netinu. Reglurnar snúa
að því að ekki má útiloka vefsíð-
ur og þjónustu sem viðskiptavinir
vilja nýta sér. Þar af leiðandi geta
netþjónustuaðilar ekki heldur selt
ákveðið efni til notenda sinna sem
í dag er ókeypis. Á sama tíma og
stofnunin endurnýjaði reglugerð-
ina sá hún ekki ástæðu til að setja
sams konar reglugerð um þráð-
lausar tengingar.
Fylgjast grannt með
Þetta þýðir þó ekki að stofnun-
in velti þeim möguleika ekki fyr-
ir sér en núverandi reglur kveða á
um að þjónustuaðilar þráðlausra
tenginga þurfi að gera grein fyr-
ir því hvaða þjónusta og síður eru
lokaðar og hvers vegna. Stofnunin
tilkynnti á miðvikudaginn að efnt
yrði til keppni um smáforrit fyrir
snjallsíma sem fylgjast með hvers
konar takmörkunum sem netþjón-
ustuaðilar kunna að setja á teng-
ingar fyrir símana. Slíkar tengingar
eru til að mynda 3G símkerfið.
Eins og ritskoðun
Netþjónustufyrirtæki nýta sér
sömu, eða svipaða, tækni til að
loka á vefsíður og þjónustu og kín-
versk stjórnvöld nýta sér til að rit-
skoða veraldarvefinn þar í landi.
Hefur sú ritskoðun verið harðlega
gagnrýnd og hefur Google-netris-
inn meðal annars fært starfsstöðv-
ar sínar úr landinu og yfir til Hong
Kong. Deilur vegna ritskoðunar-
innar og deilur kínverskra stjórn-
valda við Google hafa gengið svo
langt að jaðra við milliríkjadeilu.
Það var árið 2007 sem fyrst
komst upp um að ekki gætti jafn-
ræðis á netinu þegar tölvuáhuga-
maðurinn Rob Topolsky komst að
því að kapalfyrirtækið Comcast
lokaði á deilisíðu (e. peer-to-peer)
með sams konar tækni og kínversk
stjórnvöld notuðu.
Harðlega gagnrýnd
Ójafnræði á netinu hefur vakið
upp mikil og sterk viðbrögð net-
notenda víða um heim og hafa
myndast nokkur samtök og hópar
sem berjast fyrir því að halda í jafn-
ræði á netinu. Er fólk hvatt af þess-
um hópum til að eiga ekki viðskipti
við þá þjónustuaðila sem sýnt hafa
tilburði til að ritskoða netið, selja
aðgang að sérstökum síðum eða
útiloka ýmsa þjónustu frá við-
skiptavinum sínum.
Netþjónustuaðilar geta margir
hverjir haft mikinn hag af því að
takmarka þá þjónustu sem í boði
er á netinu. Til að mynda hefðu
mörg símafyrirtæki hag af því að
viðskiptavinir þeirra gætu ekki
hringt símtöl í gegnum netsíma
(VoIP), en þá þyrftu þeir þess í stað
að hringja í gegnum venjulega
síma.
Alþjóðleg samkeppni
Samkeppnin sem stofnunin hef-
ur hrundið af stað er alþjóðleg og
hafa forritarar til 1. júní að skila
inn smáforritum. Stofnunin seg-
ir að keppnin, sem hlotið hefur
nafnið Opna internetáskorunin,
sé til að hvetja forritara til að búa
til nýja og notendavæna leið fyrir
neytendur að fylgjast með hvaða
takmarkanir séu í gildi á bæði
staðbundnum og þráðlausum
nettengingum sínum. Er keppn-
inni þá einnig ætlað að stuðla að
opnu og frjálsu interneti.
adalsteinn@dv.is
Ójafnræði á netinu Hefur vakið upp mikil og sterk viðbrögð netnotenda víða um
heim og hafa myndast nokkur samtök og hópar sem berjast fyrir því að halda í jafnræði
á netinu.
100 ára1910–2010
komdu í áskrift!
512 70 80 dv.is/askrift