Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 17. janúar 2011 Mánudagur
Vafasamar bloggsíður njóta vinsælda meðal unglinga:
Slúðurbloggi lokað
Endurnærir og hreinsar ristilinn
allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
30+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox
Stjórn Öryrkjabandalags Íslands
hyggst kæra Lóu Pind Aldísar-
dóttur fréttakonu Stöðvar 2 til
siðanefndar Blaðamannafélags
Íslands. Verður kæran lögð fram
í vikunni og snýr hún að frétta-
flutningi Lóu Pind um málefni
öryrkja og þá einna helst þar
sem hún ræddi við Freyju Dís
Númadóttur, öryrkja og einstæða
móður, og bar launakjör hennar
saman við þingfararkaup. Guð-
mundur Magnússon, formað-
ur Öryrkjabandalagsins, segir
að fréttaflutningurinn hafi verið
með öllu afvegaleiðandi. Stjórn
Öryrkjabandalagsins leggur kær-
una ekki fram í samvinnu við
Freyju en Guðmundur segir að
málið snerti hana eina ekki beint
heldur alla öryrkja í landinu sem
þiggja þurfi bætur frá Trygginga-
stofnun.
Beinist að öllum öryrkjum
„Já, mjög svo. Reyndar var þetta
ekki fyrsta fréttin,“ segir Guð-
mundur aðspurður hvort Öryrkja-
bandalagið telji fréttina gera lítið
úr stöðu öryrkja almennt. Hann
segir að fréttin hafi verið sett upp
á villandi hátt. „Það er líka verið
að gera því skóna að það séu svo
margir sem svindli á þessu kerfi,“
segir Guðmundur og vill meina
að sú sé ekki raunin. „Trygginga-
stofnun ríkisins hefur verið með
innra eftirlit og gert kannanir
reglulega og það hefur komið í
ljós að það eru að meðaltali þrjú
prósent fólks sem svindla.“
Hann segir að það sé mjög
eðlilegur fórnarkostnaður fyrir
því að halda úti öflugu almanna-
tryggingakerfi. Hann bendir á
að umtalsvert fleiri svíki undan
skatti en svíki út bætur.
Þorði ekki út úr húsi
Umrædd frétt vakti mikil og hörð
viðbrögð í samfélaginu, og lýsti
Freyja Dís því meðal annars í
samtali við blaðamann DV stuttu
eftir að fréttin birtist að hún þorði
ekki út úr húsi vegna ofsókna.
Hún svaraði þá heldur ekki í sím-
ann þar sem yfir hana höfðu dun-
ið hótanir og haturssímtöl. Í frétt-
inni var máluð upp sú mynd af
stöðu Freyju Dísar að hún hefði
það álíka gott og þingmaður, en
hún hefur um það bil 382 þúsund
krónur í ráðstöfunartekjur. Það
mun samsvara því að vera með
um sex hundruð þúsund krónur í
laun og borga svo af því skatt.
Guðmundur segir að kæran
sé ekki lögð fram í samstarfi við
Freyju. „Við eigum eftir að hafa
samband við Freyju Dís, en það
var ekki málið. Heldur er það
þessi óvandaði fréttaflutningur
sem kemur niður á öllum öryrkj-
um,“ segir hann. Hann líkir frétta-
flutningnum við hatursáróður.
Ekki náðist í Lóu Pind við
vinnslu fréttarinnar.
Lóa Pind kærð
til siðanefndar
n Öryrkjabandalagið hyggst kæra Lóu Pind Aldísardóttur til siðanefndar
blaðamanna n Segja fréttaflutning hennar afvegaleiðandi og óvandaðan
n Ákváðu að kæra Lóu Pind eftir frétt um öryrkja og einstæða móður
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Lóa Pind Umfjöllun
Lóu Pind um Freyju Dís
er kveikjan að kærunni.„Við eigum eftir að
hafa samband við
Freyju Dís, en það var ekki
málið.
Ósáttur Guðmundur Magnússon líkir
fréttaflutningnum við hatursáróður.
Gripnir glóð-
volgir við innbrot
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hafði hendur í hári innbrotsþjófs
sem braust inn í íbúðarhús í austur-
borginni á laugardagskvöld. Það var
nágranni sem gerði lögreglu viðvart
um grunsamlegar mannaferðir í
húsinu. Lögreglan brást fljótt við og
handtók manninn. Lagði lögregla
hald á muni í fórum hans sem grun-
ur leikur á að séu þýfi.
Annað innbrot var framið í aust-
urborginni klukkan hálf sjö á sunnu-
dagsmorgun. Húsráðandi vakn-
aði við mannaferðir í íbúð sinni og
við nánari athugun kom hann að
þjófnum sem var önnum kafinn við
að taka til muni sem hann hugðist
hafa á brott með sér. Húsráðand-
inn hringdi á lögreglu sem kom á
staðinn og handtók þjófinn. Hann
var yfirheyrður síðdegis á sunnudag
vegna málsins.
Samkomulag
um kaup á Vestia
Framtakssjóður Íslands og Sam-
keppniseftirlitið hafa náð sam-
komulagi um skilyrði eftirlitsins
fyrir kaupum sjóðsins á eignar-
haldsfélaginu Vestia ehf. Skilyrðin
eru sett fram til að draga úr röskun
á samkeppni sem gæti orðið við
kaup sjóðsins á fyrirtækjum sem
sjóðurinn nær yfirráðum yfir. Að
baki sjóðnum standa sextán líf-
eyrissjóðir en með kaupunum á
Vestia fékk Framtakssjóður meðal
annars yfirráð yfir Húsasmiðjunni.
Þunguð kona
slapp vel frá slysi
Þeir tíu sem fluttir voru á slysadeild
á laugardag eftir tvö bílslys á Reykja-
nesbraut hafa verið útskrifaðir. Þrír
voru undir eftirliti lækna á slysadeild
aðfaranótt sunnudags, þar á meðal
barnshafandi kona sem þótti sleppa
ótrúlega vel frá slysinu. Bíll henn-
ar fór þrjár veltur en hún er komin
átta mánuði á leið. Konan meiddist
lítillega á höfði en með í bílnum var
eins árs gamalt barn hennar sem var
í barnabílstól.
Hitt slysið, sem varð skömmu
áður, varð með þeim hætti að tveir
bílar skullu saman skammt frá Kúa-
gerði. Talið er að bæði slysin megi
rekja til hálku.
Slúðurbloggsíðu, þar sem finna
mátti upplýsingar um kynlíf nafn-
greindra barna undir lögaldri, var
lokað á föstudag. Á vefsíðunni mátti
meðal annars finna upplýsingar um
hvaða stúlkur þykja vinsælastar í
mismunandi hverfum borgarinnar,
hvaða krakkar séu byrjaðir að sofa
hjá og hverjir séu að para sig saman.
Yfir þúsund manns heimsóttu vef-
inn á föstudag, samkvæmt teljara, en
henni hefur sem fyrr segir verið lok-
að.
Margrét Júlía Rafnsdóttir hjá
Barnaheill segir að samtökin fái oft
ábendingar um slíkar vefsíður. Hún
segir að alltaf sé reynt að loka síð-
um af þessu tagi séu höfð meiðandi
ummæli um einstaklinga og sérstak-
lega ef um einhvers konar kynferð-
islegt ofbeldi sé um að ræða. Þá sé
líka bannað að vera með meiðandi
myndbirtingar og ummæli um nafn-
greinda einstaklinga, því þá sé um
hreint og klárt einelti að ræða.
Margrét Júlía nefnir sérstaklega
síðuna formspring.me en það er síða
sem nýtur mikilla vinsælda hjá ungl-
ingum um þessar mundir. Þar skrá-
ir einstaklingur sig undir nafni og
mynd en nafnlausir einstaklingar
spyrja hann spurninga. Mjög algengt
er að spurningarnar séu af kynferðis-
legum toga og þær leiði til umræðna
sem séu niðurlægjandi og meiðandi.
„Það eru aðallega unglingar sem
setja sig á þessar síður og biðja um
að verða spurðir að einhverju, en við
vitum samt ekkert hverjir það eru
sem spyrja. Það getur alveg eins ver-
ið fullorðið fólk undir fölsku flaggi,“
segir Margrét Júlía.
Þar sem mjög stór hluti samskipta
unglinga fer fram á internetinu segir
Margrét það mikilvægt fyrir foreldra
að fylgjast vel með netnotkun barna
sinna og hvetur fólk til að skrá sig á
síður eins og Facebook til að fylgjast
með. Alltaf sé hætta á að misvandað-
ir aðilar reyni að komast þar í kynni
við börnin.
hanna@dv.is
Margvíslegar hættur Slúðurblogg og
aðrar síður sem eru vinsælar hjá unglingum
geta verið meiðandi og ýtt undir einelti.