Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Qupperneq 54
54 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 7.–9. janúar 2011 Helgarblað Alexander Petersson var síðastliðið miðvikudagskvöld kjörinn íþrótta- maður ársins af Samtökum íþrótta- fréttamanna fyrir árið 2010. Er hann fyrsti maðurinn af erlendu bergi brotinn til þess að hampa þeim merka titli. Síðan Alexander fékk rík- isborgararétt árið 2004 hefur hann verið einn af aðalmönnum íslenska landsliðsins í handbolta og unnið hug og hjörtu þjóðarinnar. Ótrúlegt stökk hans í bronsleiknum gegn Pól- landi í janúar í fyrra þar sem hann fór langt með að tryggja bronsið verður lengi í minnum haft sem eitt af eft- irminnilegustu atvikum íslenskrar íþróttasögu. Það hafa fáir eitthvað neikvætt að segja um Alexander sem jafnan er kallaður „vélmennið“ innan íslenska landsliðsins. Orðið sem oftast kemur upp er hlédrægur. Hann er þó gríðarlegur vinnuhestur en getur bætt ýmislegt í leik sínum. Hann spilar í dag með Füchse Berlin en þeir hafa komið gríðarlega á óvart í þýsku úrvalsdeildinni. Er hann einn albesti maður liðsins og var rétt fyrir jól kjörinn í stjörnulið deildarinnar. Pörupiltur með markmið Alexander fæddist 2. júlí 1980 í Ríga í Lettlandi og var skírður Aleksandrs Petersons. Hann ólst upp í miðstétt- arfjölskyldu ásamt þremur syst- kinum, tveimur systrum og einum bróður. Hann byrjaði ekki að æfa handbolta fyrr en hann var orðinn þrettán ára en var ekki lengi að verða einn besti leikmaður Lettlands í sín- um aldursflokki. Átján ára kom Al- exander til Íslands en sjálfur hefur hann sagt það hafa bjargað sér. Hann var þá kominn í slæman félagsskap. Var byrjaður að drekka og var í gengi sem slóst mikið í miðbæ Ríga. Það var fyrir tilstilli seglasaum- arans úr Vesturbænum, Björgvins Barðdal, að Alexander kom til Ís- lands. Björgvin var þá viðriðinn lið Gróttu-KR en þar hóf Alexander at- vinnumannsferil sinn árið 1998. „Fé- lagi minn úr barnaskóla var að vinna hjá Eimskipi í Lettlandi en kollegi hans var að þjálfa unglinga í Ríga og sagði að þar væru margir efnileg- ir strákar sem vildu komast eitthvað annað að spila. Ég og Ágúst Jóhanns- son, þáverandi þjálfari, fórum því út og kíktum á þá,“ segir Björgvin Barð- dal. „Alex var þarna að æfa með ung- lingalandsliðinu,“ segir Björgvin um fyrsta skiptið sem hann sá kappann. „Við vorum að leita að örvhentum leikmanni og þeir voru þarna tveir sem komu til greina, Alex og einn annar. Hinn strákurinn var alveg tíu sentimetrum hærri og leit svo- lítið út eins og Óli Stef. Gústi setti upp æfingu þar sem þeir fóru mað- ur á mann. Þar kom bersýnilega í ljós hvor vildi þetta meira. Þótt Alex væri svona lægri en hinn strákurinn tók hann allt í hávörninni og varði öll fimm skotin hans og skoraði úr öll- um sínum. Við tókum síðan viðtöl við þá báða og þar var það endanlega ljóst að Alex ætlaði sér að verða at- vinnumaður í handbolta og sá Ísland sem stökkpall til Þýskalands.“ Átti erfitt en kvartaði aldrei Alexander kom til Íslands árið 1998 og hóf að æfa með Gróttu-KR. Hann var hálfatvinnumaður og vann því með boltanum hjá Björgvini í Segla- gerð Ægis. Þótt Alexander væri ný- búi sem kunni enga íslensku kvart- aði hann aldrei þótt lífið væri ekki fullkomið. „Hann lét alltaf eins og allt væri hundrað prósent og var voða sáttur. Hann hefur þó sagt mér í seinni tíð að hann hafi átt svolítið erfitt fyrst. Hann bara kvartar aldrei. Ég var nú búinn að ýja að því að hann og annar strákur sem við feng- um á sama tíma myndu fá bíl til um- ráða. Ég stóð nú ekki alveg við það þannig að hann fór allra sinna ferða á hjóli. Hann var mjög sáttur við það en seinna meir sagði hann mér að stundum hafi hann bölvað mér í hljóði þegar hann hjólaði í vinnuna í norðangaddi,“ segir Björgvin. Alexander lagði ekki síður áherslu á að standa sig vel í starfi en að ná árangri á handboltavellinum. „Hann mætti alltaf vel og vann sína vinnu af alúð. Ég gleymi aldrei fyrstu vikunni. Ég fór með hann einn dag- inn til Stykkishólms að vinna og eft- ir sextán tíma vinnudag skelltum við okkur í sundlaugina þar. Á meðan við fórum í pottinn og létum líða úr okkur stakk hann sér til sunds í laug- ina sem var held ég 25 metrar. Hann synti alla leið yfir og til baka í kafi. Þar sá ég strax hverslags íþróttamað- ur þetta væri,“ segir Björgvin. Kynþokkafullur tveggja barna faðir Alexander er giftur Eivöru Pálu Blön- dal, fyrrverandi handknattleikskonu úr Val. Saman eiga þau tvo syni, þá Lúkas og Tómas. Í viðtali í Sirkus fyr- ir þremur árum talaði Alexander um upphaf sambandsins. Sagði hann að þau hefðu „vitað hvort af öðru“ og síðar skipst á númerum á skemmti- stað. Þegar þau byrjuðu síðan að hittast var ekki nokkur spurning um hvar þetta myndi enda. Útlit Alexanders hefur mikið ver- ið í umræðunni en íslenskum kven- mönnum þykir flestum Alexander gríðarlega fagur. Hefur hann ósjald- an verið kjörinn kynþokkafyllsti landsliðsmaðurinn í alls kyns kosn- ingum blaða, tímarita og í útvarpi. Alexander lætur þetta þó sem vind um eyrun þjóta en í viðtali í nýjasta hefti Monitor segist hann ekki skilja þessa hysteríu. Hann sé ekki einu sinni álitinn sætur í Þýskalandi. Dagur Sigurðsson, þjálfari Füch- se Berlin, þar sem Alexander spilar, þekkir fjölskylduna vel. „Við búum nálægt hvor öðrum í Berlín og fjöl- skyldur okkar tengjast mikið. Ég þekki Eivöru frá því í gamla daga. Það hjálpaði mér líka við að ná í Alex. Ég lá nú eiginlega meira í henni en honum,“ segir Dagur léttur. „Alex er alveg ótrúlega ljúfur faðir. Á milli æfinga vill hann helst bara fara út með strákunum sínum og leyfa þeim að sparka í bolta. Við eigum stráka á svipuðum aldri sem eru á fullu í boltanum saman.“ Forréttindi að þjálfa Alex Guðmundur Þórður Guðmunds- son, landsliðsþjálfari í handbolta, var hæstánægður með að Alexand- er skyldi hafa hlotið titilinn íþrótta- maður ársins. Hann segir Alex hafa spilað stórt hlutverk með landslið- inu alveg frá því hann hóf að leika með því árið 2004 og verið til fyrir- myndar. „Frammistaða hans á Ól- ympíuleikunum í Peking var gjör- samlega frábær. Nú hefur hann haldið áfram á sömu braut og al- gjörlega blómstrað á árinu. Ég tel hann einn af bestu leikmönnum efstu deildarinnar í Þýskalandi. Það eru ekki margir sem ég get nefnt sem hafa spilað betur en hann hingað til,“ segir Guðmundur sem þjálfar einnig stórliðið Rhein-Neck- ar Löwen. En hvað er það sem gerir Alex- ander svo góðan? „Hann er frá- bær alhliða sóknarmaður og frá- bær varnarmaður. Ég tel hann einn besta bakvörð í vörn sem til er í heiminum. Hann býr nefni- lega yfir eiginleika sem ekki marg- ir aðrir búa yfir: Það þýðir ekkert að drippla boltanum fyrir framan hann. Þá hirðir hann bara boltann af viðkomandi. Sem einstaklingur er hann ósérhlífinn og alltaf hægt að reiða sig á hann. Hann er allt- af til staðar þegar á þarf að halda. Alexander Petersson varð á miðvikudagskvöldið fyrsti maðurinn af erlendu bergi brotinn sem hlaut nafnbótina íþróttamaður ársins. Alexander kom til Íslands árið 1998 en undanfarin fimm ár hefur hann unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með frábærum tilþrifum með íslenska landsliðinu í handbolta. DV ræddi við nokkra menn sem þekkja vel til Alexanders og er honum lýst sem draumi hvers þjálfara, ósér- hlífnum og vinnusömum leikmanni sem er rólegur utan vallar en með eitraðan svartan húmor. Hlédrægur vinnuhestur sem aldrei kvartar Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is „Við vorum að leita að örvhentum leik- manni og þeir voru þarna tveir sem komu til greina, Alex og einn annar. Brotið í blað í sögunni Alexander varð fyrsti maðurinn af erlendu bergi brotinn til að verða kjörinn íþróttamaður ársins. MYND ToMAsz KoloDziejsKi Ég get, ég vil Alexander í leik gegn Dönum í Höllinni í fyrra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.