Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Qupperneq 64
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80 Stjörnuhrap á Stöð 2? Mjaðmahristingur n Eitt vinsælasta knattspyrnulið landsins, ef svo má segja, KF Mjöðm, vann loksins sigur í vetrardeild Carlsberg á miðvikudag. Liðið er þó varla vinsælt fyrir hæfileika á knatt- spyrnuvellinum en hins vegar leika með því meðlimir margra vinsælustu hljómsveita landsins í bland við aðrar listaspírur úr 101 Reykjavík. Mjöðmin bar sigurorð af liðinu Innri fegurð og urðu lokatölur 11–3. Meðal markaskorara voru DJ Margeir St. Ingólfsson sem gerði þrennu og slíkt hið sama gerði Georg Kári Hilmarsson, betur þekktur sem Goggi í Sprengjuhöllinni. Þá átti Einar „Sonic“ Kristjánsson tilþrif leiksins þegar hann kastaði sér fyrir sitt eigið mark og bjargaði á línu með því að skalla í slá. Næstu stjörnur Stöðvar 2 n Óhætt er að segja að stórt skarð hafi verið höggvið í hóp fréttamanna Stöðvar 2 við uppsagnir tveggja af þekktustu andlitum fréttastofunnar. Eins og komið hefur fram hafa þær Guðný Helga Herbertsdóttir og Sigríður Mogensen báðar sagt upp störfum en þær munu nú reyna fyrir sér á nýjum vettvangi. Guðný Helga Herbertsdóttir var ráðin til Íslandsbanka og Sigríður Mogensen til sérstaks saksóknara þar sem hún mun kafa enn dýpra í orsakir og afleiðingar hrunsins. Jónas Margeir Ingólfsson, sonur Ingólfs Margeirssonar rithöfundar og fyrrverandi útvarps- manns, er nýjasti fréttamaður stöðvar- innar. Þá hefur sést til nokkurra ljóshærðra yngis- meyja spreyta sig í prufum þar á bæ en ljóst er að skarð Sigríðar og Guðnýj- ar verður vand- fyllt. Ekki sætur í Þýskalandi n Alexander Petersson, sem í vikunni var kjörinn íþróttamaður ársins, segist ekki vera sætur í Þýskalandi. Alexander segir íslenskar stelpur og stráka stöðva sig úti á götu til þess eins að faðma sig og fá myndir af sér með honum. „Ég er ekkert sætur í Þýskalandi og finn varla fyrir þessu þar en á Íslandi getur maður varla gengið um miðbæinn án þess að fólk stoppi mann oft og mörgum sinnum,“ sagði Alexander í samtali við Monitor á fimmtu- dag. Alexander hefur slegið í gegn með íslenska landsliðinu í handbolta og mun standa í ströngu með liðinu á Evrópumótinu sem hefst í Svíþjóð innan fárra daga. HElgarblaÐ 7.–9. JAnúAr 2011 3. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. Rúmlega 320 fermetra einbýlishús á Fjölnisvegi 3, sem var í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis þar til nýlega, hefur verið auglýst til sölu. Björgólfur Thor missti húsið yfir til skilanefndar gamla Landsbankans í skuldauppgjöri sem greint var frá síð- astliðið sumar. Fasteignamat hússins er tæpar 80 milljónir króna. Húsið er nú í eigu eignarhalds- félags Landsbankans, Mynnis ehf. Samkvæmt Fasteignaskrá Íslands skipti húsið um eigendur í lok nóv- ember síðastliðins. Um er að ræða sama félag í eigu Landsbankans og leysti nýlega til sín hús Jóhannesar Jónssonar, sem kenndur er við Bón- us, á Norðurlandi. Aðspurð staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors, að húsið sem um ræðir hafi runnið til Landsbankans í nýlegu skuldauppgjöri. „Það gekk til Lands- bankans,“ segir Ragnhildur. Í yfirlýs- ingu um skuldauppgjörið í fyrra kom fram að meðal þess sem Björgólfur Thor myndi missa til kröfuhafa sinna væri húseign í Reykjavík og sumarhús á Þingvöllum. Af lýsingu fasteignasölunnar að dæma er húsið á Fjölnisveginum hið glæsilegasta. „Virðulegt og fallegt 321,3 fm einbýlishús á eftirsóttum stað í Þingholtunum. Húsið er teiknað af Pétri Ingimundarsyni árið 1930 og er það í svokölluðum skipstjóravillustíl. Lóðin er um 1020 fm og er eignarlóð. Húsið er á þremur hæðum auk rislofts og í hluta kjallara er lítil séríbúð með sérinngangi.“ ingi@dv.is Eignarhaldsfélag Landsbankans tók húsið af honum: Hús Björgólfs til sölu KJÚKLINGABRINGA FABRIKKUNNAR Glóðargrilluð kjúklingabringa með brieosti, parmaskinku, íslensku bankabyggi og kókoskarrýsósu. UNGFRÚ REYKJAVÍK Fabrikkusalat Sesarsalat SALATVEFJUR Fabrikkunnar PRÓFAÐU EINN AF LÉTTU RÉTTUNUM OKKAR. VISSIR ÞÚ AÐ ÞÚ GETUR: - fengið alla hamborgara í speltbrauði - skipt út frönskunum fyrir ferskt salat - skipt út kjötinu fyrir portobellosvepp Í síma 575 7575 og á fabrikkan@fabrikkan.is BORÐAPANTANIR Meðalbiðtími eftir mat á Fabrikkunni er aðeins 8 mínútur frá því að pöntun er tekin. FLJÓTLEGT Í HÁDEGINU Alla mánudaga í janúar fylgir ókeypis Fabrikku DVD diskur* með barnaefni með hverri seldri máltíð á meðan birgðir endast. ÓKEYPIS DVD Á MÁNUDÖGUM * Athugið ekki Latabæjar diskur. Latibær ® & © 2010 Latibær ehf. Öll réttindi áskilin. Latibær er kominn í DVD tækin fyrir börnin FYRIR SÁLINA þægilegur matur Glæsilegt hús Hús Björgólfs Thors á Fjölnis- veginum, sem hann missti í nýlegu skuldaupp- gjöri sínu, hefur verið tekið af honum. Það er nú til sölu fyrir tæpar 80 milljónir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.